Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 72 21190 21188 Fa jj ní i. t i.i it. t \ 'AiAjm 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 tel 14444 * 25555 mmim BlLALEIGA car rental Hópferðabílar 8—21 farþega i lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson Simi 861 55-32716-37400. Afgreiðsla B.S.I. FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbikar — stationbilar — sendibílar — hópferðabílar. Úr og klukkur hjá fagmanninum. Verksmióju útsala Átafoss Opid þridjudaga 14-19 fimmtudaga 14-21 á útsolumú; Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Vefnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur á ALAFOSS HF MOSFELLSSVEIT | STAKSTEINAR Þroskaferill Gylfa Óhætt er að fullyrða, að sjald- an hafi málflutningur stjórnar- andstæðinga á Alþingi verið jafn aumiegur eins og á þvf þingi, sem nú situr. Ekki hefur þó vantað gffuryrðin og skrúð- mælgina. Einna spaugilegastar hafa verið f jöleikahúsaleik- brögð Magnúsar Kjartanssonar. Að vísu kom þetta ekki á óvart að þvf er Magnús Kjartansson varðar, enda hefur þetta verið aðall hans stjórnmálaferils frá upphafi. Hitt hefur ónetanlega vakið meiri athygli, þegar jafn grandvar og hófsamur stjórn- málamaður eins og Gyfli Þ. Gfslason er skyndilega farinn að apa eftir erkipáfanum f þessum efnum. Þegar frumvarp rfkisstjórn- arinnar um ráðstafanir f efna- hagsmálum og fjármálum var til fyrstu umræðu á Alþingi sl. föstudag lýsti Gylfi yfir þvf að hann myndi ekki fara mörgum orðum um frumvarpið f það sinn, þar sem hann ætti sæti f þeirri nefnd, er fengi frum- varpið til meðferðar, og þar myndi Alþýðuflokkurinn koma fram með sfnar breytingartil- lögur við frumvarpið. Ekki gat Gylfi þó látið hjá líða að segja, að á einu sviði hefði þessi vonda rfkisstjórn svikizt svo hrottalega aftan að launþegum og ráðizt af slfkri heift á al- þýðuheimilin, að Alþýðuflokk- urinn teldi það heilaga skyldu sfna að flytja þegar við fyrstu umræðu breytingartillögu um þetta efni. Hér var sem sagt um það að ræða að afnema þegar f stað söiuskatt af olfu til húsa- hitunar. Þegar dr. Gylfi hafði farið mörgum orðum um þá einlægu skoðun Alþýðuflokksins, að hann liti á þessa söluskatts- heimtu af húskyndingarolfu sem hið mesta nfðingsverk, stóð Halldór E. Sigurðsson upp og greindi frá þvf að erfitt væri að samþykkja þessa tillögu Al- þýðuflokksins, þar eð söluskatt- ur hefði ekki verið lagður á olfu um alllangt skeið! Ekki verður sagt, að dr. Gyfli sé kominn með stærnar, þar sem Magnús Kjartansson hefur hælana, en þetta sfðasta afrek sýnir, svo að ekki verður um villzt, að hann er kominn vel á veg í f jölleikahúsalistinni. Hitt er athyglisvert, að Alþýðublað- ið hefur ekki séð ástæðu til að geta þessarar merku ræðu þing- flokksformannsins einu orði. En eflaust verður bætt úr því; ritstjórinn hlýtur að gera sér grein fyrir þvf, hversu brýnt það er að kraftar kynnist jafn- óðum nýjustu afrekunum á þroskaferli leiðtogans. Skattalækkun 1 stað kauphækkana Ritstjóri Tfmans ræðir í síð- ustu sunnudagsgrein um þá stefnu stjórnarflokkanna að koma fram skattalækkunum til þess að greiða fyrir kjarasamn- ingum og segir m.a.: Miklar kauphækkanir myndu auka verðbólguna, þvf að f kjölfar þeirra fylgdu óhjá- kvæmilega nýjar verðhækkan- ir, og jafnframt myndu þær stefna atvinnuvegunum í hættu, því að þeir þola ekki auknar byrðar að ráði. Fyrir þjóðfélagið, atvinnuvegina og launþegana eru beztu kjara- bæturnar nú fólgnar í aðgerð- um, sem ekki hafa áhrif til hækkunar, hvort heldur er á kaupgjald eða verðlag. Það er f anda þessarar stefnu, að rfkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér bæði fyrir lækkun beinna og óbeinna skatta í þeim tilgangi að veita láglauna- stéttunum verulegar kjarabæt- ur, sem draga tilsvarandi úr þörf þeirra fyrir mikla kaup- hækkun. Jafnframt verður stefnt að auknum fjölskyldu- bótum, en í nokkru öðru formi en áður. Þrátt fyrir þessar ráð- stafanir verður að vísu nokkur kauphækkun til láglaunastétt- anna eftir sem áður óhjákvæmileg, en hún þarf ekki að verða eins mikil og ella. Því er hér tvfmælalaust stefnt f rétta átt í glfmunni við hinn mikla efnahagsvanda, sem nú er fengizt við.“ virkjanir og nú þegar er bærinn Melun hitaður með jarðhitaveitu og talað um að nýta þannig uppsprettur sunnan vió Paris. Enn einn möguleiki er í endurskoðun, þe.e. jöklaorka. Og loks er ein vatnsaflstöð i Ölpunum, nálægt Mont Blanc, þegar farin að nýta neðanjarðarvatn og talið að reisa megi fleiri þar i nánd á næstunni. Vestur-Þýzkaland: Bonn- stjórnin er ekkert farin að gera til að spara orku — og þetta viðhorf virðist ætla aó duga. Snemma í orkukreppunni. ákvað þýzka stjórnin að treysta á lögmál framboðs og eftir- spurnar við að draga úr orku- notkun. Og þegar veróið á gasi og olíu snarhækkaði, þá minnkaði eftirspurnin. Þannig minnkaði orkunotkunin i Þýzkalandi um 10 af hundraði á síóastliðnu ári. En benzín og olía til upphitunar, sem nóg er til af i Þýzkalandi, er líka á lægsta verði i Evrópu. Dr. Dieter Schmidt frá orkustofn- uninni i Köln sagði nýlega að bezt væri að láta markaðinn ráða. Um leið og þýzka stjórnin heldur við þessa afskiptaleysis- stefnu sína, er hún að láta und- irbúa 108 milljarða dollara tíu ára áætlun til að minnka oliu- notkunina i heildarorkuvinnslu úr 55% niður í 44 af hundraði. 1 áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráó fyrir 25 kjarnorku- rafstöðvum fyrir 1985, sem sjái þá fyrir 15 af hundraði af orku- þörf Þýzkalands. Ef andstaða umhverfismanna nær að draga úr þessum áætlunum — og kjarnorkuöryggisreglurnar i Þýzkalandi eru svo strangar að þær stöðvuðu nýjustu kjarn- orkustöðina um þrjú ár — þá hafa Þjóðverjar kolin i bak- höndinni. Gnægð af kolum er i Þýzkalandi og miklar rannsókn- ir fara nú fram á því hvort ekki sé hægt að vinna úr þeim gas til upphitunar húsa. Gæti það orðið til þess að kolanýting ykist aftur. Bretland: Engin þjóð hefur virzt áhyggjulausari um orkumál sín en Bretar. — Eina leiðin til að draga úr orku- notkuninni er að skammta hana, draga úr raforkufram- leiðslu eða setja upp skömmtun á olíu, sagði Eric Varley, orku- málaráðherra þeirra sl. haust. Stjórnin reyndi þvi aó vekja áhuga manna á sparnaði af frjálsum vilja. Verzlanirnar Marks and Spencer límdu hvatningarmiða um aó slökkva ljósin og kváðust brátt hafa dregið úr orkunotkun um 15 af hundraði. Aó öðru leyti virkaði Framhald á bls. 35 Orkuvandinn: Þjóðirnar keppast við að draga úr olíunotkun sinni OLlUKREPPAN svonefnda hefur vakió flestar þjóðir heims til umhugsunar um orku- gjafa framtíðarinnar og úrræði til að mæta minnkandi og sihækkandi olíuverði. Iðnaðar- þjóðirnar hafa orðið að varpa fyrir borð sínum gömlu orku- öflunaráformum, sem byggjast á ódýrri innfluttri oliu og gera stórfelldar nýjar áætlanir um aðra orkugjafa. Frakkar virðast einna lengst komnir í áætlun- um, segir í grein í Newsweek Þeir eiga á teikniborðinu áætl- anir um framtíðarorkuöflun fyrir Parísarborg, sem byggist á kjarnorku, jarðhitaorku, sjávarfallaorku, sólarorku og jafnvel jöklaorku. En Frakkar eru ekki einir um þetta. Þrátt fyrir alls konar efnahagslega, stjórnmálalega og umhverfis- lega erfiðleika við að beina orkuöfluninni yfir í kjarnorku- vinnslu, eru hundruð kjarorku- rafstöðva í uppsiglingu í Bret- landi, Þýzkalandi, ítalíu og Japan. 1 Newsweek er gerð grein fyrir því hvernig fimm iðnaðarlönd hugsa sér að bregð- ast við orkuskortinum. En fyrst skulum við aðeins líta á okkar eigið land, Island. Á þingi Norðurlandaráðs sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra: „Hvaó snertir olíu og skylda hráorku, er óhætt að segja, að i náinni framtíð verði mögulegt að draga úr notkun á Norður- löndum sem heild. Hvað Island áhrærir er talið að minnka megi núverandi olíunotkun um 'A til ‘/í með þvi að taka í notkun jarðVarma og rafmagn i stað olíu til húsahitunar á næstu árum. Nú þegar hefðu 45% landsmanna húsahitun frá hita- veitum og ætlunin væri að koma því upp í 70% á næstu árum. Aðrir landsmenn fái þá rafmangshitun Þegar það er komið í kring, þurfum við ekki oliu til húsahitunar. En sem kunnugt er eru margskonar áform í gangi eða á rannsóknar- stigi. Verið er að leggja hita- veitu i Hafnarfjörð, Garða- hrepp og Kópavog og á að vera komin 1976, hitaveita frá Svartsengi á að vera komin á Suðurnes 1978 og unnið er að Kröfluvirkjun og Lagarfoss- virkjun að koma í gagnið, nær tilbúnar áætlanir um Hraun- eyjarfossvirkjun og verið að flýta rannsóknum víðar. Frakkland: Frakkar urðu fyrstir til að bregða vió og gera ráðstafanir vegna olíu- kreppunnar. Þingið dreif i gegn lög, sem veittu Giscard d’Estaing vald til að gera ráð- stafanir og hann setti umsvifa- laust 10,2 billjón dollara há- mark á oliuinnflutning ársins 1975. Því munu Frakkar nú flytja inn 10% minna olíumagn en þeir geróu 1973. 1 kjölfarið skipaói Giscard 10% niður- skurð á olíu til iðnaðar og heimili fá ekki keypt nema 80% af þvf magni sem þau fengu í fyrra. 1 febrúar birti Giscard svo 10 ára áætlun, sem miðar að því að minnka magn innfluttrar oliu úr 75% af orkunotkuninni niður i 60% af þeirri orku, sem notuð er í landinu. Lykilorðið er kjarnorka. Með sex nýjum kjarnorkustöðvum, sem þegar eru í byggingu, og 7 til viðbót- ar, sem á að reisa á þessu ári, vona franskir raforkumenn að á árinu 1985 muni þeir hafa í gangi 55 kjarnorkurafstöðvar. Einnig vonar franska stjórnin að unnt verði — með samþykki umhverfismálamanna — að reisa alveg nýjustu geró af kjarnorkurafstöð utan við Parísarborg, sem veiti Parísar- búum mikilvægan orkubónus. 1 stað þess að láta heitt kæli- vatnið af vélunum fara út í Signu, á að nýta þaó til húsahit- unar. Að auki eru Frakkar að vinna af fullum krafti að ýmiskonar öðrum orkuáformum. Verið er að opna aftur franskar kola- námur, og í vor á að hefja víð- tæka leit að olíu úti fyrir ströndum Frakklands. Þá eru Frakkar með í gangi óraun- hæfari orkurannsóknir, svo sem tilraunastöð til að vinna sólarorku fyrir bæina Mont Louis og Odeillo i Pyrenea- fjöllum. En einnig er byrjað að reisa 31 sólarhitunarstöð og stjórnin hefur vonir um að komin verði upp sólarupphituð þorp i Suður-Frakklandi á árinu 1985. Þá hafa verið endurvaktar vonir um rafstöð í St. Malo, þar sem vélarnar ganga fyrir sjávarföllum við mynr.i árinnar Rance. Sú raf- stöð var ekki talin hagkvæm árið 1960, en stórhækkaóur orkukostnaður hefur orðið til þess að nú eru þessar tilraunir í endurskoðun og ýmsir sér- fræðingar gera því skóna að hægt verði einnig að reisa sjávarfallarafstöðvar i mynni stóránna Loire og Garonne. Þá er stjórnin að kanna jarðhita- 5ÓLÍN K0MIN UPP 0& ILMANDI MOR&L/NVERPUR A LEÍOÍNN/./J MÉR ER KVÖLCVEROURINN Böæ/ A ÉGr EKKl AP DRA&A GLU&&ATÍÖLDÍN FYRÍR SVO AÐ KVÖLD5ÓLÍN AN&RI Þi& EKKI ? ' irx: StGtfúND 743

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.