Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 15 Róbert og Ragn- hilclur sigruðu í Kópavogshlaupinu Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt, en að gðður árangur hafi náðst f bikarkeppni SSl sem fram fór um helgina Myndin er af Guðmundi Ólafssyni, SH, sem vann bezta afrekið f karlaflokki. Róbert McKee kemur að marki f Kópavogshlaupinu. Róbert McKee úr FH sigraði jrugglega í Kópavogshlaupinu sem fram fór á sunnudaginn. Er þarna um að ræða viðavangs- hlaup, þar sem keppt er bæði í karla og kvennaflokki. Hlaupa karlarnir um 4 km en konurnar um 2 km. Róbert hljóp með ágæt- um og virtist óþreyttur er i mark- ið kom. Tími hans var 13:38,3 mín. Annar í hlaupinu varð Gunn- ar Snorrason, UBK, sem hljóp á 13:43,1 mín., þriðji varð Bjarki Bjarnason, Aftureldingu, sem hljóp á 14:05,5 min., Agúst Gunnarsson, UBK, varð þriðji á 14:24,2 mín og ungur piltur úr FH, Magnús Haraldsson, varð fimmti á 14:55,0 mín. Alis voru keppendur í karlaflokki 11. Ragnhildur Pálsdóttir úr Stjörnunni sigraði með yfirburð- um í kvennaflokki. Hljóp hún á 8:28,0 mín. Inga Lena Bjarnadótt- ir, FH, varð önnur á 9:30,5 min., Sólveig Pálsdóttir, Stjörnunni, varð þriðja á 9:36,4 min. og Thelma Björnsdóttir, UBK, varð f jórða á 9:49,6 mín. Þrjú met í Einar Magnússon naut sin vel í leiknum á sunnudagskvöldið og var markhæstur islenzku leikmannanna, skoraði 7 mörk. Mynd þessa tók Friðþjófur er Einar var að skora eitt marka sinna, og naut hann við það aðstoðar Stefáns Gunnarssonar sem sézt í baráttu við dönsku varnarleikmennina á línunni (Stefán nr. 8) Pressuvörnin setti Danina út af laginu —Við erum búnir að ná nokkuð góðum tökum á að pressa í vörn- inni og við slfku virtust Danirnir eiga fá svör. Sú hætta skapast auðvitað, þegar við leikum þannig, að við fáum á okkur mörk af línu, en eigi að síður tel ég íslenzka liðið nú vera búið að ná þessum varnarleik það vel, að þá sé sjálfsagt að leika hann, sagði Ölafur H. Jónsson fyrirliði íslenzka landsliðsins, eftir sigur- leikinn við Dani á sunnudags- kvöldið. Hann bætti því einnig við, að það hefði ráðið mjög miklu f leik þessum, að tekizt hefði að „blokkera" fyrir Einar Magnús- son, þannig að hann hefði notið sín vel. — Þetta var leikurinn hans Einars, sagði Ólafur, — nú náði hann uppstökkunum, og þegar hann kemst þannig í færi er ekki að sökum að spyrja. Þótt markvörður Dananna væri greini- lega ekki í essinu sínu, þá ber að lita til þess að það er hreint ekki auðvelt að ná þessum skotum, þau eru það föst. Það hafði einnig gífurlega mikil áhrif á leik íslenzka liðsins, þegar Ólafur Benediktsson kom inná og fór að verja en fram til þess, höfðu Danirnir verið með mjög góða nýtingu á þeim skotum sínum sem á annað borð hittu markið. Birgir Björnsson, landsliðs- þjálfari, sagði að það væri hreinn barnaskapur ef því væri haldið fram að þetta væri ekki bezta lið Dana. — Þetta er ekki verra Iið en við mættum í Norðurlanda- meistaramótinu, sagði hann. Birg- ir kvaðst annars vera mjög ánægður með leikinn. — Sóknir íslenzka liðsins nýttust vel, og eft- ir að farið var að „pressa" i vörn- inni voru Danirnir settir út af laginu. Islenzka liðið er farið að leika slika vörn mjög vel. Leik- mennirnir hafa orðið þá snerpu og kraft sem til þarf. Það sem helzt vár ábótavant hjá okkur í þessum leik, var hvað hægra hornið opnaðist illa. Þaðan fengum við á okkur of mörg mörk. Sum þeirra voru mark- vörðunum að kenna, en nokkur vörninni, sem hleypti mönnunum of framarlega inn. Þá má þó ekki sleppa því að taka það með í reikninginn að sá leikmaður Dan- anna sem var atkvæðamestur við að skora á þennan hátt, var mjög laginn og nýtti vel möguleika sfna. Geir ekki nógu góður Þegar Birgir Björnsson var að því spurður hvort hann teldi Geir Hallsteinsson ekki nógu góðan til þess að leika i landsliðinu, svaraði hann: — Ég tel að svo sé ekki. Geir er ekki í góðu formi og á ekki heima í liðinu. bikarkeppni SSÍ Ægir sigraði í stigakeppnirmi með gfírburðum BIKARKEPPNI Sundsambands Islands sem fram fór nú um helgina bar þeirri gleðilegu stað- reynd vott, að aftur virðist vera að færast Iff í sundíþróttina hér- lendis eftir nokkurt deyfðartíma- bil að undanförnu. I keppninni voru sett tvö ný Islandsmet, eitt jafnað og nokkur aldursflokka- met litu dagsins ljós. Fjöldi keppenda f nær öllum sund- greinum var mikill, og flest af þvf fólki sem þarna keppir var ungt að árum og á framtfðina fyr- ir sér. Það er aðcins spurning um þolinmæði og ástundun þess sem skeí" úr um hvort Is- lendingar ná sér aftur á þann „standard“ sem þeir höfðu f þessari frþóttagrein fyrir nokkr- um árum. Það var hin unga og efnilega Ægissundkona, Þórunn Alfreðs- dóttir, sem setti bæði Islandsmet- in í keppninni. Hún synti 800 metra skriðsund á 10:03,3 mín. og bætti met Vilborgar Júlíusdóttur um 2/10 úr sek. og í 400 metra fjórsundinu ruddi Þórunn úr vegi einu elzta íslenzka sundmetinu er hún synti á 5:40,1 mín. og bætti met Hrafnhildar Guðmunds- dóttur frá 1968 um hvorki meira né minna en 5,6 sekúndur. 1 100 metra skriðsundi kvenna jafnaði svo Vilborg Sverrisdóttir úr Hafn- arfirði met Lísu Ronson Péturs- dóttur með því að synda á 1:03,3 mín. Raunar má segja að skipt hafi í tvö horn á móti þessu. Annars vegar var unga sundfóikið sem fer fram með hverju móti sem það keppir í, og hins vegar var svo ,,eldra“ sundfólkið sem margt hvert er hætt keppni, en var að þessu sinni með til þess að hala inn stig fyrir félög sín. I þess hópi var Guðjón Guðmundsson, Akur- nesingur, Guðmundur Gíslason, Ármanni, og Finnur Garðarsson, Ægi. Þessir þrír kappar sýndu ljóslega að lengi lifir í gömlum glæðum. Guðjón vann að vísu ekki sigur, en synti stórglæsilega í boðsundinu sem hann keppti í, 4x100 metra skriðsundi, og náði þar betri millitima en 100 metra skriðsundið vannst á. Synd aö þessir ágætu sundmenn skuli ekki getað fórnað tíma til æfinga. Þeir væru örugglega fljótir að ná sér vel á strik aftur. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.