Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Aundanförnum árum
hafa ríkisútgjöld fariö
ört vaxandi og sú þróun
hefur sætt æ harðari gagn-
rýni. Við gerð síðustu fjár-
laga var reynt að hafa
hemil hér á, í því skyni að
koma í veg fyrir, að fjárlög
hækkuðu meir en orðið
hefur í hlutfalli við þjóöar-
tekjur. Ástand efnahags-
mála hefur verið meó þeim
hætti, að óhjákvæmilegt
hefur verið að spyrna við
fæti í þessum efnum. Nú
hefur komió ljós, aö for-
sendur þær, sem lágu til
grundvallar fjárlagagerð-
inni í desember, hafa
breytzt verulega. Þannig
hafa viðskiptakjör þjóöar-
innar versnað um allt að
10% á þessum stutta tíma.
Mið hliðsjón af þessum
aðstæðum var óhjákvæmi-
legt að ákveða nú allveru-
legan niðurskurð í opinber-
um rekstri og opinberum
framkvæmdum. Með frum-
varpi ríkisstjórnarinnar
um ráðstafanir í efnahags-
og fjármálum er mælt
fyrir um 3500 millj. kr.
nióurskurð á fjárlögum.
Hér hefur verið stigió
mjög mikilvægt skref enda
er talið, að þessar ráð-
hjá ríkissjóði á þessu ári.
Hin erfiða staða þjóðarbús-
ins út á við leyfir ekki, að
þannig sé haldið á málum,
og mikilvægt er talið að
lækka skuldir ríkissjóðs við
Seðlabankann. Sá niður-
skurður, sem nú fer fram á
útgjöldum ríkisins, á bæði
aö koma niður á rekstri og
framkvæmdum. Ekki verð-
ur hjá því komizt að fresta
framkvæmdum að ein-
hverju leyti, en í því efni
verður lögð áherzla á, að
niðurskurðurinn hafi sem
minnst áhrif á atvinnu-
ástand í landinu. Ríkis-
stjórnin hefur nú þegar
hafizt handa við að auka
sparnað í rekstri rikisstofn-
ana. Gerðar hafa verið ráð-
stafanir til þess að stemma
stigu við því að öll áhrif
draga úr þenslu í þjóð-
félaginu og hafa hemil á
vexti verðbólgunnar. Þess-
ar ráðstafanir eru einnig
og ekki síður nauðsynlegar
í því skyni að opna ríkis-
sjóði möguleika á að hafa
jákvæð áhrif á þá samn-
inga, sem nú standa fyrir
dyrum um kaup og kjör.
Með þessu móti hefur verið
lagður grundvöllur að
þeim verulegu skatta-
lækkunum í þágu láglauna-
fólks fyrst og fremst, sem
frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar mælir fyrir um.
Við núverandi aðstæður
má fullvíst telja, að kjara-
bætur í formi skatta-
lækkana komi launþegum
að beztum notum. Óhófleg-
ar beinar kauphækkanir
Niðurskurður ríkisútgjalda
og skattalækkanir
stafanir hafi í för meö sér
lækkun ríkisútgjalda í
hlutfalli við þjóðartekjur
úr 29 í 27%. Aó því leyti
markar þessi niðurskurður
þáttaskil, enda er hér um
að ræða 7V£% af niður-
stöðutölum fjárlaga.
Hverjum manni má vera
ljóst, að við núverandi að-
stæður er með öllu útilokað
að stefna aó hallarekstri
gengisbreytingarinnar
komi fram sem útgjalda-
auki hjá ríkissjóði. Athug-
un hefur nú þegar farið
fram eða er í gangi á
rekstri og skipulagi ýmissa
ríkisfyrirtækja.
Með þessum niðurskurði
á ríkisútgjöldum hefur
verið stigið þýðingarmikið
skref í þeirri viðleitni að
nú myndu hafa óheillavæn-
leg áhrif á verðlagsþróun-
ina í landinu og veikja
mjög stöðu atvinnufyrir-
tækjanna. Skattalækkan-
irnar tryggja á hinn bóg-
inn raunhæfar kjarabætur.
Samkvæmt frumvarpi
ríkisstjórnarinnar má
meta þær lækkanir á skött-
um, sem þar er gert ráð
fyrir, til allt að 7% kaup-
hækkunar hjá láglauna-
fólki.
Engum getur því bland-
azt hugur um, að með þess-
um aðgerðum hefur ríkis-
stjórnin á raunhæfan hátt
beitt sér fyrir skynsam-
legri lausn þeirrar kjara-
deilu, sem nú stendur yfir.
Ríkisstjórnin hefur frá
upphafi lagt á það þyngsta
áherzlu aó styrkja fyrst og
fremst hag láglaunafólks.
Allir ættu að geta verið
sammála um að hér hefur
verið mörkuð rétt stefna,
enda er hún í fullu sam-
ræmi við þau sjónarmið,
sem Alþýðusambandið hef-
ur sett fram í þessum efn-
um.
Með niðurskurði á ríkis-
útgjöldum nú hefur því
verið náð tvíþættu mark-
miði. 1 fyrsta lagi hefur
greiðslustaða ríkissjóðs
verið bætt og dregið hefur
verið úr ríkisútgjöldum i
hlutfalli við þjóðartekjur. í
öðru lagi hefur ríkissjóði
verið gert kleift að verða
við óskum aðila vinnu-
markaðarins um skatta-
lækkanir. Þannig er nú
jöfnum höndum reynt að
hafa hemil á þeirri þenslu,
sem einkennt hefur efna-
hagslífið að undanförnu,
og stuðlað að skynsamlegri
og hófsamri lausn kjara-
deilunnar.
Harðar umræður um lóðaúthlutun:
Ungt fólk, sem ekki á hús-
næði fyrir fékk lóðirnar
ALLSIMARPAR umræður urðu í
borgarstjórn i fyrradag vegna lóð-
arúthlutunar til Byggingarfélags
ungs fólks á lóðinni Hagamelur 51
til 55. Meirihluti borgarstjórnar
vildi veita félaginu lóðina. en
minnihlutinn bar fyrir brjósti ann-
að byggingarfélag. Byggingarsam-
vinnufélag starfsmanna stjórnar-
ráðsins. Borgarstjórn ákvað að
loknum umræðum að Byggingar-
féiag ungs fólks skyldi hljóta lóð-
ina og féllu atkvæði þannig að 9
greiddu atkvæði með en 6 á móti.
Fyrstur tok til máls við umræðuna
MARKÚS ÖRN ANTONSSON.
Hann skýrði frá því að hinn 1 marz
1974 hefði verið lögð fram tillaga
frá minnihlutaflokkunum i borgar-
stjórn að stjórnarráðsstarfsmönnum
yrði gefið vílyrði fyrir lóðínni, Meiri-
hlutinn taldi sér hins vegar ekki fært
þá að gefa slíkt vilyrði og var málinu
frestað. Hann kvað hafa verið látið
að því liggja i stuðningsblöðum
minnihlutans að meirihlutinn hefði
gengið á bak orða sinna, en kvað
það ekki rétt. Borgarstjórn hefði
aldrei gefið vilyrði fyrir lóðum, nema
i tveimur undantekningatilfellum, er
Félagi einstæðra foreldra hafði verið
heitið lóð og samtökum aldraðra.
Markús kvað tvö byggingarfélög
hafa komið til greina við úthlutun
lóðarinnar, en fleiri hafi sótt um. en
þá hafi minmhlutinn aldrei minnst á.
Af þessum tveimur umsækjendum,
sem til greina hafi komið, kvað hann
annað eingöngu skipað ungu fólki,
sem ekki hefði eignazt eigið hús-
næði áður, en stjórnarráðstarfsmenn
hefðu áður fengið lóð, auk þess sem
nokkrir á lista þess félags hafi átt
húsnæði fyrir og því hafi ekkí veríð
litið á þörf þeirra sem eins brýna
Markús Örn kvað minnihlutaflokk-
ana hafa reynt að slá ryki í augu
fólks til þess að gera þessa lóðaút-
hlutun tortryggilega.
KRISTJÁN BENEDIKTSSON tók
næstur til máls og kvað lóðaúthlut-
un þessa hið mesta siðleysi. Hann
kvað Byggingarfélag ungs fólks hafa
verið eina sjálfstæðisfélagið sem
sótt hefði um, en það er á vegum
Heimdallar eins og kunnugt er.
Kvað hann sjálfstæðismennina I
borgarstjórn mega prísa sig sæla
fyrir að Hvöt skyldi ékki hafa sótt um
lóðina Kristján kvað alvarleik máls-
ins vera þann, að Byggingarfélag
ungs fólks, Byggung, vera lokað
félag öðrum en ungum sjálfstæðis-
mönnum og kvað hann formann
Heimdallar m.a. hafa bent á það í
viðtali við Morgunblaðið, að hann
hefði ginnt 500 ungmenni f Heim-
dall á þeírri forsendu, að þeir myndu
fá góða lóð. Borgarstjórnaríhaldið
væri augsýnilega farið að verzla með
gæði, sem öllum borgurum bærí án
tillits til stjórnmálaskoðana Lagði
hann fram breytingartillögu þar sem
gert var ráð fyrir að Byggingarsam-
vinnufélag starfsmanna stjórnar-
ráðsins hlyti lóðina
ELÍN PÁLMADOTTIR tók næst
til máls og kvað hún umræður í
— sögðu
talsmenn
Sjálfstœðis-
fíokksins
borgarstjórn hafa tekið furðulega
stefnu — svo og skrif i blöðum
Hún sagðist ekki geta skilið, hvers
vegna það skipti svo miklu máli á
hvern hátt fólk hópaði sig saman —
það ætti ekki að skipta máli. hvort
fólk hefði sömu félagslegar lífsskoð-
anir eða hvort það ynni á sama stað.
Því næst gerði Elín lista væntanlegra
íbúa fjölbýlishússins við Hagamel að
umtalsefni og sagði að á lista Bygg-
ung væri aðeins ungt fólk. sem væri
að ala upp börn sín og nauðsynlega
þyrfti að yngja upp íbúa í Vestur-
bænum vegna nýtingar skólahús-
næðis og annarrar félagslegrar þjón-
ustu Þetta fólk ætti yfirleitt ekki
annað húsnæði. Hins vegar kvað
hún að ef litið væri á lista stjórnar-
ráðsstarfsmannanna kæmi í Ijós að
umsækjendur væru yfirgnæfandi
deildarstjórar stjórnarráðsins, stjórn-
arráðsfulltrúar, sendiráðsfulltrúar,
sendiherra, ráðuneytisstjórar o.fl
Mikill hluti þessara manna ætti þeg-
ar gott húsnæði og í flestum tilfell-
um stærra en það sem hér væri
verið að þrátta um. Elín kvað stjórn-
málaskoðanir umsækjenda ekki eiga
að koma málinu við — slfkt væri
siðleysi og ekki mætti útiloka einn
frá því að hljóta lóð vegna stjórn-
málaskoðana hans.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
talaði næstur. Hann kvað embættis-
menn borgarinnar og einnig kjörna
fulltrúa meðal meirihlutans hafa tek-
íð mjög vel í umsókn stjórnarráðs-
starfsmannanna, er þeir ræddu við
borgaryfirvöld um möguleika félagS
þeirra á að fá lóðina. Hann kvað
ma Má Gunnarsson þáverandi
skrifstofustjóra borgarverkfræðings
beinlínis hafa bent þeim á að sækja
um lóðina. Benti hann síðan a, að
Már væri nú formaður Heimdallar
Sagðist Björgvin hafa séð ýmislegt
misjafnt I sambandi við rekstur
borgarinnar en aldrei neitt sem jafn-
aðist á við þetta hneyksli. Kvað hann
þessi vinnubrögð jafnast á við
vinnubrögð, sem tíðkuðust í austan-
tjaldsríkjum.
SIGURJON PETURSSON sagði,
að sjálfstæðismenn væru með þessu
að gera Heimdall meira aðlaðandi
félagsskap en önnur stjórnmálasam-
tök. Kvaðst hann vona, að hér yrði
um algjört einsdæmi að ræða í af-
greiðslu borgarstjórnar á lóðaum-
sóknum.
ÞORBJÖRN BRODDA-
SON tók í sama streng og sagði hér
vera um ógeðfellt mál að ræða, sem
jafnvel flokksbundnir embættis-
menn borgarinnar vildu ekki koma
nærri. Hó.tn kvað mottóið vera, að
vilji einhver byggja yrði hann auð-
sjáanlega að ganga í siálfstæðis-
félag.
DAVÍO ODDSSON tók til máls
og kvað það ætti að vera fagnaðar-
efni, er ungt fólk æskti þess að
flytjast í gömlu borgarhverfin. Hann
benti m.a. á þann möguleika, að
allir ungir jafnaðarmenn gætu sótt
um fjölbýlishúsalóð og lofaði harin
stuðningi sínum við það að þeir
hlytu lóðina.
Þá tók borgarstjóri BIRGIR ÍSL.
GUNNARSSON til máls og skýrði
frá því að hann hefði átt frumkvæði
að þvi að báðir umsækjendur hefðu
lagt fram lista yfir væntanlega íbúa
hússins. Hann kvað lista stjórnar-
ráðsins hafa að ýmsu leyti verið
ótrúverðugan, þar sem allmargir
umsækjendur ættu fyrir einbýlishús
og hefðu komið sér vel fyrir
Augsýnilegt hefði því verið að þeir
ætluðu ekki að byggja yfir sjálfa sig.
Birgir lýsti furðu sinni yfir því fjaðra-
foki, sem orðið hefði út af þessu.
Hér væri um 20 lóðir að ræða, en á
þessu ári yrðu 600 til 700 lóðir
byggingarhæfar, í fyrra hefðu þær
verið 1100 og 19 73 um 1400.
Ekkert fjaðrafok hefði orðið vegna
þessara umfangsmiklu úthlutana.
MAGNÚS L. SVEINSSON svar-
aði síðan nokkru, sem fram hafði
komið í ræðum minnihlutaflokk-
anna. Hann benti á augljósa galla á
lista stjórnarráðsmannanna og benti
m.a. á að
viðmælandi Timans, i
viðtali blaðsins i gær, væri einhleyp-
ingur. Einnig skýrði hann frá öðru
dæmi, ungri stúlku, sem hefði veríð
á lista stjórnarráðsins. Hann þekkti
stúlkuna og því spurði hann hana,
hvort hún væri að sækja um lóð í
Vesturbænum og ætlaði að fara að
byggja Stúlkan kom gjörsamlega af
fjöllum en minntist þess þó þegar
hann fór að biðja um skýringar að
einhver hefði beðið hana um leyfi til
þess að nafn hennar væri á listan-
um
Fleiri tóku til máls aftur og að
lokum var óskað nafnakalls. Breyt-
ingartillaga Krístjáns Benediktsspn-
Framhald á bls. 35