Morgunblaðið - 12.01.1975, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.01.1975, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 Prófarkalesari Morgunblaðið óskar eftir að ráða próf- arkalesara. Einungis fólk með góða ís- lenzkukunnáttu kemur til greina. Um vaktavinnu er að ræða. Allar nánari upplýsingar gefa verkstjórar tæknideildar. Morgunblaðið Atvinna óskast Rúmlega fimmtugur maður, með mikla starfsreynslu og athafnaorku, reglusamur og stundvís, óskar eftir vinnu. Góð meðmæli. Margt kemurtil greina, t.d. margs konar verkstjórn, sölumennska, skrifstofustörf. Góð enskukunnátta. Mjög laghentur. Hef bíl til afnota. Uppl. í dag og á kvöldin i sima 16578. Bifvélavirkjar — Nemar Óskum að ráða tvo — þrjá bifvélavirkja. Til greina kemur að ráða nema í bifvélavirkjun. Upplýsingar gefur verkstjórinn Garðar Eyland. Saab-umboðið. Sveinn Björnsson & Co., Skeifan 1 7. Laus staða Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða full- trúa í innheimtudeild. Verslunarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist til Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 1 1 6, Reykjavík. Ung stúlka um tvítugt, með stúdentspróf og hyggur á nám í félagsvísindum næsta haust, óskar eftir góðri vinnu strax, á sviði félags- eða líknarmála. Uppl. í síma 41211 í dag og á morgun kl. 6. Vélamaður Stórólfsvallarbúið, grasköglaverksmiðja óskar eftir að ráða mann til vélaviðhalds og vélgæslu. Æskilegt að hann hafi járn- smíða eða bifvélavirkjaréttindi eða sé van- ur viðgerðarvinnu. Uppl. hjá Stórólfs- vallarbúinu Hvolhreppi, sími 99-5163. Auglýsingastofa óskar eftir að ráða stúlku eða konu til skrifstofustarfa hálfan eða heilan dag. Viðskiptamenntun og vélri+^narkunnátta æskileg. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 1 6. jan. merkt „Framtíðarstarf 6765". Skrifstofustúlka Hálfsdagsvinna Stúlka óskast til að annast bankaviðskipti, tollskýrslur, verðútreikninga o.fl. Umsóknir með upplýsingum um starfsreynslu sendist afgr. Mbl. merkt „DX-71 14". Aðalgjaldkeri Ferðaskrifstofa ríkisins óskar að ráða nú þegar aðalgjaldkera. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á almennum viðskiptum og hafi áður starf- að við slík störf. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu vorri. Ferðaskrifstofa ríkisins, Reykjanesbraut 6, sími 7 1540. Vana háseta og matsvein vantar á 76 lesta netabát frá Grindavík. Uppl. í síma 92-8008 og 92-8325. Stýrimaður og vélstjóri óskast á 140 lesta netabát frá Þorlákshöfn. Sími 99-3635. Afgreiðslustarf — Vaktavinna Heilsuræktin Glæsibæ óskar að ráða nú þegar lipra stúlku til móttöku og skrif- stofustarfa. Vinnutími 2 dagar í viku frá kl. 8—12 og 15 — 22 báða dagana. Nánari uppl. hjá framkvæmdastjóra. Heilsuræktin Glæsibæ, sími 85655. Heildsölumiðstöðin í Sundaborg óskar eftir starfsmanni til starfa í sambandi við frágang toll- og bankaskjala. Starfið felst m.a. í því að byggja upp samstarf fyrirtækjanna i Sundaborg (samtals 22 heildsölur) á framangreindum sviðum. Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist Morgunblaðinu eigi síðar en miðviku- daginn 1 5. jan. merkt: A-8559. Upplýsingar ekki gefnar í síma. HE/LDh/f. Röskur, áhugasamur yngri maður óskast til afgreiðslu og sölustarfa. Valcl. Poulsen h. f., Suðurlandsbraut 10. Aðstoða rst ú I ka óskast á tannlækningastofu okkar. Skriflegar umsóknir ásamt mynd, sendist fyrir 1 7. jan. Börkur Thoroddsen, tannlæknir, Sigurður L. Viggósson, tannlæknir, Ægisgötu 10, stmar 25442 og 25299. Þaulvanir trésmiðir annar með meistararéttindi og háa einkunn frá Meistaraskól- anum i Reykjavik óska eftir atvinnu hvar sem er á landinu. Vanir bæði úti og innivinnu. Þeir, sem hafa áhuga geri svo vel að senda upplýsingar til afgr. blaðsins merkt: „þaulvanir — 7121". Störf við tölvunotkun Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar auglýsa lausa til umsóknar stöðu kerfisforritara (systemprogrammer) og ;nnig stöður við kerfissetningu og hlið- s.æð störf við fjölbreytta tölvuþjónustu *yrir opinbera aðila. Hér er um að ræða möguleika á skemmti- legum störfum fyrir ungt og vel menntað fólk með áhuga og þekkingu á þessu sviði. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í verkfræði, viðskiptafræði eða öðrum sambærilegum greinum og reynslu í tölvunotkun. Upplýsingar eru veittar hjá tæknideild Skýrsluvéla, síma: 8 61 44. Umsóknarfrestur er til 3 1. janúar 1 975. Umsóknir óskast sendar til tæknideildar Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur- borgar, Háaleitisbraut 9, Reykjavík. Auglýsing Lausar stöður skattendur- skoðenda Fjármálaráðuneytið auglýsir hér með lausar til umsóknar nokkrar stöður skatt- endurskoðenda við embætti skattstjór- anna í Reykjavík og Hafnarfirði. Umsækj- endur verða að gangast undir að sækja námskeið og taka próf að því loknu sem sker úr um ráðningu til reynslu. Á námskeiðinu verða kennd helstu atriði í sambandi við framtöl og skattskyldu. Námskeiðiðhefst 25. janúar og stendur til 1. febrúar. Innan fjögurra mánaða frá upphafi reynslutíma mun verða haldið námskeið fyrir endurskoðendur skatt- framtala einstaklinga er lýkur með prófi. Laun fullgildra skattendurskoðanda er skv. 18. launaflokki kjarasamnings BSRB og fjármálaráðherra. Umsóknum ber að skila til fjái málaráðuneytisins Arnarhvoli sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Fiármálaráðuneytið, 10. janúar 1975.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.