Morgunblaðið - 25.03.1975, Page 33

Morgunblaðið - 25.03.1975, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 33 Líkið ð / grasfletinijm O bp„J6osl y°o/ SaOftir 19 teljandi samneyti við aðra hér, og Petrenfrökenarnar eru alltof nízkar til að tíma að umgangast nokkurn mann. En það gefur auga leið — að við hittumst oft og kíkjum inn hvert hjá öðru. Við erum sem betur fer heldur vin- veitt hvert öðru. — Haldið þér að maður gæti dvalið hér í einhverju húsanna — við skulum segja í þrjá sólar- hringa, án þess að nágrannarnir fréttu af þvi? Augnaráð hennar varð dálftið flöktandi, en rödd hennar var ró- leg þegar hún svaraði: — Því ékki það? Enda þótt við komum hvert til annars án þess að vera hátíðlega boðin, höldum við ekki uppi nákvæmu eftirliti. Vinnukonur og þjónustu- stúlkur sjá nú oft ýmislegt, sagði Löving eins og óvart. Já. Mér fannst hún hika við. — Vinnukonan mín er að minnsta kosti eins og uppsláttarbók i kjaftasögum. En hún hefur þvi miður verið i frii undarifarnar þrjár vikur og kom ekki heim fyrr en í gærmorgun. Og ekki þýðir að treysta neitt á Huldu... Dauflegt bros lögreglustjórans gaf til kynna að hann hefði þegar gert sér grein fyrir því að ekki væri mögulegt að búast við sér- lega miklum yfirlýsingum frá Huldu. Rödd hans var ögn hörku- legri, þegar hann hélt áfram: — Þér þekktuð Tomas Holt? — Já auðvitað. Við þekktum hann öll hér í Dalnum. — Vissuó þér að hann var kom- inn aftur heim? — Nei. -- Hvenær fréttuð þér það? — í morgun. Maj Britt, vinnu- konan mín kom inn og sagði... að hann hefði ... verið myrtur á Ár- bökkum. Rödd hennar var hljómlaus og hún forðaðist að líta á okkur hin. — Holt kom til Skóga á sunnu- dagskvöld, sagði Löving. — Það sást til hans, þegar hann beygði inn á veginn sem liggur hingað niðureftir. Eftir það vili enginn kannast við að hafa séð hann. Hafið þér nokkuð hugboð um, hvar hann gæti hafa haldið til þennan tíma? Aftur þetta flóttalega augnaráð, sem ég hafði tekið eftir nokkrum sinnum. — Nei, hvernig ætti ég að vita það? Löving andvarpaði mæðulega. — Ég er tilneyddur að spyrja. Maður verður að hafa leyfi til að vona, að einhver komi með ein- hverja vísbendingu að lokum .. .. Og nú þætti mér vænt um að þér segðuð okkur, hvað þér aðhöfðust í gærkvöldi... . — Eg var í afmælisveizlu hjá vinkonu minni. Hún býr í hinum enda bæjarins og klukkan var orðin nokkuð margt... sennilega að nálgast eitt, þegar ég kom heim aftur. — Sáuð þér eða heyrðuð nokkuð grunsamlegt á heim- leiðinni? — Nei, alls ekkert. Þaó var tunglsljós en ég gat ekki betur séð en kyrrð væri yfir Dalnum og enginn á ferli. Ég fór strax að hátta og ég var sofnuð, þegar maðurinn minn vakti mig, en hann var að koma heim úr við- skiptaferó. Þá var klukkan um hálf þrjú. Lou Mattson minnti á mennta- skólanema í munnlegu prófi og hún virtist draga andann léttar eins og hún hugsaði með sér: Þetta fór betur en ég hélt. En gieði hennar dvínaði snögglega, því að allt í einu varð hún bæði skelfd og ráðvillt. Við höfðum öll heyrt hratt fóta- takið úti i forstofunni og beindum augnaráði okkar ósjálfrátt í áttina þangaó. Maðurinn sem hafði fengið and- lit Lou Mattson til að fölna upp var á fimmtugsaldri. Hann hafði grófa andlitsdrætti og kuldaleg djúpstæð augu. Ég horfði á Einar með nokkurri andúð, þegar hann þrýsti hönd hins nýkomna allt að þvi hjartanlega og lýsti því yfir að það væri gaman aó sjá hann , aftur .... Þar var sem sé kominn ' eiginmaður Lou Mattson, Yngve. j Maj Britt hafði sagt honum að i Lou hefði farið að Árbökkum svo að hann hafði farið á eftir henni I til að heyra hvernig fólki var inn-1 anbrjósts eftir þennan voðalega. atburð. En það var nú sannarlega I mjög dularfullt að Tommy skyldi | komahingað og láta myrða sig ■ hér ... hér á Árbökkum í allri J friðsældinni. Og hvaða erindi I hafói hann átt til Skóga? Nei,j Mattson forstjóri vissi ekkert og J skildi ekkert, en hann var fús aó* segja hvað hann hefði aðhafst | kvöldið áður. Og án þess að kæra • sig um biðjandi augnaráð eigin-J konu sinnar sagði hann: — Ég fór að heiman á fimmtu-| daginn í vióskiptaerindum og ég. kom heim i gærkveldi. Eg skyldi' bílinn eftir niðri við vegamótin, | því að ég hef bílskúrspláss inni í • bænum. Lou var vakandi og beið J eftir mér og hafói hitað vatn í te I og þegar við höfðum rabbað | saman smástund fórum við að ■ hátta. Þá hefur klukkan verið' hálf ellefu .... | Það var vissulega gulls ígildi að | virða fyrir sér andlitið á Löving ! lögreglustjóra. — Haldið þér fast við frásögn | Skinnakeppni á Akureyri ÍSLENZKIR loðdýraræktendur hyggjast efna til skinnakeppni á Akureyri helgina 12r-13. apríl n.k. Er þetta fyrsta keppni sinnar tegundar hér á landi síðan loð- dýrarækt var tekin hér upp á nýj- an leik. Dómari verður enskur, Barrie Phipps að nafni. Velvakandi svarar I sfma 10-100 kl. 10.30— 11.30, frá mánudegi ' til föstudags. % Enn um landbúnað Herdís Hermóðsdóttir skrifar: „Heill Velvakandi. Nú langar mig til að notfæra mér þitt góða boð og biðja þig fyrir nokkrar athugasemdjdir við grein Guðríðar B. Helgadóttur frá 12 marz s.l. Það verður nú vist enginn upp- næinur við slikum viðbrögðum og frú Guðriður sýnir þegar minnzt er á landbúnaðarinál og þá dæina- lausu dýrtiðarskrúfu, sem verð- lagsmál landbúnaðarins eru og hafa verið. En Velvakandi hefur sjálfur gert athugasemdir við það og suint fleira i uinræddri grein, sein ég er alveg saminála, og inun þvi ekki ræða hér. En vegna annars, sem frain kemur i greininni, vildi ég benda frúnni á það, að inér hefði fundizt viðkunnanlegra hefði hún notað skrif sin til að færa rök fyrir ináli sinu tneð þvi að benda á það í grein minni, sem hún álítur „bull“, fremur en lýsa á þennan hátt gáfnarfari skólasystkina sinna og viðbrögðum kennarans við þeiin. En þótt hún hafi, að eigin dómi, fjórfalt bókhaldsvit á við flesta þykir inér þó á skorta glöggskyggni frúarinnar, þar sein hún virðist ekki skilja innihald orðsins um „vitið í litlafingrin- um“, en það skýrir að nokkru sérstæðan skilning hennar og fullyrðingu um, að ég og aðrir, sem skrifað hafa um land- búnaðarinál, viljum leggja hann niður. Slfkt er bull. % Hallarpeningar til verðjöfnuðar Um varinavirkjanir bænda til ylræktar og heilsuhæla hef ég ekki heyrt getið áður, en hallar- bygging þeirra i Reykjavík er aft- ur á inóti löngu kunn. Þar geta þeir trúlega haldið skeleggar ræð ur uin „jafnvægið i byggð lands- ins“ og nauðsyn þess að flytja fyrirtæki, sein áratugum sainan hafa verið i Reykjavik út á lands- byggðina. Þar tel ég að eðlilegra hefði verið að bændur hefðu lagt hall- arpeningana i sjóð til að inæta verðsveifluin eða öðruin skakka- föllum landbúnaðarins, hliðstætt þvi, sem gerist hjá sjávarútvegin- um og sjóinönnuin. En slikt þarf landbúnaðurinn ekki aldeilis. Neytandinn er þvingaður ineð ríkisskipaðri einokun á land- búnaðarvöruin til að hlíta hvers kyns okurverði á þessuin fæðu- tegundum. Þegar neytandinn get- ur svo ekki borgað það, sem upp er sett, og þar af leiðandi ekki keypt vöruna, er hann skattlagð- ur til að niðurgreiða hana. Fint skal það vera, og ekki skortir óréttlætið. Svo segir Guðríður, að bændur hafi ekkert hagræði af niður- greiðslunuin, neina þá ineð sér- stöku móti, sem þeir hafa ekki tíma til að notfæra sér fyrir þvi að fratnleiða þessa ódýru vöru. Það brosa sjálfsagt fleiri en ég. % Mismunun búgreina Þá vil ég benda Guðriði á, að margendurteknar kvartanir bænda um mismunun búgreina i niðurgreiðslum, þar sein nauta-, svina- og hænsnakjötsfrainleið- endur verða að búa við það órétt- læti, að frainleiðsla þeirra er ekki niðurgreidd, tala ólygnasta ináli uin fullyrðingu hennar. Um hinar innansleiktu fjár- hirzlur ríkisins, sem eru i raun ekki annað en vasar skattgreið- enda, vil ég aðeins segja, að bænd- ur hafa ekki látið sitt eftir liggja að fægja þær sein bezt. „Flækingarnir“, sem frúin talar um, tilheyra sjálfsagt hinum 200.000 Islendingum, mér og min- uin likum, sein munu gera sér að góðu íslenzkt sólskin i ár, og geta það trúlega, þar sein bændur landsins munu enn ekki vera farnir að selja sólina. En hinn svokallaða „Veiðirétt" i áin og vötnum landsins, allt upp í óbyggðir, selja þeir þvílíku okur- verði, að enginn Islendingur mun geta rennt þar færi fyrir bröndu, ef frain fer setn nú horfir. Koma tekjur bænda af þessu þó hvergi fram i verðlagsgrundvellinum fyrir útreikninga á verði búvara, en aftur á móti gera góðar tekjur sjóinanna þegar vel veiðist, laun iðnaðar- og verkamanna það, sein uppinælingu og yfirvinnu trú- lega, en þetta kallast „viðmið- unarstéttir“, sem hafa þó ekki enn getað byggt sér hallir i Reykjavik, og er bættur skaðinn. % Illa farið með verðmæti Þá vil ég að endingu tninnast á ullina og ullarvörurnar, sein frúin segir réttilega, að séu dýrinætar. Mér verður á að spyrja, hvernig standi þá á því, að bændur sjálfir gæta ekki betur slikra verðinæta en raun ber vitni þegar þeir láta féð draga á eftir sér reifið frain eftir öllu sumri, svo öinurlegt er á að horfa, og hlýtur að verða skað- legt fyrir féð. Þetta hlýtur að leiða hugann að þvi, hvort bús afurðir séu ekki svo hátt verð- lagðar, að bændur þurfi alls ekki að nýta þær allar. Þá vekur það lika furðu margra hve ótrúlega viða hey er látið liggja út uin öll tún svo vikuin skiptir og það í haustrigningun- um. Gæti ég vel hugsað mér, að spara inætti töluvert fóðurbætis- kaupin ef bætur væru á þessu ráðnar. Un uin verðhækkanir á fóður- bæti, sein allir vita, að verða injög iniklar, vil ég segja þetta: Verði diikaskrokkar þeir, sein nú ganga i frystihúsuin víðs vegar uin land- ið látnir hækka í verði, sem svar- ar því að þeir væru aldir á því fóðri til söludags, þá hygg ég að skörin sé komin að fullu upp á bekkinn og landbúnaðarhneyksl- ið kórónað. Svo vona ég að frú Gúðríður debeteri og krediteri þetta i rétta dálka i sínuin inakalausu bók- færslukolli. Herdis Herinóðsdóttir, Eskifirði." 58 þús. stolið BROTIST var inn í íbúð við Fálkagötu s.l. föstudag og þaðan stolið bankabók. I bankabókinni lágu 29 þúsund krónur í seðlum og sama dag hafði þjófurinn tekið út úr bókinni i banka 29 þúsund krónur, þannig að hann hefur haft samtals 58 þúsund krónur upp úr krafsinu. nucivsincnR <^-«22480 SKATTHOL hvítlökkuð. LJOS & ORKA STÆKKUNAR- LAMPINN FRÁ LUXO TVÆR STÆRDIR SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS K ORKA ndsbrautl2 sími S14 88 Siidnrla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.