Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 Barnastarf í Bústaðakirkju Á LIÐNUM vetrum hefur Bú- staðasöfnuður í Reykjavík boðið upp á starf fyrir börn á virkum dögum i safnaðarheimili kirkj- unnar. Hefur þessu verið mjög vel tekið og aðsókn góð. Vegna framkvæmda I safnaðar- heimilinu fyrri hluta vetrar hefur ekki verið unnt að byrja þetta starf í vetur fyrr en núna á þriðjudaginn kemur. Er börn- unum skipt í þrjá flokka eftir aldri, koma 4—6 ára börn á þriðjudaginn kl. 2, 7—9 ára börn verða á þriðjudögum kl. 4 og fimmtudögum kl. 2, og 10—12 ára börn á fimmtudögum kl. 4. Sóknarnefndin hefur verið svo lánsöm að fá frú Ingibjörgu Þor- valdsdóttur til þess að veita þessu starfi forstöðu, en hún er vel þekkt frá skátaskólanum að Ulf- ljótsvatni, þar sem hún hefur starfað i mörg sumur. Barnastarfið i Bústaðakirkju felst í sögum, söngvum, bænum auk föndurs og leikja. Og hefst það á þriðjudaginn kemur eins og fyrr segir. Eftir sem áður verða vitanlega barnasamkomurnar á sunnudög- um kl. 11 árdegis, og við guðs- þjönusturnar kl. 2 síðdegis er starfrækt barnagæzla, sem þegar hefur hlotið miklar vinsældir, enda eru leikföngin frá Ingvari Helgasyni bæði fjölbreytileg og mörg. Ólafur Skúlason. — Slagsíðan Framhald af bls. 13 annarra. En það er ljóst að við þyrftum að hafa miklu betri stúdió hér heima. Mánar tóku upp tvö lög I einu íslenzku stúdíóanna og ég er alls ekki ánægður með þau. Að vísu hafa þau fallið i góðan jarðveg og um vinsældir lagsins hans Olafs i ,,Tíu á toppnum" er auðvitað ekk- ert nema gott og blessað að segja. Annars hef ég aldrei tekið neitt mið af þeim þætti. Nú, annars, það er kannski ekki rétt að segja, að ég sé mjög svart- sýnn á nýja árið. Mér lízt mjög vel á það hjá ýmsum hljómsveitum og aðilum — það er ýmislegt á döf- inni hjá Jóa G., Change og Pelikan, og ég vil óska þess að islenzkir popparar hafi erindi sem erfiði á erlendum mörkuð- um. En það mega verða breytingar á þessu hér innanlands. Það er þreytan og tilbreytingarleysið, sem spillir svo mikið fyrir. Ef menn eru að spila i sömu sam- komuhúsunum 3—4 kvöld i röð fyrir skítadjöfulslúsanápening — þetta máttu hafa eftir mér — þá verða menn þreyttir á skömmum tíma. Launin í þessu starfi hafa nánast ekkert hækkað á undan- förnum árum, a.m.k. verður mað- ur ekki var við það á þessum tlmum hækkana og verðbólgu, nema síður sé. Helzt að maður finni að það stefni í hina áttina. Svo er annað, sem er mjög baga- legt í þessu öllu, sem hefur eyði- lagt bransann. Það eru þessar hljómsveitir, sem er hrúgað sam- an með lágmarksfyrirhöfn. Það eru keypt hljóðfæri og nokkur búnt af danslagatextum og þarrneð er hljómsveitin tilbúin — Bingó! Þessar hljómsveitir æfa ekkert og eru hörmulegar — en taka samt vinnuna frá öðrum, sem hafa fyrir að æfa og vanda sig. Argerð 1975 Allar gerðir fyrirliggjandi Fiat einkaumboð á íslandi GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Lancia Beta 1800 5 manna. Vél 110 din. 10 lítr. pr. 100 km. Framhjóladrif. Verð 1.035.000 — Fiat 132 GLS 1600 — 1800 5 manna. Vél 107 din. 1 0 lítr. pr. 100 krrc Verð 1600: 813.000. — , 1800: 835.000.— Fiat 125 P. station 5 manna. Vél 80 din. 9 lítr. pr. 1 00 km. Verð 672 .000 Fiat 128 Rally 5 manna. Vél 67 din. 9 lítr. pr. 100 km. Framhjóladrif. Verð kr. 657.000.— Fiat 125 P. 5 manna. Vél 80 din. 9 lítr. pr. 1 00 km. Verð 625.000.— Fiat 128 Berlina 5 manna. Vél 55 din. 8 lítr. pr. 1 00 km. Framhjóladrif. Verð 2ja dyra 572.000.—, 4ra dyra 598.000.— Station 61 6.000.— Fiat 127 Berlina 5 manna. Vél 47 din. 7 lítr. pr. 1 00 km. Framhjóladrif. Verð 2ja dyra 51 5.200. —, 3ja dyra 538.000.— Fiat 126 Berlina 4ra manna. Vél 23 din. 5,5 lítr. pr. 100 km. Verð 462.000. — . Fiat 238 Van. Vél 46 din. 8 lítr. pr. 100 km. Framhjóladrif. Verð 670.000.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.