Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 23 JON G. Sólnes alþingismaður tal- aði nýverið fyrir tillögu til þings- ályktunar, er hann flytur um nýja skipan innflutnings- og gjaldeyrismála. Þetta er i þriðja sinn sem Jðn flytur þessa sömu ályktunartillögu. Framsaga hans fer hér á eftir. Var breyting til bóta — en úrbóta er þörf Eins og tekið er fram í greinar- gerð þeirri sem prentuð er á þing- skjali nr. 299, þá er hægt að ítreka það að þegar núgildandi reglu- gerð um skipan gjaldeyrisinn- flutnings og fl. var gefin út hinn 27. maí 1960, var stórt spor stigið í þá átt að gera öll mál varðandi gjaldeyris- og innflutnings- og fjárfestingarmál auðveldari í framkvæmd en verið hafði. Þjóð- in hafði um áratugi búið við kerfi margs konar hafta og takmarkana í sambandi við þessi mál, sem á margvíslegan hátt hafði beinlínis verið dragbítur á alla athafna- semi, framkvæmdamöguleika og fjármagnssköpun fyrirtækja og einstaklinga og um leið eðlilegs hagvaxtar þjóðarinnar í heild. Til- koma fyrrgreindrar reglugerðar var þvi vissulega stórkostleg úr- bót á því vandræðaástandi, sem ríkt hafði í þessum málum til þess tima, að hún tók gildi. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á, að á þeim hálfum öðrum áratug, sem liðinn er frá því að fyrrgreind reglugerð var gefin út, hafa orðið svo örar breytingar i heiminum á sviði við- skipta og þá sérstaklega fjár- magnsflutnings almennt, að nú er svo komið að dómi flm. þessarar tillögu, að mörg ákvæði núgild- andi reglugerðar eru orðin alger- lega úrelt og standa beinlínis í vegi fyrir eðlilegum fjármagns- viðskiptum þjóðarinnar í heild. Það verður að segjast hér, að mér finnst það ljóður á fari viðreisnar- stjórnarinnar eins mörgu góðu og hún kom í kring, hve mikil stöðn- un varð í þessum málum á hinum langa valdaferli hennar. Fyrsta grein reglugerðar þeirrar sem þál. sú sem hér er til umræðu skírskotar til, hljóðar þannig með leyfi forseta: „Innflutningur á vörum til landsins skal vera frjáls, nema annað sé ákveðið i sérstökum lög- um eða í reglugerð. Sama máli gegnir um gjaldeyrisgreiðslur til útlanda." Með þessu ákvæði ná segja að hér sé skýrt mörkuð sú stefna sem ákveðin er að gilda skuli. Gallinn er bara sá að með ýmsum ákvæðum sem um er rætt sérstak- lega í II. kafla fyrrgreindrar reglugerðar eru margvísleg fyrirmæli um eyðublaðanotkun og skriffinnsku allskonar i sam- bandi við almennar umsóknir og þá sérstaklega umsóknir er snerta yfirfærslur eða greiðslur í erlend- um gjaldeyri, að í framkvæmd- inni verða öll þessi mál seinvirk- ari, fyrirhafnarmeiri og erfiðari viðfangs en þyrfti að vera. Það má kannski með nokkurri sanngirni segja að þegar reglugerðin' var gefin út hafi umrætt ákvaði átt rétt á sér til bráðabirgða, vegna hinna ströngu hafta sem höfðu gilt hér svo lengi. En að láta þessi ákvæði fá jafn fastan sess og þau hafa öðlast, er að dómi flm. hið mesta glapræði og hefur orðið þróun ailra peningamála og hag- kerfi þjóðarinnar til ómetanlegs tjóns. Helztu agnúar Að dómi flm. þessarar þál. er helztu agnúa fyrrgreindrar reglu- gerðar að finna í ákvæðum II. kafla hennar 7.—10. gr. og verð ég til stuðnings máli mínu að fá að lesa með leyfi fors. nokkur atriði úr þessum greinum.: I 7. gr. standa t.d. þessi ákvæði m/leyfi fors: „Þegar um innflutn- ing frilistavöru er að ræða, ber innflytjanda, áður en váran er send af stað frá útlöndum að gera viðskiptabanka grein fyrir væntanlegum innflutningi og semja um greiðslufyrirkomulag vörunnar.“ 1 8. gr. stendur t.d.: „Þeir sem hyggjast flytja inn vörur með slík- Jón G. Sólnes T x W • alþingj^ i\y sKipon innflutnings- og gjaldegrismála um gjaldfresti, skulu fyrirfram leita samþykkis viðskiptabanka." Það fer enginn eftir þessu og þetta er í reynd alveg dauður bók- stafur og er út af fyrir sig nægi- legt tilefni til þess að reglugerðin í heild sé endurskoðuð. Það er skoðun flm., að þegar um innflutning- og yfirfærslur fyrir frilistavörur er að ræða, mætti vera um verulega upphæð að gilti sú regla að það þyrfti bókstaflega engar umsóknir eða eyðublaða- notkun. Hlutaðeigandi gjaldeyris- bönkum væri fullkomlega frjálst að afgreiða slík mál viðstöðulaust og gætu sjálfir séð um að halda nauðsynlegar skrár eða skýrslur um notkun og yfirfærslu gjald- eyris i viðkomandi tilfellum. Benda má á að við hverja minnstu afgreiðslu, þarf eyðublað í 3—4 riti; Askrift að tímariti, félags- gjöld, smágjafir o.fl. — allt þarf að tilfærast á eyðublöð — þá er ekki úr vegi i þessu sambandi að minnast á póstafgreiðslurnar, sem ekki geta afgreitt póstkröfur f eri. gjaldeyri fyrir hinni minnstu upphæð, nema að inn- flytjandi fái einhvern stimpil frá gjaldeyrisstofnun—, þrátt fyrir það, að hlutaðeigandi póst- afgreiðslu sé að lokum heimilt að taka við greiðslu. Hljóta allir að sjá hve miklum vandkvæðum þetta er bundið á póstafgreiðslum út á landi sem víðsfjarri eru slík- um gjaldeyrisstofnunum, svo ekki getur slík tilhögun verið í anda margyfirlýstrar byggðastefnu stjórnmálaflokkanna. Þá er það fráleitt ákvæði 10. gr. svohljóðandi: „Engar vörur má tollafgreiða nema framvisað sé innkaupsreikningi með áritun banka um að vörurnar séu greidd- ar eða greiðsla tryggð í erlendum gjaldeyri.“ Þar sem frjáls við- skipti eru ríkjandi eiga slík mál- efni að vera algert samningsatriði milli seljanda og kaupanda vör- unnar um tilhögun á greiðslu. Það getur oft staðið þannig á, að samn- ingar séu á lausu um þetta atriði milli seljanda og kaupanda og ekkert við það að athuga, slíkt frjálsræði á að vera rikjandi manna á meðal. En slíkt fyrir- komulag á að sjálfsögðu ekki að hindra á nokkurn hátt, að lög- boðin aðflutningsgjöld, tollar og þess háttar greiðslur séu skilvís- lega inntar af hendi. í 8. og 9. gr. reglugerðarinnar eru ákvæði um heimild innflytj- enda að flytja inn vörur með gjaldfresti. Þessi ákvæði eru alltof ströng. Ég þykist vita að það vaki fyrir hlutaðeigandi yfirvöld- um að vilja hafa hönd í bagga með, að ekki sé stofnað til óþarf- legra lausaskuldbindinga I er- lendum gjaldeyri vegna innflutn- ings varnings eða annarra hluta. Þetta er algerlega úrelt fyrir- komulag. I lýðfrjálsu landi, þar sem á að ríkja frjálst hagkerfi á það algerlega að vera á valdi ein- staklinganna sjálfra að gera hverjar þær skuldbindingar sem þeir kjósa, þeir eiga sjálfir að vera ábyrgir gera sinna i þeim efnum og bera ábyrgð á þeim, en ekki að lúta boði eða banni ein- hverra opinberra stjórnvalda og skriffinnskubájcna hvað snertir slik viðskipti. Enda hefur reynsl- an sýnt það, að slik’ákvæði sem hér er að vikið, hafa á undanförn- um árum skaðað þjóðina um stór- kostlegar upphæðir. T.d. þegar um miklar fyrirsjáanlegar verð- sveiflur er að ræða á helstu neysluvörum, hráefnum og t.d. nauðsynlegustu rekstrarvörum atvinnuveganna, þá er það afar- áríðandi að ákvæði sem þessi hindri ekki að hægt sé án tafar að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að gera sem hagkvæmust innkaup. Það er hægt með dæm- um að benda á að þegar öllum sem vildu sjá var ljóst að stórkost- leg verðhækkunaralda var að skella á í heiminum á ýmsum nauðsynlegustu rekstrar- og neysluvörum, þá var þeim vanda mætt hér með því að herða á ákvæðunum um að kaupa vörur. gegn gjaldfresti stytta leyfilegan lánstíma. Hvað halda menn að slíkar ráðstafan- ir hafi kostað þjóðina I auknu innkaupsverði og hvað halda menn að ekki hvað sfst slíkar ráðstafanir hafi átt þátt i hinum mikla og sivaxandi verð- Jón G. Sólnes alþingismaður. bólguvanda sem við erum alltaf að stríða við. Einir vestrænna ríkja Þá má benda á þá staðreynd, aó sú takmarkaða heimild sem veitt er til erlendra vörukaupa miðast almennt við víxla eða dýr- ustu vörukaupalán sem um ræðir. Þvi má ekki heimila góðum og traustum fyrirtækjum og ein- staklingum, sem þess eru megnugir að fá lán í erlendum bönkum eða hjá öðrum aðílum til þess að geta gert sem hagkvæm- ust innkaup, t.d. með því að gera stór kaup gegn staðgreiðslu í erl. gjaldeyri og ná þannig oft afslætti og fyllsta magnsafslætti. Slík til- högun viðskipta þjóða á milli eru yfirleitt heimiluð í samskiptum ríkja á Vesturlöndum og í hinum frjálsa heimi. Við erum eina landið af svokölluðum lýóræðis- ríkjum utan Sovét-Rússlands og annarra sosíalistaríkja, sem virð- umst þurfa að hafa eitthvert járn- tjald eða múr í sambandi við þessi viðskipti. Arangurinn lætur heldur ekki á sér standa: við eig- um heimsmet í verðbólgu og gjaldmiðill okkar er nánast sagt einskis virði hvar sem honum er framvísað utanlands. Það er vert að athuga, að það eru mörg fyrir- tæki og einstaklingar sem eru í þeirri aðstöðu sem betur fer, að þeir njóta trausts á erlendum lánamörkuðum og hafa mögu- leika til fjárútvegunar sem þeir kannski hins vegar hafa ekki hér heima. Þess konar viðskipti eru eingöngu rekin á ábyrgð hlutað- eigandi aðila og gildir um slík viðskipti allt annað heldur en t.d. opinberar lántökur, sem raunar eru þær einu sem aðgæzlu þarf við — því um margar slíkar lán- tökur gildir að þær verða ekki endurgreiddar nema með margs- konar skattaálögum á þegna þjóð- félagsins. í þessu sambandi er einnig vert að benda á, að sú stefna sem ræður í okkar þjóð- félagi og hefur ráðið, um það að ekki er heimilt að takast á hendur neinar erlendra fjárskuldbind- ingar nema með leyfi einhverra opinberra aðila, knýr einmitt á opiribera kerfi, sem að sjálfsögðu hefur ekki aðra leið en að sækja fjármunina sem þarf til þess að standa undir slíkum greiðslum í vasa hins almenna skattgreið- anda. Með samþykkt þeirrar þál. sem hér hefur verið borin fram og eftir að hún væri komin i fram- kvæmd, væri stórlega hægt að draga úr þeirri áhættu sem núver- andi tilhögun þessara mála hefur i för með sér. Frílistavörur og Termin-viðskipti í þál. þeirri sem hér liggur fyrir, er minnst á sem áfanga svipað fyrirkomulag og er i gildi á Norðurlöndum, t.d. í Danmörku (það er ekki farið fram á meira til að byrja með.) I Danmörku er frílistavöruinn- flutningur algerlega frjáls, ekki háður neinum umsóknum eða eyðublaðavafstri. Ferðamanna- gjaldeyrir er svo að segja frjáls og laus við allar umsóknir og eyóu- blöð. Lántökur einstaklinga og fyrirtækja allt að mjög hárri upp- hæð á ísl. mælikvarða (voru 4 millj. d. kr., hækkað í sept. sl. í 20 m.d.kr.) algerlega frjálsar og mjög greitt um aðrar lántökur til dæmis til fjárfestingar og ann- arra framkvæmda. Þá vil ég minnast á eina tegund viðskipta sem mjög er tíðkuð hjá nágrannaþjóðum okkar og það eru svokölluð TERMIN eða lausl. þýtt ,,timasetningarviðskipti“. Öll vitum við það, að það er alltaf viss beygur í aðilum hér að takast á hendur skuldbindingar um greiðslu i erlendum gjaldeyri. Með termin-viðskiptum er hægt að tryggja sig algerlega gegn tapi eða öðrum skakkaföllum vegna hugsanlegra gengisbreytinga. Þetta gerist á þann hátt, að hlut- aðeigandi sem hefur t.d. tekist á hendur skuldbyndingar um greiðslur í erlendum gjaldyri getur á TERMIN-kjörum tryggt sig gegn vægu gjaldi við kaup á hinum nauðsynlega erlenda gjald- eyri á tilsettum tíma á því gengi sem skrásett er þegar hann tekst skuldbindinguna á hendur. Hvi- likt öryggi og þægindi eru slíku kerfi samfara, vænti ég að leynist engum, sem þekkir til þessara mála. En hinsvegar sýnir það kannski ljósast hve gersamlega við erum á eftir tímanum í nú- tíma viðskiptum, að þessi háttur í sambandi við innlausn erlendra skuldbindinga er gersamlega óþekkt fyrirbrigði hér á landi. (Þess má einnig geta hér að slík tilhögun er einnig framkvæmd er- lendis í sambandi við sölu erlends gjaldeyris af framleiðanda út- flutningsvöru.). Erlent fjármagn Þá er atriði sem ég vildi minn- ast á, og tel mjög þýðingarmikið í sambandi við öll þessi mál, og það er heimild banka og innlánsstofn- ana hér á landi til þess að taka við erlendu fé til geymslu, með þeim hætti að slíkir reikningar séu algerlega frjálsir (convertible) að því er snertir aðila sem búsettir eru erlendis. Þessi tilhögun viógengst í öllum þróuðum löndum og víða um heim og það sem er náttúru- lega langæskilegast er áð allir innlánsreikningar og allt fjár- magn yfirleitt sé gersamlega frjálst til hvaða ferðar eða notk- unar senr er. Það er staðreynd að okkur Islendinga hefur ávallt, og þá ekki síst á hinum síóustu tím- um, hrjáð mjög bagalega vöntun á fjármagni. Við höfum ekki verið þess megnugir og kannski ekki hægt með sanngirni að ætlast til þess, að jafnfámenn þjóó og við erum, geti komið því við að skapa jöfnum höndum það fjármagn sem við þurfum bæði til neyslu, almenns rekstrar og þeirra mörgu og mikilvægu fjárfestingarfram- kvæmda sem ávallt eru og verða á döfinni hjá okkur. Það hefur alltaf verið svo, að við höfum í sívaxandi mæli þurft að leita fyrir okkur á erlendum lánamörkuðum í sambandi við nauðsynlegar fyrirgreiðslur í þessu efni. Enda tala verkin í þeim málum, þar sem skuldir okkar erlendis nema nú milljarðatugum og þá er öllum ljóst hve stórkostleg upphæð það er, sem á hverjum tíma fer af andvirði þjóðarframleiðslunnar I að greiða afborganir og vexti af slíkum skuldum og hvað halda menn að islenska þjóðin sé á undanförnum árum búin að greiða mörg hundruð milljóna í beina þóknun til erlendra fjár- magnsmiðlara í sambandi við lánsfjárútveganir framyfir eðli- lega vexti á hverjum tíma. Með þessar staðreyndir fyrir sjónum, er það þess virði áð gerð sé a.m.k. smátilraun með að koma svipaðri tijhögun á þessi mál hjá okkur og gerist hjá þeim þjóðum, sem næst okkur standa og sem við höfum nánustu samskipti við, eins og t.d. Norðurlandaþjóð- irnar. I tillögu þeirri sem hér liggur fyrir hv. Alþingi er gert ráð fyrir því, að við væntanlega breytingu á reglugerð um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála verói þó ekki gengið lengra til að byrja með en að þessum málum verði hagað hér með svipuðum hætti og hjá t.d. DÖNUM Þar hafa bankastofnanir fullt umboð og leyfi til þess að taka við -fé til geymslu fyrir erlenda aðila og eru ósparar á aó auglýsa þá þjónustu í hinum stærstu heimsfjölmiólum. Og hjá þjóð sem stöðugt vantar fjármagn — HVAÐ getur eigin- lega verið þvi til fyrirstöðu að heimila slíka starfsemi? Að dómi flm. er fyrirsjáanlegt að með sllkri ráðstöfun myndum við á ódýrastan og hagkvæmastan hátt getað bætt úr fjármagnsskorti okkar, og ef vel tækist til, sem ég hefi óbifandi trú á, þá yrði þróun- in sú, aó okkur yrði falið að geyma miklu meira fé heldur en við þurfum á að halda vegna okkar framkvæmda. Það væri enginn vandi að miðla því fjár- magni á annan hátt, og af slíkri starfsemi gæti orðið ríflegar tekjur í þjóðarbúið og miklu meiri heldur en ég hygg að menn geri sér í hugarlund nú. Það er hægt að benda á smá- þjóðir sem gáfu þessa starfsemi algerlega frjálsa fyrir fáum árum og fengu á mjög skömmum tíma innlánsfé til geymslu fyrir marga milljarða dollara. Er virkilega ekki þess virði, að tilraun sem felst í þvi að skapa möguleika fyrir slíkri fjármagnsmiðlun hér á landi, sé reynd eða gerð? Úti í hinum stóra heimi er fjár- magn sem skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna, sem er gersamlega vegalaust, þ.e. það er leitandi trausts hælis og um fram allt frjálsrar vegferóar. Ef við værum reiðubúnir til þess að veita sliku fjármagni hæli, starfs- aðstöðu, dvalarstað og verða við kröfum þess um aígerlega frjálsa vegferð, þá myndu skapast mögu- leikar fyrir okkur til þess að fá ótakmarkað fjármagn til hverra þeirra framkvæmda eða athafna sem við kynnum að óska, gegn ótrúlega vægu gjaldi, eða jafnvel án nokkurs gjalds. Þetta eru stað- reyndir sem vert er að hafa í huga — ekki síst núna á þessum síð- ustu og verstu tímum — þegar aðalhöfuóverkur stjórnvalda er að reyna með einhverjum hætti að ráða fram úr efnahagserfið- Framhald ð bls. 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.