Morgunblaðið - 23.01.1975, Page 17

Morgunblaðið - 23.01.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 17 HVERTEKUR AFB VIÐ REZHNEV? VESTRÆNIR sérfræðingar í sovézkum málefnum segja að nú sjáist þess þegar merki að hafið sé einhvers konar pólitiskt laumu- spil í Moskvu þar sem ekki sé hægt að útiloka þann möguleika að Leonid Brezhnev hrökkvi upp af eða neyðist til að segja af sér vegna veikinda en verði ef til vill skipaður í heióursembætti — til dæmis gerður að forseta. Fréttirnar um veikindi Brezhnevs eru mjög á reiki og ekki vitað hve alvarleg þau eru og þvi virðist það laumuspil, sem bersýnilega er hafið í Moskvu, vera undanfari harðrar valdabar- áttu þar sem eigast muni við ráð- settir og aldraðir valdamenn i stjórnmálaráði kommúnista- flokksins og yngri menn sem standa þrepi lægra i valdastigan- um. Oft hefur líklegt verió talið að eftirmaður Brezhnevs verði Alexander Nikolaevich Shelepin, fyrrverandi yfirmaður sovézku leynilögreglunnar og núverandi yfirmaður verkalýðshreyfingar- innar. Shelepin var siðasti yfirmaður sovézku æskulýðshreyfingarinnar Komsomol sem Stalin skipaði og siðan 1967 hefur hann verið tal- inn liklegasti eftirmaður Brezhnevs úr hópi ,,yngri“ valda- manna Sovétríkjanna. En óvist er með öllu hvað Shelepin hefur mikil völd og áhrif i stjórnmálaráðinu og hvort hann nýtur stuðnings hersins sem Brezhnev hefur tekizt að hafa taumhald á til þessa með stuðn- ingi Andrei Grechkos marskálks. Bæói Stalin og Krúsjeff völdu sér eftirmenn en það hefur Brezhnev ekki gert. Öfugt við fyrirrennara sina hefur Brezhnev einnig sætt sig við það að flokkur- inn hefur aftur sölsað undir sig mikil völd, sem voru tekin frá honum, og þannig auðveldað flokknum að ná öllum völdunum í sinar hendur þegar hann hverfur af sjónarsviðinu. Enginn veit hvað gerist þegar Brezhnev hverfur en iítil von Suzlov AN BOSWELL o virðist til þess að samskipti Sovét- rikjanna og vestrænna ríkja batni við það. Kunnir sérfræóingar i sovézk- um málefnum eins og Robert Con- quest benda á að Brezhnev hafi tekizt að tryggja Sovétrikjunum allar nauðsynlegar viðskipta- ívilnanir hjá vestrænum ríkis- stjórnum án þess að þurfa að gera verulegar tilslakanir á móti og óliklegt sé að nokkur sá maður sem taki við af Brezhnev breyti þessu kerfi sem hann hefur byggt upp. En gera má ráð fyrir að Shelepin tæki miklu harðari af- stöðu gegn Kínverjum og svo gæti farið að hann styddi kröfur her- foringjanna um takmarkaðan hernað á hinum umdeildu landa- mærahéruðum einhvern tíma á næstu tveimur árum. Þar sem heita má að stjórn- málaráðið sé eini stjórnmálavett- vangurinn i Sovétríkjunum er erfiðara en ella að meta ástandið i Rússlandi. Svo vitnað sé i Con- quest, sem hefur ferðazt mikið um Sovétríkin og samið nokkrar viðurkenndar bækur um sögu Sovétríkjanna og sovézk stjórn- mál: „1 raun og veru eru stjórnmálin i Moskvu i höndum manna sem aðeins eru nokkrir tugir talsins og þegar einn þeirra hverfur — Brezhnev til dæmis — jafnast það á við það að milljón atkvæði hverfi i vestrænu riki. Aðalatriðið er að hafa i huga í sambandi við þá baráttu sem nú er hafin um það hver eigi að fara með völdin þegar Brezhnev hverf- ur af sjónarsviðinu að ólíklegt er að þeir sem bítast á um þau standi við það sem þeir lofa þegar málið er útkljáó." Eins og sakir standa eru þrír möguleikar fyrir hendi: £ í fyrsta lagi að Æðsta ráðið — sem yrði kallað saman i síðasta lagi einni viku eftir að Brezhnev yrði vikið úr stöðu flokksritara — skipi einn hinna gömlu og ráð- settu valdmanna eftirmanna hans til bráðabirgða og að hann dragi sig smátt og smátt i hlé á tveimur árum og fái völdin í hendur yngri manni. Beinast liggur við að ætla að þessi maður yrði Mikhail Suzlov, einn helzti hugsjónafræð ingur flokksins og stjórnmála- ráðsfulltrúi. Hann er 73 ára að aldri. 0 1 öðru lagi að yngri maður, til dæmis Shelepin eða Kiril Mazurov (hann er sextugur og hefur fengió mikla reynslu af að Mazurov stjórna öllum helztu stofnunum ríkisbáknsins) verði strax skipað- ur flokksritari eða í annað mjög valdamikið embætti og noti tfmann það sem eftir er ársins til þess að losa sig við gömlu valda- mennina og skipa stuðningsmenn sina í þeirra stað. 0 I þriðja lagi getur herinn skorizt í leikinn ef mikið fer úr skorðum i valdabaráttunni, ein- faldlega með því að afhenda æðsta ráðinu lista með nöfnum þeirra manna sem hann vill að fái völdin, ekki aðeins nafn flokks- ritarans heldur einnig nöfn allra fulltrúa stjórnmálaráðsins. Fyrir þessu eru fordæmi. I Búlgaríu var nánast gerð stjórnarbylting 1967 þegar herinn umkringdi byggingu þar sem valdaforystan sat á fundi og af- henti henni slíkan lista með nöfn- um manna sem hann vildi að vik- ið yrði frá völdum og annarra manna sem hann vildi að yrðu skipaðir i þeirra stað. En sovézki herinn þyrfti ekki einu sinni að hóta valdbeitingu — „herinn þyrfti aðeins að ganga á fund ráðsins og afhenda lista sinn og i því fælist sú hótun að ef ekki yrði gengið að kröfunum mundi herinn grípa til sinna ráða og koma fram hefndum" eins og Conquest segir. Almennt er talið ólíklegt að þetta geti gerzt, en í einræðisrikj- um getur allt gerzt, jafnvel í Rúss- landi vorra daga. Flestir valdamestu manna Sovétrikjanna — Brezhnev, Pod- gorny, Kosygin og Kirilenko — eru á áttræðisaldri, sumir aðeins yngri, aðrir að nálgast áttrætt — og á þeim sjást þreytumerki. Þeir njóta minna trausts heima fyrir en áður. Þeir hafa verið valtir i sessi í nokkurn tima og ef einn þeirra fellur — Brezhnev — gæti hann hæglega tekið alla hina með sér í fallinu. Yngri valdamennirnir eru yfir- leitt lítt kunnir á Vesturlöndum, en ekki fer á milli mála að þeir eru metnaðargjarnir. Yfirleitt er ekkert vitað um afstöðu þeirra til hinnar bættu sambúðar við vest- ræn ríki. Sennilega er Shelepin þeirra kunnastur. Hann hefur orð fyrir að vera harðlínumaður í innan- landsmálum og sennilega mundi hann beita andófsmenn í Sovét- ríkjunum meiri hörku en þeim er sýnd um þessar mundir og herða á aganum í flokknum. Hann mundi áreiðanlega ekki endur- taka skopleg mistök sem nú- verandi valdhöfum hefur orðið á eins og þegar jarðýtum var beitt til þess að ryðja burtu listaverk- um. I alþjóðamálum virðist afstaða hans tvíræðari. Hann studdi þá sem vildu íhlutun i styrjöld Israelsmanna og Araba 1967, en þótt undarlegt megi virðast er þrálátur orðrómur á kreiki um að hann hafi verið andvigur innrás- inni í Tékkóslóvakíu. Ef hann lætur utanríkismál til sín taka er sennilegast að hann léti til skarar skriða gegn Kín- verjum í landamæradeilunni við þá. Hann er harður i afstöðu sinni til Kínverja og vel má vera að hann yrði reiðubúinn að reyna að treysta sig i sessi með því að skipa hernum að ráðast til atlögu. Lik- urnar á slíkum aðgerðum mundu aukast ef hann væri við völd og annað hvort Mao Tse-tung og Chou En-lai létust. En enginn þeirra manna sem líklegt er að taki við völdunum af Brezhnev — og enginn fulltrúi i stjórnmálaráðinu ef út i það er farið — hefur sýnt þess nokkur merki að vilja auka frjálsræði innanlands i vestrænum skiln- ingi, jafnvel ekki eins mikið og Gierek í Póllandi og Kadar i Ung- verjalandi. Þeir koma kannski ýmist fram i hlutverkum harð- línumanna eða frjálslyndissinna en allir trúa þeir á „helgan valda- rétt“ flokksins. Auk þess er þeim það öllum sameiginlegt — stjórnmálaráðs- fulltrúunum einnig — að þeir eru fjandsamlegir í garð vestrænna rikja. En hvorki i London, Washing- ton né öðrum vestrænum höfuð- borgum er búizt við stórtækum breytingum ef nýr maður eða nýir menn taka við völdunum í Moskvu. Ölíklegt er að nokkur stórfelld stefnubreyting eigi sér stað nema því aðeins að nýr valda- maður reyni að móta hina nýju stjórn i sinni mynd, riki sem ein- valdur eða verði ráðríkur úr hófi fram, en persónuleiki þeirra valdamanna sem standa í næst- fremstu röð, bendir ekki til þess að það muni gerast. Loks er sá möguleiki fyrir hendi að flokkurinn ákveði að skipa engan eftirmann Brezhnevs og fresti þannig um stundarsakir öllum ákvörðunum um val eftir- mannsins. Ekkert ákvæði i lögum flokksins kveður á um að flokkur- inn verði að skipa eftirmann og á árunum 1953 til 1954 gegndu fjór- ir menn starfi flokksritara og stjórnuðu i sameiningu, þar á meðal Malenkov og Krúsjeff. En ef þessi leið verður valin er hætta á upplausn og umróti og ekkert virðist unnið við að draga málið á langinn. En hvað sem gerist er víst að þegar Brezhnev kveður tekur við i Sovétrikjunum timabil harðra innbyrðis ýfinga, flokksværinga sem verða engum til góðs, hvorki vestrænum ríkjum né venjuleg- um rússneskum borgurum. (Inter-Continental Features/ News Limited of Australia) Shelepin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.