Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975 w Mesti uppgangstími sögunnar stóð i aldarfjórðung og nú er hon- um lokið. Iðnaðarframleiðslan í heiminum rúmlega þrefaldaðist á árunum 1948 til 1973 og nam sú furðumikla aukning fimm af hundraði á ári að meðaltali. Framleiðslan jókst misjafnlega mikið, bæði frá ári til árs og eftir löndum. Nokkuð dró úr aukning- unni á árunum 1954 til 1958 og aukningin hjá Japönum var rúm- lega tvöfalt meiri en meðalaukn- ingin í heiminum en í Bretlandi varla helmingi meiri. En í heilan mannsaldur hafa öll iðnaðarríkin dafnað og blómgazt og svo til allir, sem gátu unnið, höfðu atvinnu. Arið 1974 var engin hagvöxtur. Nú er samdráttur í Bandaríkjun- um og þjóðartekjurnar hafa minnkað um tvo af hundraði og minnka enn. Eftir 25 ára stanz- lausa þenslu í Japan hafa þjóðar- tekjurnar minnkað um þrjá af hundraði. Stöðnun er í brezku efnahagslífi og á ítalíu tekur hvert neyðarástandið við af öðru. Þjóðverjum og Frökkum hefur tekizt að tryggja áframhaldandi hagvöxt en með auknum erfiðis- munum. Hjá báðum fer atvinnu leysi í vöxt. Minni iðnaðarrlkjum heimsins hefur yfirleitt vegnað betur en sameiginlegur greiðslu- halli þeirra er nú nánast þrisvar sinnum meiri en hlutur þeirra í heimsframleiðslunni getur rétt- lætt. Nýbyrjað ár ætlar að verða engu betra. Skýrslur, sem ríkis- stjórnir semja um efnahagshorf- ur og Efnahags- og framfarastofn- unin (OECD) vinnur úr og byggir spár sínar á, bera jafnan vott um bjartsýni, en jafnvel samkvæmt þessum skýrslum heldur sam- drátturinn áfram. I fyrsta skipti síðan á stríðsárunum annað hvort minnkar framleiðslan í öllum helztu iðnaðarlöndum heims um þessar mundir eða eykst minna en framleiðslugetan segir til um. Atvinnuleysi eykst hvarvetna. OECD sér fram á líkur á smávegis bata frá miðju þessu ári þótt vandséð sé hvaðan þau hvetjandi áhrif geti komið er stuðlað geti að þeim bata. Fáar ríkisstjórnir munu hafa kjark í sér til að ýta undir eftirspurn á sama tíma og verðbólgan eykst um meira en tíu af hundraði og þær verða að skipta á milli sín 60 mlljarða doll- ara árlegum olíuhalla. Þær stjórn- ir, sem örva munu eftirspurn þrátt fyrir allt, munu taka þá áhættu að lækka greiðsluhalla annarra landa meira en þeim tekst að auka umsvifin í eigin efnahagsmálum. Auðsærra er hvernig samdrátt- urinn getur versnað mánuð eftir mánuð og leitt til kreppu eins og á árunum eftir 1930. Ný öfl hafa verið leyst úr læðingi. Þau eru ört vaxandi tekjurýrnun og ört minnkandi fjárfesting. Þar sem ríki heims eru hvert öðru háð efnahagslega og þar sem stefna þeirra er í þröngum skorðum, verður erfitt að halda þessum öfl- um I skefjum. Kreppuástand get- ur harðnað á árinu 1975. Líklegt er að þróunin stefni ekki upp á við fyrr en I fyrsta lagi á árinu 1976. Vera má, að ástandið fari aftur í fyrra horf árið 1977 ef bezt lætur og að hagvöxturinn í heim- inum verði þá aftur 5 af hundraði. Heimurinn verður ólíkur því sem hann var áður að loknum fjórum vaxtarlausum árum. Ef heppnin er með mun mikið at- vinnuleysi snúa við verðbölgu- hjólinu án þess að þjóðfélags- bygging lýðræðisríkjanna hrynji saman — en eins og sakir standa benda öll sólarmerki til þess að heldur ólíklegt sé að við munum eiga því láni að fagna. Jafnvel þótt svo vel takist til mun draga svo MESTA uppgangstíma sögunnar er lokið segir í meðfylgjandi grein, sem er úr brezka tímaritinu The Economist. Við er tekinn samdráttur, sem standa mun til ársins 1977 að sögn blaðsins. Mestur verður þessi samdráttur á þessu ári og hinu næsta. Að vísu eru efnahagshorfurnar mismunandi eftir lönd- um að sögn hins merka blaðs Suddeutsche Zeitung í Miinchen sem hefur gert könnun á ástandinu. Við þessi áramót eru horfurnar dekkstar í Bretlandi og á ítalíu og langt er þangað til rofa mun til í þessum löndum. En í Hollandi og í Luxemborg þurfa menn heldur litlar áhyggjur að hafa um þessi áramót. Öðru máli gegnir með Belga, sem eiga við mikið atvinnuleysi að stríða. Frakkar verða að heyja harða baráttu gegn verðbólgu en þykjast þó sjá fram á nokkurn efnahagsbata á árinu. Austurríkismenn hafa verið tiltölu- lega áhyggjulitlir til þessa en nú hefur dregið ský fyrir sólu hjá þeim eins og svo mörgum öðrum þjóðum segir Suddeutsche Zeitung. í Bandaríkjunum er háð harðari barátta gegn samdrætti en verðbólgu og þar hafa menn góðar vonir um að ástandið batni í haust að sögn blaðsins. En í grein The Economist er samdrátturinn í heiminum skoðaður í víðara samhengi. vöxturinn var mismunandi mikill eftir löndum vegna þess, að elztu og rlkustu þjóðirnar töpuðu til- tölulega mest á þessu ástandi. Jafnvel tiltölulega lítill vöxtur var viðunandi I þróuðum hagkerf- um eins og I Bretlandi og Banda- ríkjunum, að minnsta kosti svo lengi sem slik riki voru reiðubúin að láta sér þetta lynda I stað þess að „eyðileggja alþjóða fjármála- kerfið.“ Bandaríkin sáu heimin- um fyrir peningum, með aðstoð- inni eftir stríðið, siðan með herút- gjöldum fjárfestingum erlendis og langvarandi greiðsluhalla. Kreppan hafin Smitandi verðbólga gerði upp- gripin að engu og gerði ríkis- stjórnum ókleift að framfylgja þeirri stefnu að tryggja fulla at- vinnu án þess að eiga á hættu hrun gjaldmiðla sinna af völdum óðaverðbólgu. Þessi verðbólga var sjúkdómseinkenni, sem hafði ver- ið leyft að versna og leiddi til alvarlegrar röskunar á skipulagi alþjóðafjármála og gerði það óstöðugt. (1) Gengisskráningarkerfið ýtti undir það ástand að gengið var þráfaldlega skráð of lágt eða of hátt sem kom af stað miklum og mikið úr fjárfestingum í hráefna- framleiðslu og hráefnavinnslu að getan til þess að beina þróuninni aftur i það horf að hagvöxturinn geti aukizt ört til langs tima koðn ar niður um stundarsakir. Ef öll lönd taka þátt á sveiflunni upp á við 1977 verður hún skörp og skammlíf. Þá kemur fljótlega aft- ur til skjalanna ný verðbólga i heiminum vegna aukinnar eftir- spurnar. Heimsviðskiptin færast aftir í fyrri farveg. Framleiðsla og viðskipti verða þá háð örari sveifl- un en á undanförnum 25 árum á sama tíma og hagvöxtur verður hægari en á siðasta aldarfjórð- ungi. Ef sveiflan upp á við nær ekki til allra landa og samstillt hringrás viðskiptanna raskast verða nokkur lönd að ganga gegn- um fimm vaxtarlaus ár. Þessi lönd verða mikið breytt frá því sem nú er árið 1980. Horfið hlómaskeið Það langa blómaskeið, sem er horfið, var fremur heppni að þakka en góðri stjórn. Heppnin fólst í þeirri tilviljun að þrir mikilvægir þættir fóru saman: (1) Eftir stríðið jókst tilhneig- ingin til að fjárfesta hlutfallslega meir en tilhneigingin til að spara og skapaði þar með nógu mikla eftirspurn í stað hinnar ónógu eftirspurnar millistriðsáranna. I kjölfar viðreisnarinnar sigldu endurvigbúnaður og neytenda- þjóðfélagið mótaðist. Opinber út- gjöld höfðu hækkoð á stríðsárun- um og lækkuðu aldrei niður í það, sem þau námu á árunum fyrir stríð. Hugmyndir Keynes um stjórnun efnahagsmálanna hlutu viðurkenningu um allan heim. (2) Tækniframfarir og nægur forði vannotaðs vinnuafls i frum- stæðum undirstöðuatvinnugrein- um stuðluðu að örri birgðaþenslu sem varð til að mæta stóraukinni eftirspurn. Vöxturinn var örastur i löndum, sem höfðu mestan vara- mannaafla. Hann var ekki eins ör í þróaðri löndum, einkum Bret- landi og Bandaríkjunum. Eftir verðhrunið sem fylgdi i kjölfar stórhækkana á hráefnaverði i Kóreustríðinu nutu iðnaðarríkin góðs af nægum birgðum eldsneyt- is og hráefna sem voru seld á stöðugt eða lækkandi verði. Fátæk framleiðslulönd báru skarðan hlut frá borði og bilið milli sumra ríkra og flestra fátækra ríkja breikkaði. (3) Fjármálakerfí heimsins stóðst álagið, sem því fylgdi að skjótúm leiðréttingum þegar það hrundi. (2) Peningakerfi heimsins varð stjórnlaust. Það þandist fyrst út og hélt uppi tilbúinni gengis- skráningu og síðan dró það úr álaginu, sem fylgdi þeim leiðrétt- ingum, sem þurfti að gera. Fjármagnsflutningur úr gjald- eyrissjóðum og i evródollurum jókst úr 70 milljörðum dollara árið 1960 í rúmlega 300 milljarða dollara 1973 eða fjórfaldaðist. (3) Verðbólgan breiddist örar út land frá landi vegna aukins frjálsræðis i viðskiptum og greiðslum. (4) Innanlands neyddu kjós- endur lýðræðislegar kjörnar ríkisstjórnir til að auka ríkisút- gjöld umfram það sem launþegar voru reiðubúnir að greiða i stað- inn sem einstaklingar með höml- um á tekjuaukningu og lífskjara-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.