Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 7 STRAUMAR eftir BJORN VIGNI SIGURPÁLSSON Val NewYork Times A. •'Stene* Frorr. a Maxnage" B. “Lacombe, Lncsen" C. "Badlands*' D. "Hafry & Tonto'* E. "CJaadin'!” F. “California Split" G. "Le Petit Tfjéatre de Jcan Bcnoir H. 'Daisy Miller'' T. “Amarcord” j. ”The Phantom of Libcrté" K. "Man Is Not a Birc" Um hinar beztu mynd- ir og tekjumestu Það þykja jafnan töluverð tíð- indi þegar aðalgagnrýnandi hins virta bandarlska stór- blaðs — The New York Tim- es velur í upphafi hvers árs beztu kvikmyndir að hans mati á árinu sem var að líða. Vincent Canby velur að þessu sinni 11 myndir sem honum þykir mest til um. Hann tekur raunar fram í upphafi, að árið 1974 hafi á engan hátt verið stórmerkt hvað kvikmyndaframleiðsl- una áhræri, en engu að síður mjög gott ár einkum fyrir bandariskar myndir. Allar merkustu myndirnar hafi þó verið evrópskar eða sex af þeim ellefu sem hann velur og sumar hverjar æði gamlar — ein frá 1966 og önnur frá 1969. Myndirnar ellefu sem Canby velur eru annars sem hér segir — í stafrófsröð: Amarcord — eftir Fredrico Fellini. Canby segir, að í þessari mynd fari saman drættir úr neó-realískum gamanmyndum Fellini frá fyrri árum og fantasíu síðari verka hans og útkoman sé eitthvert bezta verk Fellini fyrr og siðar. Badland — bandarisk eftir Terrence Malick og er þetta fyrsta myndin sem hann stjórnar. Canby segir hana harðskeyttustu og frumleg- ustu mynd ársins í Banda- rikjunum. California Split — bandarísk eftir Robert Altman, sem á yfirborðinu fjailar um líf fjárhættuspilara en lýsir um leið metnaði, vináttu og bandarisku miðstéttarlífi. I aðalhlutverkum þar eru Elliot Gould og Georg Segal. Claudine — leikstýrð af John Berry og Canby segir hana beztu bandarísku gaman- myndina á liðnu ári og jafn- framt fremstu mynd er taki fyrir málefni hins svarta minnihluta I Bandaríkjun- um. 1 aðalhlutverkum eru Diahann Caroll og James Earl Jones. D aisy Miller — eftir Peter Bogdanovich og byggð á frægri sögu Henry James. Canby segir áhrifin af þess- ari mynd eins konar mynd- ræna kynningu á klassisku bókmenntaverki og sé hún ákaflega smekklega gerð i alla staði. Harry & Tonto — eftir Paul Paul Mazurski og segir Can- by að leikstjórinn, sem gerði Bob&Carol&Ted&Alice og Blume in Love sé I stöðugri sókn. Efni myndarinnar er eins konar píkaresk frásögn af ferð 72ja ára New York- búa þvert yfir Bandaríkin. Art Carney leikur gamla manninn af hreinni snilld. Lacombe, Lucien — eftir Louis Malle, en um hana hefur verið fjallað hér í kvik- myndaþætti og ekki ástæða að fjalla um hana frekar. Man is not a bird — eftir júgóslavann Dusan Maka- vejev, sem þekktastur er fyr- ir mynd sína WR — Mysteries of the Organism, sem ekki fékkst sýnd hér á landi. Þetta er hins vegar fyrsta mynd Makavejev, gerð árið 1966 og Canby segir hana eina frumlegustu, athyglisverðustu kvikmynd sem komið hafi frá löndun- um fyrir austan járntjald. Le petit théatre de Jean Renoir — geymir þrjár stutt- ar myndir Renoir og er eins konar svanasöngur þessa mikla meistara kvikmynd- anna, er varð áttræður á sið- asta ári. Phantom of liberté — eftir annan háaldraðan meistara, Lois Bunuel og hefur hann sjaldan verið betri en i þess- ari mynd. Hennar hefur annars verið getið ítariega hér á þessum stað. Scenes from a marriage — eftir Ingmar Bergman, þar sem framhaldsmyndaflokki hans um hjónabandið hefur verið breytt i 168 mínútna kvikmynd og lætur ekkert á sjá við þær breytingar nema síður sé. Bandariska tímaritið Variety, sem lita má á sem eins konar málgagn skemmtiiðnaðarins vestan hafs, hefur nýlega birt að nýju lisa yfir þær kvikmyndir, sem gefið hafa mestan arð af sér frá upp- hafi. Kemur þar I ljós, að Godfather hefur enn styrkt stöðu sína í fyrsta sætinu og að tvær nýjar myndir eru komnar á lista yfir 12 efstu myndirnar — The Sting, sem Tónabíó sýnir einmitt um þessar mundir og djöfla- myndin umdeilda — The Exorcist. Godfather komst i efsta sætið þegar árið 1972 — árið sem myndin var frumsýnd og í lok siðastliðins árs hefði myndin gefið af sér 85,7 milljónir Bandaríkjadala eða um 10,2 milljarða íslenzkra króna. The Sound of Music heldur enn öðru sætinu og nema heildartekjur af sýningum á henni 83,9 milljónum dala og i þriðja sæti er enn sem fyrr Gone with the wind frá árinu 1939, en heildartekjur af henni námu í árslok um 70 milljónum dala. Hins vegar rauk The Sting, sem frum- sýnd var í desember 1973, nú upp í fjórða sæti og nema tekjurnar af sýningum á þeirri mynd um 68,6 milljón- um dala nú þegar. Næst á eftir kemur svo önnur og enn nýrri mynd — The Exorcist en hún hefur gefið kvik- myndafélagi sinu 66 milljón- ir dala í tekjur á fyrsta sýn- ingarári. Bendir margt til þess, að þessar tvær myndir muni taka forustuna á þess- um tekjulista áður en langt um líður en hins vegar getur orðið hörð keppni á milli þeirra hvor hreppir fyrsta sætið. Aðrar myndir á listanum yfir hinar 12 efstu eru: Love Story frá 1970, The Graduate frá 1968, Airport frá 1970, Doctor Zhivago frá 1965, Butch Cassidy and the Sund- ance Kid frá 1969, The Ten Commandments frá 1956, og loks The Poseidon Adventure frá 1972. Handfærarúllur 4 rafmagnshandfærarúllur óskast keyptar. Tilboð sendist i pósthólf 4112. Atvinna óskast Konu vantar vinnu nú þegar. Næturvarzla og margt fleira kemur til greina. Meðmæli ef óskað er. Uppl. á kvöldin kl. 6—7 í sima 16246. Trésmiðir — Trésmiðjur Inngreyptir þéttilistar á opnanlega glugga og hurðir. Sölustaðir: Verzlunin Brynja, Laugavegi 29. GLUGGASMIÐJAN, Siðumúla 20. Smiður Tek að mér breytingar og viðgerðir á húsum. Geri fast verðtilboð ef óskað er. Upplýsingar i sima 52274. Háskólakennari óskar eftir 2ja til 3ja herbergja ibúð, helzt með húsgögnum, til leigu frá 1. febrúar í 4 til 6 mánuði. Tvennt fullorðið i heimili. Upplýsingar i sima 11 942. Útsala á hannyrðavörum hefst mánudag. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. Milliveggjaplotur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., sími 33603. Til leigu 5 herb. íbúöarhæð á Flókagötu. Leigutími 3 ár. Uppl. í síma 11868. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27. Simi 25891 Dráttarvél til sölu Til sölu dráttarvél Oeutz D 15, nýyfirfarin á nýjum dekkjum, með sláttuvél og ámoksturstækjum. Heyþyrla getur fylgt ef óskað er. Uppl. í sima 50569. Húshjálp Barngóð kona óskast til aðstoðar á heimili. Vinnutími samkomulag. Uppl. i síma 51225. „fnfirðingar — telpa oskast til að gæta 6 ára drengs nokkur kvöld í mánuði. Uppl. i síma 53563 eftir kl. 5. Til sölu vörubifreið Mercedes Benz 1513 árg. 1971. Vél 185 ha. Á sama stað mið- stöðvarketill ásamt olíubrennara. Upplýsingar í síma 42588 eftir kl. 7 á kvöldin. Skattframtöl Veiti aðstoð við skattframtöl. Pantið tima sem fyrst. Haukur Bjarnason hdl. Bankastræti 6. Simar 1 5528 og 26675. Upphengi sérstaklega hönnuð fyrir vefnað. Kynnið ykkur járnaúrvalið hjá okkur. Hannyrðabúðin, Linnetsstíg 6, Hafnarfirði, sími 51314. M. Benz190 '63 Góður bill til sölu. Má greiðast eingöngu með mánaðargreiðslum. Uppl. í síma 1 6289. Úrvals strigi í flos og allar tegundir handa- vinnuefna, lim á mottur, ný Marks blöð. Hannyrðabúðin, Linnetsstig 6, Hafnarfirði simi 51314. Rebel, '69 sjálfsk., vökvast., góður bill, til sölu. Má greiðast með skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Uppl. i sima 1 6289. Atvinnurekendur- 1 9 ára stúlka með Verzlunarskóla- próf, óskar eftir skrifstofustarfi sem fyrst. Uppl. i sima 25529 milli kl. 1 og 3. Óska eftir vinnu úti á landi við bifvélavirkjun. Þarf að vera mikil vinna. Upplýsingar i síma 733 78. Bókhald — Skattframtöl 2 viðskiptafræðingar geta tekið að sér bókhald og skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. S. 36169 og 30389 eftir kl. 5. Comet '72 6 cyl. sjálfskiptur 4ra d. einkábill til sölu. Skipti koma til greina. Má borgast með 1 —2ja ára skulda- bréfi, eða eftir samkomulagi. S. 16289. Bilkrani óskast Vinsamlega sendið upplýsingar um verð og ástand merkt: „bilkrani — 7120 , til afgr. Mbl. Til sölu Ford Torino árg. '74 hagstætt verð. Til sýnis að Hólm- garði 8 (v dyr) milli kl. 5—9 i dag, simi 37137 eftir þann tirpa uppl. i sima 28595. Sjónvarpstæki BO sjónvarpstæki til sölu i góðu lagi. Uppl. gefur Heimir i síma 92-8065 eða 92-1 1 56 á kvöldin. Atvinna óskast 21 árs gömul stúlka með stúd- entspróf úr félagsfræðideild M.H. óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Uppl. i sima 22836. Atvinna óskast Ungur maður með stúdentspróf óskar eftir atvinnu strax. Uppl. i sima 50583. Til leigu Bröyt X 30. Upplýsingar i sima 93-7298 Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.