Morgunblaðið - 21.12.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 25
Indriði Gíslason, lektor:
Enn um móðurmálið
EKKI virðist lengur eiga við mál-
tækið: „Seint er um langan veg að
spyrja tíðinda." Prentsvertan er
vart þornuð á greinum Mbl. um
fslenskt mál og móðurmáls-
kennslu þegar þær koma fyrir
augu min hér austan Atlantsála.
Hefur margt hrotið úr pennanum
í skrifum þessum og ekki er ætl-
unin að bæta hér miklu við. Mig
langar þó að drepa stuttlega á eitt
eða tvö atriði, sem fram hafa kom-
ið í umræðunum.
Þvi er haldið fram að of litlum
tíma sé varið til móðurmáls-
kennslunnar og ráðlegt talið, að
fjölga þar kennslustundum. Ekki
hefur þó verið bent á hvar eigi að
taka þessa viðbót, hvaða náms-
grein eða námsgreinar skuli skera
niður í hinni yfirfylltu stunda-
skrá skólanna. — Kannski er ætl-
unin að lengja skólatímann af
þessum sökum?
Það virðist oft gleymast í um-
raeðum af þessu tagi, að móður
málið er iðkað í hverri einustu
námsgrein sem kennd er (nema
ef vera kynni í erlendum málum,
þar sem notuð er hin svonefnda
„beina aðferð“ sem þó mun
sjaldnast beitt að öllu leyti). —
Allar námsgreinar útheimta þvi
þekkingu á móðurmálinu, eðli
þess og tjáningarmætti (þetta orð
— þó flatt sé — vonandi skiljan-
legra en orðakraftur); kunnáttaX
notkun móðurmálsins alls staðar
jafn mikilvæg.
Hvað sem námsgreinin heitir
verður nemandinn fyrst og
fremst að þekkja merkingu
orðanna, geta skýrgreint hug-
tökin, sem um er fjallað. Þetta
er að sjálf-
sögðu grundvallaratriði, en
auk þessa verður nemandinn
að gera greinarmun á stað-
reynd, ályktun, skoðun; hann
verður að kunna einhver skil á
rökleiðslu, skýrslugerð, útdrætti
— og þannig mætti lengi telja.
Hver námsgrein hefur sérstakt
málsnið — ef svo mætti segja —
þar sem reynir meira eða minna á
slíka málþekkingu. — Mér virðist
sem stundum sé gengið út frá því
sem gefnu (já, ég hef staðið sjálf-
an mig að þessu!) að nemandinn
sé vel að sér í merkingum orða og
kunni skil á öllum mögulegum
málsniðum og notkun þeirra.
Líklega hættir okkur oft til að
gleyma því, að íslenska er ekki
einungis sagnamál og ljóða. Mál-
snið dýrafræði er ólíkt Njálustil.
Og stærðfræðingur notar ekki
sama mál og sonnettuskáldið. —
Allt er þetta þó íslenska. Og
kannski varðar jafn miklu að
nemandinn ráði við málið á mann-
kynssögubókinni og að hann geti
tíundað líkingar í Tímanum og
vatninu.
Hér er ég engan veginn að gera
lítið úr lestri og kennslu fagur-
bókmennta. Slíkt sé fjarri mér.
Hinu vildi ég haida fast fram, að
hver og einn einasti kennari hlýt-
ur að vera móðurmálskennari
hvort sem hann gerir sér það ljóst
eða ekki. Hugmyndaheimur af-
markaðs þekkingarsviðs (stærð-
fræði, sögu, landafræði, ljóðs
o.s.frv.) verður til og skýrist fyrir
tilstyrk móðurmálsins (eða ein-
hvers annars máls). Þess er ekki
að vænta, að nemandinn tileinki
sér þekkingu ef hann kann ekki
að beita tækinu sem til þess þarf
— málinu.
Þetta veit ég að barnakennarar
gera sér ljóst, enda eru hjá þeim
hæg heimatökin; þeir eru
bekkjarkennarar, þ.e. kenna
flestar greinar í sinum bekk. Mig
grunar aftur á móti að stundum
verði annað uppi á teningnum,
þegar ofar dregur í skóla-
kerfinu. Þá er móðurmálskennsl-
unni ætlaður sérstakur dilkur á
stundatöflunni og sómasamléga
íslensku þarf þá ekki að nota ann
ars staðar í réttinni. — Og þegar
sögukennarinn hittir íslensku-
kennarann í löngufriminútunum
spyr hann súr á svip: Hvað ertu
eiginlega að kenna maður, ís-
lensku? Krakkarnir kunna bara
ekki neitt! (Ég hef orðið fyrir
slíkum spurningum) — Slík ein-
angrun móðurmálsins verður að
teljast afar óheppileg.
Ég er alls ekki viss um að við
þurfum á að halda auknum tima
til móðurmálskennslunnar. —
Við verjum nú meiri tima til slíkr-
ar kennslu en þær nágrannaþjóð-
ir, sem ég hef spurnir af. Ég tel
aftur á móti að við þurfum að
gerbreyta aðferðum í þessari
kennslu einkum á gagnfræðastig-
inu: Við þurfum að leggja áherslu
á þjálfun í málnotkun; við þurf-
um að efla skilning á því undur-
samlega tæki sem málið er, tæki
til að tjá margvíslega reynslu,
tæki til að víkka og endurnýja
þekkingu á umheiminum. — Og
hér ættu helst allir kennarar að
taka höndum saman. Þeir eru all-
ir á sama báti.
En þetta er auðvitað hægara
sagt en gert. Fyrsta skrefið gæti
þó verið að veita öllum verðandi
kennurum, hvaða grein sem þeir
hyggjast kenna, staðgóða fræðslu
um eðli tungunnar, gildi hennar
fyrir almennan andlegan vöxt og
viðgang.
Eg get ekki látið hjá liða að
minna hér á þann skerf, sem
Baldur Ragnarsson, Núver-
andi námsstjóri i islensku
hefur lagt til þessara mála.
Fyrir um það bil áratug
sendi hann frá sér kennslu- I
bókina Mál og málnotkun,
þar sem hann sveigir inn á |
nýja braut; reynir að gera nokkra
grein fyrir eðli tungumálsins og
gildi þess í andlegum samskipt-
um. Bók þessi, sem þegar hefur
haft holl áhrif markar raunar
timamót í móðurmálskennslu hér
á landi. Hér gefst ekki tóm til að
gera þessari bók þau skil sem vert |
væri, en trúa min er sú, að hún
eignist sess I sögunni.
Indriði Gfslason.
Baldur Ragnarsson hefur og rit-
að af raunsæi og skýrleika um
viðhorf I móðurmálakennslu, þar
sem er hin merka álitsgerð er
hann samdi um þetta efni á veg-
um Skólarannsóknadeildar.
Og svo er það nýjast, að Sverrir
Hermannsson alþingismaður ætl-
ar að koma á fót nefnd (rétt einni
enn) til að rannsaka móðurmáls-
kennsluna og meðhöndlan
íslensks máls almennt(?). Sverrir
er málafylgjumaður mikill og
mælskur vel, svo vafalaust tekst
honum þetta.
Feginn vildi ég verða Sverri
Hermannssyni að liði varðandi er-
indisbréf nefndarinnar og langar
til að stinga hér upp á eftirfar-
andi atriðum:
Nefndinskaltafarlaust beita sér
fyrir rannsóknum og tilraunum á
sviði móðurmálskennslu. Þar yrði
efst á blaði rannsókn á málþroska
(málskilningi, orðaforða) og orð-
tfðni. 1 annan stað skal nefndin
beita sér fyrir tilraunakennslu er
skeri úr um gildi málfræði-
kennslu í notkun móðurmálsins
og einnig skal hún láta kanna
vfsindalega ýmsar aðferðir við
stafsetningarkennslu. — Auðvelt
væri að bæta við þennan lista, en
þetta tel ég mestu varða í svipinn.
Það þykir hafa komið ljóslega
fram í blaðaskrifum um móður-
mál nú undanfarið, að okkur sé
tamara að fullyrða en að beita
röksemdafærslu. Svo verður að
likindum enn um sinn, þar til
Sverrisnefnd hefur birt niður-
stöðu rannsókna þeirra, sem
nefndar voru. Þess háttar rann-
sóknir taka óhjákvæmilega
nokkurn tíma og kosta drjúgan
skilding, en ekki trúi ég einum
útgerðarmanni verði skotaskuld
úr því að útvega peningana.
Annars rekur mig minni til að
einhvers staðar sé til — á pappír-
um — gott ef ekki í lögum um
Kennaraháskóla Islands, svo-
nefnd Rannsóknarstofnun í upp-
eldis- og kennslumálum. Sverrir
gæti kannski sparað sér nefndina
með því að láta Alþingi blása lífi i
þessa stofnun.
Nefnd Sverris má auðvitað ekki
flana að neinu. Lestrarefni henn-
ar til að byrja með gætu orðið þau
verk Baldurs Ragnarssonar sem
ég nefndi, en auk þess mun ég
góðfúslega láta i té lista upp á svo
sem fjórar siður af skrifum inn-
lendra og þó aðallega erlendra
fræðimanna um þessi efni.
Öska ég svo þessari nefnd —
enn í móðurkjviði — allra heilla.
London, 15. nóv. 1974
Indriði Gislason.
Matthías Johannessen:
Hin siðlausa
samkvœmni
1 skemmtilegum og fróðlegum háskóla-
fyrirlestri Þorsteins Gylfasonar, sem hann
hélt í tilefni af 250 ára afmæli þýzka
heimspekingsins Kants, minnti hann á
grundvöll allrar siðfræði: kröfuna um
fullkomna samkvæmni.
Þessi krafa hefur orðið fleiri en mér
áleitið umhugsunarefni, þegar beztu
menn breytast I ofstækismenn og helzt af
engu tilefni. Þannig hafa öskur um fas-
isma ekki farið framhjá neinum, sem fylg-
ist með svokallaðri þjóðmálabaráttu hér á
landi. Og fyrir stuttu, eða 1. des. s.l., sá ég
í grein eftir annars dagfarsprúðan vin
minn, að víða gæti tilhneiginga til fasisma
á sfðum Morgunblaðsins — en það merkiX
auðvitað ekki annað en við ritstjórar þess
séum óeinkennisklæddir, blóðþyrstir
brúnstakkar.l) Þessu var skolið inn I
kuldalega grein um þjóðhátíðina!
Auðvitað eru slikar upphrópanir ekki
svaraverðar, þó að hér sé um að ræða
þjóðfélagsböl, eða mengun af mannavöld-
um eins og útvarpsstjóri orðaði svo ágæt-
lega mannleg samskipti ýmisleg á islandi
um þessar mundir, af öðru tilefni þó. Við
ritstjórar Morgunblaðsins erum ýmsu van-
ir og kippum okkur ekki upp við pólitísk
krampaflog af néinu tagi. Ég minnist þess
að hafa verið kallaður McCartýisti mán-
uðum saman í Þjóðviljanum 1953 eða ’54.
Þá var ég ungur blaðamaður og enn við
nám í Háskólanum. Síðar átti ég samtal
við Arthur Miller, sem lenti í klónum á
McCarty. Ef ég man rétt var SAM fenginn
1) SAM: Þjóðhátíðarraus, Þjóðviljinn 1.
des.
YehudiMeuuhiu
til að snara þessu samtali á ensku, svo að
bandaríska leikskáldið gæti notað það i
vörn sinni gegn óamerfsku nefndinni svo-
kölluðu.
Ástæða þess að ég hripa niður þessar
linur i jólaönnum er sú, að ég rakst á tvö
athyglisverð greinarkorn fyrir skemmstu,
sem minntu mig í senn á „hina siðferði-
legu samkvæmni" og þá staðreynd, að
þetta fasistahjal er síður en svo einangrað
fyrirbrigði í okkar þrönga, ónærgætna og
oft kutdalega þjóðfélagi, heldur virðist
um að ræða ofsóknaræði og andlegt of-
beldi, sem fer eins og farsótt um heiminn
og engum þyrmir.
Dæmin tvö eru þessi:
Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna i
Grikklandi um það, hvort landið skyldi
vera konungsriki eða lýðveldi, var Yehudi
Menuhin, mesti fiðlusnillingur heims, i
hljómleikaferð þar í landi. Hann er einn
mesti mannúðarmaður og mannvinur, sem
nú er uppi, eins og alkunnugt er, ekki sfzt
okkur Islendingum frá þvi hann sótti land
okkar heim og lék hér á listahátíð. Þá
kynntumst við einnig viðhorfum hans og
drengskap. Á blaðamannafundi í Aþenu
hafði hann sagt, að sögn The Times frá 5.
des. s.l., að hann hefði vonir um, að þjóð-
aratkvæðagreiðslan færi vel og konungs-
riki yrði áfram í Grikklandi. Snillingurinn
hafði þá skoðun að bezt færi á því, og
hlýtur hann að hafa haft fullan rétt til
þess. Hann sagði: „Ég veit að gríska þjóð-
in, sem hefur ávallt snúizt gegn öfga-
öflum, kann að meta gildi konungdæmis."
En hvað gerist? Þegar hann kemur inn
á sviðið til að leika á tónleikum sfnum,
hrópuðu nokkrir úr áheyrendahópnum:
„Biðstu afsökunar", „skammastu þin“ og
svo auðvitað hinn sígilda, innantóma og
þvælda frasa: „Fasisti".
Þessir mótmælendur, segir brezka
blaðið, voru úr hópi lýðveldissinna. Ungur
maður hóf að dreifa blöðum með mótmæl-
um og var hann sá eini, sem hvarf úr
salnum.
Það þarf varla að taka fram, að Menuhin
kom til Aþenu í því skyni að afla fjár til
tónlistarnema i Grikklandi. Þegar hann
fékk hljóð, lék hann verk eftir César
Franck við undirleik pianóleikarans Louis
Kentners.
Hitt dæmið er frá Þýzkalandi, þar sem
ég þykist vera þó nokkuð kunnugur, svo
það kom mér ekki oins á óvart:
I brezka blaðinu The Times frá 9. des.
segir frá þvi, að einasta leikrit Alexanders
Solzhenitsyns, Vinnulýðveldið, hafi verið
sýnt í Essen í fyrsta skipti tveimur dögum
Alexander Solzhenitsyn
áður, en hávaðasamir, róttækir vinstri
sinnar, eins og blaðið kemst að orði, hafi
tafið sýninguna um 15 mínútur með ólát-
um, m.a. útbýtt dreifiblöðum, þar sem
rússneska Nóbelsskáldið var kallað
„afturhaldsagent". Á vígspjöldum var
sagt, að stuðningsmaður fasista (auð-
vitað), eins og komizt var að orði, hefði
engan rétt á þvi að ráðast á Stalinisma.
Ölætin hófust þegar júgóslavneskur út-
flytjandi, sem verið hafði í fangelsi i
Sovétríkjunum, reif niður vígspjald.
Þessi dæmi tala sínu máli. Fleiri eru
óþörf. En við ritstjórar Morgunblaðsins og
aðrir, sem öskrað er á: „Fasisti“ virðumst
vera í allsæmilegum félagsskap nú um
stundir, ef marka rná heimsfréttirnar. En
þvi miður er þetta orð, fasisti, að verða
merkingarlaust í munni öfgamanna
hinnar nýju landfarsóttar. Það er skaði.og
fasistar eiga síður en svo skilið að orðið fái
að glata merkingu sinni.
Þessi dæmi og önnur sýna að vísu „sið-
ferðilega samkvæmni" — en hvers virði
mundi það siðferði vera, sem styðst við
öfugmæli og andlegt ofbeldi — hversu
samkvæmt sem það er?