Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 Arnór Auðunsson — Minningarorð Hvaðan kem ég, hvert fer ég?. Þessi spurning leitar á hugann þegar samferðamaður kveður þennan heim. Áleitnust verður spurningin þegar ungir menn hverfa á braut. Fræðimennirnir eru engu færari almúga mannin- um að svara þessari spurningu, en hún er áleitin og mun þá verða fangaráð flestra að leita á vit trúarinnar og vonarinnar. Þessi spurning hefir mjög leit- að á huga minn við andlát Arnórs Auðunssonar, er jarðsettur verð- ur í dag. Arnór var fæddur á Hellissandi 7. febrúar árið 1952 sonur Auðuns Braga Sveinssonar kennara og Guðlaugar Arnórsdóttur söðla- smiðs í Gröf í Hrunamannahreppi Gislasonar. Sveinn afi Arnórs var hinn þjóðkunni hagyrðingur sem kenndur var við Elivoga. A unga aldri fluttist Arnór með foreldrum sínum í Þykkvabæ, er Auðunn Bragi gerðist þar skóla- stjóri, þar ólst hann upp í hópi gfaðværra systkina, voru þeir fjórir bræðurnir og ein systir, undir verndarvæng ástríkra for- eldra, en skjótt bregður sól sumri. Tólf ára gamall missti Arnór móð- ur sina, sa missir tel ég að markað hafi djúp spor I sálarlífi og and- legum þroska hins unga drengs. Af kunnugum er mér tjáð að Guð- laug hafi verið börnum sínum mikil móðir og að sérstaklega hafi verið ástúðlegt með henni og Arnóri. I ársbyrjun 1970 kemur Arnór sem starfsmaður til okkar hjóna að Blikastöðum og var hjá okkur nærfellt þrjú ár, eða þar til við hættum búrekstri, taldi þó áfram heimili sitt hér þótt hann hyrfi til annarra starfa. Við fyrstu kynni þótt mér — Jón G. Sólnes Framhald af bls. 23 leikum okkar, sem að meira og minna leyti eru hrein sjálfskapar- víti. En um úrlausn slíkra mála virðist það viðtekin regla í okkar þjóðfélagi — hefð sem ómögulegt virðist að rjúfa — hvaða stjórn sem fer með völdin, þá er alltaf notuð hin gömlu úreltu „Boge- sens“ milliskriftarúrræði. Lausn sem um leið og hnn kemur til framkvæmda skapar ný vanda- mál, sem eftir tiltölulega stuttan tíma kerfjast úrlausna. Svona hafa hlutirnir gerst um áratugi — og það er fyllilega kominn tími til að taka öll þesi efnahagsmál okkar til nýrrar at- hugunar og reyna nýjar leiðir til lausnar aðsteðjandi vanda. — Ef við litum á ástandið hér, þá er eins og við þjáumst af ein- hverri ólæknandi minnimáttar- kennd í sambandi við meðferð fjármagns. Hér er einu sinni ekki hægt að skila erlendum gjaldeyrí, nema að sækja um það á sérstöku eyðublaði (eitt eyðublaðið enn.!!) og útfylla dálka með upplýsingum og skýringum. Slík tilhögun er ekki beinlinis hvetjandi eða upp- örvandi til skjótra og stórra að- gerða, eða almennrar fjármagns- sköpunar. Við íslendingar höfum lengst af búið við mismunandi strangar reglur og höft um tilkomu og með- ferð fjármagns og þá alveg sér- staklega að því er lýtur að erlend- um viðskiptum. íslenskur gjald- miðill hefur þessvegna aldrei notið þess trausts sem nauðsyn- legt er að opinber gjaldmiðill sjálfstæðrar þjóðar njóti. Alltaf hefur verið fyrir hendi tilhneig- ing hjá landsfólkinu og öðrum til þess að vantreysta hinum opin- bera gjaldmiðli þjóðarinnar pen- ingaseðlunum. Þetta er ekki sagt út í bláinn. Þetta er staðreynd, sem meira að segja er viðurkennd af þeim, sem fara með æðstu stjórn peningamála í landinu. Verðtryggðu skuldabréfin eða visitöluskuldabréfin, sem aðeins opinberum stjórnvöldum er heim- ilt að gefa út og selja; hvað eru þau annað en viðurkenning á því, að seðlarnir sem Seðlabanki landsins er látinn gefa út og prenta og sem eru ávísanir til landsmanna á svo og svo margar krónur séu ofskráðir, þ.e. að þeir standi ekki fyrir sínu verðgildi. Hvað segja auglýsingarnar sem klingja í eyrum manna daglega úr öllum fjölmiðlum: „Hygginn maður (o.s.frv.) ávaxtar fé sitt í verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs" og aðrar auglýsingar i þeim dúr. Og enn er haldið áfram á þessari braut. Ég hélt nú satt að segja í einfeldni minni að menn hefðu hrokkið það ónotanlega við, við samning síðustu fjárlaga, þegar i ljós kom að það myndi kosta ríkissjóð 700 millj. kr. að innleysa 53 millj. kr. spari- skirteinalán frá 1964. Ég legg ríka áherslu á þá staðreynd, að mér vitanlega þekkjast þessar visitölu- bundnu fjárskuldbindingar hvergi i vestrænum löndum utan íslands. Við erum algert viðundur á þessu sviði og það er verið að skapa hér stórhættulegan vfta- hring, sem okkur er lffsnauðsyn á að rjúfa hið allra fyrsta ef allt fjármálakerfi þjóðarinnar á ekki hreint og beint að hrynja til grunna. Nú háttar svo til hjá okkur, að við höfum háþróað bankakerfi, höfum ágætis, prýðilega menntuðum og hæfum starfs- kröftum á að skipa til þess að reka hverja þá banka- og fjármála- starfsemi sem frjálst nútíma þjóð- félag þarfnast. Við eigum atorku- sama og dugmikla stétt kaup- sýslumanna meðal félaga og einstaklinga. Það er því ekkert annað en einhver rótgróin minni- máttarkennd, úrelt oftrú á yfir- burðum eyðublaða- og skrif- finnskukerfisins, sem að dómi flm. þessar þál. hefur staðið í vegi fyrir því, að við erum ekki fýrir löngu búnir að breyta til og færa fjármála- og viðskiptakerfi okkar í það horf, að við stæðum fyllilega jafnfætis öðrum frjálsum þjóð- um, þ.e. að skapa hér frjálst og óþvingað hagkerfi. Á þann hátt einan, höfum við möguleika til þess að hefja gjaldmiðil þjóðar- innar til þess vegs að hann njóti á hverjum tíma fyllsta trausts, bæði hjá þjóðinni sjálfri og hjá öðrum eins og hæfir sjálfstæðu, frjálsu og fullvalda ríki. Það er ekki þýð- ingarminnsti þátturinn í sjálf- stæðisbaráttu einnar þjóðar, að gjaldmiðill hennar sé traustur bæði inn- og útávið. Að hann standi fyrir sínu hvar sem er — hvenær sem er, hafta- og hömlu- laust. — Ef þál. sem hér er til umræðu fengist samþykkt og yrði fram- kvæmd, er að dómi flutnings- manns verið að stíga mikilvægt spor í rétta átt. Eins mikil og náin samskipti og við höfum t.d. við hin Norðurlöndin ætti það að vera okkur nokkur hvatning til þess að gera a.m.k. tilraun til þess að skipa innflutnings- og gjaldeyris- málum þjóðarinnar á svipaðan hátt og gerist hjá þeim, eftir því sem staðhættir frekast leyfa. Flm. er ekki i neinum vafa um það, að þegar reynsla hefur feng- ist á þeirri breytingu sem lagt er til að gerð verði með þessari þál., þá mun þess ekki langt að bíða, að komið verði á fullkomlega frjálsu hagkerfi á Islandi, þjóðinni allri til ómetanlegra heilla og velfarnaðar. Arnór dulur og innibyrgður, en samviskusemi og trúmennska leyndi sér ekki, en með framhald- andi samverumótaðistgagnkvæm- ur skilningur og tiltrú Arnórs og okkar hjóna. Líklegt þykir mér að Auðunn Bragi hefði gjarnan vilj- að að þessi sonur sinn leitaði frek- ar á vit menntagyðjunnar, en á því hafði Arnór ekki áhuga, ekki tel ég að hann hefði skort til þess greind. Oft ræddum við Arnór um daginn og veginn og vorum þá ekki alltaf á sama máli, kom þá vel í Ijós að hann var þess reiðu- búinn að verja málstað sinn af fullri einurð. Best lét Arnóri vinna og meðferð hverskonar vinnuvéla og vissi ég að hann hafði mikinn hug á að leita sér fræðslu á því sviði, hann var einn sá besti vélsláttumaður sem ég hefi haft. Arnór var dýravinur og náttúru unnandi, þegar frístundir gáfust átti hann ófáar ferðir niður í fjöru að huga þar að fuglalífi og að hlynna að þeim fáu æðarkollu- hreiðrum, sem þar var að finna. Eftir að Arnór hætti störfum hjá okkur var hann ætíð reiðubú- inn að rétta okkur hjálparhönd í frístundum sínum ef með þurfti. Við hjónin þökkum Arnóri sam- ferðina, vináttu hans og tryggð I okkar garð. Á síðastliðnu sumri kenndi Arnór þess sjúkdóms, sem leiddi til andláts hans, hann lést á Land- spítalanum hinn 16. þ.m. Hvaðan kem ég, hvert fer ég? Það er trú mín og von að Alfaðir hafi opnað sfn himnesku heim- kynni fyrir vininum látna og þar hafi hann fallið I fang sinnar ást- kæru þráðu móður. Við hjónin vottum Kristínu ömmu Arnórs, föður hans, systkinum og öðrum aðstandend- um fyllstu samúð. Sigsteinn Pálsson. FERMINGAR GJOFM I AR 8 tegundir. Verð frá kr. 11.600 meó eins árs ábyrgó SKRIFSTOFUVELAR H.F. ^ + v x “ ^ Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.