Morgunblaðið - 28.12.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974
17
I „Neue Cuxhavener Zeitung"
3. des. s.l. er þriggja dálka fyrir-
sögn á þessa leið: „Það væri
hörmulegt vegna gamallar góðrar
vináttu." Segir Ernst Stabel um
fiskveiðideiluna við ísland.
„Eins og kunnugt er, mega ís-
lenzk skip ekki lengur sigla inn á
þýzkar hafnir til að selja afla
sinn. Þessa ákvörðun tók stjórn
Sambandslýðveldisins á föstudag-
inn, eftir að íslenzkt varðskip
stöðvaði „Arcturus" innan hinnar
umdeildu 50-mílna Iandhelgi og
dró hann til Reykjavíkur. Skip-
stjóri togarans var dæmdur í
45.000 marka sekt. Skoðanir
manna á þessari ákvörðun Sam-
bandsstjórnarinnar eru skiptar.
Við ræddum ítarlega við Stabel
ræðismann.
Ernst Stabel: „Fyrst vil ég taka
það skýrt fram, að ég svara spurn-
ingum yðar ekki sem ræðismaður
Islands, heldur sem vinur þessa
lands og íbúa þess, sem ég ber
mjög mikla virðingu fyrir og eiga
alla mína samúð. Þess vegna sær-
ir það mig, og ég harma það stór-
lega, þegar þetta fótk er kallað
sjóræningjar og því ætlaðir hlut-
ir, sem eru með öllu óviðeigandi.
Það verður að gera mönnum það
fyllilega Ijóst, að íslenzka þjóðin
heyr bókstaflega baráttu fyrir til-
veru sinni.
Aðeins frá þessu sjónarmiði
ættu menn til dæmis að geta skil-
ið útfærslu fiskveiðimarkanna f
50 mílur, eins og nú standa sakir,
og réttmæti þeirra að áliti ís-
lendinga. Þessar ráðstafanir hafa
vissulega ekki verið gerðar til að
skaprauna öðrum þjóðum, heldur
einvörðungu til að vernda fisk-
stofnana gegn tortímingu. Þess
vegna hafa Islendingar sjálfir
sett verulegar takmarkanir á fisk-
veiðar, ekki aðeins innan 12
mflna markanna, heldur einnig á
hrygningarsvæðum utan þeirra.
Tekið er mjög strangt á brotum
gegn þessum fyrirmælum og það
jafnt, þótt íslenzkir fiskimenn
eigi í hlut. Þannig var íslenzkum
togaraskipstjóra refsað strang-
lega fyrir nokkru, er hann var
staðinn að veiðum á þessum svæð-
um.“
Siðar i viðtalinu segir Stabel:
„Það er alla vega mjög athyglis-
vert, að ekki skuli hafa tekizt
hingað til að finna þá lausn til
samkomulags milli Sambandslýð-
veldisins og íslands, sem báðir
aðilar mættu við una. Slíkir samn-
ingar eru nú f gildi milli íslands
og Stóra-Bretlands, Belgíu og
Færeyja. Skyldi þetta aðeins vera
Islendingum að kenna? Það er
vitað, að íslendingar vilja sérstak-
lega vernda fiskimiðin við landið
gegn veiðum verksmiðjuskipa og
frystiskipa, af þvi að þeir óttast,
að skip þessi muni valda miklum
usla í fiskstofnunum.
Um þetta eru að vfsu skiptar
skoðanir. En Englendingar hafa
sýnt skilning á áhyggjum Is-
lendinga og fallizt á að senda ekki
verksmiðju- eða frystiskip til
þeirra svæða, sem íslendingar
hafa tiltekið, en þar að auki
myndi það geta leitt til mikilla
vandræða, ef einni þjóð yrði
veittur einkaréttur til veiða með
frystiskipum á miðunum um-
hverfis island. Sjálfir eiga ís-
lendingar engin verksmiðju- eða
frystiskip. En aðrar miklar fisk-
veiðiþjóðir eiga heila flota af slík-
um skipum. Er ekki ástæða til að
óttast, að þær þjóðir myndu þá
einnig gera tilkall til réttar til að
veiða með slfkum skipum á sömu
miðum?
Viðtalinu við Ernst Stabel
ræðismann lýkur þannig: „Lokun
þýzkra hafna fyrir íslenzkum
fiskiskipum sem þvingunaraðferð
er að minni hyggju allsendis ótæk
ráðstöfun, ef á að fá Island til að
fallast á samkomulag, sem báðir
aðilar geti við unað. Viðskipta-
Löndunarbannið
1
þýzkum blöðum
CCXHAVEN
Nokkrar fyrirsagnir úr „Neue Cuxhavener Zeitung" á fréttum
þar sem sagt er frá löndunarbanninu.
jöfnuður Sambandslýðveldisins
og islands er óhagstæður fyrir
eyrfkið.
Það væri sorglegt og hörmulegt,
ef gömul og góð vinátta milli
þjóða okkar myndi bíða hnekki.
Setning eins og þessi: „Hvað
heldur 200 þúsund manna þjóð,
að hún sé, að koma svona fram
gagnvart 60 milljóna þjóð,“ úr
munni virðulegs samborgara, er
að mfnu viti hættuleg ummæli, og
maður getur aðeins vonað, að slík-
ur hugsanaháttur breiðist ekki
út.“
Daginn eftir, 4. des., birtist
grein í „Cuxhavener Presse“ und-
ir þessari þriggja dálka fyrirsögn:
„Uthafsveiðar Þjóðverja útilok-
aðar án alþjóðlegra hafsvæða við
Island." Síðan er frá því skýrt, að
sósíaldemókratfski þingmaðurinn
Horst Grunenberg hafi beint fyr-
irspurn til sambandsstjórnarinn-
ar á þingi varðandi þetta mál út
frá þvi sjónarmiði, að nauðsyn
beri til að herða löndunarbannið.
Hann spurði meðal annars:
„Telur Sambandsstjórnin það
hugsanlegt, að til bráðabirgða
væri hægt að girða fyrir innflutn-
ing íslenzkra vara með þvf að við
þýzku landamærin yrði krafizt
upprunaskírteina fyrir þann fisk,
sem landað hefði verið utan Sam-
bandslýðveldisins, en flytja ætti
þangaðinn?“
Blaðið bætir því við, að það
muni vfst varla framkvæmanlegt
án röskunar á reglum Efnahags-
bandalagsins. Sfðan segir:
„Eftir sjóræningjaaðgerðir ís-
lenzka fallbyssubátsins „Ægis“
gegn þýzka togaranum
„Arcturus“ finnst mönnum ekki
um annað að ræða lengur í
Cuxhaven og Bremerhaven:
Agengni fslenzkra fallbyssubáta
gagnvart þýzkum togurum á al-
þjóðlegum hafsvæðum verður að
stöðva. Það tjón, sem þýzkum út-
hafsveiðum er bakað, er of mik-
ið.“
Sambandsstjórnin svaraði fyrir-
spurn Grunenbergs skriflega, og
er að því svari vikið í blaðinu
„Neue Cuxhavener Zeitung“ 6.
des. s.l. Undir fjögurra dálka fyr-
irsögn, „Sanibandsstjórnin harm-
ar...“ segir m.a.:
„Sambandsstjórnin bendir þó á,
að möguleikar séu fyrir hendi til
að stöðva innflutninginn gegnum
Efnahagsbandalagið. En slíkt
skref sé alla vega undir því kom-
ið, hverjar verði frekari aðgerðir
af Islands hálfu.
Þar sem Island selji um 20%
heildar ferskfiskframleiðslu sinn-
ar f Sambandslýðveldinu og fái
gott verð fyrir með beinum lönd-
unum á þýzkum mörkuðum, sé
löndunarbannið í sinni núverandi
mynd „tilfinnanlegt".
Miðað við núverandi aðstæður
sé það vafasamt, hvort hinn
óbeini innflutningur geti yfirleitt
orðið nokkur að marki, þar sem
hafnir nágrannaríkjanna séu ekki
viðbúnar löndun. verulegs afla-
magns fslenzks fisks. Orðrétt seg-
ir í svari Sambandsstjórnarinnar
til Grunenbergs: „Ef lokun
þýzkra hafna .dregst á langinn,
myndi hinn islenzki innflutning-
ur til annarra hafna sennilega
leiða til verulegrar verðlækkunar
þar. Eins og fréttir bera þegar
með sér, fékk fyrsta skipið, sem
snúið var til Ostende, mun lægra
verð fyrir aflann en fengizt hefði
í Bremerhaven.
Eftir þvf sem Sambandsstjórn-
inni er kunnugt, hefur á síðustu
tíu dögum eftir hina ólöglegu
töku þýzka togarans „Arcturus“,
sem Island mátti búast við að
hefði löndunarbann í för með sér,
aðeins verið landað um 270 tonn-
um af ferskfiski f krókahöfnum
og reyndar í Ostende.“
„Cuxhavener Presse“, sem
áður er getið í sambandi við fyrir-
spurn Grunenbergs, birti síðan
viðtal við eða yfirlýsingu frá Hans
Ebelt, talsmanni kristilegra
demókrata í Cuxhaven, undir
tveggja dálka fyrirsöng: „Hans
Ebelt segir um tslandsvandamál:
„Hvert mál hefur tvær hliðar“.
Sfðan segir blaðið, að Hans
Ebelt hafi hinn 1. ág. s.l„ er fisk-
veiðideilan við Island hafði staðið
i tvö ár, skorað á ambandsstjórn-
ina að hefja nýjar samningavið-
ræður, „svo að ekki komi til
versnandi ástands á miðunum“. 1
dag segir Hans Ebelt: „Nú sjáum
við, hversu komið er, og sam-
bandsstjórnin er ráðþrota.“ (Jetzt
heben wir den Salat, und die
Bundesregierung ist ratlos.)
Eins og Ebelt lagði ennft »mur
áherzlu á, væri löndunarbí <nið á
íslenzkan fiskafla engin lausn,
hversu vinsælt sem það virtist, er
menn létu í ljós álit sitt í fyrstu.
Bannið verður sniðgengið gegn-
um Belgíu og kemur þvf fyrst
niður á hinum þýzka fiskmarkaði
og þeim, sem þar vinna. Auk þess
væri þýzkum fiskiðnaði brýn
nauðsyn á sérstökum íslenzkum
fisktegundum og þá sér f lagi ufsa
fyrir þýzka sjólaxiðnaðinn.
Hans Ebelt sagði: „Ef fiskiánað-
urinn fær ekki þessar fisktegund-
ir gegnum Ostende, veldur skort-
ur á þeim óhjákvæmilegri verð-
hækkun, og þar með verða hinar
þýzku húsmæður að borga reikn-
inginn fyrir deiluna.
Þýzkri úthafsútgerð verður
enginn ávinningur hvorki að
íslenzkum lögbrotum né heldur
háværum orðum sósíal-
demókratíska þingmannsins
Grunenberg, sem leggur jafnvel
til, að landamærum sé lokað. Að
áiiti Ebelts ætti Grunenberg þing-
maður að tala minna, heldur f
staðinn að hvetjasambandsstjórn-
ina eindregið til að hefjast handa
og leggja allt kapp á að ná sam-
komulagi eins og öðrum þjóðum
hefur þegar tekizt.
Friðrik Einarsson dr. med.:
Fyrirspurn til heilbrigðis-
málaráðuneytisins
A aðfangadag jóla 1971 þáði
Landspitalinn að gjöf hjarta-
lungnavél frá Seðlabankanum
og Ásbirni Olafssyni heildsala
til þess að hægt væri að hefja
opnar skurðaðgerðir á
sjúklingum hér á landi. Aður
hafði Asbjörn Ólafsson óum-
beðinn kallað mig á sinn fund
og boðist til einn að gefa Borg-
arspitalanum þetta tæki. "Borg-
arspítalinn einn spítala var þá
til þess fær að hefja slikar
erfiðar aðgerðir, ekki sízt
vegna þess að við höfðum þá
komið á fót gjörgæzludeild,
sem hinir spítalarnir hafa
verið að þróa hjá sér síðar, en
það tekur tfma.
Hvernig
standa þessi mál
í dag?
Ég er ekki að spyrja þessa
opinberlega af því að ég viti
ekki svarið. Landspítalinn
hafði aldrei og mun ekki hafa
um ófyrirsjáanlegan tfma,
möguleika á að hefja þessar
aðgerðir. Fyrirspurn mín er
því til þess fram færð, að vekja
athygli viðkomandi aðila á að
láta ekki hroka einstakra
manna og fyrirsvarsmanna
deilda og stofnana, koma f veg
fyrir að þörfum hlutum, sem
varða kannski líf og heilsu
manna sé komið áleiðis.
A skurðlækningadeild Borg-
arspítalans hefir verið komið á
fót heila og tauga-
skurðlækningum. Sú starfsemi
hefir bjargað fjölda mannslífa,
sjúklinga með t.d. skyndilega
blæðingu í heila, sem alls ekki
hefðu þolað flutning til Kaup-
mannahafnar. — Að þessu
starfa tveir sérfræðingar, sem
þannig hafa bundnar vaktir í
24 klukkutima annan hvern
sólarhring.
A Borgarspitalanum hefir i
samráði við skurðlækninga-
deildina verið stofnuð háls-,
nefn og eyrnadeild. Og þótt
hún þrengi að okkur á hinni
almennu skurðlækningadeild,
þá sættum við okkur við það,
þar sem við sáum nauðsynina
vegna sjúklinganna. Þarna eru
framkvæmdar um 1500 skurð-
aðgerðir á ári. Þar á meðal eru
um 130 aðgerðir á heyrnar-
skertu fólki. Þessar aðgerðir
eru ekki gerðar annars staðar
hér á landi.
Opnar hjartaskurðaðgerðir
hefðu vissulega valdið okkur
erfiðleikum vegna sjúkra-
rúmaskorts og plássleysis á
skurðstofum. Samt ætluðum
við að taka á okkur þessa erfið-
leika. Það er spá mfn að þessi
starfsemi komist nú ekki f
framkvæmd hér á landi næstu
15 — 20 árin. Vonandi ér það
hrakspá.
Það er mikil ábyrgð Páls Sig-
urðssonar ráðuneytisstjóra og
Hjalta Þórarinssonar yfirlækn-
is, að hafa komið i veg fyrir á
aðfangadag jóla árið 1971, að
þessi starfsemi gæti hafist hér
á landi.