Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975
Það gustaði hressilega í Reykjavik i gær, svo hressilega að mörgum þótti nóg um
eins og reyndar viða á landinu. En það þýddi ekkert annað en reyna að bera sig vel
og það gera kempurnar á meðfylgjandi mynd sem Sv. Þorm. tók í Austurstræti um
miðjan dag. Þeir eru ekki að koma í mark úr 100 m hlaupi þessir tveir fremstu,
heldur eru þeir á hversdagsgöngu í Austurstræti með gjóluroku í fang.
Fárviðrið:
Jámplötur rifnuðu
kyrrstæð bifreið fauk
MIKIÐ óveður af austnorðaustri
gekk yfir Austfirði, Suðaustur- og
Suðurland og fylgdi talsverð úr-
koma mikilli veðurhæð um
austanvert Suðurland og á
Austurlandi. Samkvæmt upplýs-
ingum Veðurstofu Islands varð
hvassast undir GyjafjöIIum og á
Hornafirði, en þar komst vind-
hraði í 12 vindstig, svo og á
Fagurhólsmýri. 1 Æðey komst
vindhraði í 12 vindstig um klukk-
an 15 í gærdag. Ekki höfðu í gær-
kveldi borizt fréttir af neinum
verulegum skemmdum.
Páll Bergþórsson, veðurfræð-
ingur sagði í viðtali við Mbl. í gær,
að segja mætti að fárviðri hefði
geisað á þessum stöðum, sem hér
hafa verið upp taldir. Vindur
hefði þó verið mjög breytilegur
eftir staðháttum á hverjum stað.
Vindhraði var heldur minni á
Norðurlandi, þar sem hann komst
í 10 vindstig hér og þar. Páll
sagði, að í nótt værí búizt við því,
að áttin snerist í norðaustur og
myndi vindhraði þá að öllum
líkindum aukast eitthvað um
norðaustanvert landið og á Aust-
fjörðum, en ákveðið sagði hann,
að Veðrið færi ekki að ganga
Biskupinn til
Kantaraborgar
BISKUP íslands, dr. Sigur-
björn Einarsson, fór í morgun
til Bretlands í boði hins ný-
skipaða erkibiskups af Kant-
araborg, dr. Donalds Coggan,
til að vera viðstaddur er erki-
biskupinn veróur formlega
settur inn í embætti sitt í Dóm-
kirkjunni i Kantaraborg á
föstudaginn kemur og taka
þátt í fleiri athöfnum af því
tílefni. (Fréttatilk. frá
Biskupsstofu 22. janúar).
niður fyrr en liða tæki á daginn í
dag og sagði hann, að jafnvel
mætti búast við því að þetta veður
héldist fram að hádegi í dag.
Autanlands og allt vestur að
Eyjafjöllum fylgdi mikill bylur
þessu veðri, _svo að vart sá út úr
augum. Norðanlands var mun
hægara og t.d. var í gærmorgun
aðeins 2 stiga vindur á Akureyri.
Þó var þá á sama tíma 9 stiga
vindur í Grímsey og 10 vindstig
voru á Sandbúðum, sem eru beint
upp af Eyjafirði.
Mestur vindhraði var þar sem
vindur stóó af f jöllum. Þannig var
t.d. undir Eyjafjöllum. Þangað
var ekki símasamband í gær, en
óljósar fréttir höfðu þó borizt
þaðan og fylgdi þeim, að fólk
hefði vegna veðurs orðið að yfir-
gefa einn bæ. Markús Jónsson
fréttaritari Mbl. á Borgareyrum
sagði t.d., að veður hefði verið þar
eystra svo slæmt að hann hefði
ekki treyst sér til þess að fara
neitt frá. Þar var ofsaveður og
snjóbylur, en Borgareyrar eru
með vestustu bæjum undir Eyja-
fjöllum.
A Höfn í Hornafirði var veður
heldur tekið að ganga niður síð-
degis, en ofsaveður hafói verið
um morguninn. Aflýsa varð
jarðarför þar í gærmorgun og um
miðjan dag varð árekstur á Höfn
milli tveggja bíla og var aðal-
ástæðan sú að ekki sást út úr
augum fyrir blindbyl. Talsvert
var um að þakjárn losnaði og fyki.
1 Hveragerði brotnuðu þrír raf-
magnsstaurar fyrir framan barna-
skólann og fór þá rafmagn af stór-
um hluta þorpsins. Var ekki búizt
við, aö rafmagn kæmi aftur í
þennan hluta fyrr en nú í morg-
un. Á þessu svæði er Kaupfélag
Árnesinga og varð að flytja allar
frystivörur úr húsinu og hljóp
ísgerðin Kjörís undir bagga með
Kaupféiaginu og tók við vör-
unum.
Alllöng bílalest festist á Öxna-
dalsheiði i gærdag. Yta hafði
farið fyrir lestinni, en svo óheppi-
lega vildi til að hún varð oliulaus
og var þá þegar sendur oliubíll
frá Varmahlið í Skagafirði. Sá
komst ekki lengra en í Blöndu-
hlíð, þar sem hann festist. I gær
kveldi voru menn að fara á snjó-
bílum frá Akureyri bílunum til
aðstoðar, en eingöngu mun hafa
verið um vöruflutningabifreiðir
að ræða.
Ofsarok var i Vestmannaeyjum
í gærdag og fuku járnplötur víða
af húsum og mikill vikurbylur var
vestur um kaupstaðinn. Övenju-
miklir sviptivindar voru og í
mestu byljunum komst veðurhæð
í 14 vindstig. Átti fólk i erfið-
leikum með að fóta sig á hálku í
óveðrinu. Við lögreglustöðina í
Hilmisgötu fauk fólksbíll, Cort-
ina, um og hafnaði á þakinu.
Framhald á bls. 18
Sjómannasamband tslands:
Hvetur til verk-
falla 10. febr.
SAMNINGANEFND Sjómanna-
sambands Islands hélt liðlega
tveggja tfma langan fund f gær í
Reykjavík og samþykkti eftirfar-
andi samhljóða, en 12 menn eru í
nefndinni:
„Fundur samninganefndar sjó-
manna vegna bátakjarasamning-
anna haldinn 22. 1. 1975, beinir
þeim tilmælum til aðildarfélaga
Sjómannasambands Islands, sem
sagt hafa upp viðkomandi
samningum, að þau boði til
vinnustöðvunar er taki gildi eigi
sfðar en á miðnætti lO.febr. n.k.
hafi samningar ekki tekizt fyrir
þann tfma.“
Að sögn Jóns Sigurðssonar for-
manns Sjómannasambandsins
eru sjómenn á Norðurlandi, Vest-
urlandi og Suðvesturlandi aðilar
að Sjómannasambandinu, en ekki
sjómenn á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum og Jón kvað sjómanna-
félagið Jötun í Eyjum ekki vera
komið í gang eftir gos. •
Þau félög, sem eru í Sjómanna-
sambandinu, kvað Jón vera: Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar, Verka-
lýðsfélagið Vöku i Siglufirði,
Verkamannafélagið Fram á Sauð-
árkróki, verkalýðsfélögin á
Hellissandi, Ólafsfirði, I Grundar-
firði og Stykkishólmi, Verkalýðs-
félag Akraness, Sjómannafélag
Reykjavikur, Matsveinafélag Sjó-
mannasambandsins, Sjómanna-
félag Hafnarfjarðar, Vélstjóra-
félag Suðurnesja og Sjómanna-
félögin í Grindavik, Þorlákshöfn
og á Eyrarbakka.
„Blönduósmálið er ekki einn
þúsundasti aðalvandamálsins”
— segir sjávarútvegsráðherra, sem efast um
að fiskiskipaflotinn geti gengið í vetur
„ÞIÐ ERUÐ að leita frétta af
þessum Blönduósbát og því máli,“
sagði Matthias Bjarnason sjávar-
útvegsráðherra þegar við höfðum
tal af honum í gærkvöldi, „en ég
tel," hélt hann áfram, „að það
vandamál sé ekki einu sinni einn
þúsundasti af því vandamáli sem
við eigum nú við að stríða og
tekur hug okkar allan og tíma.
Það er vandinn í sambandi við
fiskverðið og það hvort fiskiskipa-
flotinn getur yfirleitt gengið í
vetur. Hins vegar i sambandi við
Blönduósbátinn og rækjuveiðar
hans þá tel ég, að báturinn sé
brotlegur, því hann hefur verið
sviptur veiðileyfi og það hefur
hann ekki virt. Hann verður því
vafalaust kærður, en ég hef bara
ekki tíma til þess alveg á stund-
inni að kanna það mál til hlítar.“
Binda skut-
togarann
við nærliggj-
andi hús
Súðavík 22. jan.
SKUTTOGARINN Bessi land-
aði hér f dag f þriðja sinn frá
áramótum og f þetta skipti
voru það 135 tonn af góðum
fiski, stórþorski af Halamið-
um. Frá áramótum hefur Bessi
landað alls 345 tonnum og er
þvf mikil vinna hér og gott
hljóðf fólki.
Nokkur vandkvæði hafa ver-
ið á þvf að hemja togarann við
bryggju, sérlega ef eitthvað
hefur blásið eða hreyft sjó, því
fjárveitingin til hafnargerðar-
innar hérna var nú ekki meiri
en svo að engir bryggjupollar
eru á bryggjunni. Það er því
tekið til þess ráðs, þegar Bessi
kemur til hafnar, að binda
skipið við hús, sem eru nær-
liggjandi og oftast verður fyrir
valinu olfuskúr, sem stendur
þannig að hægt er undir þess-
um kringumstæðum að nota
hann sem bryggjupolla.
Sigurður.
Fjársöfnun til styrkt-
ar konu Geirfinns
□
-□
Sjá samtal við Guðnýju Sigurðar-
dóttur, eiginkonu Geirfinns
Einarssonar, á bls. 3.
□ ---------------------------D
HAFIN er almenn fjársöfnun til
styrktar eiginkonu Geirfinns
Einarssonar og börnum þeirra, en
eins og mönnum er kunnugt
hvarf Geirfinnur með dularfull-
um hætti í Keflavík fyrir rúmum
tveimur mánuðum. Hefur ekkert
til hans spurzt þrátt fyrir mikla
ieit og umfangsmikla rannsókn á
hvarfi hans. Fjársöfnun þessi er
hafin að frumkvæði sóknarprests-
ins f Keflavík sr. Björns Jóns-
sonar. A meðan ekki tekst að
sanna hvort Geirfinnur er iífs eða
iiðinn, stendur eiginkona hans,
Guðný Sigurðardóttir uppi bóta-
laus f allt að tvö ár. Þá eru kring-
umstæður slfkar, að Guðný á
erfitt með að hefja vinnu utan
heimilis sfns, fyrst um sinn a.m.k.
Hún stendur því illa að vígi fjár-
hagslega og framundan eru m.a.
erfiðar afborganir af íbúð, sem
hún og Geirfinnur festu kaup á
fyrir tveimur árum. Þær afborg-
anir getur hún ekki greitt né
framfleytt sér og börnum sínum
án fjárhagsstuðnings samborgara
sinna.
Á bls. 3 i Mbl. i dag er hjálpar-
beiðni frá sóknarprestinum í
Keflavik, sr. Birni Jónssyni. Þar
kemur fram, að Guðný stendur
mjög höllum fæti fjárhagslega og
raunar verr en Guðný vill sjálf
vera láta í samtali sínu við Mbl.
Beinir sr. Björn þeim tilmælum
tii allra, sem vilja rétta henni og
börnum hennar hjálparhönd í
þeirra erfiðleikum, að þeir leggi
fram einhvern skerf.
Morgunblaðið hefur orðið við
þeirri bón að taka á móti fjár-
framlögum. Einnig mun Hjálpar-
stofnun kirkjunnar taka við fram-
lögum á gíróreikning 20.000. i
Keflavík tekur Sparisjóðurinn við
framlögum og sömuleiðis sr.
Björn Jónsson, sóknarprestur.