Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 21 bótum. Hlutur ríkisútgjalda af þjóðartekjum i öllum iðnaðarrikj- um jókst verulega á siðasta ára- tug. Verðbólga í mynd skatta og kostnaðar leiddi til refsiaðgerða í mynd launa og kostnaðar og þetta hefði leitt til vaxandi atvinnu- leysis ef rlkisstjórnir hefðu ekki haldið uppi eftirspurn með halla- rekstri sem gerði fjármögnun mögulega. Jafnvel áður en olíukreppan hófst stefndi heimurinn í átt til samdráttar. Á árunum fyrir 1970 olli kostnaðar-verðbólga spreng- ingu um allan heim og henni var mætt með hefðbundnu aðhaldi á fjárlögum og í gjaldeyrismálum. En verðlag hélt áfram að hækka árin 1970—71 og afleiðingin varð samásamdráttur, sem var fyrsta stöðnunarverðbólgan sem náði til alls heimsins. Þetta var sönnunar- merki um að verðhjöðnun eða eftirspurnarhjöðnun heldur ekki kostnaðar-verðbólgu í skefjum nú orðið í iðnaðarlöndum. Ríkis- stjórnir sneru sér í þess stað að beinu kaupgjalds- og verðlagseft- irliti. Það gafst furðanlega vel. Þenslan hófst aftur. En nú fylgdust öll ríki að svo að uppgangurinn 1972—73 reyndist snarpari en nokkur hafði búizt við. Efnahagskerfi heimsins of- hitnaði og það olli stórhækkunum á hráefnaverði. Slæm uppskera varð til þess að verð á matvælum hækkaði ennþá meir. Öll lönd fluttu inn verðbólgu. Kaupgjalds- og verðlagsstöðvunin lét undan álaginu og fór út um þúfur. Verð- bólga varð höfuðfjandi allra landa, jafnvel landa eins og Þýzkalands þar sem verðbólgan fór ekki einu sinni upp í 10%. Olíukreppan Hækkunin á olíuverðinu var þríþætt áfall. Hún jók kostnaðar- verðbólgu, jók sparifé heimsins i hlutfalli við fjárfestingu heimsins og hafði í för með sér þann 60 milljarða dollara árlega halla þeirra landa, sem kaupa olíu. Hraði þróunarinnar í kreppátt jókst um allan helming og hún var með hefðbundnum hætti. Þar sem kostnaðarverðbólga í flestum löndum er yfir 10 af hundraði á ári og þau verða að skipta á milli sin 60 milljarða dollara árlegum greiðsluhalla þo, a ekki einu sinni þær ríkis- stjó: nir sem sterkastar eru að auka við þá minnkun eftirspurn- ar sem hækkandi olíuverð veldur. Flutningur þessara 60 milljarða dollara (um 1V4% heildarheims- framleiðsl'nnar) frá kaupmætti ökumanna heimsins og annarra oliunotenda inn á bankareikninga Arabanna kom af stað marghátt- uðum samdri ti i heimseyðsl- unni. Hagvöxtu nn í öllum stóru iðnaðarlöndunun, hrapaði úr 6% 1973 niður í ekki neitt 1974. 1 mörgum löndum harðnaði inn- flutt kostnaðarverðbólga við sprengingu I launakostnaði innanlands. Til þess að vega upp á móti þessu var hert á skrúfunni í gjaldeyrismálunum og vextir hækkaðir svo þeir slógu öll fyrri met. Arður sem hafði verið tryggður af fyrri fjárfestingum minnkaði og jafnframt hækkaði kostnaður af nýjum fjárfesting- um um allan helming. Verð í kauphöllum snarlækkaði. Nýjar fjárfestingar fóru að renna út í sandinn og nú stefnir þróunin niður i móti með auknum hraða. Hingað til hefur allt þetta álag ekki leitt til þess að ríkisstjórnir felli gengið hver í kapp við aðra eða hörfi bak við múra innflutn- ingshafta. Japanir hafa hafizt handa um tilraunir til að stórauka útflutning en erfitt er að verjast þeim grun að þær fari út um þúfur. Bretar fengu slæman skell í desember þegar Saudi-Arabar báðu um að greiðslur fyrir oliu færu eingöngu fram i dollurum. En hingað til hefur bankakerfinu Spurnlngln er: Hverllr verða undir og hverllr liia hana af? tekizt að beina benzíndollurunum aftur til sin I nýjum innistæðum svo að tilfinnanlegur skortur á erlendum gjaldeyri hefur enn ekki neytt nokkurt land til þess að grípa til raunverulegra neyðar- ráðstafana. Ölíklegt er að þessi heppni vari lengi. Bjargráðin Þjóðir vinna saman þegar allt leikur I lyndi og þegar lífskjörin batna jafnvel hjá þeim þjóðum sem standa höllum fæti. Próf- raunin verður i heimskreppu þegar þær þjöðir, sem verða und- ir, verða að þola meira atvinnu- leysi og meiri skerðingu raun- tekna en nágrannarikin nema þvi aðeins að þær hörfi bak við virkis- múra eins og innflutningshömlur. Jafnvel þær þjóðir sem hlynntast- ar eru alþjóðasamstarfi hljóta að byrgja fyrir gluggana þegar þær telja að álag heima fyrir geti að öðrum kosti stofnað í hættu til- veru þess lýðræðis, sem þær búa við. Þeir sem sterkl • eru og sann- færðir um að hafa á réttu að standa ættu að visa veginn með þvi að koma fram sem góðir grannar á alþjóðavettvangi. Ekki virðist liklegt að þeir geri það. Andrúmsloftið í efnahagsmálum heimsins er orðið fjandsamlegt. Auðvitað er æskilegt að leita að alþjóðlegri lausn en þeir sem hyggnir eru munu ekki síðar kanna hvaða bjargráðum þeir ráða sjálfir yfir. Þjóðirnar sem lifa af kreppuna með minnstum skakkaföllum munu búa við minnstu verðbólg- una og mestan þrýsting eftir- spurna innanlands. Þær verða minst háðar utanríkisviðskiptum eða hæfastar til að draga úr inn- flutningi án þess að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum gegn út- flutningi sínum. Bjargráð þjóð- anna í kreppunni sem líklegt er að standi til ársins 1977 ættu því að byggjast á eftirtöldum atriðum sem eru: • Sanngjarnir verkalýðs- leiðtogar. 0 Pólitísk samstaða um viðunandi tekjuskiptingu. 0 Pólitískt samkomulag á breiðum grundvelli um form efnahagskerfisins. 0 Ríkisstjórn sem getur knúið sérhagsmunahópa til að fara að vilja sínum. 0 Næg orka heima fyrir. • Tiltölulega lítil utan- ríkisviðskipti. 0 Tiltölulega lftill iðn- aður samanborið við þjón- ustu. • Vinnukraftur sem eykst tiltölulega hægt. Horfið blómaskeið Endurreisn & vöxtur eftir stríð Aukning iðnaðarfram- ÞÝZKALAND 800 % leiðslunnar síðan 1948 JAPAN |Í|| 600 ÍTALlV . * ||i FRAKKLAND 400 KANADA 11 111 111 11 BANDARÍKIN ÍÍÍÍ III ||gi Iggig: 200 BRETLAND iiÍ||ii 11 li II! gíiji&ii WW& - 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.