Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 68. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezkir sjómenn herða mótmælaaðgerðir sínar VÍGGIRÐING FISKIBÁTA — Loftmynd af viggirðingu fiskibáta sem lokar af höfnina í Grimsby. USA endurskoðar stefnuna í málefnum Miðausturlanda London, Newcastle, 24. marz. Reuter — NTB — AP • MOTMÆLAAÐGERÐIR brezkra sjómanna gegn innflutn- ingi ódýrs freðfisks frá Noregi, tslandi og Póllandi breiddust út f dag, og f kvöld náðu þær til 10 hafnarbæja á austurströnd Eng- lands eftir 200 mflna strand- lengju frá Sunderland í norðri til Scarborough í suðri. Floti 150 fiskiskipa lokaði höfnunum á þessu svæði, þannig að skip kom- ust hvorki inn né út úr höfnun- um. Þannig voru t.d. 12 skip föst á Tynefljóti og 5 í Blyth, og meðal annars éru nú nokkur norsk skip kyrrsett af þcssum orsökum. 23 flutningaskip urðu frá að hverfa við höfnina í Grimsby og Imming- ham, þar sem mótmælin hófust fyrir helgina. Ferjan „England“ fékk þó að sigla með 45 farþega frá Tyneside f kvöld áleiðis til Bergen eftir að eigendur hennar höfðu látið undan kröfum fiski- manna um að flytja 30 tonn af norskum freðfiski aftur til Nor- egs, en honum hafði verið skipað á land s.I. sunnudag. #TaIið er að kyrrsetning skip- anna í höfnunum kosti eigendur þeirra um 2500 sterlingspund á dag. British Transport Docks Board, eigandi hafnanna í Grims- by og Immingham við Humber- fljót, sagði f dag að reynt yrði að fá lokun hafnanna aflétt með dómsúrskurði á morgun. Þá hót- aði hafnarstjórinn f Blyt að sækja þá sjómenn sem nú loka hafnar- mynninu þar til saka fyrir að hindra umferð um höfnina. 1 kvöld var ekki ljóst hvort skozkir sjómenn myndu hefja samúðar- aðgerðir félögum sínum í Eng- landi til styrktar, en um það voru haldnir margir fundir f skozkum hafnarborgum f dag, og fleiri verða haldnir á morgun. Sjómenn f sex skozkum hafnarbæjum neit- uðu í dag að fara f róðra vegna máls þessa. # Sjómenn f Englandi héldu þvf fram í dag að aðgerðir þeirra kynnu að valda fiskskorti. Segja sjómenn að útlenzkur freðfiskur sé orðinn að sex milljón dollara iðnaði og verð á freðfiski hafi af þessum orsökum stórfallið. Kref j- ast þeir næstum algjörs banns á Saigon, Phnom Penh, 24. marz — AP — Reuter. HEIMILDIR innan hers Suður- Vfetnam hermdu f kvöld að stjórnarherinn hefði yfirgefið enn eina héraðshöfuðborgina og hörfað undan sókn skæruliða- sveita kommúnista inn f strand- héruð landsins. Borg þessi er Tam Ky I Qand Tin-héraði, um 560 kilómetra frá Saigon. Héraðs- höfuðborgirnar falla nú ein af annarri og stjórnarherinn hefur misst svo til allt miðhálendið úr höndum sér, en reynir hins vegar að styrkja stöðu sfna meðfram ströndinni. Norður-Víetnamar og Vfet Cong ráða nú yfir 11 af 44 innflutningi freðfisks frá löndum utan Efnahagsbandalags Evrópu, banni á löndunum ferskfisks frá öllum útlendum veiðiskipum yfir vetrarmánuðina frá október til aprfl, ásamt útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Fred Peart, sjávar- útvegsráðherra Bretlands, kvaðst ræða við fulltrúa sjómannanna f London sfðdegis á morgun, þriðjudag. Hafa sjómenn í Grims- by og Immingham samþykkt að senda tvo fulltrúa til fundarins. Peart sagði á þingi í dag, að hann myndi ekki láta þvinga sig til fljótfærnislegra aðgerða gegn vinaþjóðum Breta. Michael Broth- erton, þingmaður íhaldsflokks- ins, hafði skorað á ráðherrann að viðurkenna „hin miklu vanda- mál“ sem sjómennirnir stæðu frammi fyrir og láta til skarar skríða gegn innflutningi landa utan EBE. Peart svaraði þá: „Hér er um vinaþjóðir okkar að ræða og ég kýs heldur að ná vinsam- legri lausn.“ Hann kvaðst viöur- kenna að fiskimennirnir ættu við vanda að glima, og hann myndi reyna að finna viðunandi lausn. Sjóménnirnir segja að norsk, íslenzk og pólsk fiskiskip séu rekin fyrir drjúgan ríkisstyrk og rekstraraðstaða brezka fiskiskipa- flotans sé mun lakari. Þeir halda því fram að landanir pólskra fiskiskipa nýlega hafi verið í lág- marki fiskverðs og eingöngu í þeim tilgangi að afla erlends gjaldeyris á meðan tekjur brezkra sjómanna sjálfra hafi orðið illi- lega fyrir barðinu á hærri kostn- aði. NTB-fréttastofan segir að norska sjávarútvegsráðuneytið hafi kannað hvort setja ætti lág- marksverð á útflutning freðfisks til Bretlands, og verði ákvörðun um þetta hugsanlega tekin á morgun, þriðjudag. Ekki er þó ljóst hvort þetta breytir ein- hverju um aðgerðir brezku sjó- mannanna gegn norsku skipunum. Til þess hafa eingöngu sjómenn sem veiða á heimamiðum staðið að mótmælaaðgerðunum, en Reuter-fréttastofan segir að nú séu þeir einnig að leita stuðnings hjá togaraútgerðarmönnum, sem líka hafa hvatt til innflutnings- banns. héruðum Suður-Víetnam, eða 40% af landinu öllu og 15% allrar þjóðarinnar. Þróun mála hefur leitt til þess að kröfur um að Thieu forseti segi af sér verða æ háværari, og f kvöld sagði japanskt dagblað f forsíðufrétt að s.l. sunnudag hefði verið gert mis- heppnað morðtilræði við for- setann. Hefði tilræðismaðurinn verið háttsettúr embættismaður. Bandaríkjastjórn hyggst senda flugmóðurskip með þyrlum til Indókína ef til þeirra þyrfti að grípa til að flytja burt bandaríska borgara og fleiri, að því er skýrt var frá í Washington. Jerúsalem, Kairó, Washington, AP—NTB—Reuter. HENRY Kissinger, utanrfkisráð- herra Bandaríkjanna, bar f kvöld til baka fregnir um að endurmat Bandaríkjastjórnar á stefnu sinni f málefnum Miðausturlanda fæli f sér niðurskurð á aðstoð Banda- rfkjanna við Israel. Fyrr f dag hafði stjórnin skýrt frá því að hún hyggðist nú taka stefnu sína til endurskoðunar í kjölfar þess að friðarumleitanir Kissingers fóru út um þúfur á laugardag. Kissinger sagði í kvöld að þetta endurmat þýddi hins vegar að „við stöndum nú frammi fyrir nýjum og nokkúð hættulegum kringumstæðum". Sókn kommúnista hefur gert um milljón manns að flótta- mönnum í Suður-Vietnam, og streyma nú þúsundir þeirra frá héraðshöfuðborgunum tveim sem síðast féllu. í Kambódíu voru enn gerðar eldflaugaárásir á flugvöllinn í Phnom Penh og á borgina sjálfa, og hermdu áreiðanlegar heimildir innan hersins að staða stjórnar- hersins færi hríðversnandi norður og norðvestur af höfuð- borginni. Bandaríkjamenn reistu að nýju loftbrú sína með matvæli, eldsneyti og skotfæri til Phnom Penh í dag. □ Israelar og Egyptar héldu f dag áfram að saka hvorir aðra um að eiga sökina á því að friðartilraun- ir Kissinger runnu út f sandinn. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels, gaf f skyn í kvöld að nýtt stríð væri hugsanlega yfirvof- andi. Rabin hélt ræðu á þinginu og að henni lokinni hlaut hann og stjórn hans traustsyfirlýsingu yfirgnæfandi meirihluta þing- manna, eða 92—4, en 6 sátu hjá. Kom andstaðan frá þingmönnum vinstri flokka og kommúnista. Er þessi yfirlýsing talin mikill sigur fyrir hina veikbyggðu, 9 mánaða gömlu stjórn Rabins. 1 ræðu sinni fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Rabin að Egyptar hefðu með af- stöðu sinni f friðarviðræðum Kissingers sýnt að þeir vildu aðeins styrkja hernaðarstöðu sfna. 1 Kairó sagði Ismail Fahmi, utanrfkisráðherra Egypta, hins vegar, að ástæðan fyrir þvf að ferð Kissingers var árangurslaus hefði verið „hroki og óbilgirni" lsraela. Og Sadat forseti sagði í yfirlýsingu, að Arabar myndu lýsa yfir heilögu stríði ef ísraelar gerðu árás eða hindruðu tilraunir til að koma á friðsamlegri lausn í vandamálum Miðausturlanda. _ Rabin forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á þinginu, að sam- vinna við Bandaríkin væri „horn- steinn stefnu ísraelsstjórnar", en bætti við: „Um leið tókst okkur ekki að koma okkur saman um tillögur þær sem bandaríski utan- ríkisráðherrann færði okkur frá Egyptum." Israelskar hersveitir og sveitir Palestínuskæruliða skiptust á skotum við Hermonfjall í dag eft- ir tveggja mánaða friðsemd. i Washington kváðust banda- riskir ráðamenn nú hefja undir- búning að því að friðarráðstefnan í Genf hæfist á ný. Friðarumleit- anir Kissingers hlutu stuðnings- yfirlýsingar talsmanna bæði demókrata og repúblikana. Hafréttarráðstefnan: Settur frest- ur til 7. apríl Genf, 24. marz — NTB. FORSETI hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf, H. Shirley Amerasinghe, ákvað í dag að mánudaginn 7. aprfl rynni út frestur til að skera úr um það hvort útlit væri fyrir að unnt yrði að ná einingu um sáttmála um heimshöfin og auðlindir þeirra. Amerasinghe sagði að 7. apríl myndi hann innheimta skýrslur frá sendinefndunum á ráðstefnunni til þess að Ijóst yrði hvaða árangur hefði náðst fyrstu þrjár vikur hennar, en ráðgert er að ráðstefnan standi f átta vikur. Amerasinghe ákvað þennan frest eftir að hann fékk skýrsl- ur frá formönnum þeirra nefnda sem fjalla um land- helgi, mengunarvandamál, og stofnun alþjóðlegrar haf- svæðastofnunar. Allir for- mennirnir voru heldur óhress- ir yfir hægaganginum í störf- um nefnda sinna. Héraðshöfuðborgimar falla ein af annarri: Var reynt að myrða Thieu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.