Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANTJAR 1975 árli 1974: Höfum við gengið til góðs Pétur Kristjánsson, Pelikan, sagði: Þetta ár var eitthvert það allra bezta, sem komið hefur i þessum bransa, sérstaklega þó fyrir okkur í Pelikan. Tökum til dæmis allar plöturn- ar, sem gefnar hafa verið út hérna. Change og Jóhann G. fóru út og komu með rosagóðar plötur og við fengum líka ofsalegar við- tökur með okkar plötu. Hún er komin í 7 þús. eintaka sölu. Það er ofsalega mikið að gerast núna og ég er sannfærður um að nýja árið á eftir að verða ennþá betra en hitt. Ég held að 1—2 hljómsveitir „meiki“ það erlendis á þessu ári — Change, Jói G. eða við. Við erum að fara út í plötu- upptöku á næstunni. Við förum til Bandaríkjanna þann 26. jan. og verðum í 1W mánuð úti. Tökum upp stóra plötu og tvær litlar i Shaggy Dog stúdíóinu, sem við vorum i í fyrra, og ýmislegt fleira er á döfinni. Við erum búnir að semja öll lögin, ætlum að taka „HORFT um öxl og fram á við" hét útvarpsþáttur, sem var á dagskrá sl. sumar og fjallaði um útvarpsdagskrána. Þessi skrif gætu allt eins borið sömu yfirskrift, því að Slagsíðan sneri sér til nokkurra valinkunnra poppara, sem allir voru í sviðsljósinu á sl. ári, og spurði þá álits á liðnu ári og um horfurnar á því nýja. Þjóðhátíð arárið 1974 var um margt athyglisvert fyrir íslenzka poppáhugamenn og poppflutnings- menn: Plötuútgáfan hefur aldrei verið meiri, heimsóknir erlendra hljómsveita meiri en lengi áður og utanferðir íslenzkra poppara tíðari en fyrr, einkum til plötuupptöku. En eins og skáldið sagði: „Höfum við gengið til góðs. . og svo framvegis. Nú um áramótin eru ýmsar blikur á lofti, hljómsveitir hafa nýlega eða eru í þann veginn að leggja upp laupana, alda mannaskipta virðist ætla að skella yfir og atvinna hljómsveitanna er farin að dragast saman, en á hinn bóginn er einnig bjart yfir á sumum miðum og íslenzkar hljómsveitir og listamenn virðast eiga góða möguleika á að ná því langþráða marki að skapa sér nafn erlendis. Menn hugleiða því, hvað nýhafið ár muni bera í skauti sér — og aftur vitnum við í skáld: „Hvað það verður veit nú enginn — vandi er um slíkt að spá — en eitt er víst að alltaf verður — ákaflega gaman þá!" Eða hvað? upp 15—16 lög, og æfum nú frá morgni til kvölds. Við ætlum líka að reyna að spila þessi lög eitt- hvað á böllum áður en við förum út. Við vonumst til að koma með litla plötu á markað i marz, þegar við komum heim, og svo stóru plötuna I maí. Við ætlum að gefa þessar plötur út sjálfir og það verður meira í þær lagt en þá fyrri. Við ætlum að gera þessa plötu enn betri en hina og höfum t.d. tekið þriggja vikna stúdíótíma í hana, i stað einnar viku, þegar hin var tekin upp. Nú eru fram- kvæmdastjórarnir á þönum á milli allra bankanna til að ná í peninga. Við búumst við miklu af þessari plötu — teljum hana verða mun betri en hina og jafn seljanlega. Viðtökurnar við hinni plötunni fóru fram úr vonum okkar. Ég held, að það, sem réð hvað mestu, — fyrir utan efni plötunnar —, hafi verið það, að engín önnur hljómsveit var með plötu á markaðnum á sama tima og svo það, hvað við fylgdum henni vel eftir með því að spila lögin á böllum. Við vorum búnir að kynna lögin vel á böllum áður en hún kom út og héldum áfram að spila þau. Svo spiluðum við lögin líka á hljómleikum, sem lukkuð- ust vel, og við viljum halda því áfram, að kynna plötur okkar á hljómleikum. — Þetta var hins vegar öðru vísi hjá Hljómum, þegar þeir komu með sína plötu, því að þeir höfðu haft svo mikið af aðstoðarmönnum á plötunni, að þeir gátu ekki flutt öll lögin af henni á böllum. Þetta gátum við hins vegar alveg leikandi með okkar plötu. Já, ég er mjög bjartsýnn á þetta nýbyrjaða ár. Ég er mjög hress yfir Jóa og Change og heid að þeir eigi eftir að gera góða hluti. Change er komin í svo góða að- stöðu, er komin með einn af fimm frægustu upptökumeisturum heims, og hann getur gert þá fræga þegar hann vill. Það er bara að velja bezta tímann. Við höfum sjálfir fengið mikið af tilboðum erlendis frá um að gefa út plötuna okkar, sem kom út á sl. ári, bæði frá Norðurlönd- um, Englandi og Ameríku, og er- um mjög bjartsýnir á þessi mál á næstunni. Við erum hreinlega ofsalega hressir og ánægðir með það sem er að gerast, bæði hjá okkur og öðrum. Sigurjón Sighvatsson, Brimkió, sagði: verða samkeppnisfærir. Þegar enginn munur var á framleiðslu atvinnumannanna og áhuga- mannanna, þá var í rauninni ekki verið að gera neitt merkilegt. En um leið og munur fer að sjást á verkum þessara aðila, þá styrkir það þá skoðun, að íslenzka poppið sé að verða list eða listiðnaður. Þegar báðir aðilar skila því sama, er ekki hægt að tala um list. Ari Jónsson, Boof Tops: Mér finnst töluvert framþróun hafa orðið í poppinu á síðastliðnu ári, sérstaklega í sambandi við plöturnar. Hljómar komu með mjög þokkalega plötu og Change og Jóhann G. komu með stórar plötur, sem eru fyrstu íslenzku plöturnar, sem eru samkeppni- færar á erlendum markaði, bæði hvað snertir efnivið og vinnu- brögð — nema að því er varðar textana, þeir voru frekar slappir. Mörlandinn er slakur í enskunni. í dansleikjaspilamennskunni hefur sú kenning, sem mjög hefur komið fram á Slagsíðunni, að leika þyrfti brennivínstónlist til að ná vinsældum, verið rækilega afsönnuð af Pelican og það er mjög gleðileg niðurstaða. Hins vegar hefur komið í Ijós athyglisverð þversögn í þessum efnum. Þær hljómsveitir, sem gefa út beztu plöturnar, eru ekki endilega beztar á böllunum, og svo öfugt — þær, sem eru beztar á böllum, eru ekki endilega beztar á plötum. mm Ég er bjartsýnn á árið 1975. Nú virðast í fyrsta sinn vera að opn- ast ýmsir möguleikar á því, að íslenzkir popparar teygi arma sína inn á erlenda markaði — sem kennski er að einhverju leyti tengt þeirri velgengni sem evrópskt meginlandsrokk — Continental rock — hefur átt að fagna í Bandaríkjunum. Hvað Brimkló snertir er ég bjartsýnn á að árið 1975 verði miklu betra en árið 1974 var. Við ætlum að æfa meira en áður og verða betri — en þó verður að taka það með í reikninginn, að við erum áhugamenn í poppinu, en ekki atvinnumenn. Það er ekki þar með sagt, að við séum ekki tónlistarmenn, en við erum ekki eingöngu í tónlistinni, heldur höf- um einnig öðrum störfum að sinna. En það hefur einmitt gerzt á þessu síðastliðna ári — sem segir sitt um stöðuna í islenzka poppinu — að verk atvinnumannanna hafa farið að skera sig úr verkum hinna. Atvinnumennirnir hafa náð að sýna eitthvað meira en hinir og þá eru þeir um leið að nálgast erlenda tónlistarmenn og Hvað mér persónulega viðvíkur finnst mér það merkilegast við árið 1974 að Roof Tops sendi frá sér sfna fyrstu L.P. plötu. Þessi plata hefur verið takmark okkar í mörg ár og eftir 6 ár og nokkurra mánaða seinkun kom hún loks út rétt fyrir jól. Mér fannst mjög ánægjulegt að vinna að gerð plöt- unnar og er tiltölulega ánægður með útkomuna í heild. Þróun mála innanlands á árinu hefur að mínu mati verið neikvæð og á ég þá sérstaklega við at- vinnumöguleika. A sl. vetri hættu gagnfræðaskólarnir t.d. að fá hljómsveitir og setti það verulegt strik í reikninginn auk þess sem sveitaböll hafa dottið mikið niður. Astæðan fyrir þessu er að mínu viti fyrst og fremst hinn gifurlegi kostnaður sem þvf fylgir að halda böll sem leiðir aftur til að miða- verð er orðið alltof hátt. Það þarf húsfylli til að standa undir kostnaði og bera eitthvað úr být- um en ef að það bregst mega menn teljast heppnir að koma sléttir út eða þá með lélegt kaup. Oft er það svo að menn koma hreinlega út með tapi. Þetta er m.a. ástæðan fyrir þvi að við í Roof Tops ákváðum að hætta nú um áramótin. Jákvæða hlið þróunarinnar á sl. ári er tvimælalaust hin stóraukna plötuútgáfa sem átt hefur sér stað hér að undanförnu og tel ég það stórt skref fram á við enda hafa íslenskir hljómlistarmenn sannað það að undanförnu, að þeir standa litt eða ekki að baki útlendra á þessu sviði. Ég held, að þróunin verði sú, að flestar hljómsveitir fari að gefa út a.m.k. eina breið- plötu á ári enda er orðið mun auðveldara að fara út í plötugerð en áður. Ef við vikjum að þróun mála erlendis verð ég að viðurkenna að ég hef fremur lítið fylgst með í þeim efnum. Mér virðist þó í fljótu bragði mikið hafa borið á afturhvarfi til gamalla laga og þarf ekki annað en að skoða ameriska vinsældarlistann núna, — þar er Elton John t.d. í efsta sæti með gamalt bitlalag „Lucy in the Sky... “, og mörg fleiri dæmi mætti tina til. Þá finnst mér einn- ig eins og að Ameríka sé að taka yfir í poppinu og England hafi dottið mjög niður að undanförnu enda hafa margir af bestu popp- tónlistarmönnum Englands farið yfir til Bandaríkjanna og starfa þar. Nú i byrjun þessa árs virðist mér popptónlistarlif hér á landi vera mjög á reiki en margar hljómsveitir eru nú að stokka upp og margar hafa hætt störfum þ. á m. Roof Tops. Hvað mig sjálfan varðar mun ég halda áfram í poppinu og í því sambandi get ég sagt að í bígerð er stofnun nýrrar hljómsveitar. En það mál er enn sem komið er á byrjunarstigi og vil ég þvi ekkert ræða það nánar að svo stöddu. Björgvin Halldórsson, Hljómum: Að minum dómi hefur aldrei verið eins mikil gróska i hljóm- plötuiðnaðinum hérlendis og á sl. ári. Má segja að núna fyrst sé með réttu hægt að kalla þetta iðnað. Bæði hljómsveitir og einstak- lingar hafa gefið út plötur jafnt stórar sem litlar. En þrátt fyrir þessa grósku í plötuútgáfunni er það nú samt svo að menn virðast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.