Morgunblaðið - 28.12.1974, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.12.1974, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 29 “ní Morö ö kvenréttindarööstefnu Jöhonna þýddi Ia tekur afstöðu Hraðlestin eykur ferðina og Ia Axelson sem heldur á ritvél í ann- arri hendi og stórri troðfullri tösku í hinni, gengur óstyrkum skrefum eftir vagninum. Hún er lítil og grönn með fjörleg gráblá augu og dökkt hár. Hún er dugnaðarleg og hefur á sér orð fyrir að anna ótrúlega miklu. En þessa stundina er hún að veita því fyrir sér, hvort hún muni hafa þolinmæði til að vera samvistum við konurnar sem veifa til hennar úr reykklefanum. Hún sezt niður og meðan hún talar og hlær og meðan lestin brunar áfram, virðir hún félaga sína úr Stokkhólmsdeildinni fyrir sér og hugsar með sér að ólíkari konur sé vart hægt að hugsa sér. Sú sem hún hvarflar fyrst aug- um á er Katarina Lönner. Ekki aðeins vegna hvíta lokksins f svörtu hárinu, og ekki heldur vegna klæðaburðar hennar, sem allur ber vott um góð efni. Eina skartið sem hún ber er hringur með stórum rauðbrúnum steini. Það sem hún veitir fyrst og fremst athygli eru róleg grá aug- un og hæglætisleg framkoma hennar. Það er enginn vandi að sjá hver þar er á ferð: efnuð kaupsýslukona, sem hefur farnast vel i lifinu og sem er rétt rúmlega fimmtug að aldri. Eftir andlát eiginmanns síns hefur hún stjórn- að einu þekktasta fyrirtæki i Stokkhólmi, listaverkabúð, þar sem verðið er svo hátt, að Ia hefur Velvakandi svarar ( sima 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30. frá mánudegi til föstudags. 0 Hvað verður sungið? Björn Bergmann skrifar: „Þorsteinn Erlingsson dó 56 ára gamall og hefur nú hvílt 60 ár í gröf sinni. Ungur varð hann þjóð- kunnugt skáld og heldur þeirri reisn enn, þó að 75—80 ár séu liðin siðan hann orti flest sín kunnustu kvæði. Nýlega komu Þyrnar Þorsteins Erlingssonar út í fimmta sinn og af þvf tilefni ritaði Jóhann Hjálmarsson grein, sem hann nefnirSkáld heiðríkjunnar. (Mbl. 26. nóv.) Þar kemst hann m.a. þannig að orði: „Sum hug- þekktustu kvæði Þorsteins Erlingssonar gjalda þess að við þau hafa verið gerð ágæt lög og þau eru oft sungin. Þessi ljóð eru orðin slík þjóðareign, eins og tiðk- ast um verk þjóðskálda, að okk- ur sést yfir skáldskapargildi þeiri-a. Þau eru hluti daglegs lífs. Slíkt er alltaf hættulegt skáld- skap. Það er hægt að kveða svo oft góða vísu að hún auðveldi fólki að komast hjá að hugsa“: Það er rétt, að fjöldi gamalla kvæða ómar um land allt þó að ljóðum skálda, sem nú eru i blóma lífsins, sé lítill gaumur gef- inn, en varla verður löngu liðnum skáldum kennt um það tómlæti. Orsakanna er annars staðar að leita. 0 Atðmljóðin og menningin Nútímaskáldin, sem oft eru kennd við atóm, hafa breytt ljóð- formi og yrkisefni til samráemis við erlenda strauma. Um það væri ekkert nema gott að segja, ef breytingin yki menningu þjóðar- innar. Dómar um menningu og menningarstrauma eru tíðum fallvaltir, en fram hjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið að atómljóðin ná lítið til þorra þjóðarinnar, þó að ljóð fjölmargra eldri skálda séu enn lesin, lærð og sungin. Það er lika staðreynd, að atómskáldin hafa ekki komist i ekki einu sinni vogað sér að stiga þangað fæti sinum. Og Ruth Zettergren er þarna líka, tneð óstýrilátt grátt hárið og brún augu bak við þykk gleraugu, hún ber með sér að hún er greind og lærð kona, fyrrverandi prófessor í norrænu. Hún er heiðursfélagi kiúbbsins og hefur vaxið upp með kvenréttindahug- sjóninni. Og hún er í senn sú sem mestar hugsjónir hefur í þessu sambandi og er jafnframt raun- sæjust þeirra allra. Og svo er það Betti — sú yngsta. Betti hefur komið sér makinda- lega fyrir I stólnum og virðist njóta þess i rikum mæli að samband við syngjandi fólk. Að vísu h\fa verið gerð örfá lög við atómljóð, en nauðafáir hafa boðið þeim í bæinn. Það verður þvi ekki með sanni sagt, að Ijóð af þvi tagi hafi goldið góðra sönglaga og skáldskapargildi þeirra fölnað vegna of margra endurtekninga. Ef þetta ástand helst lengi, get- ur ekki hjá þvi farið að gömlu söngljóðin týni tölunni. Hvað tek- ur þá við? Bendingar í þá átt eru þegar komnar fram. Dægurlög og dægurljóð eiga nú meira gengi að fagna en nokkru sinni fyrr, eink- um meðal unga fólksins, og þar eiga erlendir straumar svo auð- velda leið til landsins, að móður- mál okkar verður oft að víkja fyrir höfuðtungu heims, ensk- unni. Lengi býr að fyrstu gerð. Hvað verður sungið, þegar gömlu söng- ljóðin eru gleymd? Björn Bergmann." 0 Meirihlutinn og lýðræöið Skúli Ólafsson skrifar: „Margir telja meirihlutann og lýðræðið eitt og hið sama, en það er ekki einhlítt. í eftirfarandi hugleiðingum er stiklað á stóru til þess að gera flókið mál einfald- ara. Síðustu samningar Alþýðusam- bands íslands um kaup og kjör tek ég sem dæmi um ólýðræðisleg vinnubrögð meirihlutans. Laun sjómanna og verkamanna eru þær einu launagreiðslur, sem verða að keppa á erlendum vettvangi. Aðr- ar launagreiðslur mætti flokka með söluverði landbúnaðarvara á erlendum markaði. Þegar gerðir eru heildar- samningar um kaup og kjör er verkamönnum beitt fyrir striðs- vagninn, það er talið fljótvirkast. Áætlanir um „þjóðartekjur", sem taka á til skiptanna eru meir og minna byggðar á sandi. Þegar samningar við verkamenn eru undirritaðir eru sérsamböndin, sem eru hinn raunverulegi meiri- hluti allsráðandi (verkamenn eru aðeins litill minnihluti i ASÍ). Sérsamböndin fá síðan „hagstæð- ari“ samninga en verkamenn, en með því eru þau að ræna hluta af kauphækkun verkamanna. fylgjast með augnagotum þeirra Ruths og Katarinu. Katarina er að setja fram eina eftirlætiskenningu sína og reynir að fá Iu til að taka undir. — Er það ekki rétt að Ruth metur um of slíkar fræðisetn- ingar vegna þess að hún er sjálf menntamaður? Ég fyrir mitt leyti er alveg sannfærð um að allt að því helmingur þeirra sem eru neyddir til að böðlast í gegnum stúdentspróf, myndi verða mun nýtari borgarar og hamingjusam- ari ef þeir fengju að læra eitthvað hagnýtt. Líttu bara á Betti! Þegar hún gekk í skóla var litið á hana sem hálfgerðan heimskingja, sem Með einföldu dæmi ætla ég að skýra, þessa staðreynd. Reiknað er með að kaup verka- mann sé 100, kaup sérsambands 150 og 200 í mismunandi flokkum. Með 20% kauphækkun verða þessar kaupgreiðslur til verka- manna 120 og í hinum flokkunum 180 og 240. Með slíkum hækkun- um gæti vöruverð hækkað um 10%, sem dregst frá kaup- hækkuninni, ef engin visitala er greidd. Verkamenn fá þá 8% kauphækkun nettó en hinir 13 og 28% hækkun miðað við verka- mannalaun. Öbeinir skattar þ.e. hækkað vöruverð er nú að verða aðalskattheimtan, og þeir greiðast með sömu upphæð á alla. Með visitöluuppbótum verður kaup verkamanna 132, en í hinum flokkunum 198 og 264. Öhjákvæmileg gengislækkun 10% fylgir í kjölfarið, vegna þess, að við erum ekki lengur sam- keppnisfærir á erlendum mörkuð- um. Þessi gengislækkun hækkar vöruverð um 10% ef ekki meira með söluskattinum. Kaup verka- manna 132 — 16 (12%) verður 116 én hinna 182 og 248. Kaup- hækkun verkamanna er þá 16% en aðrir fá 32% og 48% allt miðað við kaup verkamanna, og siðan snýst Gróttakvörnin og alltaf á kostnað verkamanna. Hinir lægst launuðu hafa nú fengið launauppbót, til þess að bæta þeim upp nokkurn hluta af skertri kaupgetu launa, en hinn „ólýðræðislegi" meirihluti ASl (sérsambandanna) er með áform um að hefja aðgerðir til þess að koma Gróttakvörninni af stað aft- ur, og þá verður verkamönnum beitt að nýju fyrir stríðsvagninn til þess að rýra kaup verkamanna til hagsbóta fyrir sérsamböndin ef að likum lætur. Lántökur hjá „olíuauðvaldinu", sem mætti kalla hengingarvíxla, er ekki rétta leiðin til þess að friðþægja sérsamböndunum í ASÍ R. 20/12 1974 Skúli Ölafsson, Klapparstfg 10. 0 Ævintýra- heimurinn Ragnar Tómasson skrifar eftir- farandi bréf: „I auglýsingum um Polaroid- einskis væri af að vænta og nú er hún bara orðin frábær lista- maður, þótt hún sé ekki nema tuttugu og þriggja ára. — Ég fæ nú ekki trúað þvi að hún hafi haft slæmt af því að læra segir prófessorinn þurrlega. — Betti hefur verið samtiða strákun- um okkar síðan hún var smá- stelpa og ég get vitnað um það að hún hefur aldrei verið jafn óþol- andi og eftir að hún byrjaði í listaskólanum — og allar götur siðan! Betti Borg réttir hægt fram höndina eftir sígarettu. Augun eru litil og ekki auðvelt að sjá i fljótu bragði hvernig þau eru á litin. Kannski eru þau brún, kannski græn. Augnabrúnirnar eru plokkaðar og teiknaðar hátt upp á ennið og það gefur andlit- inu léttúðugt og fráhrindandi yf- irbragð. Hún brosir hæðnislega, og lætur orð þeirra sem vind um eyru þjóta. — Ég þekkti hana náttúrlega ekki, þegar hún var með bleiu. Katarina segir þetta i senn glað- lega og hæðnislega. — En nú hitti ég hana á hverjum degi og mér finnst vel hægt að umbera hana. Hæðnisbrosið á vörum ungu listakonunnar breikkar enn. Ruth Zettergren fær ekki dulið gremju sina. — Hún gæti að minnsta kosti þvegið sér um hárið. Það er eins og fyrri daginn, hugsar Ia og horfir með hálfgerð- um viðbjóði á óhirt hár stúlkunn- ar. Þær tala um hana eins og hún væri hvergi nærri. Og hún tekur myndavélar er myndatöku lýst sem ævintýralegri reynslu. Þessi texti verður „foxillum kunningja" Velvakanda tilefni til vandlætingar s.l. sunnudag og tel- ur hann rétt að hindra með lögum slika texta. Nú er það að sjálf- sögðu háð persónulegu mati hvað hverjum finnst „ævintýraleg reynsla". Litum á upphafið að Polaroid-myndavélunum. Fyrir um 30 árum var dr. Edwin Land að taka mynd af litlu barni sinu. Barnið spurði óþreyjufullt hvenær það fengi að sjá myndina. Dr. Land, sem þá þegar var orð- inn kunnur fyrir uppfindingar sinar og hæfileika, fékk sam- stundis ákafa löngun til að skapa myndavél er skilaði fullgerðri mynd strax. Árangurinn eru Polaroid-myndavélarnar sem nú hafa áratuga þróun að baki. Litið barn gat ekki beðið eftir að fá að sjá myndina. Faðirinn hafði þann hæfileika að geta tekið þátt i óþreyju barnsins. Ljósmynda- tækninni bættist einn sinn mesti hugvitsmaður, sem óvéfengjan- lega hefur markað þáttaskil í ljós- myndun. Ljósmynd er mörgum helgigripur og ævinlega er hún heimild um augnablik sem aldrei kemur aftur. Ljósmynd getur vak- ið áhuga fólks hvert fyrir öðru og sameinað á þann hátt ókunna hugi. Ljósmyndin kennir okkur að meta gildi augnablíksins, að njóta návistar ástvina meðan þeirra nýtur. Hún kennir okkur að veita athygli umhverfi okkar, bæði landi og fólki. Slíkur er áhrifamáttur myndarinnar. Að fá myndina strax breytir i sjálfu sér ekki þessum grundvallareigin- leikum myndarinnar, en það skerpir tilfinninguna fyrir mætti hennar. Að finnast þetta ævin- týraleg reynsla er kannski barna- legt, en skrum er það ekki. Þar sem ég tel nær fullvist að „kunningi“ Velvakanda hafi ekki kynnzt myndatöku með Polaroid, bið ég Morgunblaðið að færa hon- um að láni hina nýju SX-70 myndavél frá Polaroid. Taktu mynd af barni að taka upp jóla- gjöf, eða afa og ömmu með barna- börnin o.s. frv. — og þú munt skilja hvað átt er við i auglýsing- unni. F.h. Mynda h.f„ Ragnar Tómasson." — Kjör i ráð Framhald af bls. 13 Kristján Magnússon og Gísli Sig- urðsson. Yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis Kristján Torfason, Páll Hall- grímsson, Jakob Hafstein, Pálmi Eyjólfsson, Hjalti Þorvarðarson. Til vara: Lárus Á. Gíslason, Rúnar Guðjónsson, Sigurður Nikuiásson, Jón Öskarsson og Gunnar Sigurmundsson. Yfirkjörstjórn V esturl andsk jördæmi s: Jón Magnússon, Bjarni Arason, Sverrir Sverrisson, Björgvin Bjarnason og Sigurður B. Guð- brandsson. Til vara: Þorkell Magnússon, Kristinn B. Gíslason, Jakob Jónsson og Arsæll Valdi- marsson. Yfirkjörstjórn Vestf jarðakjördæmis. Jón Ól. Þórðarson, Þorvarður K. Þorsteinsson, Guðmundur Kristjánsson, Guðmundur Magnússon og Birkir Friðberts- son. Til vara: Guðmundur Ingólfs- son, Svavar Jóhannsson, Úlfar Ágústsson, Hrafn Oddsson og sr. Baldur Vilhelmsson. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra Elías I. Elíasson, Jóhann Sal- berg Guðmundsson, Egill Gunn- laugsson, Jóhann Jóhannsson og Hlöðvar Sigurðsson. Til vara: Torfi Jónsson, Ólafur Kristjáns- son, Pétur Jóhannsson, Grimur Gíslason og Benedikt Sigurðsson. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra: Ragnar Steinbergsson, Jóhann Sigurjónsson, Guðmundur Þór Benediktsson, Haukur Logason og Jóhannes Jósefsson. Til vara: Sigurður Briem Jónsson, Stefán Halldórsson, Hákon 0. Pétursson, Vilhjálmur Guðmundsson og Þor- gerður Þórðardóttir. Þingvallanefnd: Steinþór Gestsson, Ólafur Jó- hannesson og Gils Guðmundsson. Afengisvarnarráð: Kjartan J. Jóhannsson, Asgerð- ur Ingólfsdóttir, Páll V. Daníels- son, Einar Hannesson. Til vara: Árni Helgason, Árni Gunnarsson, Gunnar Þorláksson og Þorvarður Örnólfsson. Menntamálaráð: Baldvin Tryggvason, Kristján Benediktsson, Matthias Johannes- sen, Björn Fr. Björnsson, og Jón Sigurðsson. Til vara: Halldór Blöndal, Aslaug Brynjólfsdóttir, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Þorsteinn Ólafsson og Arni Bryn- jólfsson. (Jthlutunarnefnd listamannalauna: Hjörtur Kristmundsson, Hall- dór Kristjánsson, Magnús Þórðar- son, Sverrir Hólmarsson, Jón R. Hjálmarsson, Ólafur B. Thors og Helgi Sæmundsson. Ég læt ekki svona fína kápu í einhverja ferða- tösku, maður minn. VELVAKAIMOI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.