Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975
Farið
því og
kristnið
allar
þjóðir...
MAÐUR er nefndur Billy
Graham. Hann fæddist
áriö 1917 meðal bænda-
fólks í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum. Á sex-
tánda æviári hans var
haldin samkomuherferð í
heimabyggð hans og sótti
hann samkomurnar. Þar
heyrði hann boðskap
Bibliunnar um að Guð
hefði með Jesú Kristi
keypt menn lausa undan
refsingu syndarinnar og
á samkomunni þarna
Billy Graham
Evengelistic
Association
ákvað hann að gerast
þjónn Jesú Krists.
Það hefur hann staðið
viö og síðan 1949 hefur
hann ásamt aðstoðarfólki
sínu haldið miklar sam-
komuherferðir víða um
lönd. Krossferðirnar,
eins og þær eru nefndar,
hafa milljónir manna sótt
og þar hefur lokist upp
fyrir þeim að Guð er sá
raunveruleiki, sem
Biblían talar um, og er
þess megnugur að færa
frið og kraft af hæðum.
Á síðunni í dag er fjall-
að nokkuð um starf Billy
Graham — Evangelistic
Association. Heimildir
eru úr blaðinu Decision,
sem B.G.E.A. gefur út, og
bók um Billy Graham eft-
ir John Pollock.
Tónlist skipar mikinn sess i
samkomum bæði einsöngur,
kórsöngur og almennur söngur.
Hér eru 3 menn, sem hafa haft
stjórn á söngmálunum: Cliff
Barrows söngvari og söngstjóri,
Tedd Smith pianisti, og John
Innes organisti. A litlu mynd-
inni er George Beverly Shea,
sem hefur verið með frá upp-
hafi en hann hefur flutt boð-
skapinn með söng. Fieiri tón-
listarmenn hafa starfað með
þessi 25 ár sumir timabundið,
aðrir í fullu starfi.
t Los Angeles Washington Bouleward 1949. I
fleiri vikur voru samkomur hér og mörg þúsund
manns komu og hlýddu á prédikun Billy Gra-
hams. Söngur var mikið notaður og stjórnaði
aðstoðarmaður hans öllum söng.
Billy Graham á
heimili sinu í
Montreat 1965.
Hann hefur
greinilega ekki
alltaf haft tíma
til að hafa allt i
nákvæmri röð
og reglu í kring-
um sig!
KROSSGOTUR
Umsjón:
Jóhannes Tómasson
Gunnar E. Finnbogason
Fleiri leiðir fyrir boðskap
Bibliunnar eru farnar en að
halda samkomur. 1950 fór af
stað útvarpsdagskráin „Hour of
Decision" og hefur mikill fjöldi
bréfa ætið borist, sem þeir hafa
svarað. „Svar mitt“ hefur Billy
Graham gefið síðan 1952 og það
kannast lesendur Morgunblaðs-
ins við. Timaritið „Decision"
kemur út í milljónum eintaka á
ensku, þýsku, frönsku,
spænsku, japönsku og nú síðast
á kínversku. Hefur blaðið
komið út síðan 1960.
skírið...
kennið...”
Howard 0. Jones, einn
prédikara B.G.E.A. með Sene-
gal-mönnum. Boði Krists er
hlýtt — „farið út um allan
heiminn..."
Siðan 1962 hafa verið haldin
fjölmörg námskeið til að þjálfa
fólk i að fara út með kenningu
Biblíunnar.
Seoul. Gífurlegur mannfjöldi
kom á útisamkomuna hinn 3,
júní 1973. Aætlað var, að 1,1
milljón manna hefði verið þar.
Á skiltinu standa þessi orð
Jesú: Ég er vegurinn og samm-
leikurinn og lífið.“
Um 6. boðorðið
eftir Hjalta Hugason, stud. theol.
Sjötta boðorðið: Þú skalt ekki drýgja hór. Fá boðorðanna eru
eins þrábrotin á okkar dögum og það. Þetta er afdráttarlaust
• boðorð, merking orðsins hór er þröng að bibifulegum skilningi.
Kristin siðfræði Iftursvoáaðvettvangurkynlffsins sé einungis
I innan hjónabandsins, sé það iðkað utan þess sé um hór að ræða,
Þetta skoðast harður boðskapur á tuttugustu öldinni, margir
I afskrifa boðorðið með einu orði: Þröngsýni. Sé þó dýpra skyggnst
| verður allt annað uppi á teningnum. Kynlff er náið samband
tveggja sjálfstæðra einstaklinga, f þvf verða kynni þeirra dýpst
og sönnust, nær verður ekki komist, þetta staðfestist af orðalagi
| Gamla testamentisins, þar er sama forna hebreska sögnin notuð
■ um náin kynni og kynferðislegt samband. Fylgi hugur ekki
gjörðum í slfkum samskiptum eða sé fleiri aðilum blandað inn f
þau, skapast engin slík kynni, af slíku kvnlífi sprettur engin
hamingja eins og þó er til ætlast, heldur tómleiki, tortryggni og
spenna, sem kemur í veg fyrir heilbrigt samlff og samskipti f
J jafnvægi, dæmi þessa getur margur fundið f eigin lífi.
Sé þessi skilningur hafður f huga verður samræmið milli sjötta
| boðorðsins og hinna auðséð, öll miða þau að heilbrigðu, kær-
• leiksríku mannlffi, sem borið er uppi og helgað af samfélaginu
við Guð, kristnum mönnum er ekki ætlað að gera neitt í hálf-
| kæringi eða ábyrgðarleysi, þeim er ætlað að meta aðra jafnt og
| sjálfa sig og breyta f öllu samkvæmt þvi. Þeim, sem ekki
viðurkenna neina algilda viðmiðun, heldur sækjast f öllu eftir
I þvf, sem veitir þeim sjálfum mesta mögulega nautn á líðandi
| stund verður sjötta boðorðið aftur á móti alltaf torskilið og
óárennilegt til eftirbreytni, þeir spyrja líka manna síðast um
afleiðingar gerða sinna og hag og hamingju annarra.
Sjötta boðorðið er hollt umhugsunarefni á okkar dögum, þegar
• orðið hór hefur nánast fallið brott úr orðaforða manna, orðið að
merkingarlausu fornyrði en menn krefjast lagalegs réttar til
| frjálsra fóstureyðinga til að koma óvelkomnum börnum fyrir á
I auðveldan hátt. IWenn ættu að spyrja sjálfa sig f einlægni, hvort
• kristið siðferði eða einstaklingsbundin hentistefna sé lfklegri til
að skapa sem flestum hamingju og koma á friði á jörðu.