Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975 Spáin er fyrir daginn f dag Hrúturinn lil 21. marz.—19. apríl Það getur verið erfitt að gera svo öllum líki, en persónulegir eiginleikar þínir og hæfileikar þínir til að sjá broslegu hliðarnar á eðli manneskjunnar ættu að verða þér stoð. Nautið 20. apríl — 20. maí Láttu ekki flækja þér f vafasöm mál og hafðu gát á öllu svo að þú gerir ekki vitleysur að ástæðulausu. Eigirðu f ein- hverjum útistöðum er langbezt að hreinsa loftíð sem fyrst. Tvíburarnir 21. maí — 20. júnf Gangi þér eitthað f óhag um þessar mundir er ástæða til að staldra við og fhuga hvort þú ert á réttri leið. Vinnu- dagurinn verður ekki eðlilegur og þvf ekki eins fljótur að Ifða og venjulega. 'iW£i m Krabbinn 21. júní — 22. júlí Þú verður að sýna fyllstu gætni við hverskonar tilraunastarfsemi.sömuleiðis skaltu annast hverskonar skýrslugerð og tilkynningaskrif með gætni, því þér er hætt við villum. Keyndu að hreinsa til í huganum og einbeita þér að því, sem þú ert að gera. Ljónið 2:5. júlí- 22. ágúst Þú verður sjálfur að ráða vinnuhraðan- um í dag. Þar með er ekki sagt, að þú eigir að gefa þig letinni á vald. F]n þér vinnst betur, ef þú hvílir þig stund og stund öðru hverju. Mærin 23. ágúst — 22. sept. Deildu gleði þinni og hamingju með þínum nánustu. Leitaðu ráða hjá þeim og aðstoðar, ef þess er þörf en gakktu ekki á lagið. Vogin W/irrj 23. sept. — 22. okt. Venjulega stendur þú við loforð þfn og gerir það sem þú hefur heitið að gera. I dag skaltu vera trúr þessum eiginleikum, þá er ekki ósennilegt að þér standi opið nýtt verksvið, áður en langt um Ifður. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú ættir ekki að vafstra f öllu samtfmis sem þér hættir til og jafnframt skaltu forðast hverskonar öfga. Þú verður fyrr en seinna að horfast í augu við raunveru- leikann og takast á við verðug verkefni. Hæfileikana skortir ekki. Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des. Það auðveldasta er ekki alltaf það be/.ta. Stundum er f alla staði æskilegra að ganga hinn þrönga veg. Hunzaðu ekki álit annarra og mundu, að þú ert ekki alvitur. Steingeitin ZWh 22. des,— 19. jan. Þér hættir til svartsýni þessa dagana, og kannski ekki alveg að ástæðulausu. Dag- urinn verður e.t.v. hálfgerður vftahring- ur; þú verður óupplagður og þér verða þessvegna á einhverskonar mistök, sem svo aftur draga úr þér kjark og áræði. ZfCr Sillöl Vatysberinn M=SS 20. jan. — 18. feb. Dagurinn ætti að verða þér til heilla. Þér virðist allt heldur auðvelt, þarft ekki að leggja hart að þér til að ná árangri. Nú er kjörið að ganga frá óafgreiddum málum. Fiskarnir 19. feb. — 20. marz. Ekki draga ályktanir fyrr en þú hefur kynnt þér alla málavexti: Og þó þér finnist niðurstaðan liggja beint við ættirðu að endurskoða hana. TIIMIMI Bg sá ekk/ þenrtc/n anc/$tygg//ega úrþv&tt- I ishvdp. //ann ee/í/ trrér na>stu/v. J<v/a, f/ugstyór/, hérer \teéurs/reyt/m/ jfantur! rai' Oott! Má eq kynnct; Pá//Pump sem er aéstobarf/ugst/ór/ og vimr rw'n/r, /Co/óe/nn (rafte/nn, VandráSur óg Tínni.., ^ ^ ^ V ^ ^ X-9 HÚKRA/ hÉ(?MA Eft eiNN Ar STyrni. þjÓFUNUM, ER 63 HANOV/SS r- UM/ / HMMM...HANN HEFUR HAFT HieaT lím sia UNDANFAR©. RÍJT AÐ ATHUGA SAMT fbril HANS. f>eg*r Corrlgm oQ Rarez Koma út,er litsendan Jessicu Reqats á vwrðj-- SMÁFÖLK ll)OOD5TOCK'5 STOKIE5 AllúAYS 5TARTOFF GOOO, BUT THEN THEV 6ET VERV 5AP... Sögurnar hans Bfbf byrja alltaf vel, en svo veróa þær voóa sorg- legar... L KÖTTURINN FEUX I VIO ERUM Mee NJÓSNARA l'BAKHERBSRSINU.DG HANN NBITAR AD SBFA OKKuR UPP. IS'SINSAR/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.