Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 Minning: Jónas Lilliendahl fyrrv. fulltrúi Vinur minn og samstarfsmaður, Jónas Lilliendahl, fv. fulltrúi bæjarsímastjóra, varð bráðkvadd- ur að heimili sínu, Dunhaga 15 hér í borg, aðfaranótt miðviku- dagsins 12. þ.m. Þar er genginn drengur góður. — Jónas var fæddur á Vopnafirði 30. nóvember 1905. Foreldrar hans voru Carl Lilliendahl, bókari hjá Örum & Wulff, og kona hans Ágústa Jónasdóttir frá Kjarna í Eyjafirði. Þeim hjónum varð 4 barna auð- ið. Dóttirin Laufey giftist Einari Pálssyni, útibússtjóra Landsbank- ans á Selfossi. Theódór símritarí og fv. skrifstofustjóri ritsíma- stjórans í Reykjavík, kvæntur Huldu Káradóttur frá Hall- bjarnarstöðum á Tjörnesi. Theódór lét af störfum fyrir 6 árum vegna aldurs. Alfreð, sím- ritari á Siglufirði, var kvæntur Ingunni Steingrímsdóttur, ætt- aðri frá Isafirði. Alfreð andaðist um aldur fram, sextugur, árið 1969. Carli J. Lilliendahl kynntist ég lítillega, er ég starfaði sem símrit- ari á Siglufirði sumarið 1939. Hánn dvaldi þá hjá syni sínum Alfreð. Carl var sannkallaður heiðursmaður, fágaður í allri framkomu og sérstakt snyrti- menni í klæðaburði. Hann var ágætur málamaður og var oft leit- að til hans, á Vopnafirði og siðar á Akureyri, ef túlka þurfti erlend mál og þá einkum frönsku. Rit- hönd hafði hann fagra svo að orð var á gert. Synirnir þrír, sem allir störfuðu sem símritarar, tóku að erfðum góða rithönd föðurins. Var til þess tekið hve leiknir þeir voru á skrift „morse-lykilsins" sem og pennans. Jónas kom barn að aldri til Akureyrar er fjölskyldan fluttist þangað búferlum og faðir hans tók við bókarastarfi hjá verslun Ottós Thuliníusar. Árið 1933, þ. 17. ágúst, kvæntist Jónas æskuvinkonu sinni, Margréti Jónsdóttur frá Akur- eyri. Margrét er systir Björns, for- seta Alþýðusambands Islands og fyrrv. ráðherra. Margrét og Jónas voru afar samrýmd og var hjóna- band þeirra mjög farsælt. Kvon- fangið mun Jónas æ síðan hafa metið sér til mestrar hamingu. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI ÁSGEIRSSON Norðurbrún 1, andaðist i Landakotsspitala sunnudaginn 23. þ.m. Unnur Guðmundsdóttir, Ásgerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Jakobsson og börn. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON. frá Heiðardal. lézt i sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 22. marz. Jarðar- förin fer fram frá Landakirkju i Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26 marz kl. 14. Ásta Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNIJÓNSSON verzlunarstjóri, Sörlaskjóli 30, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. marz kl 1 0.30 f.h Ingveldur Guðnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Bálför t PÉTURS BJÖRNSSONAR, Ránargötu 7 sem lézt að heimili sínu 16. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26 marz. Fyrir hönd vandamanna Konráð Pétursson, Stefán Pétursson. t Útför eiginmanns míns og sonar, JÓNS ATLA JÓNSSONAR vélstjóra, Stigahlíð 14, Rvík, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26 marz kl 1 5 Súsanna Halldórsdóttir, Jónína Jónsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður HELGAS. GUOMUNDSSONAR Haðarstíg 8 Fífa Ólafsdóttir Ólafur Helgason Ásdís Helgadóttir Foreldrar og systkini. stofu bæjarsímans 1943. Hann varð fulltrúi bæjarsímastjóra árið 1955 og gegndi því starfi til 1. september 1974 að hann hætti starfi vegna aldurs, eftir langan og oft erfiðan en dyggan starfs- dag í þágu símans. Þegar Jónas lét af störfum hafði hann unnið hjá símanum í 54 ár. Ég hafði þekkt Jónas í tæp 30 ár, en er ég tók við starfi á skrifstofu bæjar- símans árið 1958 urðu kynni okk- ar meiri og nánari, sem þróuðust í vináttu. Jónas var mjög samvisku- samur i öllu starfi, nákvæmur og lagði áherslu á að hvert mál, sem hann vann að hverju sinni, fengi skjóta og góða afgreiðslu. Jónas var að eðlisfari léttur í lund, hafði gaman að græskulausu gamni og kunni margar hnyttnar kímnisög- ur, sem nutu sin einkar vel i skemmtilegri frásögn hans. Hann var vel látinn af öllu samstarfs- fólki og raunar öllum, sem honum kynntust. Þegar mér barst andlátsfreng Jónasar, miðvikudaginn 12. þ.m. rifjaðist upp í huga mér seinasta skiptið, er ég sá honum bregða fyrir. Það var þrem dögum áður, sunnudaginn 9. þ.m., að ég var staddur á skrifstofu símans í Landssímahúsinu. Mér var litið út um gluggann og sá lágvaxinn mann, kvikan í hreyfingum ganga rösklega austur Kirkjustrætið. Ég fylgdist ósjálfrátt með göngu hans og dáðist að hversu léttur í spori þessi aldni vinur minn var. Hann tók stefnuna á Dómkirkj- una og gekk þar inn, auðsjáanlega til að hlýða á guðsorð og fagran söng. Þar hefur Jónas getað látið hugann reika í björtu og fögru umhverfi, um hið liðna og eflaust hugleitt hið ókomna á æfikvöld- inu og það, sem við tekur að jarð- neska lífinu loknu, þar sem eilíf birta lýsir leiðina að fullkomnari lífi í æðri tilveru. Við, samstarfsfólk Jónasar, hjá bæjarsímanum þökkum honum t GEORG PÉTUR THORBERG GUÐMUNDSSON andaðist að Sólvangi 24. marz 1975. Jarðarförin auglýst slðar. F.h. aðstandenda Magnús Thorlacius t INGIBJORG SKÚLADÓTTIR fyrrverandi skrifstofustjóri Röntgendeildar Landspítalans, Eskihlið 6 B. andaðist 22. marz sl. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1. apríl kl. 1 5. Fyrir hönd aðstandenda, Lovísa Sigurðardóttir og systur hinnar látnu. Útför GUÐMUNDAR ÞÓRARINSSONAR, kennara, Holtsgötu 20, sem lézt 1 9. marz, fer fram frá Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði, miðvikudag- inn 26 marz kl 2 e h Guðlaugur Þórarinsson, Dagbjört Sigurjónsdóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Vélsmiðjan Nonni h.f., U m boðsskrif stof a. Hverfisgötu 32. Þau eignuðust einn son, Gústaf, sem kvæntur er Maríu Tómas- dóttur frá Selfossi. Þau eru búsett og reka myndarbú að Skálmholti í Villingaholtshreppi. Margrét og Jónas nutu þess að heimsækja einkasoninn og tengdadótturina. Dvelja hjá þeim um stund i faðmi móður náttúru frá erli og skarkala borgarlífsins. Árið 1920 hóf Jónas starf við símstöðina á Akureyri og vann þá sem sendisveinn. Þar kynntist Jónas nýjum heimi — heimi fjar- skiptanna — sem heillaði hann mjög. I framhaldi af sendisveins- starfinu nam Jónas fræði símrit- unar og lauk prófi árið 1924. Hann starfaði sem símritari á Siglufirði og í Reykjavik til 1. maí 1925 er hann fluttist til Seyðis- fjarðar og gerðist símritari þar. Á Syðisfirði starfaði Jónas til ársins 1932, að hann fluttist aftur til Reykjavíkur. Jónas vann sem sím- ritari í Reykjavík til ársins 1942, þá hvarf hann frá símritarastarf- inu að læknisráði. Jónas byrjaði að vinna á skrif- ánægjuleg og ógleymanleg kynni og vottum eiginkonu hans, frú Margréti, einkasyninum, tengda- dóttur, barnabörnum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Belssuð sé minning Jónasar Lilliendahl. Hafsteinn Þorsteinsson. Með klökkum hug kveð ég mág minn Jónas Lilliendahl. — Eg á svo margs að minnst og margs að sakna i sambandi við áratuga vin- áttu hans. Það eru orðin fjörutíu ár síðan við hjónin fluttum að norðan til suðurlandsins og sett- umst að í talstöðinni á Gufunesi, þar sem Theodór var falið að starfa. Jónas var þá fyrr fluttur til Reykjavíkur ásamt eiginkonu sinni Margréti og höfðu þau búið sér hlýlegt heimili hér. Þangað vorum við ætíð velkomin, hvernig sem á stóð. Þar áttum við alltaf skjól ef eitthvað var að. Þau hjón- in voru óvenjulega samrýmd og samhent og því var svo yndislegt að heimsækja þau og eiga að. Jónas var gæddur persónutöfr- um gleðinnar. Hann var greindur, gamansamur og — góðviljaður. Glettni hans var græskulaus, en skarpskyggni hans á broslegu hliðar málanna átti sér naumast takmörk. Hann gat glatt og skemmt öðrum, svo öll ólund fauk út í veður og vind. Hann var bros- hýr og hláturmildur og sagði oft snilldarlega vel frá. Ég dáðist að því með sjálfri mér, hve minnug- ur hann var á ýmsa fyndni og átti því gott með að grípa til hennar þegar bezt átti við. Jónas var lika alvörugefinn og mjög samúðarrík- ur. Mér var kunnugt um að hann unni góðum bókmenntum og skáldskap — en tónlistinni held ég að hann hafi unnað öllu frem- ur, í heimi listanna. Það var eitt kvöld, fyrir nokkr- um dögum að hann var staddur hjá okkur. Talið barst að mörgu, eins og gengur, dægurmálum og ýmsu fleiru. Þá sagði hann okkur að hann hefði lesið þýzka texta sálmsins „Á hendur fel þú hón- um“ (eftir Gerhardt) og hann dáðist að því hve íslenzka þýðing- in tæki honum mikið fram, að hans mati. Þetta var hann að fhuga þá. Jónas hafði næman smekk fyrir mörgu listrænu, til dæmis kirkjusöng og orgelleik, enda fór hann oft til kirkju. Líka sótti hann mikið hljómleika góðra listamanna. — Þegar hann kom til okkar siðast virtist mér hann vera á hraðri ferð og spurði hann, hvort hann ætlaði ekki að stanza núna. Hann svaraði með nokkurri áherzlu: „Jú, nú ætla ég að stanza." Það Framhald á bls. 24. t Móðir okkar, SIGNÝ BJARNADÓTTIR, ÓSinsgötu 20 B, andaðist I Landspítalanum 23. marz. Börnin. útfaraskreytingar Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770 S. Helgason hf. STÍINIOJÁ llnholtí 4 Slmar 14477 og I41S4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.