Morgunblaðið - 28.12.1974, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.12.1974, Qupperneq 25
MORGUtoBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 25 fclk f fréttum Léttlynd undir lás og slá + Kona, sem lengi hefur verið grunuð um vændi, en alitaf hefur getað komist hjá hand- töku vegna skorts á sönnunar- gögnum, varð loks hált á svell- inu þegar hún gef iögreglu- þjóni skriflegt heimboð. Taismaður lögreglunnar skýrði frá þvf að leynilögreglu- maður nokkur hafi setið i bíl sfnum niðri í miðbæ og dundað við að rissa f minnisbók sfna á meðan hann beið eftir félaga sfnum. Konan kom þá gangandi að bílnum og spurði hvort hann væri lögga. Hann virti hana fyr- ir sér og skrifaði sfðan í minnisbókina: „Ég er bæði máliaus og heyrnarlaus." Hún skrifaði þá fyrir neðan: „Ertu að leita að f jöri?“ „Já,“ skrifaði hann. „Hef- urðu eitthvað sérstakt i huga?“ „Komdu upp f herbergið mitt og þá færðu að sjá — 30 dalir,“ skrifaði hún f bókina. Hann tók við bókinni og eftir smá umhugsun hripaði hann niður: „Þú ert hér með hand- tekin.“ + Sprengja sprakk við bústað Edwards Heaths, leiðtoga brezka Ihaldsflokksins, si. sunnudag. Leiðtoginn var ekki heima og engan sakaði, en hann sagði fréttamönnum, að það væri aiger tilviijun, að hann skyldi ekki vera kominn heim. Hann hafði verið að stjórna tónleikum (Heath er virkur tónlistarmaður, sem kunnugt er) og fengið sér te á eftir með vinum sfnum f stað þess að halda rakleitt heim eins og hann hafði áformað. Hann heyrði um sprenginguna f bfl sfnum á leiðinni og kom tfu mfnútum eftir að hún varð. Lfklegt þykir, að lrski lýð- veldisherinn hafi verið þarna að verki, þvf að sprengingin varð rétt áður en hef jast skyldi vopnahlé, sem hann hefur boð- að um jólin með tilteknum skii- yrðum. Atta sprengingar urðu f gær á N-trlandi, fimm f Belfast og þrjár í Lurgan, en ollu ekki manntjóni. David O. Connell ieiðtogi Provisional arms IRA hefur sagt f viðtali við eitt dag- blaðanna f Dublin, að svari brezkir hermenn ekki vopna- hléi IRA um jólin með þvf að hafa sig ekkert f frammi muni afleiðingarnar verða eyðilegg- ing brezkra borga. Edward Heath hefur nú þrf- vegis sloppið naumlega frá sprengingum IRA, f fyrsta sinn fyrir nokkrum vikum, þegar hann sat að snæðingi á veit- ingahúsi beint á móti kunnum kiúbbi, þar sem varð öflug sprenging. Og aftur fyrir rúmri viku þegar hann var nýgenginn út úr stórverzluninni Harrods f London, þar sem sprenging olli eldsvoða og talsverðum skemmdum á annarri hæð. + Staðfest hefur verið af opin- berri hálfu f Venezuela, að 72 manns hafi verið með flugvél- inni, sem fórst þar sl. sunnu- dag, og eru engar lfkur taldar á, að nokkur hafi komizt þar Iffs af. Aður var talið, að 77 manns hefðu verið með vélinni. Sprenging varð f flugvélinni, DC-9 þotu frá AVENSA, stærsta flugfélagi landsins, f jórum mfnútum eftir flugtak f Maturin, sem er um 500 km frá höfuðborginni, Caracas. Dreifð- ist brak úr vélinni yfir geysi- stórt svæði, fjalllendi klætt hitabeltisgróðri og er þvf mjög erfitt aðgöngu fyrir björgunar- og rannsóknarmenn. Flugvélin var á leið til Cara- cas frá borginni Bolivar við Orinoco-fljót f austurhluta Venezuela með viðkomu f hafn- arborginni Ordaz á Atlantshafs- ströndinni. Farþegarnir voru flestir á leið til jólahalds meðal ættingja og vina f Caracas. Þetta er annað meiriháttar flugslysið f Venezuela á þessu ári. 14. ágúst sl. fórust 47 manns, þegar vél af gerðinni Vickers Vicount lenti f hita- beltisstorminum Alma og rakst á fjall á eyjunni Margarita f Karabiska hafinu. Einn maður komst þá Iffs af. xxx Annað mikið slys varð f Venezuela sl. mánudag, fórust þá nfu manns og ellefu slösuð- ust alvarlega, þegar tveir stórir flutningabílar rákust saman f vesturhluta landsins. Jólasveinar ganga kringum lögreglubifreið á Strikinu f Kaupmannahöfn á sunnudag. Vildu endurvekja hlutverk jólasveinsins + Róttækir jólasveinar voru á ferli f Kaupmannahöfn um sl. helgi. Asunnudag brugðuþeir sér f stórverzlanir í miðborg- inni og létu þar greipar sópa, dreifðu m.a. bókum til fðlks, er þar hafði safnazt saman fyrir utan til að mótmæla vaxandi atvinnuleysi f Danmörku. Aður höfðu jólasveinar reynt að ráð- ast með skurðgröfu á byggingu vinnudómstólsins, sem sagður er fátækum sár þyrnir f augum. Lögreglan stöðvaði þá fljótlega f báðum tilfellum. A mánudag þann 23. kom jólasveinn í einn banka borgar- innar, dró á eftir sér stóra pappírs jólagæs á hjólum og fór fram á fjárstuðning til að geta aukið framleiðslu sína á jóla- gjöfum handa fátækum. Siðar klifruðu jólasveinar yfir girð- inguna í General Motors bíla- smiðjunni, þar sem hundruð verkamanna missa atvinnuna í næsta mánuði, þegar verk- smiðjunni þar verður lokað. Fjöldi atvinnulausra í Dan- mörku er nú kominn upp i 120.000 manns. Loks fór einn jólasveinanna i aðalstöðvar lög- reglunnar, flutti þar tölu um bróðurkærleika, las ævintýri og söng jólalög fyrir lögreglu- mann, er hann hafði átt í úti- stöðum við nokkrum sinnum í síðustu viku. Flestir þessir jólasveinar eru úr leikflokki, sem hefur sér- hæft sig i flutningi pólitiskra leikverka á götum úti. Þeir félagarnir lýstu því yfir, að þeir hefðu ákveðið að gefa hinum rauða búningi jólasveinsins nýja merkingu og reyna að endurvekja hlutverk jóla- sveinsins sem tákn friðar og vináttu manna í milli. Sextiu jólasveinar voru handteknir eftir búðarruplið á sunnudag, en allir voru látnir lausir, þegar lögreglan hafði gengið úr skugga um, að þeir höfðu ekkert með sér af því, sem þeir höfðu tekið. Utvarp Reyhfavík LAUGARDAGUR 28. desember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Mogunbæn kl. 7.55. Veðrið og við kl. 8.50: Markús Á. Einarsson veðurfræðingur talar. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Bene- dikt Arnkelsson endar að segja sögur úr Bilblfunni f endursögn Anne De Bries (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Iþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, IX. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir Jólin okkar f Kanada Dr. Jakob Jónsson flytur minningar frá prestskaparárum sfnum vestan- hafs. 16.40 Tfu á toppnum Orn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.30 Jólasaga og jólalag fyrir börn og unglinga. „Litla jólatréð“ smásaga eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Sigurður Karlsson leikarí les. Margaret Ponzi syngur lög eftir Tómas bróður sinn, sem leikur undir á pfanó. 18.00 Söngvar f léttum dúr. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Kvöldvaka aldraða fólksins a. Einsöngur Kristinn Hallsson syngur lög eftir ólaf Þorgrfmsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfanó. b. tslenzkt himnarfki Snorri Sigfússon fyrrum námsstjóri les söguþátt eftir Þorstein Þ. Þorsteins- son. c. Gömul kynni og góð Pétur Pétursson les frásöguþátt eftir Árnýju Filippusdóttur, þar sem hún rifjar upp minningar sfnar um Guð- mund Guðmundsson skáld. d. Tvö jólaljóð eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Baldur Pálmason les. e. Á langri göngu Gunnar Benediktsson rithöfundur segir frá ferð sinni frá Akureyri austur um land til Reykjavfkur haustið 1904. f. Örlagabrúðkaupið Gunnar Valdimarsson flytur sfðari hluta frásögu Benedikts Gfslasonar frá Hofteigi. g. Kórsöngur Kammerkórinn syngur fslenzk lög. Söngstjóri: Rut L. Magnússon. 21.35 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 29. desember 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Frægar hljómsveitir lcika. 9.00 Fréttir. (Jtdráttur úr forustugrein- 4 um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). a. Frá tyrkneska útvarpinu. Tyrkneska rfkishljómsveitin leikur. Einleikari á fiðlu: Suna Kan. Stjórn- endur: G.E. Lessing og Walter Siisskind. 1. „Silkistiginn“, forleikur eftir Rossini. 2. Spánska sinfónfan eftir Lalo. 3. Dansar frá Anatolfu eftir Erkin. b. Klarfnettukonsert í A-dúr (K622) eftir Mozart. Alfred Prinz og Fflharmónfusveitin í Vínarborg leika; Karl Miinchinger stjórnar. 11.00 Helgistund f útvarpssal fyrir t»m Séra Árelfus Nfclsson talar. Barnakór úr Hlfðaskóla syngur undir stjórn Guð- rúnar Þorsteinsdóttur. Hörður Áskels- son leikur undir. 12.15 Dagskráin. Tónleikar.. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.15 Um fslenzka leikritun Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor flytur þriðja og síðasta hádegiserindi sitt. 14.00 Leikrit: „Rakari greifans“ eftir Gunter Eich samið upp úr . sögu eftir Nikolaj Ljeskoff. Áður útvarpað 1959. Þýðandi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Þorsteinn ö. Stephensen. Persónur og leikendur: Kammenskf greifi..................... .—....-...........Haraldur Björnsson Arkadf Zljítz ....Róbert Amfinnsson Sergej Mihailovitsj.................. ..................Valdemar Helgason Prestur ..............Valur Gfslason Ljúba .....Margrét Guðmundsdóttir Marfa ......Guðbjörg Þorbjarnardóttir Natasja...........................Inga Þórðardóttir Dorssida ..........Arndfs Björnsdóttir Filippus ..............Lárus Pálsson Leikhússtjóri .......Gestur Pálsson Ráðsmaður greifans .................. ..................Baldvin Halldórsson Liðsforingi .... Brynjólfur Jóhannesson Gestgjafi ................Jón Aðils Aðrir leikendur: Klemenz Jónsson, Ami Tryggvason, GIsli Halldórsson, Steindór Hjörleifsson, Nfna Sveins- dóttir, Anna Guðmundsdóttir, Lárus Ingólfsson og Þorgrfmur Einarsson. 15.20 Miðdegistónleikar Promenade tónleikar Fflharmóníu- sveitarinnar f New York. Stjórnandi: Leonard Bernstein. a. „Pomp and Circumstance“, mars eft- ir Elgar. b. Þáttur úr „Amerfkumanni í Parfs“ eftir Gershwin. c. Forleikur að þriðja þætti óperunnar „Lohengrin“ eftir Wagner. d. „Carnival“, forleikur op. 92 eftir Dvorák. e. „Also sprach Zarathustra**, inngang- ur eftir Richard Strauss. f. „Hebrideseyjar**, forleikur eftir Mendelssohn. g. Adagietto úr Sinfónfu nr. 5 eftir Mahler. h. Slavneskur mars eftir Tsjafkovský. 16.00 Veðurfregnir. Fréttir. 16.20 Leiklistarþáttur Örnólfur Arnason fjallar um jólaverk- efni leikhúsanna. 16.50 Tónlistarþáttur Jón Asgeirsson kynnir tónlistarvið- burði um hátfðirnar. 17.20 Kór Menntaskólans við Hamrahlfð syngur lög frá ýmsum tímum. Söngstjóri: Þor- gerður Ingólfsdóttir. 17.40 (Jtvarpssaga barnanna: „Anna Heiða vinnur afrek“ eftir Rúnu Glslad. Edda Gisladóttir les (5). 18.00 Stundarkom með fiðluleikaranum Jascha Heifetz Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsinsr 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?“ Jónas Jónasson stjórnar spurninga- þætti um lönd og lýði, Dómari: Ölafur Hansson prófessor. 19.50 tslenzk tónlist a. Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Ingólf Sveinsson, Krístinn Rcyr, Sig- valda Kaldalóns, Sveinbjöm Svein- björasson og Emil Thoroddsen. ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. b. Einar Markússon leikur frumsamin lög á pfanó: Impromptu um stef eftir Pál tsólfsson úr laginu „Að baki hárra heiða“ og Etýðu. 20.35 „Nývöknuð augu“ Saga og Ijóð eftir Ingóíf Krist jánsson. Þórhallur Sigurðsson leikari les * söguna „Konan f kránni** og höfundur sjálfur flytur frumort ljóð (hljóðritun frá 1969). 21.05 Hátfðartónverk Rfkisútvarpsins á ellefu alda afmæli Islandsbyggðar ,4 Call It“, tónverk fyrir altrödd, selló, pfanó og slagverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Þorsteinn Hannesson kynnir. 21.35 Spurt^og svarað Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlustcnda. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög Ileiðar Ástvaldsson danskennari velur lögin. 23.25 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. r A skianum & LAUGARDAGUR 28. desember 1974 16.30 Jóga til heilsubótar Bandarfsk kvikmynd með kennslu í jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 16.55 Iþróttir Knattspyrnukennsla Breskur myndaflokkur. Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan 17.55 Aðrar fþróttir Meðal annars mynd um skfðafþróttir. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 19.15 Hlé 20.00 Frétt ir og veðu r 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Læknir á lausum kili Bresk gamanmynd. Náttúrulækningahælið. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.00 Þrjársystur Leikrit eftir rússneska höfundinn Anton Tsjekov. Leikstjóri Sverre Udnæs. Aðalhlutverk Elsa Lystad, Kari Simon- sen, Marit östbye, Tom Tellefsen og Eva von Hanno. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Leikrit þetta birtist fyrst árið 1901 þremur ámm fyrir andlát höfundar- ins. Aðalpersónur leiksins eru systurnar Olga, Masja og Irina. Þær eru uppaldar í Moskvu, en hafa um margra ára skeið alið aldur sinn f smábæ úti á lands- byggðinni ásamt bróður sfnum, Andrei. Þeim leiðist lífið í fásinni sveita þorpsins og þrá að komast til æsku stöðvanna. þar sem þær álfta að glað- værð rlki og Iff hvers og eins hafi takmark og tilgang. En forsjónin er þeim ekki hliðholl, og draumurinn um Moskvu virðist ekki geta orðið að veru leika. 23.55 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.