Morgunblaðið - 21.12.1974, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
Þegar húsálfarnir föru
Leikrit fyrir börn
frí
eftir KARL ERIK
JOHANSON
Snöggur: Hvaö er aö heyra til þín, Fljótur. Það er
alveg harðbannað að gera sig sýnilegan fyrir fólkinu.
Það stendur í húsálfalögunum.
Fljótur: Já, já, ég veit það. Ég sagði líka bara að
mig langaði til þess. En auðvitað geri ég ekki það
sem er bannað.
Lipur: Fólkið í húsinu kann auðsjáanlega ekkert
að meta það sem við gerum fyrir það.
Snöggur: Nei, nei; þaó hlær bara aö öllu.
Lipur: Mig langar ekkert að hjálpa þeim lengur.
Snöggur: Ekki mig heldur.
Fljótur: Heyrið þið, nú veit ég hvað við gerum. Við
tökum okkur frí frá störfum.
Snöggur: Já, en hvernig heldurðu að fari fyrir
fólkinu þegar óknytta álfarnir leika lausum hala?
Lipur: Fólkið verður aö sjá um þá sjálft. Mér
finnst að vió eigum að fara í frí strax.
Snöggur: Erum við þá komnir í frí?
Lipur: Já, við ákveðum það. Ertu ekki samþykkur,
Fljótur.
Fljótur: Jú, ætli það ekki.
Snöggur: Við skulum taka lagið upp á það-
(Þeir syngja)
Sögumaóur: En Glópur óknyttaálfurinn, sem
Fljótur lokaði ekki inni með hinum, stóð á bak viö
dyrnar og heyrði allt sem góðu húsálfarnir voru að
tala um. Og nú tók hann til fótanna og ekki leið á
löngu þar til hann hafði opnað fyrir félögum sínum.
Órubelgur: (Önugur) Hvar hefur þú verið,
Glópur? Þú áttir að standa vörð við dyrnar og svo
stekkur þú burt og lætur læsa okkur inni.
Glópur: Ég hef fréttir að færa ykkur... gleði-
fréttir.
Ærslakollur: Þú hefur auðvitað falið hníf ein-
hvers staðar eða látið einhvern stinga sig á nál, eða
eitthvaó þess háttar, sem varla er í frásögur færandi.
Hugsaðu um allt það ógagn sem við hefðum getað
komið til leiðar allan þann tíma sem við höfum setið
innilokaðir hér.
Glópur: Þegið þið nú og hlustió á mig. Ég hef verið
að njósna.
Hinir: í kór: Njósna?
Glópur: Og ég get sagt ykkur að Snöggur og Lipur
og Fljótur hafa tekið sér fri.
Órabelgur: Frí? Hvað er það.
Glópur: Þeir eru hættir að vinna. Þeir eru hættir
að skipta sér af okkur.
Allir: Húrrrrrraaaaaaaa.
Órabelgur: Þá getum við sett allt á annan endann
og komið öllu á ringlureið í húsinu.
Púsluspil
Nú líður að því, að
pósturinn fer að bera út
jólakortin. Jólasveinn-
inn ætlaði að hjálpa póst-
mönnunum og átti að
koma stóru og fallegu
jólakorti til skila. En þá
kom fyrir óhapp hjá hon-
um. Hann missti kortið
og það brotnaði í marga
hluta. Gaman væri að
hjálpa jólasveininum að
raða kortinu aftur sam-
an og það gerið þið á
þann hátt, að þið límið
stóru myndina á þunnan
pappa. Síðan farið þið
fyrst með oddinum á
skærum ofan í allar lín-
urnar og klippið mynd-
ina sfðan eftir línunum.
Þannig fáið þið 28 litlar
myndir og þá er bara að
raða þeim saman. Á litlu
myndinni sjáið þið
hvernig kortið var, áður
en það brotnaði hjá jóla-
sveininum.
jT
-i>-v
:usni?T
„Ung stúlka
á réttri leið”
Skáldsaga eftir Margit
Ravn
SKALDSAGA Margit Ravn,
„Ung stúlka á réttri leið“ er
komin út í annarri útgáfu f
íslenzkri þýðingu.
„Sögur Margit Ravn voru
svo vinsælar hér á landi fyrir
30—40 árum að þar kom eng-
inn samjöfnuður til greina,“
segir f fréttatilkynningu frá
Bókaútgáfunni Hildi, sem gef-
ur bókina út, en þetta er 11.
saga Margit Ravn, sem útgáfan
gefur út í annarri útgáfu. Seg-
ir í fréttatilkynningunni að
það sýni, að lífsmagn þeirra
hafi ekki dofnað, „enda er
hressilegur frásagnarmáti og
heilbrigt lífsviðhorf hinnar
norsku skáldkonu, samfara
næmleika hennar á tilfinn-
ingalíf ungra stúlkna þess eðl-
is að ekki fyrnist, þótt tímarnir
breytist."
Togara-
taka
þökkuð
BÆJARSTJORN Seyðisfjarð-
ar gerði eftirfarandi samþykkt
á fundi sínum 9. des. 1974.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar
fagnar þvf, að lögum var komið
yfir þýskan landhelgisbrjót og
sendir þakkir til Guðmundar
Kjærnested og skipshafnar
hans.
Mótmæla
frjálsum
innflutningi
iðnaðarvara
MBL. hefur borizt eftirfar-
andi:
Stjórnarfundur haldinn í
Iðju, félagi verksmiðjufólks á
Akureyri, haldinn 10. desem-
ber 1974, mótmælir harðlega
hugmyndum stjórnvalda um
frjálsan innflutning iðnaðar-
vara og telur, að honum sé
stefnt gegn innlendri iðnaðar-
framleiðslu, sem svarað geti
eftirspurn og þörfum lands-
manna og standist fullkomlega
samanburð um verð og gæði.
Þá mótmælir fundurinn
einnig þeim áformum stjórn-
valda að leyfa frjálsa álagn-
ingu og afnema verðlagseftir-
lit, sem valda muni stórfelld-
um verðlagshækkunum á
neysluvörum almennings. Þess
í stað skorar fundurinn á ríkis-
stjórnina að efla stórlega verð-
lagseftirlit um land allt, og
draga sem mest úr ónauðsyn-
legum innflutningi.
Akureyri 11. desember 1974.
F.h. stjórnar Iðju.
Jón Ingimarsson, formaður.
Júorflnnölaöiíi
margfaldar
marhað vðar