Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 7 STRAUMAR Ekki eru mörg ár síðan for- stjóri stærsta kvikmyndahúss landsins klappaði þunglyndis- lega á eina súluna í fordýri hússins og staðhæfði með von- leysi í röddinni að tími bíóanna væri liðinn, yfirvofandi kassettubylting myndi tortíma þeim að fullu og í framtíðinni myndi fólk fá kvikmyndirnar framreiddar fyrir tilstilli „snældanna“ um skjáinn i stássstofu heimilisins. Hann kemst varla í tölu spámann- anna, hann Friðfinnur minn Ólafsson en getur ásamt starfs- bræðrum sínum huggað sig við að hann er í réttum bísniss þessa stundina. F'yrirnokkrum dögum var þessi sami Friðfinnur borinn fyrir frétt hér í blaðinu þess efnis að árið 1974 hefði aðsókn orðið hin mesta í sögu hérlendra kvik- myndahúsa og tíu ára aðsóknar- met loks slegið eftir alla lægð- ina undanfarin ár. Þessi þróun kemur alveg heím við það sem er að gerast í nágrannalöndum okkar um þessar mundir. Kvik- myndin virðist hafa náð ástum fólksins aftur og fyrir utan kvikmyndahús stórborganna má einatt sjá langar biðraðir fólks að ná sér í aðgöngumiða. Kreppan er happadís kvik- myndaiðnaðarins segja menn núna, og er vafalaust sannleiks- korn í því, að minnsta kosti hvað draumverksmiðjuna Hollywood áhrærir, því að með an aðrir þættir viðskiptalífsins eru að sligast undan verðbólgu farginu, blómstrar bandarískur kvikmyndaiðnaður. Þykjast sérfræðingar í málefnum bandarísks kvikmyndaiðnaðar sjá tvær ástæður helztar fyrir þessari þróun: annars vegar aukna þörf hins almenna borg- ara til að leita stundarkorn skjóls frá eilífum ótíðindum efnahagslífsins og hins vegar töluverður skari kvikmynda af nýjum toga, er höfðar til mun breiðari áhorfendahóps en áður. Heiðurinn að þessum fjörkipp í kvikmyndagerð er eignaóur hóp ungra leikstjóra, sem margir telja að hafi losað kvikmyndina úr helgreipum sjónvarpsins meö því að leita nýrra leiða. Þetta eru leik- stjórar á borð við Francis Ford Coppola — höfund Guðföður- myndanna tveggja, og „The Conversation"; Steven Spiel- berg er annar en hann gerði Sugarland Express og vinnur nú að hákarlamyndinni The Jaw; og Alan Pakula hinn þriðji — þekktastur hér fyrir Klute en stýrir nú myndatök- unni á „All the President’s Men“ um Watergatehneykslið. t upptalningu af þessu tagi má ekki gleyma Peter Bogdanovich en hann gerði einmitt myndina The Last Picture Show, sem Stjörnubíó sýndi nýlega, um dauðateygjur kvikmyndahúss í smábæ í Texas svo að það er óneitanlega kaldhæðið að ýmsir telja einmitt þessa mynd marka upphafið að hinum nýja fersk- leika í kvikmyndunum, sem áður er getið. Nú vinnur Bogdanowich að „At Long Last Love“, söngvamynd í ætt við þær sem urðu hvað vinsælastar á gullaldartíma kvikmyndanna á árunum milli 1930—50. Raunar eiga allir framan- greindir leikstjórar og fleiri þeirra líkar það sammerkt að vera mjög hallir undir afþrey- ingarsjónarmiðið innan kvik- myndagerðarinnar. Eða eins og Spielberg hefur orðað það: „Flestir leikstjóranna núna eru „kvikmyndasmiðir” fremur en félagsráðgjafar," — Þeir ætla sér að hafa ofan af fyrir áhorfendunum fremur en leggja þeim lífsreglurnar. Ekki er þó víst að allir kvikmynda- unnendur telji það framför, að áttaviti kvikmyndaiðnaðarins skuli nú vísa í átt til skemmtanagildisins en framan- eftir BJORN VIGNI SIGURPÁLSSON að auðvitað hafi komið fram fleiri skýringar á því hvers vegna milljónir manna þyrpast í kvikmyndahúsin til að sjá þús- undir manna farast í jarð- skjálfta — The Eartquake, hundruð manna brenna inni i logandi skýjaklúfi — The Tovering Inferno, fjölda fólks ósjálfbjarga i stjórnlausri risa- þotu — Airport 75, eða hákarla gæða sér á baðstrandargestum — The Jaw og þannig mætti lengi telja. Þetta þykir mörgum benda til þess að áhorfendur leiti sér at- hvarfs frá vandamálum og spennu hversdagslifsins. (Þar sem versnandi efnahagur er talinn rót flestra meina) með þvi að lifa sig inn í atburði hvíta tjaldsins, sem eru vafa- laust miklu verri en flestir áhorfendanna eiga á hættu að lenda í um ævina. Með þessu móti fái fólk útrás fyrir dulinn ótta, sem grafið hefur um sig í undirmeðvitundinni. Önnur kenningin er sú, að eftir öll áföllin vegna Watergate og Vietnam og fleiri atvika beri Kreppan fjöregg kvikmgndanna greindir leikstjórar og ýmsir aðrir höfuðpaurar bandariskra kvikmyndafyrirtækja segja, að nú sé góður eða traustur sögu- þráður allt sem máli skipti og það hafi sýnt sig að svokallaðar „listrænar myndir”, gæða- myndirnar með margbrotna at- burðarrás í flóknum umbúðum höfði ekki nema til lítils hluta áhorfenda og hafi þannig gengið sér til húðar. (Fullyrð- ing af þessu tagi stafar að visu af óskhyggju ef ekki hreinu auglýsingaskrumi í því skyni að hafa áhrif á smekk almennings, þvi að í þeim eru allar stað- reyndir einfaldaðar svo um munar og nægir einungis að benda á velgengni nýjustu mynda Bergmans, Fellini, Bunuel og Resnais í bandarisk- um kvikmyndahúsum upp á sið- kastið til að sýna fram á hið gagnstæða). Afturhvarf tii gamaldags skemmtimynda gullaldartím- ans, i líkingu við þá sem Bogdanovich er að gera, er þó ekki einkennandi fyrir fram- leiðslu Hollywood þessa stund- ina. Raunar er fleiri en ein tízkustefna á ferðinni innan bandarískra kvikmynda um þessar mundir og í þessum þætti hefur áður verið drepið á spæjaramyndirnar, sem kvik- myndafélögin dæla út úr sér i kjölfar Chinatown og einnig á hamfaramyndirnar svonefndu. Reynslan virðist vera að skera úr um það, að sú tizka ætlar að verða langsamlega fyrirferðar- mest í framleiðslu Hollywood og einmitt nú um páskana fá íslenzkir kvikmyndahúsagestir nasaþefinn af hamfaramyndun- um, þar sem er „Poseidon Adventure” i Nýja bíói og „Airport 75“ i Laugarásbiói. Það skritna er, að kreppu- horfunum í heiminum er einn- ig kennt um þessar myndir, þó Bandaríkjamenn ekkert traust til leiðtoga sinna lengur og for- dæmi mistök þeirra við að leiða þjóðina eftir farsælum braut- um á síðustu árum. Kvikmyndir í líkingu við Jarðskjálftann og Vítisturninn bendi á menn í trúnaðar- og vandastöðum og skelli á.þá skuldinni. Spilling innan stórfyrirtækis er undir- rót eldsvoðans i skýjakljúfnum og sofandaháttur embættis- manna er meginástæðan fyrir miklu manntjóni í jarð- skjálftanum. Irwin Allen, sem reið á vaðið með hamfaramyndirnar i Poseidon-ævintýrinu og varð síðan helzti ábyrgðarmaður Vitisturnsins, hefur aðra skýr- ingu. Galdurinn er í því fólginn að byggja sögnina í kringum „litla manninn”, eins og hann orðar það; að láta hinn venju- lega borgara komast í stór- hættulegar kringumstæður, sem hann á enga sök á en sem hann sleþpur samt frá farsæl- lega að lokum. Og litli maður- inn — ég og þú — fylgist hugfanginn með þessu öllu saman um leið og hann segir sem svo við sjálfan sig: — Ég hlýt að geta þetta úr þvi að hann slapp. „Flóttinn er þannig tvöfaldur,” segir Allen. Það kostaði 4,3 milljónir dala að gera Poseidonævintýrið en þegar síðast fréttist voru tekj- urnar af sýningum á henni orðnar 140 milljónir dala. Ábatahlutfallið virðist ætla að vera hinum síðari og viðameiri hamfaramyndum sízt óhag- stæðara og velgengni þeirra gefur töluverða vísbendingu um afkomuhorfur kvikmynda- iðnaðarins í heild. Einustu áhyggjur forstöðumanna kvik- myndafélaganna i Hollywood núna eru að það birti skyndi- lega yfir efnahagsmyndinni og þá hrökkvi allt í sama gamla horfið. Peter Bogdanovich útlistar eitt atriðið í nýjustu mynd sinni — At Long Last Love Til fermingargjafa Stereoheyrnartól. Margar gerðir. F. Björnson, radíóverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. Til fermingargjafa Ódýr stereosett m/plötuspilara. Margar gerðir. Úrval ferðaviðtækja og kassettusegulbanda. F. Björnsson, radióverzlun, Bergþórugötu 2, simi 23889. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Sími 53044. Keflavík Til sölu húsgrunnur ásamt timbri i Garðahverfi. Fasteignasalan Hafnargötu 2 7, Keflavik, sími 1420. Húsdýraáburður Ökum húsdýraáburði á lóðir. Dreyfum úr, ef óskað er. Ódýr og góð þjónusta. Upplýsingar i síma 1 7472. Til sölu Man vörubill árg. '69 með fram- drifi, stór og 1 5 tonna malarvagn. Uppl. i sima 92-2884 eða 1 375. Bílaleigan Start h.f. Simar 53169, 52428. Volkswagen 1 302 bifreiðar. Rennilásar og hnappar í miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun Sími 1 4483. Til fermingargjafa fallegir saumakassar. Póstsendum. Hannyrðarverzlunin Erla, Snorrabraut. Brotmálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 Sími 25891. Keflavík Til sölu raðhús í byggingu. Fullfrá- gengið að utan. Tilbúið til af- hendingar strax. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Trillubátur til sölu 3,7 tonn, vél 16 hö, FM vél, með stýrishúsi og lúkar. 50 grásleppu- net geta fylgt. Uppl. í síma 96-71 506. Keflavík Til sölu húseign við Hafnargötu með tveimur ibúðum. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1 420. mergtuihlaþib nucivsmcnR ^-«22480 Rennibekkur Til sölu rennibekkur, 130 cm. lengd á milli odda. Uppl. í síma 96-21434 og á kvöldin í síma 96-21 085. Kaupmenn Kaupfélög FISKBOLCUR FISKBÚÐINGUR GRÆNAR BAUNIR GULRÆTUR OG GRÆNAR BAUNIR, BLANDAÐ GRÆNMETI, RAUÐRÓFUR, LIFRAKÆFA, SAXAÐUR SJÓLAX, HROGNAKÆFA RÆKJUR SARDÍNUR í OLÍU OG TÓMAT, SÍLDARFLÖK í OLÍU OG TÓMAT FYRIRLIGGJANDI. ORA h.f., símar 41 995—6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.