Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 Jóhannes EUasson bankastjóri -Minning „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“ Jóhannes Elíasson, bankastjóri, var sonur norðlenzkrar byggðar. Gegnt sæti hans í einkaskrif- stofunni i Útvegsbankanum hékk á veggnum fögur ljósmynd í litum af bernskustöðvunum, Hrauni í öxnadal. I ótalmörgum viðræðum á löngum starfsferli bar minning- arnar um æskuheimilið oft á góma. Liðnir atburðir voru rifjaðir upp og borin saman lífs- barátta fólksins fyrr og nú. Um allt þetta ræddi Jóhannes af næmum skilningi og einlægri samúð. Glettni lífsins fór ekki fram hjá honum. Það var unun, sem ekki gleymist, að hlusta á gamansögur hans, sem ætíð voru græskulausar. Ungur að aldri missti Jóhannes ástríka móður, og mun sá atburður hafa haft djúp áhrif á jafn tilfinningaríkan mann og hann var. Umhyggja góðs föður dró úr sárasta sviðan- um. Jóhannes Elíasson var fæddur þann 19. maí árið 1920, sonur hjónanna Elíasar Tómassonar og Róslínar Berghildar Jóhannes- dóttur, sem bjuggu góðu búi að Hrauni í öxnadal. Hann fór snemma að hjálpa til við heimilis- störfin og á skólaárunum fékkst hann við margt. Þegar Jóhannes var 18 ára brá faðir hans búi og flutti til Akureyrar, þar sem hann gerðist fulltrúi í útibúi Búnaðar- banka Islands. I heimasveitinni hafði Elías gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, sem við var að búast, er jafn fjölgáfaður og dug- legur maður átti hlut að máli. Jóhannes brautskráðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941. Þar komu forustuhæfileikar hans fljótt í ljós, var m.a. Inspector Scolae. Hann lauk laga- námi 1947 og gerðist þá fulltrúi í menntamálaráðuneytinu. Um skeið fékk hann leyfi frá störfum í ráðuney.tinu og annaðist þá stjórn umfangsmikils útgerðar- fyrirtækis. Hann stundaði málflutningsstörf, varð héraðs- dómslögmaður 1948 og hæsta- réttarlögmaður 1956. Mér er kunnugt um, að lögfræðistörf áttu einkar vel við Jóhannes, þótt hann gerði þau aldrei að aðal- starfi. Hefði hann lagt inn á þá braut hefði 'hann tvímælalaust orðið einn af hæfustu málflutningsmönnum landsins, þar sem saman fór skarpur skilningur, traust dómgreind og alhliða þekking. Hann átti og óvenju létt með að tjá sig, mál hans hnitmiðað og ljóst. Snemma hlóðust mörg trúnaðarstörf á Jóhannes Elías- son. Hann átti sæti í nefndum, sem fjölluðu um hin margvls- legustu mál. Hann var tvívegis einn af fulltrúum Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, var f hópi trúnaðarmanna, sem önnuðust móttökur erlendra þjóðhöfðingja, átti sæti í sáttanefndum, kjara- dómi og vann oft með sérfræðing- um stjórnvalda að tillögugerðum, einkum á sviði efnahagsmála. Að öllum þessum störfum gekk Jóhannes Elíasson af einbeitni, og að dómi þeirra, sem bezt þekktu til, oft og tíðum af of mikilli ósérhlifni. Samvizkusemin og atorkan voru svo sterkir strengir í skapgerð hans og sjálfs- ögun. Jóhannes Elíasson hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og fylgdi þar Framsóknarflokknum að málum. Hann átti sæti I æðstu stjórn flokksins og hafði þar mikil áhrif. Leiðin inn á Alþingi stóð honum opin, hefði hann kært sig um. I fylkingu framsóknarmanna er nú skarð fyrir( skildi sem og annars staðar, þar sem Jóhannesar Elías- sonar naut við. Jóhannes var ráðinn banka- stjóri í Útvegsbanka Islands sumarið 1957 og gegndi því starfi il æviloka. Ólafur Björnsson for- maður bankaráðs Ú.l. gerir hér í blaðinu störfum hans fyrir bankann skil. Ekki eitt einasta orð í grein formannsins um starf Jóhannesar Eliassonar fyrir bankann er ofmælt. Um það atriði er ég örugglega dómbær eftir nær 12 ára samstarf. Jóhannes helgaði bankanum krafta sína af heilum huga og undanbragðalaust, enda naut hann virðingar starfsfólks- ins og viðskiptamanna bankans, utan lands sem innan. Jóhannes Elíasson vildi leysa vanda hinna mörgu, er til hans leituðu. Greiðviknin einn ríkasti þátturinn í hinni jákvæðu afstöðu hans til lífsins. Hann tók þvi meir en nærri sér að verða oft sem bankastjóri að neita fólki um fyr- irgreiðslu. Jóhannes Elíasson var atorku- og raunsæismaður. Erfiðleikar þjóðarheildarinnar og einstak- linga fengu því meir á hann en marga aðra — en hann gladdist aftur á móti þeim mun innilegar þegar vel gekk. Það var ætíð til- hlökkunarefni að færa honum góð tíðindi. Þá færðist gleðisvipur yfir andlitið og gamanyrðin fuku. Jóhannes Elíasson var list- hneigður. Hann fékkst við að mála í tómstundum og hann hafði yndi af ljóðum. Hann hafði óvenju fágaða framkomu og elskulegt viðmót. Hann var geð- ríkur, en kunni að stilla skap sitt. Hann var hreinskiptinn og raungóður, í hópi beztu drengjanna, sem ég hefi kynnzt á lífsleiðinni. Við samstarfs- mennirnir í Utvegsbankanum geymum minningarnar. Þær eiga oft eftir að rifjast upp. Ef til vill sækja þær fastast að á einveru- stundum. Jóhannes Ellasson var kvæntur Sigurbjörgu Þorvaldsdóttur, út- gerðarmanns I Ólafsfirði. Engum gat dulizt, að á milli þeirra hjóna var mikið ástríki. Þau eignuðust þrjú börn: Róslín, gift og búsett I Bandarikjunum, Kristín, sem er I þann veginn að ljúka námi I Frakklandi, og Þorvaldur sem býr á heimili foreldra, og stundar störf hér I borg. Jóhannes Eliasson andaðist að kvöldi mánudagsins 17. marz s.l., og fer útför hans fram frá Dómkirkjunni I dag. Banamein hans var hjartabilun. Enn rlkir vetur á Islandi — en við biðjum til guðs, að „geislar sumarsólar" verndi ástvini hans og styrki I sorginni. Hvil þú I friði góði vinur. Jónas G. Rafnar. SÚ HARMAFREGN barst um bæinn sl. þriðjudag, 18. mars, að Jóhannes Elfasson bankastjóri við Útvegsbanka íslands hefði orðið bráðkvaddur á Land- spítalanum kvöldið áður, aðeins 54 ára að aldri. Jóhannes Elíasson lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands árið 1947. Hann gegndi síðan ýmsum störfum uns hann vorið 1957 var ráðinn bankastjóri við Útvegsbanka íslands og gegndi hann því starfi til dauða- dags. Mikinn meirihluta starfsævi sinnar helgaði hann þannig þeirri stofnun og verður hér einvörð- ungu minnst starfa hans í þágu hennar. Þótt við Jóhannes höfum allengi verið lítilsháttar málkunn- ugir þá var það fyrst eftir áramót 1968—69 er ég var skipaður for- maður bankaráðs Útvegsbanka ís- lands, að nánari kynni okkar og samstarf hófust. Um okkar sam- starf vil ég I stuttu máli segja það, að þótt samstarfsmennirnir séu orðnir margir á ýmsum vettvangi á langri starfsævi og miklu séu þeir fleiri, er ég minnist með hlýj- um hug en hið gagnstæða, þá eru þeir fáir sem mér er jafnljúft að minnast samstarfsins við sem Jóhannesar. Starfshættir Jóhannesar voru jafnan þeir að kynna sér hvert málefni frá sem flestum hliðum og vera þó opinn fyrir öllum þeim sjónarmiðum er máli skipta. En eftir að hafa tekið afstöðu til málsins hélt hann henni jafnan fram af mikilli einurð og festu. Sennilega eru fá störf I okkar þjóðfélagi, sem meiri vandi er að sækja þannig af hendi, að til vinsælda og virðingar leiði, en bankastjórastörfin. Tilmælin um hverskonar fyrirgreiðslu verða alltaf svo miklu fleiri en mögu- leikarnir á því að veita fyrir- greiðsluna, að nei-in hljóta alltaf að veróa miklu fleiri en já-in. Til þess að gegna slíku starfi með sæmd þarf einmitt þá mannkosti sem Jóhannes var I svo ríkum mæli gæddur, annarsvegar víð- sýni og lipurð en á hinn bóginn festu til að framfylgja nauðsyn- legum ákvörðunum, þótt miður vinsælar væru. Það er Útvegs- bankanum mikið áfall, ekki síst á þeim erfiðleikatimum, sem nú eru, að missa slíkan forystumann sem Jóhannes var. Verður hans skarð ekki fyllt I nánustu framtíð, þótt ég voni með tilliti til þess láns, sem stofnuninni hefur fylgt að því er snertir val manna I trúnaðarstöður, að svo megi sem fyrst verða. Auk bankastjórastarfsins gegndi Jóhannes ýmsum öðrum mikilvægum trúnaðarstörfum á vegum bankans, má þar nefna að lokum, að hann hefir síðan 1961 átt sæti I stjórn Fiskveiðasjóðs og um skeið einnig átt sæti i stjórn Iðnþróunarsjóðs. En þótt stofnunin hafi mikils I misst og okkur sem lengi höfum með Jóhannesi starfað að málum bankans sé harmur í huga að sjá svo óvænt á bak hugljúfum sam- starfsmanni er þó þyngstur harm- ur eftirlifandi konu hans frú Sigurbjargar Þorvaldsdóttur og þriggja uppkominna barna þeirra, Róslínar, Kristínar og Þor- valds. Þeim votta ég mína dýpstu samúð og bið máttarvöldin að styrkja þau I mótlæti þeirra. Úlafur Björnsson. ÉG KYNNTIST Jóhannesi Elias- syni fyrst að ráði, þegar hann var nýtekinn við bankastjórastarfi I Útvegsbankanum en ég var um nokkurt skeið formaður banka- ráós. Frá byrjun tókst með okkur hin ágætasta samvinna. Sérstaka athygli mína vöktu vönduð vinnu- brögð hans. Komu þau m.a. fram í þeim greinargerðum, er hann öðru hverju flutti bankaráðinu um þróun peningamála og stöðu bankans I því samhengi, en slikar greinargerðir höfóu lítt tíðkazt áður I bankaráðum hér á landi. Löngu síðar, eftir að ég hóf störf I Landsbankanum, urðu kynni okkar enn nánari, ekki sízt þegar við nokkrum sinnum sátum saman ársfundi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Lærði ég þá enn betur að meta ágæta eiginleika Jóhannesar sem bankamanns, stjórnmálamanns, og þó umfram allt sem manns. Jóhannes Elíasson var einn helzti hvatamaður aukinnar sam- vinnu milli viðskiptabankanna, sem mjög hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Átti hann frumkvæði að því, að þeirri sam- vinnu var komið í fastari skorður með stofnun Sambands íslenzkra viðskiptabanka fyrir þremur árum síðan. Sat hann I stjórn sambandsins frá upphafi og ákveðið hafði verið, að hann skyldi nú taka við formennsku þess. I þessari samvinnu á milli bankanna komu fram þau sömu einkenni Jóhannesar og ég hafði áður kynnzt í Útvegsbankanum, samvizkusemi og vönduð vinnu- brögð samfara drengskap, sann- girni og lipurð, er gerðu öll sam- skipti við hann sérstaklega ánægjuleg. Fráfall hans, einmitt þegar hann átti að takast á hend- ur forustu I samtökum viðskipta- bankanna og vera fulltrúi þeirra I samstarfi við bankasamtök nágrannalandanna, er því mikill missir fyrir islenzku bankana alla. Enda þótt samstarf og sam- skipti okkar Jóhannesar Elías- sonar snerust fyrst og fremst um bankamál, kynntist ég einnig á síðari árum skoðunum hans og viðhorfum i stjórnmálum, en þau höfðu verið áhugamál hans frá unga aidri. 1 þeim málum hafði Jóhannes til að bera óvenjulega þekkingu, skilning og viðsýni. Þátttaka slíkra manna I stjórn- málastarfi er mikils virði, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og skarð fyrir skildi, þegar þeirra missir við í miðju starfi. Það er mikil eftirsjá að mönn- um eins og Jóhannesi Elíassyni. Satt að segja finnst mér, að hún hafi að fáum mönnum verið meiri. Jónas H. Haralz. Á fyrsta námsári okkar I Menntaskólanum á Akureyri vor- um við Jóhannes Elíasson sessu- nautar og tókust fljótlega með okkur náin kynni, sem héldust óslitin þar til hann var numinn brott af sjónarsviði þessa llfs með svo óvæntum hætti. Þótt ein- kennilegt megi heita virtust helztu einkenni í dagfari hans vera þá þegar fullmótuð. Hann var greinilega ólíkt þroskaðri, reyndari og fágaðri en við jafn- aldrar hans. Hann rataði snemma á mundangshófið vandhöndlaða, enda var honum of og van jafn fjarri skapi. Þótt hann væri fulltrúi I Menntamálaráðuneytinu og ræki málaflutningsskrifstofu um tíma, starfaði hann lengstum sem bankastjóri Útvegsbanka Islands, þar sem góðir hæfileikar hans, samvizkusemi og gætni, raunsæi I hugsunum og glöggnskyggni nutu sín til fulls. Hann gekk jafnan glaður til starfa og farnaðist vel við samstarfsmenn sína og undir- menn, enda viðtalsljúfur að eðlis- fari bæði við meiriháttar og minni. Mér segir svo hugur um að það sé ekki aðeins sár blóðtaka fyrir okkur bekkjasystkini hans að sjá á bak slíku valmenni sem Jóhannesi Eliassyni, heldur og líka fyrir Útvegsbanka Islands. Báðir aðilar vita jafnvel hvað þeir hafa misst. Þótt starfsgleði Jóhannesar væri við brugðið átti hann eins og flestir aðrir hugðarefni, sem hann stundaði I tómstundum sínum. Þar sem hann unni islenzkri náttúru, tók hann sér pensil I hönd og málaði einkum landslags- málverk, sem prýddu m.a. stofu- veggi á vistlegu heimili þeirra hjóna við Laugarásveg. Honum var áreiðalega þvert um geð að bera ávexti af tómstundaiðju sinni á torg eða tún að hætti fram- takssamra framagosa. Þannig var hann gerður. Fundum okkar Jóhannesar bar slðast saman fyrir rúmri viku og vorum við þá staddir niðri á póst- húsi. Hann lék alsolla og kvað m.a. að nú væri svo hart gengið að bankastjórum viðskiptabankanna er útlán varðar, að þeir hefði ekki lengur gólf til að standa á, vegna „þak“ aðgerða sér æðri meistara. Honum var létt að bregða fyrir sér glettni og jafnvel gráglettni, ef svo bar undir. En allt er I heiminum hverfult jafnt bros sem gamanmál geðþekkustu sam- ferðamanna okkar. Birtan, sem slíkir menn bera inn I huga og hjarta náungans, lifir þá samt sem betur fer. Jóhannes var einn af þeim fáu mönnum, sem jafnan ástundaði „aðgát I nærveru sálar“ eins og skáldið segir. Hann var þannig óvenjulegur geðspektarmaður. Hann tók sér aldrei skáldaleyfi I breytni sinni, enda sést gleggst af henni, að hann skildi til hlítar I hverju ósvikið manngildi er fólgið. Enda þótt likaminn væri ekki nógu heiibrigður, átti sál hans þau fjör- efni, sem skapa heilbrigð lífsvið- horf, festu og hófsemi. Á Jóhannesi var bragur farsæls og frjáls manns. Nú er skammt stórra högga á milli. Stúdentarnir frá Mennta- skólanum á Akureyri 1941 hafa orðið að horfa á eftir þremur mætum mönnum ofan I gröfina með stuttu millibili. Að lokum langar mig til að votta eiginkonu og öðrum nánum vandamönnum einlæga samúð mina. Halldór Þorsteinsson. Nokkur kveðjuorð. Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilifð að skilið. Ég hef mál mitt með þessu versi úr snilldar ljóði Jónasar Hall- grímssonar, Feróalok, með hug- ann fullan af söknuði við brott- hvarf skólabróður míns og alda- vinar. Enginn hefir, að ég hygg, dáð ljóðið Ferðalok og skáldið Jónas Hallgrímsson sem Jó- hannes. Hann bar merki og yfir- bragð ljóðrænunnar og skírleik- ans, sem fram kemur I ljóðum þessa listaskálds. Það var eins og hann lifði I anda ljóðsins, ljúfur, skír og traustur, allt I senn. Því vík ég að þessu hér að Jóhannes Elíasson var fæddur og uppalinn að Hrauni i öxnadal. Um skyld- leikatengsl veit ég ekki, en I huga mér renna saman áhrif ljóðsins og líf og hátterni þessa einstaka drengs og vinar. Á þessu er skýr- ing I minum huga. Umhverfi mannsins hefir áhrif á þroska hans og skapgerð. Ljóðrænan og skírleikinn geta birzt I öðru formi en ljóðinu einu saman. Það getur birzt i lifi og hátterni mannsins. Kynni okkar Jóhannesar hófust í Menntaskólanum á Akureyri fyrir nær fjórum áratugum. Báðir vorum við sveitamenn og þekkt- um vel til starfa að hátta sveitalífsins eins og það var i afskekktari sveitum á þeim tíma. Hvort sem þessi var ástæðan, eða aðrir þættir, ófust milli okkar vináttubönd sem aldrei hefir skugga á borið frá upphafi. Námsárin liðu. Jó- hannes var óvenju þroskaður sem námsmaður og sem persóna. Hvar sem hann kom við sögu var hann traustur I orði og verki. Hann var Iistrænn og hafði snilldar hand- bragð og skyn á línum og litum. Sá var háttur í MA að skipa i embætti inspector skóla þann nemanda i efsta bekk er traustur væri og vinsæll. Handleiðsla Sigurðar heitins skólameistara, þess mæta manns, brást sjaldnast við þetta val. Allir þeir, sem ég þekki úr þeim hóp, hafa reynzt dugnaðar- og framkvæmdamenn á ýmsum sviðum þjóðlifsins. Úr okkar hópi var Jóhannes Elíasson valinn til þessa starfs. Hann brást þar ekki, né heldur varð hann eftirbátur fyrirrennara sinna um dugnað á vettvangi þjóðlifsins. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Sem forsvars- maður nemenda og trúnaðarmað- ur skólastjóra naut Jóhannes al- hliða hylli. Það fór ekki milli mála að hér var á ferð maður, sem líklegur var til að takast á við stærri og margþættari verkefni er timar liðu. Jóhannes lagði stund á lögfræói og hóf þá þegar, jafnhliða námi, þátttöku í félags- og stjórnmálum. Á vettvangi þjóðmála og athafna- lífs hlóðust störfin upp, eins og jafnan vill verða hjá þeim, sem öðrum fremur njóta trausts fyrir sakir hæfileika og prúðmennsku. Starfsvettangurinn hefir þó verið drýgstur og lengstur við fjármál og efnahagsmál sem bankastjóri Útvegsbanka Islands frá árinu 1956. Ekki verður hér rakinn né ræddur starfsvettvangur Jó- hannesar, þar munu aðrir færari um aó fjalla. Hitt er staðreynd, að Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.