Morgunblaðið - 28.12.1974, Síða 16

Morgunblaðið - 28.12.1974, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER. 1974 hf. Árvakur. Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10 100. ASalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35.00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fráttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Húsnæði heyrir til frumþarfa mannsins, og það er eitt viðamesta verkefni hverrar fjöl- skyldu að koma sér þaki yfir höfuðið. Á undanförn- um þremur árum hafa mál hins vegar þróast meö þeim hætti, að æ erfiðara verður fyrir ungt fólk að afla f jár til íbúðarbygginga eða kaupa á eldri íbúðum. í þessum efnum stöndum við frammi fyrir gríðarlegum vanda, enda virðist næst- um útilokað fyrir þorra fólks að byggja eða festa kaup á íbúð með þeim al- mennu lánamöguleikum, sem nú er kostur á. Fram til þessa höfum við íslendingar fylgt þeirri skynsamlegu stefnu í hús- næðismálum að stuðla að því að sem flestir geti búið í eigin íbúðarhúsnæði. Á þessu sviði höfum við náð lengra en flestar aðrar þjóðir, þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar býr í eigin húsnæði. Þetta er ein af meginundirstöðun- um undir efnalegu sjálf- stæði borgaranna. Með þessu móti hefur verið komið í veg fyrir stétta- skiptingu, sem fram kemur hjá mörgum öðrum þjóð- um, þar sem meirihluti um Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar, en þar sóttu 725 um 160 íbúðir. Rúmur heimingur þessa fólks var undir 25 ára aldri og um 20% bjó inn á öðrum fjölskyldum. Hér er um að ræða íbúðir sem fást á mun hagstæðari kjörum en al- mennt gerist og ásóknin í þær vex eftir því sem erfiðara verður fyrir al- mennt launafólk að afla fjár til íbúðakaupa með venjulegum kjörum. Til marks um þær hrika- legu breytingar, sem átt hafa sér stað í þessum efn- um, má nefna, að á siðustu þremur árum hefur bygg- ingarvísitala hækkað úr 535 stigum í 1455 eða um af íbúðarverði að láni frá húsnæðismálastjórn i stað 40% árið 1971. Af þessum tölum má glöggt merkja, hvernig sig- ið hefur á ógæfuhliðina í húsnæðismálunum í ráð- herratíð Hannibals Valdi- marssonar og Björns Jóns- sonar, sem fóru með félags- mál í vinstri stjórninni. Sú ríkisstjórn gumaði af því að hafa fylgt fram félags- legum sjónarmiðum, en þegar litið er á verkin, kemur í ljós, að á flestum sviðum var um að ræða hreina árás á þá stefnu, sem fylgt var í orði. Það er næstum ótrúlegt, að á þremur árum skuli hafa orðið svo gífurleg afturför Húsnæðislán hafa lækkað úr 40% í 26% fólks býr í leiguhúsnæði einstaklinga eða ríkisins. Engum blöðum er um það að fletta að við verðum áfram að kappkosta að búa svo að þjóðfélagsþegnun- um, að þeir geti sem flestir búið i eigin húsnæði. Á undanförnum þremur árum hefur verulega sigið á ógæfuhliðina í þessum efnum. Ljóst er, að fram- boð á íbúðarhúsnæði full- nægir hvergi nærri eftir- spurninni. Þetta kemur glöggt fram, þegar litið er á síðustu úthlutun á ibúð- 920 stig. Áriö 1971 kostaði 300 fm íbúð 1,5 millj. króna. Húsbyggjendur áttu þá kost á 600 þús. kr. láni frá Húsnæðismála- stjórn, sem nam 40% bygg- ingarkostnaðar. Sams kon- ar íbúð kostar nú 4 millj. króna og Húsbyggjendur fá aðeins rúma eina millj. kr. í lán frá húsnæðismála- stjórn eða 26% af bygg- ingarkostnaði. íbúðarverð- ið hefur því hækkað á þess- um tíma um 172% en lánin aðeins um 77%. Þannig fá menn nú einvörðungu 26% í húsnæðismálum, sem raun ber vitni um. Engum blöðum er um það að fletta, að húsnæðiskostnaður hef- ur verulega þýðingu fyrir launþega almennt. Sú afturför, sem varð i hús- næðismálum í ráðherratíð Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar beind- ist þvi ekki einvörðungu gegn þeim félagslegu sjónarmiðum, sem viður- kennd hafa verið, heldur var hún bein árás á launa- kjör fólksins í landinu. Það er eitt af verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr að snúa þeirri öfugþróun við, sem átt hef- ur sér stað í þessum efnum á undanförnum þremur ár- um. Hér er vissulega um mikilvægt en um leið vandasamt og erfitt verk- efni að ræða. Meginverk- efnið verður að vinna upp það sem úrskeiðis hefur gengið þannig að lán Hús- næðismálastjórnar verði a.m.k. hlutfallslega jafn há og þau voru 1971. Til þess að ná því marki þyrftu lánin að hækka úr rúmlega 1 millj. kr. í allt aö 1,7 millj. kr. eða um a.m.k. 600 þús- und krónur. Það myndi kosta á ári rúmar eitt þús- und millj. króna. Eins og nú standa sakir mun Hús- næðismálastjórn hafa 3.000 millj. kr. til ráðstöf- unar á næsta ári, en stærsti tekjuliðurinn er launa- skattur, sem áætlaður er 1.250 millj. kr. á næsta ári. Að óbreyttum aðstæðum má því búast við veruleg- um fjárhagserfiðleikum hjá Húsnæðismálastjórn á næsta ári. En hér er um svo mikilvægt og brýnt úr- lausnarefni að ræða, að úr því verður að bæta jafn- framt sem reynt verður að vinna upp það, sem tapað- ist í tíð vinstri stjórnar- innar. Það er og á að vera grundvallaratriði í okkar þjóðskipulagi að sem flest- ir geti átt eigið íbúðarhús- næði. Það eiga ekki að vera forréttindi þeirra, sem best eru settir. „Málaralistin á að minna á laufgað tré, fagurt blóm..”. Hugleiðingar og til- vitnanir í bók Matthíasar Johannessen um snill- inginn Gunnlaug Schev- ing Matthfas Johannessen er mikill og sannvirkur unnandi fagurra bókmennta og annarra lista. Á hálfum öðrum áratug hefur hann sent frá sér að mfn- um dómi ómetanlega fróðlegar og skemmtilegar bækur, sem flytja viðtöl hans við fslenzka listamenn, er hafa reynzt flest- um öðrum fremri. Þeir eru: Tómas Guðmundsson, Þórberg- ur Þórðarson, Páll Isólfsson, Jóhannes Kjarval og Halldór Laxness — og nú hefur hann bætt við Gunnlaugi Scheving og gefið út aukna útgáfu af Kjarvalskveri. Aukningin er góð og gild, en um Kjarvals- kver hef ég áður fjallað að ég hygg á þann hátt, að ég fái þar ekki um bætt, og svo á þá þetta greinarkorn að fjalla um hina stóru bók Matthfasar um Gunn- laug Scheving, sem illu heilli féll f valinn fyrir aldur fram. Sumir munu setja út á formið á bókinni um Gunnlaug, því að þar segir Matthías fyrst frá uppruna hans og bernskuminn- ingum og ýmsu úr lífs- og listar- baráttu hans og hefur eftir hon- um fjölmargt um menn og list- ir. Síðan koma kaflar í beinu viðtalsformi, og siðar breytist svo formið að nokkru á ný. I síðari köflunum kemur svo sitt- hvað, sem listamaðurinn hefur sagt í fyrstu köflunum, en ég tel þetta alls ekki spilla bók- inni. Margt er sagt með nokkuð öðrum orðum í seinni köflun- um, en þó koma þar fram hinar sömu skoðanir, og mér virðist ítrekunin aðeins staðfesta þá hugmynd, sem lesandinn hefur áður fengið af hinum sérstæða persónuleika, — auk þess, sem fjölmargt er nýtt og flest enn frekar ljóslifandi en þar sem höfundurinn notar frásagnar- formið. Hann hefur séð það réttilega, að mikils hefði verið misst, ekki sízt af hinu sann- eðlilega í orðum og viðbrögðum listamannsins, ef allt, sem þeim fór á milli og hann hafði fest á blað hefði verið soðió saman í eina heild. Læt ég svo formið lönd og leið. Þessi bók verður mér enn líf- rænni og hugþekkari en ella sakir þess, að ég þekkti fóstur- foreidra listamannsins og sá hann margsinnis sem kranga- legan, svipdulan og að mér virt- ist eitthvað sérstæðan ungling — ýmist innan við búðarborðið hjá heiðursmanninum Stefáni Th. Jónssyni eða langstígan og dálítið silalegan á götum Seyðisfjarðakaupstaðar. Ég kynntist og náið vinum, sem hann nefnir I bókinni, Guðmundi W. Kristjánssyni, Sigfúsi Sigfússyni og Sigurgísla Jónssyni, sem allir urðu líka mínir vinir — og seinna — á Isafjarðarárum mínum kynntist ég rimna- og sagna- manninum Jóni almáttuga, er Monberg hinn danski rak fyrir óstundvísi úr bátahafnarvinnu af mikilli hörku, sem reyndist Matthías Johannessen Bðkmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN lítt duga hinum volduga Dana, því að næsta morgun var sá „almáttugi“ stundvislega mætt- ur og svaraði, gormæltur að vanda, endurteknum brott- rekstri með svofelldum orðum: „Jæ taker ikke mark po eðers brottdrívelse, Mogbeg min, afdí tér má ekki missa mig frá eðers sjálfum bráðnauðvendugt ar- bæði, — og svo hristi þá „Mog- beg“ höfuðið, og vatt sér hlæj- andi frá sinum velmeinandi þjóni. Fyrri hluti Eitt gagn mun ég hafa unnið hinum verðandi listamanni, sem ég kynntist raunar ekkert, sakir hlédrægni hans, það hálft annað ár, sem við vorum sam- tíða milli hinna háu og fögru hrikafjalla Seyðisfjarðar. Gunnlaugur hælir að verðleik- um fósturforeldrum sínum i viðtölum við Matthías, en sann- leikurinn er sá, að þó að Jón Scheving væri honum um- hyggjusamur og jafnvel ástrík- ur, þótti honum ekki vænlegt, að kjörsonurinn tæki þá ákvöróun að helga sig myndlist. Jón minntist á þetta við okkur Kristján lækni Kristjánsson — og sá ágæti maður kvaðst ekki vilja taka á sig þá ábyrgð að ráða af eða frá, en bezt gæti hann trúað því, að pilturinn mundi reynast sauðþrár og fara sinna ferða, hvað sem í Jóni syngi. Nú leið og beið, en svo minntist Jón á þetta við mig á nýjan leik og var alláhyggju- fullur. Ég hugsaði sem svo, að illt væri, ef í stífni lenti milli þeirra feðga. Ég sagði því við gamla manninn, að mér litist þannig á piltinn, að hann yrði að ráða hvað hann tæki fyrir, og ég væri þess einhvern veg- inn viss með sjálfum mér, að hverju sem hann helgaði sig, yrði hann enginn meðalmaður, og hann væri að minnsta kosti mjög svo ólíklegur til óhófs eða neins konar óreglu. Aftur og aftur barst svo þetta í tal milli okkar .Jóns, unz þar kom, að hann hafði tekið þá trú, að kjör- sonurinn yrði mikill og góður listamaður, ef hann á annað borð beitti sér að því. Hann sýndi mér myndir eftir hann og sagði, að hann vissi ekki hvað hann ætti að segja um þær. „Það veit ég ekki heldur," sagði ég, „en hann er nú ekki meira en búinn að draga til stafs í listinni ennþá. Það er tilhneigingin og gerð piltsins, sem ég legg áherzlu á, — ég er orðinn viss um, að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum af hon- um.“ Þegar ég kom næst, ljómaði húsfreyjan, og hún deplaði framan i mig augunum og hvislaði, þó að Jón hennar væri hvergi nærri: „Nú er Jón minn búinn að taka trúna, og þá er allt í Guðs náðar nafni eins og það á og þarf að vera.“ Svo klappaði hún mér á bakið: „Hann er greind- ur, stórgreindur, hann Jón, og honum þykir lifandis ósköp vænt um drenginn. Það var hörmulegt til þess að hugsa, að hann treysti ekki honum Óskari okkar,, annar eins sómapiltur og hann er — og alitaf eitthvað að anstalta.“ Svo liðu árin, og staddur í Reykjavík, en búsettur á Isa- firði, kom ég í fyrsta skipti á sýningu hjá Gunnlaugi Schev- ing. Þar varð mér svo til strax starsýnt á allstórt málverk af roskinni konu á loðnum og lubbalegum útigangshesti. Hún var ein á ferð yfir auðnarlegt hjarn undir gráum og skugga- legum hriðarhimni, sem huldi alla fjallasýn. I þreyturúnun- um á andliti þessarar konu var seiðþrungin seigla og I rólegu augnaráðinu dulkennd, svo sem örlögbundin ihygli. Ég stóð sem heillaóur langa stund fyrir framan þessa mynd. Mér fannst ég þekkja fyrirmynd lista- mannsins... Svo var það allt í einu, að ég var viss um, að myndin núnnti mig ekki á Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.