Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975 Böðvar Steinþórsson bryti — Minning Fæddur 20. febrúar 1922. Dáinn 6. janúar 1975. Drengur góður, trúaður, hjarta- hreinn og með afbrigðum barn- góður og tryggur þeim er hann tók. Þannig minnist ég vinar míns Böðvars Steinþórssonar bryta, sem ég hefi þekkt í meira en aldarfjórðung. Ég er stolt af því að hafa eignast hann að vini, svo góður drengur var hann mér og dóttur minni og börnum hennar, sem ég veit að munu sakna hans. Hann var sannur vinur, vinur í raun, reyndist tilbúinn að hjálpa ef í nauðirnar rak, þannig veit ég að hans nánustu og vinir minnast hans. Þegar ég heimsótti hann á spítalann laugardaginn 4. janúar óraði mig ekki fyrir því að svo stutt væri eftir að landamær- unum, þótt ég sæi að hverju stefndi, en enginn veit fyrr en dagur er allur. Kn ég veit að nú er hann laus við þjáningarnar. Sál hans farin úr jarðneska líkaman- um á leið til æðri tilveru, þar sem ættingjar og vinir er farnir eru á undan taka á móti honum. Þar veit ég að við eigum eftir að hittast öll aftur; með það í huga kveð ég ásamt dóttur, tengdasyni og börnum þeirra kæran vin. Þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Svala Kristjánsdóttir. Á morgun verður til moldar borinn góður og traustur vinur minn, Böðvar Steinþórsson bryti, dáinn um aldur fram tæplega 54 ára gamall. Hann var fæddur á Akureyri 22. febrúar 1922, sonur merkishjónanna Ingibjargar Benediktsdóttur skáldkonu og Steinþórs Guðmundssonar kenn- ara og bæjarfulltrúa, þau eru bæði látin. Hjónin Ingibjörg og Steinþór eignuðust fjögur börn: Svanhildi skrifara, Ásdísi kenn- ara, Harald kennara og fram- kvæmdastjóra B.S.R.B. og Böðvar sem var næst yngstur þeirra systkina. Foreldrar Böðvars, Ingi- björg og Steinþór, tóku mikinn þátt í félags-og stjórnmálastörfum sinnar samtiðar og voru virkir þátttakendur í ungmennafélags- hreyfingunni, þá ung hún var. Sannir vormenn Islands þess tlma, Böðvar ólst því upp á heim- ili mikilla umsvifa, þar sem félags og stjórnmál voru i hávegum höfð, og má eflaust taka mið af því hve þeir bræður Böðvar og Haraldur eru löngu orðnir vel þekktir meðal þjóðarinnar fyrir félagsmálastarfsemi þeirra. Það kom mér ekki á óvart þegar ég frétti andlát Böðvars, hann hafði lengi kennt sér meins af þeim sjúkdómi sem hann loks féll fyrir, en það er erfitt að þurfa að sætta sig við þann kalda sann- leika, þegar manni er borin sú frétt að helgreipar dauðans hafi náð yfirhöndinni á góðum vini og félaga, vini sem náði því takmarki að skilja að heiðarleiki og trúfesta í leik og starfi væru aðalsmerki sannleikans. Ungur að árum kaus Böðvar sér að lífsstarfi veitinga- þjónustu og var einn þeirra fyrstu sem lauk sveinsprófi í matreiðslu- iðn hér á landi, það sveinspróf ásamt sveinsprófi í framleiðslu var haldið árið 1945 á Hótel Val- höll á Þingvöllum. Nokkrum árum áður eða 1941 voru þessar tvær stéttir viðurkenndar með lögum sem iðngreinar. Eftir að hafa lokið sveinsprófi vinnur Böðvar nokkurn tima i landi við iðn sína m.a. á Hótel Borg og Hótel Valhöll. Á þeim árum kynn- ist ég Böðvari fyrst og sá þá og fann strax að þar var góður drengur á ferð sem hafði óvenju- lega fasta skoðun á mönnum og málefnum jafnframt eldlegum áhuga á félagsmálum almennt, þótt síðar hafi hann notað þá hæfileika sina alhliða til fram- dráttar þeim stéttum sem vinna við hótel- og veitingastörf. Hann lagði gjörfa hönd á plóginn til ræktunar á lítt piægðum akri ís- lenzkra veitingamála og háði oft harða baráttu málefnum sínum til framdráttar og þeir sem best til þekkja þar, vita nú að þar var vel og trúlega unnið, þótt oft hafi þá gleymst að þakka honum sem skyldi. Það var mér þá sem ung- um manni þroskandi og lærdóms- ríkt að kynnast slíkum félags- málasnillingi sem Böðvar var, þegar ég vann hvað mest að félagsmálum. Enginn einn maður hefur kennt mér jafn mikið hinar flóknu leikreglur félagsmála sem hann, enda fáir honum fremri á því sviði. I júlí 1955 ræðst Böðvar til starfa hjá Skipaútgerð rikisins sem matreiðslumaður en frá 1959 var hann ráðinn bryti hjá sömu útgerð. Þar fann hann sig í starfi, enda eru þeir ófáir farþegarnir t.d. i hringferðum m/s Esju sem minnast Böðvars frá þeim ferðum með góðum hug og þakklæti, hann lagði mikla áherslu á að þær ferðir færu vel og snuðrulaust fram, m.a. skipulagði Böðvar stuttar skoðunarferðir fyrir far- þegana á þeim höfnum sem skipið hafði viðdvöl í á ferðum sínum, og kunnu farþegarnir vel að meta þá þjónustu. Á þeim árum hafði Böðvar stóran hóp starfsfólks undir sinni stjórn og farnaðist honum ávallt vel sú handleiðsla, þar réðust oft óharðnaðir ungl- ingar til starfa við léttastörf, unglingar sem voru að hefja líf- strit sitt í fyrsta sinni, þeim var vel borgið að lenda undir leiðsögn Böðvars sem var þeim í senn góð- ur félagi og einarður en réttsýnn verkstjóri. Þeir eru eflaust marg- ir ungu mennirnir I dag sem þakka Böðvari þá nærgætni sem hann sýndi þeim á fyrstu göngu þeirra út á braut hins daglega strits. Böðvar var ógiftur og barnlaus, en hann var með eindæmum barnelskur maður enda hvers barns hugljúfi sem honum kynnt- ust. Böðvar var svipmikill maður, hreinn og bjartur yfirlitum, hafði góða og prúðmannlega framkomu og mátti glöggt sjá að þar fór greindur maður og góður. I tæp þrjátiu ár starfaði Böðvar heill og allshugar að félagsmál- um og kom víða við, og skal þá fyrst minnast með þakklæti á brautryðjandastörf hans í skólanefnd Matsveina- og veitingaþjónaskólans, en í þeirri nefnd átti hann sæti í fjölda ára og formaður hennar um skeið, en málefnum þessa skóla sýndi Böðvar ávallt sér- stakan áhuga. I bókinni „tslenzk- ir samtíðarmenn" er Böðvars ýtarlega getið og eflirfarandi upptalning sýnir allvel hin fjöl- þættu störf hans, þar segir m.a.: „í stjórn Matsveina- og veitinga- þjónafélagsins (síðar Sambands matreiðslu- og framreiðslu- manna) 1945—58, formaður í 7 ár. Fulltrúi i sjómannadagsráði I 20 ár og framkvæmdastjóri ráðs- ins 1950—52. I stjórn Félags bryta frá 1960, formaður 1961 og síðan. í stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands Islands frá 1963. I stjórnskipaðri nefnd 1949 til að endurskoða veitingalöggjöfina. 1 veitinganefnd Reykjavíkur 1948—54. I forstöðunefnd Náms- flokka Reykjavikur 1950—54. Fulltrúi á þingum A.S.I. 1946—52. I stjórn Iðnsveinaráðs A.S.I. 1950—54. I stjórn mál- fundafélagsins Öðins 1950—54. Varaformaður starfsmannafélags Keflavikurflugvallar í 2 ár. I stjórn Eyfirðingafélagsins um skeið. Ritari knattspyrnufélags- ins Fram 1953. Ritstjóri tímarits- ins „Gesturinn“ timarit um veit- ingamál 1955—56. I ritstjórn sjó- mannablaðsins „Vikingur" um skeið.“ Auk þessara starfa og margra annarra hafa birzt eftir Böðvar ýmsar gagnmerkar greinar i blöð og tímarit um hin óskyldustu mál. Má af þessari upptalningu sjá að Böðvar hafði ekki staðið auðum höndum um dagana og nýtt sínar fristundir vel til starfa að áhugamálum sín- um. Böðvar var þvi sannur vor- maður Islands í leik og starfi sinnar samtíðar. Það er sjónar- sviptir af slíkum manni. Nú er góður vinur og oft ráðhollur horf- inn sjónum og farinn í ferðina lön|u þar sem mjúkur faðmur foreldra hans mun taka á móti honum og veita honum yl og likn i drottins nafni. Systkinum hans og öðru skyldfólki öllu færi ég og fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur. t Eiginkona min, móðir okkar og tengdamóðir, ÓLÍNA M JÓNSDÓTTIR, Karlagótu 1 5, lézt á Landakotsspítala 6 janúar. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hmnar látnu Gunnlaugur Jónsson, S. Bylgja Lima, Frank Lima, Ólafur Gunnlaugsson, Sigriður Asgeirsdóttir. t JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrv. yfirhjúkrunarkona, Kópavogsbraut 11, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. janúar kl 13.30, Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd barna minna og annarra vandamanna, Kristín Kristinsdóttir. t' Hjartkær dóttir okkar, systir og mágkona HELGA ANTONÍA ÓSKARSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 42 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 10 30 Svava Árnadóttir Óskar Emilsson Hafdis Óskarsdóttir Birgir L. Blóndal Áslaug Steingrimsdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, NÍELSAR HAFSTEINS JÓNSSONAR Maren Níelsdóttir, Sigriður Nielsdóttir, Hrefna Nielsdóttir. t Hjartans þakklæti færum við öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför GUÐRÚNAR GUOMUNDSDÓTTUR, Reynimel 44. Fyrir hönd aðstandenda, Lára og Svavar Hjaltested, Margrét Ingimundardóttir, og Guðmundur Nikulásson. t Innilegt þakklæti færum við öllum sem sýndu vmsemd og hluttekningu við fráfall og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa GUÐBERGS SVEINSSONAR. Þórustig 13, Ytri-Njarðvik, Guð blessi ykkur öll Ásta Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför JÓNS J. VÍÐIS, landmælingamanns, sem andaðist 6. janúar sl. fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 14. janúar kl. 1 5.00. Systur hins látna. t Ástkær eiginmaður minn og faðir minn HALLGRÍMUR JÓNSSON. FISKSALI, verður jarðsunginn mánudaginn 1 3. janúar kl 3 í Fossvogskirkju Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á S.Í.B.S Ólöf Egilsdóttir, Hafdis Fjóla Hallgrimsdóttir. t Þökkum innílega auðsýnda vináttu og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, JENS VILHJÁLMSSONAR, Elsebeth Vilhjálmsson, Jakob Jensson, Guðrún Þorbergsdóttir, Guðjón J. Jensson, Guðrún J. Jóhannesdóttir, Elisabet Jakobsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eigmmanns mins og bróður, BRYNJÓLFS BJ. MELSTEÐS. Anna Gunnarsdóttir, Soffia Bj. Melsteð og aðrir aðstandendur. t Innilega þökkum við auðsýnda samúð og hlutteknmgu við fráfall og jarðarför SIGURLAUGAR EINARSDÓTTUR, frá Akranesi. Margrét Asmundsdóttir Áslaug Ásmundsdóttir Ingveldur Ásmundsdóttir Jón Óskar Ásmundsson Gisli Ásmundsson Garðar Viborg Stefán O. Magnússon Ólafur Árnason Kristin Jónsdóttir Alfa Hjálmarsdóttir börn þeirra og barnabörn. Simon Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.