Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975
Lagmeti flutt
út fyrir 500
milljónir kr.
Litlar horfur á nýjum samningi við Japani
if Þctta er hún Frlða litla, sem
stalst að heiman í fyrrakvöld og
fékk sér kvöldgöngu 1 náttkjól og
í stfgvélum einum klæða, þar til
góðviljaður leigubflstjóri varð
hennar var og kom henni til lög-
reglunnar. Eins og sjá má væsir
ekki um hana þar.
Móðir Fríðu hafði gengið frá
henni ofan 1 rúm og vissi ekki
betur en hún svæfi þar svefni
hinna réttlátu. Sjálf hafði móðir-
in sest inn 1 stofu ásamt systur
sinni til að horfa á sjónvarpið og
hallað aftur hurðinni inn í svefn-
herbergið til að sjónvarpið
ónáðaði ekki telpuna. 1 svefnhcr-
berginu háttar aftur á móti
þannig til að þaðan er einnig
gengt fram á ganginn og sú litla
gerði sér lítið fyrir, fór upp úr
rúminu, fram á ganginn, klæddist
vaðstfgvélunum sfnum og hélt út
^tlNlNGABOft
f nóttina. Fólk getur þvf nærri
hvort móðir Fríðu varð ekki undr-
andi, þegar sjónvarpið lýsti í dag-
skráriok eftir aðstandendum
Fríðu lítlu. (Ljósm. Mbl. Sv.
Þorm.)
FYRSTA loðnan á þessari vertíð
veiddist snemma í gærmorgun en
þá fékk Börkur frá Neskaupstað
um 30 lestir f nót á miðunum úti
af Langanesi. A þessum slóðum
fór skipum fjölgandi í gær og
voru orðin 4 um hádegisbilið.
Vitað var að bæði Sigurður og
Börkur ætluðu þá að reyna fyrir
sér með flotvörpu, en skipin eru
bæði búin slfkum veiðarfærum.
Mikið loðnumagn virðist vera á
þessu svæði, en loðnan stendur
nokkuð djúpt.
— Börkur fékk minni afla í
fyrrinótt en til stóð, sagði Jakob
Jakobsson fiskifræðingur og
leiðangursstjóri á Árna Friðriks-
syni er við ræddum við hann.
Loðnan stóð dýpra en í fyrrinótt
og því gafst vart tækifæri til að
kasta á hana. Þó gat Börkur
kastað einu sinni og fékk víst 30
tonn. Torfan sem Börkur kastaði
á mun hafa verið á 20—25 faðma
dýpi, en almennt voru torfurnar á
um 50 faðma dýpi.
Jakob sagði, að þeir á Arna
Friðrikssyni hefðu leitað suður
með Austfjörðum í nótt, en litið
fundið fyrir sunnan Langanes, —
Vegir greiðfærari
en við var búizt
•ÞA9 ERT Þú SEM ÁTT AD HAFA LOKAPÍ
•NEI, ÞAO ERT Þíl 5EM ÁTTAD SJÁ UM W.
NOKKUR ófærð er á vegum vfð-
ast hvar á landinu, en þó misjafn-
lega mikil. Samkvæmt upplýsing-
um Hjörleifs Ólafssonar vega-
eftirlitsmanns, var f gærmorgun
skafrenningur og hríðarkóf á
Hellisheiði og á Suðurnesjum.
Færð var þó sæmileg og veður fór
batnandi.
Þá var þolanleg færð um Suður-
land allt austur á Skógasand, en
vonzkuveður hefur verið í Mýr-
dalnum s.l. tvo sólarhringa og
vegir ófærir. Um leið og veður
batnar verður reynt að opna þar. I
Hvalfirði og Borgarfirði var færð-
in ágæt, en hins vegar var færð
farin að þyngjast á Snæfellsnesi,
þó komust stórir bílar til Búðar-
dals.
Af Vestfjörðum var það að
frétta, að fært var frá Patreks-
firði á stórum bílum til Bíldudals
og eins suður yfir Kleifarheiði á
Barðaströnd. Frá Isafirði var svo
fært til Bolungarvíkur og Súða-
vikur. Þá eru vegir um Strandir
lokaðir. Ennfremur er Holta-
vörðuheiði lokuð.
Þá sagði Hjörleifur, að fært
væri stærri bílum um allt Norður-
land, allar götur til Raufarhafnar.
Samt var skafrenningur á Öxna-
dalsheiði og hætt við að hún lok-
aðist. Einnig var fært til Siglu-
fjarðar, en skafrenningur í Fljót-
um. Núna er verið að reyna að
þó mætti ætla að eitthvert loðnu-
magn væri komið lengra suður á
bóginn.
Þegar við höfðum samband við
Jakob var enn ágætis veður á
loðnumiðunum og það lóðaði á
loðnu á miðunum ANA af Langa-
nesi. Sigurður var þá að láta flot-
vörpuna út og Börkur ætlaði
einnig að reyna fyrir sér með
henni. Þá voru tveir bátar rétt
ókomnir á miðin, Þorsteinn RE og
Pétur Jónsson KO. Menn voru að
vonast til að gott veður héldist
áfram, en voru samt efins um það,
þar sem veðurspáin lofaði ekki of
góðu.
Ef einhver afli að marki fæst á
þessum slóðum, má búast við að
skipin haldi til Seyðisfjarðar,
Vopnafjarðar eða Raufarhafnar
með aflann, en það eru næstu
löndunarstaðirnir.
Skemmtifundur ungra Framara
KNATTSPYRNUDEILD Fram
gengst fyrir skemmtifundi fyrir
tvo yngstu flokka félagsins, 4. og
5. flokk, i Álftamýrarskólanum í
dag. Hefst fundurinn klukkan
16.30 og auk skemmtiatriða verða
afhent verðlaun frá síðasta
keppnistímabili.
Borgin lánar Félagsstofnun stúdenta
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
veita Félagsstofnun stúdenta 5,7
millj. kr. lán úr Byggingarsjóði
borgarinnar vegna byggingar
hjónagarða stúdenta. Að sögn
Jóns G. Tómassonar hafa 15 millj.
kr. verið áætlaðar árlega í bennan
sjóð og miðað við 100 þús. kr. lái
á íbúð. Þetta lán til Félagsstofn
unar stúdenta miðast við 100 þús
kr. á ibúð, en Byggingarsjóðui
hefur áður veitt lán til bæði fé
laga og einstaklinga, m.a. ti
öryrkjabandalagsins.
Aldarafmæli Schweitzers minnst
opna veginn fyrir Ólafsfjarðar-
múla, en ekki er vitað hvernig til
tekst, enda er það mikið verk.
Á Austurlandi er snjór mikill á
Héraði, en þó er fært frá Egils-
stöðum að Eiðum og inn í Hall-
ormsstað og Fagridalur er fær.
Fært er svo suður með fjörðum
frá Eskifirði til Breiðdalsvíkty,
en vegir eru lokaðir í Berufirði og
á Lónsheiði. Síðan er fært á stór-
um bílum frá Höfn í Hornafirði
vestur á Síðu.
Akranesi, 10. janúar.
ÞRIÐJUDAGINN 14. janúar kl.
21 verður minnst aldarafmælis
mannvinarins Alberts Schweitzer
með samkomu í Akraneskirkju.
Kirkjukórinn mun flytja verk
eftir J.S. Bach með textum úr
Passíusálmum Hallgríms Péturs-
sonar. Haukur Guðlaugsson
organisti stjórnar. Formaður
sóknarnefndar, Sverrir Sverris-
son, flytur inngangsorð. Þá munu
þeir séra Jón M. Guðjónsson, séra
Björn Jónsson, nýkjörinn prestur
á Akranesi og séra Jón Einarsson
í Saurbæ flytja efni úr bók þeirri
er biskup Islands, herra Sigur-
björn Einarsson, ritaði um ævi
Schweitzers.
A gamlárskvöld s.l. kvaddi séra
Jón M. Guðjónsson söfnuð sinn
hér á Akranesi, en Sverrir Sverr-
isson þakkaði honum liðin ár og
starf hans á Akranesi.
— Júlfus.
15 kr. ferðin í skíðalyftunum
ÁKVEÐINN hefur verið aðgangs-
eyrir í skíðalyftur borgarinnar í
Hveradölum og Bláfjöllum og er
það 15 kr. á ferðina venjulegt
gjald, en frávik eru á kvöldin og
einnig geta íþróttafélög fengið
sérstök kjör.
íslendingaspjöll aukin og endurbætt
Albert, menningameyzlan, Gylfi, fólksijölgunin, raforkumálin o.fl. bætast vi(
REVlAN Islendingaspjöll eftir
J.R. Geirfugl, sem Leikfélag
Reykjavíkur hefur sýnt í haust og
vetur við geysigóða aðsókn, hefur
tekið miklum breytingum nú eftir
jólin. Kennir þar margra nýrra
grasa.
Meðal annars má nefna að
Albert Guðmundsson fer nú gand-
reið um verkið og Gylfi Þ. Gfsla-
son gefur nýjar og óhrekjanlegar
skýringar, á núverandi ástandi Al-
þýðuflokksins. Menningarpostul-
arnir og raforkumálastjórnendur
fá sinn skammt einnig útilátinn
fyrir raforku- og menningar-
leysið.
Leikstjóri Islendingaspjalla er
Guðrún Ásmundsdóttir. Revían
tekur til flestra þátta þjóðlífsins
og er í senn leikrit og spéfrétta-
stofa, því nýir atburðir birtast á
sviðinu skömmu eftir að þeir
gerast og er ekki full lokið við að
skrifa revíuna, fyrr en frá og með
síðustu sýningu.
Hlutverk í revíunni eru yfir 80
og með þau fara leikararnir Áróra
Halldórsdóttir, Guðmundur Páls-
son, Karl Guðmundsson, Pétur
Einarsson, Randver Þorláksson,
Sigríður Hagalin, Kjartan Ragn-
arsson, Soffía Jakobsdóttir, Jón
Hjartarson, Ásdís Skúladóttir,
Þórunn Sigurðardóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Guð-
mundur Guðmundsson. Umsjón
og útsetning tónlistar er í hönd-
um Magnúsar Péturssonar.
Sýningar á Islendingaspjöllum
eru orónar 35 og hefur verið upp-
selt á þær allar. Næsta sýning
Islendingaspjalla verður þriðju-
daginn 14. janúar n.k.
EKKI eru miklar líkur á að Is-
lendingar geti selt Japönum nið-
ursoðna ioðnu á næstu mánuðum,
en f fyrra var gerður samningur
við þá upp á 4 millj. dósa. Þessar
upplýsingar fékk blaðið hjá Erni
Erlendssyni, forstjóra Sölustofn-
unar lagmetis.
Örn sagði, er við ræddum við
hann, að þessa dagana væri verið
að taka saman skýrslu um útflutn-
ing á lagmeti á s.l. ári. Ljóst væri,
að útflutningsverðmætið væri í
kringum 500 millj. kr. og um
þessar mundir væru engar lag-
metisbirgðir til í landinu. Stærstu
kaupendur okkar á lagmeti væru
Bandaríkin og Japan.
Hann viðurkenndi, að sölutregðu
gætti nú á japanska markaðnum
og stóri samningurinn, sem
gerður var f fyrra, hefði færzt til.
Upphaflega átti að vera búið að
afgreiða allt magnið fyrir lok síð-
asta árs, en Japanir fengu þvf
breytt þannig, að ekki verður
lokið við að afgreiða það fyrr en i
marzmánuði á þessu ári.
Þessi mynd var tekin af Berkf frá Neskaupstað á loðnumiðunum f fyrra og hér er skipið að líkindum
komið með einar 700—800 lestir.
Börkur NK fékk fyrstu loðnuna —
Mikið loðnumagn úti af Langanesi