Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 „HELZTU kostirnir sem þetta skip hefur fram yfir Ægi eru að á því er bógskrúfa og stýrið er 20% stærra," sagði Guðmundur Kjærnested skipherra þegar við ræddum við hann um borð i hinu nýja varðskipi, Tý, skömmu eftir að skipið lagðist að bryggju, um kl. 17.30 í gærdag. — Upphaf- lega var áætlað að Týr kæmi til Reykjavíkur á laugardag eða sunnudag, en hið nýja varðskip kom við á strandstað brezka tog- arans Ú.P. Finn, þvi ætlunin var að ná togaranum út, en frá þurfti að hverfa, þar sem ekki hafði ver- ið hægt að ganga nógu vel frá öllum dráttarbúnaði um borð í tog- aranum og því slitnaði hann, er á reyndi. Þegar Týr lagðist að bryggju, var veður í Reykjavík bjart, en kalt. Á móti skipinu tóku Pétur Sigurðsson.forstjóri Landhelgis- tilliti til notkunar þess sem alhliða varð- og björgunarskips á hafinu við ísland, miklum gangi i vondum veðrum og sérstakrar styrkingar fyrir siglingu í is. Lengd Týs er rúmir 65 metrar, eða um bil metri umfram lengd Ægis. breiddin er 10 metrar og stærðin 923 brúttó lestir. Miðað við önnur islenzk skip er það jafn- stórt varðskipinu Ægi og 55 lest- um minna en togarinn Mai. Aðal- vélar eru tvær, MAN, samtals 8600 hestöfl. Skiptiskrúfur eru á skipinu, tvær 4-blaða af Kamewa gerð. Hámarkshraði er yfir 1 9 sjó- milurá klukkustund. Ennfremurer svonefnd bógskrúfa framarlega á bol skipsins, til þess að auðvelda snúninga í þröngum höfnum. í frétt frá Landhelgisgæzlunni segir að bol skipsins sé skipt i fjölda vatnsþéttra hólfa með 11 þverskiljum og tvöföldum botni „Bezt útbúna skip Islendinga ff. Týr kemur inn á höfnina. gæzlunnar, og Olafur Jóhannes- son dómsmálaráðherra og frú hans. Guðmundur Kjærnested skip- herra sagði i samtali við Mbl. að Landhelgisgæzlan væri hvenær sem væri tilbúin að verja 200 milna lögsögu. Það væri álitamál hvort kaupa ætti fleiri skip á stærð við Tý, þvi flugvétar myndu koma þar að góðum notum við að gefa varðskipunum upplýsingar. Þá sagði hann, að allur tækjaút- búnaður um borð i varðskipinu væri mjög fullkominn, sennilega sá bezti sem fyrirfyndist i islenzku skipi. Þar má meðal annars finna ratsjá, sem sýnt getur hraða og stefnu 20 skipa samtímis, en hún er tölvustýrð. Nýja varðskipið gengur 19—20 mflur og sagði Guðmundur að það væri sinn draumur að Islendingar eignuðust hraðskreiðara skip, en mörg vand- kvæði væru á þvi. Týr er smiðaður i skipasmiða- stöðinni Aarhus Flydedock eftir sömu teikningu og varðskipið Æg- ir, samkvæmt fyllstu kröfum flokkunarfélagsins Lloyds, Skipa- skoðunar rikisins og sérstökum óskum Landhelgisgæzlunnar, með eða vatnsþéttum þilförum. Véla- rúm eru tvö, alveg aðskilin með vatnsþéttri skilju, og eru aðal- vélarnar og ein Ijósavél i þvi fremra, en 2 Ijósavélar o.fl. i þvi TÝR kominn til landsins aftara. Eins og tekið er fram, er skipið sérstaklega styrkt til sigl- inga i is, þ.e.a.s að stefni þess og bógar eru með tvöföldum böndum i sjólinunni og súðin þykkari en i venjulegum skipum, sérstaklega utan við vélarrúmin. Aftast á bátaþilfari er þilfar til lendinga fyrir þyrlur og framan við það. milli hinna tveggja reykháfa skipsins, er 12 metra langt og 5 metra breitt skýli fyrir þyrlur, og ýmis björgunartæki, og geymar fyrir þyrlubensín fyrir utan það. Allir bátar eru úr gúmmí, bæði hinir venjulegu björgunarbátar, og vinnubátar skipsins, sem ýmist eru geymdir uppblásnir undir sér- stökum hlifum utan á þyriuskýlinu eða tilbúnir með utanborðsmótor- um inni i þvi. 2,5 tonna vökvaknú- inn krani er aftan við bakborðs- skorstein. Brú skipsins er innréttuð að jöfnu sem stýrishús og kortaklefi, og áherzla lögð á sem allra bezt útsýni og aðrar góðar vinnuað- stæður. Í brúnni eru mjög stórir gluggar allt i kring og má loka þeim að innan verðu með málma- hlerum til öryggis. Eru þarna stað- sett öll megin siglingatækin, eins og tvær ratsjár af Sperry-gerð, annar venjulegur 3 cm radar en hinn 10 cm radar sem kemur að mjög góðum notum i slæmum veðrum, þegar radarskyggni er lélegt, áttavitar, miðunarstöðvar o.fl. Þar er einnig aðal- sambandsstöðin innanskips þann- ig að þaðan má hafa samband við hvert svefnherbergi, sali og vinnu- staði. Þaðan er beitt skiptiskrúf- um skipsins, og einnig má stjórna þaðan beint báðum akkerisvind- um, eins og i Ægi. Fyrir aftan stýrishúsið er allhár innangengur turn, og beint ofan á honum loftnet (scanner) aðal- radarsins. þannig að komast má auðveldlega að þvi innanfrá til lagfæringar eða til að hreinsa snjó af radar i hvaða veðri sem er. Inan úr turninum er einnig hægt að komast að siglingaljósum, flautu o.f I. Loftskeytastöð skipsins er undir stýrishúsi, búin góðum tækjum, þar á meðal aðalsendi af SSB- gerð, stuttbylgjustöðvum, svo og loftskeytatækjum til viðskipta við flugvélar. Neyðarsendir er smiðað- ur hjá Landssima fslands. Eins og áður er getið eru tvö aðskilin vélarúm i skipinu, annað fyrir aðalvélarnar tvær og eina Ijósavél, en hitt fyrir 2 Ijósavélar m.m. Vélum skipsins og ýmsum búnaði þeirra, dælum o.fl. er stjórnað frá sérstökum einangruð- um stjórnklefa, og er þaðan greið- ur aðgangur i bæði vélarúmin. svo og í verkstæði skipsins fyrir aftan klefann. Við stjórn vélanna er beitt allmikillar sjálfvirkni. Þá er skipið útbúið sérstaklega sterku (20 tonna) vökvadrifnu dráttarspili, læknisstofu, björgunardælum, köfunarút- búnaði og ýmsum fleiri björgunar- tækjum. Vopn verða eins og i hinum varðskipunum. Verða þau sett um borð i Reykjavik. fbúðir og vistarverur skipverja og farþega eru allar framan við miðju skips, og eru svefnklefar ýmist eins eða tveggja manna og hefir verið sérstaklega vandað til búnaðar þeirra. Áhöfn mun verða 23—24 manns. Skipherra er eins og fyrr segir Guðmundur Kjærnested. yfirvél- Ljósm Mbl : Ól. K. M stjóri Þór Steingrimsson, 1. stýri- maður Ólafur V. Sigurðsson, 2. vélstjóri Stefán Jónsson, loft- skeytamaður Jón Steindórsson og bryti Haukur Jónsson. Allt eru þetta gamlir og reyndir varðskips- menn og aðrir skipverjar, sem flestir voru á gamla Ægi. Aðalumsjón með smiði varð- skipsins höfðu þeir Garðar Páls- son skipaeftirlitsmaður og Þór Steingrimsson yfirvélstjóri. Auk þess var sérstaklega um það sam- ið, að skipasmiðastöðin ÁLBORG VÆRFT A/S fylgdist með smíðinni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Sameiningar um smiði skipsins voru undirritaðir i Reykjavik 14. september 1973. kjölur var lagður 20. desember 1973, skipinu hleypt af stokkunum og það skýrt af frú Dóru Guðbjartsdóttur hinn 10. október 1974 og fyrsta reynsluför var farin hinn 1. mars 1975. Hinn 14. þ.m. tók Land- helgisgæslan svo við skipinu í Árósum og hélt það þaðan áleiðis til fslands hinn 19. þ.m. Samkvæmt samningum átti skipið að verða tilbúið í miðjum desember siðastliðnum, en smiði seinkaði aðallega vegna tafa á afhendingu aðalvéla. Kaupverð er danskar krónur 31.233 500,-, og er 20% þeirrar upphæðar þegar greidd, en 80% tekin að láni hjá Dansk Skibs- kreditfond. Kúrdar flýja Beirút, 24. marz. AP. Reuter. KÚRDAR flýja þúsundum saman frá yfirráðasvæðum sfn- um f norðurhluta Iraks og gef- ast upp fyrir frakska hernum eða hermönnum Bagdad- stjórnarinnar þar sem foringi þeirra, Mustafa Barzani, hefur tilkynnt skæruliðaher sfnum að 13 ára baráttu þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti sé lokið. Jafnframt ríkir mikið öng- þveiti og vonleysi i fjallaþorp- um Kúrda að sögn ferðamanna. Bagdad-stjórnin segir að 11.000 Kúrdar, hafi gefizt upp síðustu daga. Ferðamenn segja þó að flestir Kúrdar sem hafi gefizt upp fyr- ir stjórnarhermönnum séu óbreyttir borgarar og að flestir skæruliðar Barzanis kjósi heldur að fara í útlegð en að vinna stjórninni hollustueið. En þúsundir Kúrda hafa einnig streymt yfir landamærin og þar ríkir mikill glundroði vegna mannstraumsins. Landamær- unum verður lokað 1. apríl þegar írakski herinn hefur boðað mikla sókn gegn skæru- liðum. Bagdad-útvarpið segir að Barzani sé þegar flúinn frá írak og muni ef til vill leita hælis í Bandaríkjunum. Irakska fréttastofan, segir að sonur Barzanis, Idris, hafi beð- ið um hæli i Sviss. Hins vegar herma fréttir að tveir aðrir synir Barzanis hafi ákveðið að verða eftir i fjöllunum ásamt her 9.000 skæruliða til að hrinda fyrirhugaðri sókn stjórnarhersins. Bagdad-stjórnin hefur hótað Kommúnistar í stjórn á Ítalíu? Barzani, leiðtogi Kúrda. að „útrýrna" öllum uppreisnar- mönnum sem gefast ekki upp fyrir 1. apríl. Einn af foringjum Kúrda segir að skæruliðar geti varizt í fjöllunum í þrjá mánuði en viðnám þeirra muni aðeins hafa i för með sér harkalegar hefndaraðgerðir. Utvarpsstöð Kúrda heldur áfram útsending- um frá bækistöóum skæruliða. Eiturfarmur Enskeri sendur til Finnlands ? Helsingfors, 24. marz. NTB. FNB. STJÓRN olíufélags finnska ríkisins var í dag falið af full- trúanefnd félagsins að kanna hvernig flytja megi aftur til Finnlands eiturfarm olíuskips- ins Enskeri og koma honum í geymslu þar án þess að hann verði hættulegur umhverfinu. Stjórnin getur í fyrsta lagi á morgun tekið ákvörðun um hvað gera eigi við farminn. i ályktun frá fulltrúanefndinni i dag segir að arsenikfarmurinn í Enskeri heyri til þeim tegund- um úrgangsefna sem leyfilegt sé að varpa í sjóinn samkvæmt alþjóðalögum. Skipstjórinn á Enskeri hefur sagt að skipiö geti ekki siglt aftur til Finnlands bæði með eiturtunnurnar og olíuna sem skipið flytur. Þess vegna verður annað hvort að flytja farminn í annaó skip eða losa hann í einh\,erri höfn á leið skipsins til Persaflóa. Formaður fulltrúanefndar oliufélagsins Neste, Esko Niskanen, segir að það muni kosta mörg hundruð þúsund finnsk mörk að flytja farminn um borð i annað skip. Meðan þessu fer fram liggur Enskeri hjá Kanaríeyjum og býður ákvörðunar stjórnar olíu- félagsins. Finnsk blöð fögnuðu í dag þeirri álcvörðun ríkisstjórnar- innar að banna losun eitur- farmsins í Atlantshaf. „Ilta-Sanomat“ segir að þetta hafi verið eina rétta ákvörðun- in, bæði með hliðsjón af um- hverfisvernd og orðstírs Finna erlendis. Andstaða erlendra ríkja gegn fyrirhugaðri losun eitursins í Atlantshaf hafði áhrif á ákvörð- un ríkisstjórnarinnar. Róm, 24. marz. Reuter. VIKULÖNGU þingi ítalska kommúnistaflokksins lauk með þvi f gærkvöldi að samþykkt var áskorun um sameiningu allra „lýðræðislegra stjórn- málaafla“ til að „bjarga land- inu“. í lokayfirlýsingu flokksþings- ins var enn hvatt til samvinnu kommúnista, kristilegra demókrata og „annarra and- fasískra, kaþólskra og lýðræðis- legra stjórnmálaafla1'. Talið var að kommúnistar vildu sýna á þessu flokksþingi að þeir væru hæfir til að sitja í ríkisstjórn og fúsir til þess en atburðirnir í Portúgal vörpuðu skuggaá þingið. Nefnd áheyrnarfulltrúa frá kristilegum demókrötum hættu setu sinni á þinginu og þannig var talið að þeir vildu vara við afleiðingum þess að kommúnistar fengju sæti í rikisstjórn. Sjálft tók þingið varkára af- stöðu til atburðanna í Portúgal. I yfirlýsingu þess sagði að allir stjórnmálahópar ættu að fá að taka þátt í portúgölsku stjórnmálalifi rvema „fasistar og þeir aðilar sem bæru ábyrgð á samsæri gegn lýðræði lands- ins.“ Munurinn á itölskum kommúnistum og austur- evrópskum sást á því að þingið lýsti yfir stuðningi vió fullt sjálfstæði italíu og Vestur- Evrópu. Í yfirlýsingunni sagði að flokkurinn vildi ekki úrsögn italiu úr NATO en væri hlynnt- ur þvi að valdablakkir yróu smátt og smátt leystar upp í krafti batnandi sambúðar, détente. Margir italir telja að þetta geti verið síðasta flokksþing italskra kommúnista í stjórnar- andstöðu. 44% itala telja að kommúnistar verði aðilar að ríkisstjórn fyrir árslok sam- kvæmt skoðanakönnun i síð- ustu viku, en 36% töldu hið gagnstæóa. Fylkiskosningar í júni munu skýra stjórnmálaástandið. Kommúnistar fengu 27% at- kvæða 1970 og talið er að þeir auki enn fylgi sitt á kostnað kristilegra demókrata. Samstaða á móti Dönum Kaupmannahöfn f gær: Mót- mæli Grænlendinga gegn þeirri ákvörðun Dana að leyfa 21 erlendu olíufélagi að bora eftir olíu undan vesturströnd Græn- lands hefur eflt samstööu ungra Grænlendinga, Færeyinga og Íslendinga sem vinna saman i svokallaðri Norður-Atlantshafs-samstarfs- nefnd. Nefndin lýsti yfir sam- stöðu meó Grænlendingum á fundi í gær og ákvað að berjast fyrir auknu sjálfstæói land- anna með aukinni samvinnu i atvinnumálum, fyrst og fremst fiskimálum. Hún telur aukna samvinnu landanna leið I’æreyja og Grænlands til sjálf- stæðis. Nefndin hefur aðallega beitt sér fyrir upplýsinga- og atvinnumálasamstarfi síðan hún var stofnuð fyrir 3 árurn. Hún hyggst gefa út sögu land- anna skoðaða frá sjónarhorni þeirra en ekki Dana. — Harboe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.