Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 Konungur skíðakeppninnar í Holmenkollen-slökkpallinum að þessu sinni, yngsti þátttakandinn, hinn 16 ára gamli Toni Innauer frá Austurrfki. 1 baksýn stökkpallurinn og hluti mannfjöldans, sem fylgdist með keppninni. Fæddir með skíðiii á fótunum ÞAÐ er ekki ofsögum sagt, að Norðmenn eru miklir áhugamenn um síðagöngu og stökk. Það eru ábyggilega ekki margir Norð- menn sem láta vetrarmánuðina líða án þess að bregða sér nokkr- um sinnum á skfði. Sagan segir raunar að Norðmenn séu fæddir með skfðin á fótunum. Hvað síðastökkinu viðkemur þá er það fþrótt hinna kjarkmiklu og þó að þeir séu í rauninni ekki svo marg- ir sem iðka íþróttina, þá eru þeir — Shilton Framhald af bls. 17 hann jafnframt að hjá sfnu næsta félagi viidi hann helzt vera f tfu ár. Þess vegna gerði hann samning til sex ára við Stoke, sem þó er uppsegjanleg- ur með þriggja ára fyrirvara. Því bendir allt til að Shilton verði með Stoke í mörg ár enn, og muni ef til vill eiga sinn þátt f þvf að langþráður draumur Stoke rætist, að verða Englandsmeistari. Gordon Banks hefur látið þau orð falla að Shilton sé án efa bezti markvörður sem um getur f dag. Pete er eins og mikill markaskorari, hann getur hreinlcga unnið leiki með sinni frábæru mark- vörzlu. Við höfum farið saman f gegn um nokkur atriði sem mættu betur fara f markvörzlu hans, og hann er mjög fljótur að tileinka sér það sem við höfum rætt. En það er ekki á neins manns færi að kenna Peter Shilton markvörzlu, vegna þess að það kann Shilton allra manna bezt.— — Skúli Framhald af bls. 17 næsta Norðurlandamót, sem haldið verður hér á landi í lok aprílmánaðar. Helztu ástæður fyrir þvf kvað Skúli vera að hann skorti nauðsynlega tækni til að ná árangri í tvíþraut. Aftur á móti sagðist hann eiga best 280 kfló í kraftþraut, sem mun vera 20 kflóum lakara en heimsmet í greininni, en 40 kflóum betra en það bezta á hinum Norðurlöndunum. Því sagðist hann eiga möguleika á að ná enn lengra í kraftþraut- inni en f tvíþrautinni. Margir hafa velt því fyrir sér hvort lyftingamenn rækju upp öskur við átök sfn sér og öðr- um til ánægju. Skúli sagði það af og frá. Hann sagði að þessi hljóð brytust einfaldlega út, og þýddi ekkert að reyna að byrgja þau inni. Þegar Skúli var spurður um hvort hann mundi ekki halda áfram lytingaiðkunum enn um sinn, svaraði hann játandi. „Ég vona að ég sé ekki búinn að ná toppinum enn þá, því samkvæmt könnun eru lyft- ingarmenn aldrei betri heldur en rétt f kring um þrftugsald- urinn“. Vonandi gleður það fólk að fá að vita að næstu árin getur það fylgzt með frama Skúla Oskarssonar, sem er stöðugt átthögum sfnum trúir, >ví hann keppir ætíð undir merkjum ÚlA. mun fleiri, sem fylgjast af mikl- um áhuga með gangi mála í þess- ari íþrótt. Þegar orðið Holmenkollen er nefnt á nafn kemur viss bjarmi í svip Norðmannsins og hann er viss með að rifja upp fyrir þig einhverja gamla sögu frá þessum stórkostlega stökkpalli í Ösló sem ekki er notaður nema við hátíðleg tækifæri. Fyrir nokkru fór þar fram árleg stökkkeppni með þátt- töku allra beztu skiðastökkvara f heimi. Hefur Holmenkollen- stökkkeppnin farið fram í yfir 100 ár og er orðin hreinn og beinn sirkus. Auk stökkkeppninnar fóru fram í sambandi við stökk- k.eppnina göngumót fyrir bæði kyn og alla aldursflokka, keppt var i hinum nokkuð svo afskiptu alpagreinum á skíðum, skotfimi á skíðum, skíðaflug var á dagskrá og jafnvel þingmenn og diplómat- ar voru dregnir með í leikinn. Þrátt fyrir það að gott veður væri helztu keppnisdagana var EÚROVISION-sjónvarpsstöðin hefur nú gert samning við Inter- vision-sjónvarpsstöðina, sem keypti einkarétt á sjónvarps- myndatöku á Olympíuleikunum í Montreal 1976, um kaup á 130 klukkustunda „prógrammi" frá leifeunum. Verið getur þó að mcira sjónvarpsefni verði keypt, en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að sjónvarpað yrði frá leikunum f 210 klukkustundir í Evrópu. Samningar þessir tókust eftir mikið þóf. Intervision hélt verð- inu lengi vel það háu, að engir SISUí þriðja sæti DANSKA körfuknattleiksliðið SISÚ, sem Þorsteinn Hallgríms- son leikur með, hafnaði í þriðja sæti f danska meistaramótinu í ár, eftir að hafa haft forystu í mótinu lengi vel. Danskur meist- ari varð Falcon, sem hlaut 32 stig, Stevensgade var f öðru sæti með 32 stig en óhagstæðara skor og SISÚ hlaut 28 stig. aðsókn áhorfenda með minnsta móti. Til að mynda fylgdust „ekki nema“ 30 þúsund manns með stökkkeppninni og þykir það lítið. Hefur aðsóknin farið minnkandi með hverju árinu. 1974 fylgdust t.d. 60 þúsund manns með stökk- keppninni. Er nú svo komið að illkleyft verður að halda næstu „Holmenkollen-viku“ nema ríki og Öslóarborg hlaupi undir bagga og styrki þetta fyrirtæki, sem kom út með milljónahalla að þessu sinni. Þjóðarmetnaður Norðmanna kemur bezt fram þegar rætt er um síðagöngukappa þjóðarinnar og vissulega geta þeir verið stoltir af árangri sinna manna. 1 hinni óopinberu keppni um heimsbikar- inn í skíðagöngu urðu Norðmenn í tveimur efstu sætunum og mikil var gleði þeirra er Norðmenn unnu þrefaldan sigur í 50 km göngunni. Hinn frábæri Oddvar Brá sigraði glæsilega eins og hann hefur oftast gert i þessari grein í vetur og hefur þá ekki skipt máli möguleikar voru á kaupum, en að lokum mun hafa verið farið bil beggja. Sjónvarpað verður beint frá úrslitum í öllum greinum frjálsra íþrótta, sundi, róðri, handknattleik og knattspyrnu, auk þess sem sýnt verður beint frá undanúrslitum í knattspyrnu, SVO getur farið að hlé verði gert á ftölsku 1. deiidar keppninni f knattspyrnu, meðan verið er að finna ráð gegn sfendurteknum ceirðum á áhorfendapöllunum og á leikvöngunum. Hafa fjölmargir slasazt alvarlega í þessum átökum að undanförnu. Um helgina urðu t.d. mjög alvarleg átök í Róm, er þar fór fram leikur milli Napoli og Lazio. Hófust lætin er hinn þekkti fram- línuleikmaður Lazio, Giorgio Chinaglia, jafnaði fyrir lið sitt skömmu fyrir leikslok. Stukku áhorfendur þá yfir varnargirðing- una umhverfis völlinn, réðust á dómarann, Lugi Iiverero, börðu hann, spörkuðu í hann og hræktu á hann. Auk þess rigndi tómum áfengisflöskum inn á völlinn. Ein hverjir andstæðingarnir hafa ver- ið. Norðmenn eiga góðum skíða- stökkvurum á að skipa og er þar fremstur f flokki maður að nafni Johan Sætre. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði í stökkkeppn- inni í Holmenkollen að þessu sinni. Enginn jafnaðist á við hinn 16 ára gamla Austurríkismann Anton Innauer, sem sýndi glæsi- legan stíl og stökk lengst allra. I. örðu sæti varð litt kunnur Norð- maður, Odd Hammerness, og í rauninni gátu Norðmenn vel við úrslitin unað, þeir áttu fimm af tíu beztu stökkvurunum að þessu sinni. Annars hafa Austurríkis- menn verið hinir sterku i þessari íþróttagrein í vetur og verða án efa erfiðir við að glíma á Ólympíuleikunum næsta vetur, þó svo að bæði A-Þjóðverjar og Norðmenn (jafnvel Japanir) geti sett strik í reikninginn. Það er ólíku saman að jafna íþróttafréttum i islenzkum fjöl- miðlum og norskum. Meðan ís- lenzk blöð eru yfir metrarmán- uðina uppfull af fréttum af handknattleikshetjum sínum, skrifa þau norsku helzt ekki um annað en skauta- og skíðaíþróttirnar. Vissu- lega er sagt frá úrslitum í helztu handknattleiksleikjum og fjallað um helztu atburði íþróttarinnar en það er aðeins brot af því sem gerist á Islandi. Körfuknatt- leiks, badmintons, blaks og fleiri íþrótta er aðeins getið í neðan- málsgreinum. Útvarp og sjónvarp gera óhemju mikið fyrir íþróttirnar og þá einkum fyrir skíða- og skauta- íþróttina. Á hverjum laugardegi að undanförnu hafa bæði útvarp og sjónvarp sent beint frá helztu atburðum i þessum greinum og meira að segja sjónvarpsleikur- inn, sem venjulega er sendur beint frá Englandi á hverjum laugardegi við miklar vinsældir, hefur mátt víkja. hestamennsku, hjólreiðum og fimleikum. Tímamismunurinn kemur hins vegar í veg fyrir að unnt verði að sjónvarpa beint frá úrslitunum í körfuknattleik, handknattleik kvenna, lyftingum, júdó, skylm- ingum, hokkí og húpkeyparóðri. þeirra lenti i höfðinu á blaðaljós- myndara, sem hlaut svo alvarleg meiðsli að tvísýnt er um lif hans. Fjölmennt lögreglulið kom fljótlega á vettvang, en þegar það réð ekki neitt við neitt voru her- menn kallaðir til og tókst þeim brátt að koma á ró og spekt. Napoli-liðið hefur nýlega verið dæmt frá heimaleikjum sinum í vetur vegna þess að áhangendur liðsins haf a hvað eftir annað beitt skotvopnum á áhorfenda- pöllunum, og í Mílanó hafa verið stöðug vandræði vegna láta á áhorfendapöllunum og hafa áhangendur liðsins notað byssur með neyðarblysum í baráttu sinni við áhangendur liða þeirra sem komið hafa í heimsókn, svo og leikmanna þeirra. Kupparnir þrfr á myndinni hafa oft ft-ngid tækifæri til að Kleðjast I vetur. Þeir eru þrlr af beztu skfðagönKUmönnutn Noregs og um leið f heimi. I*eir heita, talið frá vinstri Ivar Formo, Oddvar Brá og Magne Myrmo, allir margfaldir meistarar. SAMIÐ UM SJÓNVARPSSENDINGAR w Barizt á Italíu Gunnar Huseby I NYÚTKOMNU Iþróttablaði er m.a. viðtal við þann fræga kappa Gunnar Huseby, sem sennilega hefur orðið frægast- ur allra fslenzkra íþrótta- manna. Varð Gunnar Evrópu- meistari f kúluvarpi I Osló 1946 og f Brússel 1950.1 viðtali þessu fjallar Gunnar um Iit- rfkan feril sinn f íþróttunum. t Iþróttablaðinu er einnig fjall- að um annan frægan kappa, Johan Cruyff, auk þess sem „Iþróttamenn ársins“ f hinum ýmsu greinum eru kynntir, og margt fleira efni er í blaðinu, sem er 1. tölublað 35. árgangs. Þráinn Hafsteinsson Á héraðsþingi Skarphéðins sem haldið var nýlega var Þráinn Hafsteinsson frá Sel- fossi kjörinn „íþróttamaður. ársins“ innan sambandsins. Er þetta annað árið í röð sem Þráinn hlýtur þennan titil. i öðru sæti í kjörinu varð Anton Bjarnason, þriðji varð Þor- steinn Hjartarson og fjórði Sigurður Grétarsson. John Conteh Heimsmeistarinn i hnefaleik- um léttþungavigtar, Englend- ingurinn John Conteh, á þá á hættu að missa titil sinn. Hann vill fá leik við Argentínumann- inn Carlos Monzon, en stjórn alþjóða hnefaleikarasam- bandsins hefur ákveðið að hver sá sem keppir við Monzon, skuli engu fyrr týna en þeim titlum sem hann hefur, þar sem Monzon er á eins svörtum lista hjá sam- bandinu og mögulegt er, eftir að hann neitaði að greiða sekt sem hann var dæmdur i fyrir að þverskallast við að fara í lyfjapróf eftir sinn síðasta leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.