Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975 Orkumál og stóriðja hafa verið til umræðu að undanförnu. Hækkun á olíuverði, raforkuskortur innanlands og fyrirhuguð málmblendiverksmiðja í Hvalfirði hafa valdið deilum, og enn hafa verið teknar upp gamlar þrætur um orkuverðið til Ál- verksmiðjunnar. Ingðlfur Jónsson á sæti í viðræðu- nefnd um orkufrekan iðnað og í ráðherratíð sinni tók hann þátt í undirbúningi að fyrstu stórvirkj- unum og stóriðju hér á Iandi. Hér á eftir fer viðtal, sem Morgunblaðið átti við hann um þessi efni. Rætt við Ingólf Jónsson — Það er ekki svo langt síðan ég gerði þetta að umtalsefni á þinginu. Ég held, að ég hafi svar- að þar þeim fullyrðingum, sem Magnús Kjartansson er enn með varðandi álsamninginn. Hann heldur því vfst fram, að ríkið hafi tapað 1000 milljónum króna á þessum samningi. En auðvitað er sannleikurinn sá, að þjóðin hefur hagnast verulega á þessum samn- ingi. I fyrsta lagi er á það að líta, að með honum varð mögulegt að virkja við Búrfell í einum áfanga. Með öðrum orðum hann var for- senda fyrir fyrstu stórvirkjun á íslandi. Því er ekki að neita að ýmsum fannst á þeim tíma í full- mikið ráðist. Magnús Kjartansson flutti m.a. þingsályktunartillögu um heimild til smávirkjunar f Efstadal í stað stórvirkjunar við Búrfell. Ef farið hefði verið að þeim ráðum, hefði rafmagnsverð til almennings orðið miklu hærra en raun varð á með Búrfellsvirkj- un. 1732 M.KR. — Hvað hefði rafmagnsverð til almennings orðið miklu hærra, ef farið hefði verið að tillögum Magnúsar Kjartanssonar á sfnum tfma? — Það var áætlað, að rafmagn tíl almennra nota hefði orðið 65—70% dýrara, ef ekki hefði verið samið um svo umfangsmikla orkusöiu til álversins. Annars held ég, að Magnús Kjartansson og þeir Alþýðubandalagsmenn hafi ekki endilega viljað iþyngja almenningi með þessum hætti af ásettu ráði. Hér hefur ráðið ein- strengingsleg afstaða þeirra gegn stóriðju og samstarfi við erlenda aðila og stórfyrirtæki. Stóriðja og eriendir auðhringar voru bannorð í þessum herbúðum, þar til Magnús Kjartansson tók sjálfur upp viðræður við eitt stærsta fyrirtæki þessarar tegundar, Union Carbide. — Menn halda þvf enn fram Ingólfur, að við seljum Alverk- smiðjunni orkuna á of lágu verði. Hver eru þfn mótrök við þessari gagnrýni? — Þetta er vitaskuld háð mati hverju sinni og við verðum að lita á málið í heild. Hjá Alverksmiðj- unni vinna á fimmta hundrað manns og fá kaup greitt sam- kvæmt sérstökum samningum við launþegafélögin, og hér er um að ræða miklar gjaldeyristekjur. En ef við lítum á beinan hagnað Is- lendinga af þessari verksmiðju kemur f ljós, að á árinu 1973 greiddi Álverksmiðjan ísiend- ingum 1.732 milljónir króna. Hér er í fyrsta lagi um að ræða greiðslu fyrir orku sem nam 346 milljónum króna, í öðru lagi fram- leiðslugjald, er nam 264 millj. króna, í þriðja lagi launatengd gjöld er námu 784 millj. króna og loks ýmis önnur kaup á þjónustu og vörum, er námu 325 millj. króna. HAGKVÆMARI EN NORSKI SAMNINGURINN — Þú nefnir 346 milij. kr. fyrir orkusölu til Álverksmiðjunnar. Er þetta ekki of lág upphæð? — Þegar talað er um hvort þess- ir samningar séu þjóðhagslega hagkvæmir má auðvitað ekki gleyma að taka framleiðslugjaldið með f reikninginn. I Noregi er t.d. starfrækt verksmiðja af svipaðri stærð og hér, hún heitir Sörral. Ef við lítum á orku- og skattgreiðslur Álverksmiðjunnar hér, kemur f ljós, að hún hefur greitt sem svar- ar 5,3 mills. á sama tíma og Sörralverksmiðjan f Noregi greiddi 4,8 mills. Það er engum blöðum um það að fletta, að okkar samningur er ekki síður hagstæð- ur en sá norski, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Það má ennfremur geta þess í þessu samhengi, segir Ingólfur, að Magnús Kjartansson hefur f samningum sínum við Union Car- bide lagt áherslu á, að tekið yrði mið af samningum Norðmanna, því að þeir kynnu að semja við erlend stórfyrirtæki. Það er ákaf- lega gaman að heyra slíkar full- yrðingar, þegar við höfum gert samninga, sem gefa talsvert meira í aðra hönd en sams konar samningar norskir. BREYTTAR AÐSTÆÐUR — Það hefur verið bent á, að nú standi fyrir dyrum að selja orku til Union Carbide á talsvert hærra verði en samið var um við tsal á sfnum tfma. Ymsir telja, að þetta sanni þær fullyrðingar, að samið hafi verið um of lágt orku- verð. Hverju svarar þú? — Ég held, að allir heilvita menn hljóti að sjá, að samningar, sem nú eru gerðir um orkusölu, hljóta að vera með allt öðrum hætti heldur en var fyrir átta árum. Það þarf ekki annað en líta á þær stórkostlegu hækkanir, sem skollið hafa yfir á orkuverði á heimsmarkaði. Það er með öllu útilokað að bera saman samninga, sem nú eru í deiglunni við átta ára gamla samninga. Þetta sannar því ekkert, hvorki til né frá. Til marks um þær öru breytingar, sem orðið hafa f þessum efnum má benda á, að aðstæður eru allt aðrar nú heldur en fyrir 8 til 10 mánuðum, þó að ekki sé lengra til jafnað. Þá var Magnús Kjartans- son iðnaðarráðherra og vildi semja við Union Carbide um miklu lægra rafmagnsverð en nú er rætt um í sambandi við hugsan- lega málmblendiverksmiðju. I fyrra vetur taldi Magnús Kjart- ansson mjög gott að fá 7 mills. fyrir forgangsorkuna, sem selja átti til málmblendiverksmiðj- unnar. Nú er hins vegar talið sjálfsagt að verksmiðjan greiði 9,5 til 10 mills fyrir forgangsork- una. Það er m.a. vegna hækkunar orkuverðs á heimsmarkaði og hækkaðs virkjunarkostnaðar, sem ríkisstjórnin og viðræðunefnd um orkufrekan iðnað hafa krafist mun hærra verðs fyrir raforkuna en gott þótti fyrir nokkrum mán- uðum. Þetta sýnir best hversu allur samanburður er út f hött. Þegar átta mánaða gamlar tillög- ur Magnúsar Kjartanssonar um orkuverð eru úreltar orðnar, hvernig er þá hægt að bera þessar tölur saman við átta ára gamlan samning? — En er nokkur akkur f þvf, Ingólfur, að selja fyrirhugaðri málmblendiverksmiðju raforku á sem hæstu verði, þegar við eigum meirihluta f verksmiðjunni sjálfir? — Þótt við komum til með að eiga meirihluta f fyrirtækinu, ef af því verður, er auðvitað sjálf- sagt að miða orkuverðið við kostn- aðarverð á hverjum tíma eins og gert var við álsamningana á sinni tíð, þegar samið var um raforku- sölu frá Búrfelli. Ég vil auk þess senda heim til föðurhúsanna allar fullyrðingar um, að við höfum tapað á orkusöl- unni til Alversins. Hversu stórum upphæðum hefðum við ekki tap- að, ef ekki hefði verið ráðist í Búrfellsvirkjun og enginn samn- ingur verið gerður við Isal. Það hljóta allir að sjá, þegar á þessa hlið er litið, að hér var farið rétt að og hagkvæmir samningar gerð- ir. Hundruð manna hafa haft at- vinnu af þessari starfsemi, þjón- ustufyrirtæki eins og t.d. Eim- skipafélagið hafa fengið stór verkefni og þjóðin f heild haft af þessu miklar gjaldeyristekjur; 1.732 millj. króna hefðu einhvern tíma verið taldar góð búbót. NÝTINGARTÍMINN 94% — Svo að við vfkjum aftur að raforkuverðinu, þá hefur það ver- ið gagnrýnt, að Álverksmiðjan hefur fengið raforku á lægra verði en almenningur. — Þegar rætt er um verð á raforku til almennra neytenda er rétt að hafa f huga, að raforku- kostnaðurinn skiptist í raun réttri f þrennt: I fyrsta lagi er fram- leiðslukostnaður, í öðru Iagi er kostnaður við flutning á há- spenntri orku til spennistöðva, og í þriðja lagi er svo dreifingar- kostnaður til neytenda. I þessu sambandi er rétt að benda á, að ísal tekur við orkunni háspenntri og rekur síðan eigin spenni- og dreifikerfi. Þegar þetta er haft í huga og miðað er við hliðstæðan nýtingartíma má margfalda orku- verð ísals með 2,35 til þess að fá réttan samanburð að þessu leyti. En hér er einnig rétt að hafa það f huga, að Isal nýtir aflið, sem fengið er frá Búrfelli i u.þ.b. 8200 klst. á ári. Nýtingartíminn er því 94% samanborið við 50% nýt- ingartíma hjá almennum not- endum rafmagns. Raforkuverð til almennra nota er miðað við, að greitt sé fyrir raforkuframleiðslu, sem fram fer til að mæta mesta álagi, þó að nýtingartfminn sé 50% eða jafnvel innan við það. RAFORKUVERÐIÐ GERIR MEIRA . . . — Þvf er jafnan haldið fram, að samningarnir um álverksmiðjuna hafi verið forsenda fyrir stór- virkjun við Búrfell. En hvert er þá hlutfallið milli þess verðs, sem Isal greiðir fyrir raforkuna þaðan og kostnaðarins við að reisa virkj- unina? — Um þetta eru skýrar upp- lýsingar fyrirliggjandi. Stofn- kostnaður virkjunar við Búrfell, 1. og 2. áfanga, ásamt vatnsmiðl- un við Þórisvatn og Búrfellslinu II nam 5.200 milljónum króna. Heildargreiðslur Isals fyrir raf- orkuna eina á 25 ára tfmabili munu nema 6.400 milljónum króna. Við þetta bætist svo fram- leiðslugjaldið. Verksmiðjan kemur því til með að greiða virkjunarkostnaðinn við Búrfell og meira til á umræddu tímabili. Þessi samningur veldur engri áhættu fyrir okkur, en færir okkur verulegan hagnað. Og það má furðulegt heita að einstakir menn hafi þá köllun helsta í líf- inu að telja öðrum trú um að þetta hafi verið landráðasamning- ar. Alsamningurinn tryggði almenningi lægra rafmagnsverð Makaskipti Húseign sem gefur möguleika á tveimur íbúð- um óskast í skiptum fyrir vandaða 4ra herb. íbúð á Melunum. Uppl. í síma 27958. Kennslunótur, kennslunótur Nýkomnar píanó kennslunótur Kinderland og Klavier fiebel eftir Willy Schneider. Höfum einnig mikið úrval af byrjendagíturum, Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Aðalstræti 6. 3Ö. FONIX HÁTÚNI 6A.SÍMI 24420 NILFISK þegar um gæÓin er aÖ tefla.... Hestamenn Týnd er 4ra vetra meri úr landi Úlfarsfells og Óskots við Hafravatn. Merin er mannelsk, ómörkuð, rauð með vindótt fax og nokkuð dökkleitt tagl, vottar fyrir hvítu í miðju enni. Uppl. í síma 43077 og 4081 1. Utboð Tilboð óskast í að fullgera fyrri hluta síðasta áfanga Digranesskóla í Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð kl. 1127. janúar 1 975 á sama stað að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.