Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 35 W ÞAU gleðibros sem kvikrtuðu hjá mörgum eftir sigurinn yfir Dönum i handknattleiknum á sunnudagskvöldið stirðnuðu I gærkvöldi, er tslenzka landsliðið varð að þola niðurlægjandi ósigur fyrir sama liði I Laugardalshöll- inni, 1 9—21, eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 11 —11. Tveggja marka tap ( landsleik við Dani er reyndar ekki ný saga, en þvl miður verður að segjast eins og er, að sjaldan hafa verið meiri möguleikar til þess að sigra danskt landslið eins og að þessu sinni, en aðeins 5 af þeim mönnum sem verið hafa fastamenn með því i vetur léku þennan leik. Og samt sem áður var íslenzka liðið fjarri þvl að sigra I gærkvöldi, var þvert á móti heppið að sleppa með tveggja marka mun, úr því sem komið var, er Danirnir höfðu 5 mörk yfir, þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Landsleikurinn i gærkvöldi sem slíkur er bezt gleymdur sem fyrst. Hann ætti hins vegar að verða ábending um það að íslenzka landsliðið er í miklum öldudal um þessar mundir, hvað svo sem veldur. Og það sem verra er — islenzkir áhorfendur eru greinilega farnir að missa trúna á liðinu. Það var ekki nærri þvi uppselt i Laugardalshöllina i gær, og er það nokkuð sem tæpast hefur komið fyrir þegar jslendingar hafa mætt þar Dönum i landsleik. Danirnir breyttu varnarleik sinum mikið i leiknum i gærkvöldi frá þvi sem verið hafði i fyrri leiknum. Nú voru það þeir sem léku „pressu- vörn" og settu islenzka liðið algjör- lega úr jafnvægi. Einars Magnússon- ar var sérstaklega gætt, og reyndar tekinn úr umferð á köflum. Við þessu fékkst ekkert svar og auk þess skorti alla ákveðni i islenzka liðið bæði í sókn og vörn. Var mikill mun- ur til hins verra í varnarleiknum frá þvi að sunnudagskvöldið og oft æv- intýraleg færi sem dönsku leikmenn- irnir fengu. Tókst þeim bærilega að nýta þau. Sókn islenzka liðsins var oft vand- ræðaleg og þegar skotin komu varði Johnny Piechnik oft með miklum ágætum, en hann var bezti maður danska liðsins í þessum leik. Það var rétt stöku sinnum sem islenzka lándsliðið sýndi góð tilþrif, rétt eins og til þess að sýna að það gæti vel leikið góðan handknattleik, ef þvi væri að skipta. fslendingar byrjuðu leikinn í gær- Einn umsækjandi NVLEGA rann út umsóknarfrest- ur um Reynivallaprestakall, en í þvi eru Reynivalla-, Brautarholts- og Saurbæjarsóknir á Kjalarnesi. Einn umsækjandi var um brauó- ið, sr. Einar Sigurbjörnsson dr. theol. Prestakallið er veitt frá 1. júni. Sr. Einar er nú settur prest- ur að Hálsi í Fnjóskadal. Fæddur 21. 8.1947. Dáinn 18.3.1975. Góður drengur hefur kvatt okkur að sinni^góður drengur sem skilur eftir ótal ljúfar minningar; þær verma um ókominn tima og tíminn græðir sárin. Bjössi frændi minn, elztur af okkur krökkunum og fyrsti leik- félagi minn, það er sárt að sjá á bak honum. Hann fæddist á Hamri við Hvammstanga og fyrstu ár ævi sinnar átti hann heima á Illuga- stöðum á Vatnsnesi; þar bjuggu foreldar hans, Auðbjörg Guðmundsdóttir og Jóhannes Guðmundsson I sambýli við móðurforeldrana, þau Guðmund Arason og Jóninu Gunnlaugs- dóttur. Þegar Bjössi var tveggja ára fluttist hann með foreldrum sinum austur fyrir fjallið að Syðri-Þverá í Vesturhópi og þar fæddust systkini hans, Jónina, Guðmundur og Arni. Fyrsta veturinn hans á Þverá vorum við þar samtíða, tveir litlir krakkar, sem aldrei höfðu átt leikfélaga fyrr. Og þó ég flytti burt sumarið eftir, þá kom ég aftur á hverju sumri og leit á Þverá sem mitt heimili og miðpunkt alheimsins. Þó Bjössi væri ekki mikið eldri en við Nína, þá var hann ajl sumu kvöldi ágætlega og komust i 4—1 á fyrstu 7 minútunum. Siðan hrökk allt i baklás og á 22. minútu höfðu Danir jafnað 8—8, og eftir það tókst fs- lendingum aldrei að ná forystu. Fyrstu 10 mínúturnar I seinni hálf- leik hélzt leikurinn þó i sæmilegu jafnvægi, en siðan tóku Danirnir öll völd I sfnar hendur og eftir að staðan var orðin 19—14 var sigur þeirra kominn i höfn. Þessi kafli — miðbik seinni hálfleiks — var sá slakasti hjá islenzka landsliðinu, og raunar alls ekki þvi sæmandi, jafnvel þótt allt sé tekið með I reikninginn. Við raunir islenzka liðsins ( leik- kafla þessum bættist svo að sænsku dómararnir voru því ákaflega óhagstæðir, en þeir voru slökustu menn vallarins, þrátt fyrir að hand- knattleiksmennirnir væru ekki ( ess- inu sínu. Bezti maður islenzka liðsins var Ólafur Jónsson, en jafnvel hann virt- ist ekki ganga með áhuga til verks- ins. Stefán Gunnarsson var einnig drjúgur, en ekki komu „blokkering- ar" hans að eins góðum notum i þessum leik og i hinum fyrri, þar sem Einars var vel gætt, og aðrir leik- menn kunnu ekki að notfæra sér möguleikana. Þá kom Gunnar Einarsson einnig allvel frá leiknum. Lék af krafti og var ógnandi og Sigurgeir Sigurðsson, sem kom i markið i fyrri hálfleiknum er Ólafur Benediktsson meiddist varði oft ágætlega, m.a. tvö vitaköst. Þetta var siðasti landsleikur fs- lands i vetur. Nú gefst gott næði til þess að huga að þvi sem gera þarf. leyti miklu fullorðnari strax i æsku. E.t.v. vegna þess, að hann fór svo víða einn með fullorðnum. Hans beztu stundir voru, þegar hann fór vestur að Illugastöðum að heimsækja afa og ömmu. Þarna er Illugastaðasjórinn sagði hann, þegar sá til sjávar. Og alltaf fór hann úr bílnum á sama stað og gekk siðasta spölinn með sjónum. Oft var hann svo skilinn eftir og leyft að gista nokkrar nætur. Svo kom hann heim með framand- legan svip, næstum eins og ókunnugur, og hafði með sér safn dýrgripa sem hann fann i fjörunni. Hann fór lika stundum einn fram að Klömbrum að finna Guðmann; stelpur og smábörn höfðu ekkert þangað að gera, sagði hann, það var frekar að hundurinn fengi að elta, hann greip alltént ekki fram í þegar þeir frændur voru að ræða alvar- leg málefni. Snemma bar á einstökum áhuga Bjössa á vélum og tækjum, hann var handlaginn og snjall i við- gerðum strax á barnsaldri. Og það fór svo, að ýmiss konar vélavinna, smíðar og viðgerðir urðu aðalstarf hans um ævina. Hann var aðeins 17 ára, þegar hann réðst fyrst í vinnu til SVR þar eignaðist hann marga góða vinnufélaga og stofnaði vináttu- sambönd, sem entust ævina út. og verði það ekki gert, er alveg eins gott að hætta að leika landsleiki i bili. Vonandi er að hingað fáist erlendur þjálfari sem fyrst, og verður að binda vonir við að hann geti þá kippt á liðinn þvi sem nauðsynlega þarf að laga. Við vitum, að islenzkir handknattleiksmenn hafa burði og getu til þess að vera i allra fremstu röð, en hvað gera þarf til þess að svo verði er spurning sem fleira en eitt svar þarf við. Eitt af þeim svörum er að velja beztu mennina i liðið. Mörk íslands: Ólafur Einarsson 8 (6 v), Gunnar Einarsson 3, Ólafur H. Jónsson 3, Stefán Halldórsson 1, Viggó Sigurðsson 1, Viðar Simonar- son 1. Mörk Danmerkur: Ole Eliasen 6 (2 v), Erik Bue 5 (2 v), Anders Dahl- Nielsen 4, Svend Ove Schink 3, Palle Jensen 1, Lars Bock 1, Thomas Pazyj 1. Brottvísanir af velli: Stefán Gunnarsson i 2x2 minútur, Páll Björgvinsson I 2 min.., Viggó Sigurðsson i 5 min. Pazyj i 2 min., Anders Dahl-Nielsen i 2 min. Danir misnotuðu 3 vitaköst, en Islendingar 1, er Kay Jörgensen varði frá Stefáni Halldórssyni. --- Stjl. — Bílaslóð Framhald af bls. 36 um úr Hvassafeili, og að því búnu flytji Drangur áburðinn á þær hafnir sem Hvassafellið var á leið til, er það strandaði. Að sögn skipverja um borð í Hvassafellinu var nokkur velting- ur á skipinu í hvassviðrinu í gær, en það hefur þó ekkert hreyfzt úr stað og engar frekari skemmdir virðast hafa orðið á því. Ljósavél skipsins gengur eðlilega, enda er hún töluvert ofarlega í skipinu. Samkvæmt upplýsingum Sam- vinnutrygginga verða engar ákvarðanir um tilraunir til björg- unar skipsins teknar fyrr en séð verður hvort tekst að bjarga áburðinum, enda það talið for- senda þess að yfirleitt sé kleift að eiga við skipið. Þennan vetur fyrir tíu árum dó hann afi okkar í Hafnarfirði, Guð- mundur Árnason frá Þverá, þá kom Bjössi frændi oft til okkar mömmu og létti okkur margar stundir. Stundum var setið og spilað, eða lesið, ef við vorum tvö ein heima fórum við gjarnan út að ganga, suður á Hvaleyri eða vest- ur með sjó. Bjössi var alltaf reiðubúinn að veita aðstoð sína, hvort heldur við þurftum að fá gert við bilaðan hlut, eða hjálp við að lækna kött- inn. Börn og dýr hændust að honum. Hann var innan við tvitugt þegar hann fann sinn lifsföru- naut, Bjarndís Steinþóra Jóhannsdóttir kom sunnan af Vatnsleysuströnd til að dvelja I Vesturhópinu eitt sumar. Siðan hefur hún verið Steina hans Bjössa. Þau giftu sig haustið 1968 og tvö börn eignuðust þau; Jóninu Auðbjörgu og Jóhannes Óskar, þau verða nú huggun móður og ættingja. Siðastliðin ár voru þau búsett á Harastöðum í Vesturhópi, þar hafði Bjössi komið sér upp verk- stæðisaðstöðu og þar vann hann ásamt einum af sínum tryggu vinum frá SVR, Hilmi Arnórs- syni. En ætlunin var, að reisa verkstæði og íbúðarhús á melnum fyrir ofan Þverá þar ætluðu þeir félagar að vinna og búa. Og i fyrrasumar reis verkstæðishúsið af grunni, stálgrindarhús, sem þeir smíðuðu aö öllu leyti sjálfir. Mennirnir áætla Guð ræður. Þegar framtíðaráætlanirnar — Coldwater Framhald af bls. 36 Cambridge og Boston, eftir því sem hagkvæmt þykir í hverju til- felli, en geta má þess að skipin munu geta lagzt að bryggju við sjálfa frystigeymsluna. Eins er vert að geta þess að járnbrautar- samgöngur milli Boston og verk- smiðju Coldwater i Cambridge í Maryland eru mjög greiðar, og eins og nú háttar í Bandaríkjun- um eru allir flutningar þar ódýrari með járnbrautum en með vöruflutning;\þílum. — Lóðaúthlutun Framhald af bls. 14 ar var felld, en tillaga borgarráðs samþykkt. Að lokinni atkvæða- greiðslu létu fulltrúar minnihluta- flokkanna skrá eftir sér bókun, sem var samhljóða bókun, er þeir höfðu gert í borgarráði — Sigurður Framhald af bls. 2 Reyðarfjörður — 24440 Reykjavfk 4732 23044 Yopnaf jörður — 18353 Keflavfk 1200 15444 Hornafjörður — 14809 Raufarhöfn — 14687 Akranes 1289 13519 Þorlákshöfn — 13491 Siglufjörður — 12439 Grindav fk 729 10897 Sangerði 2125 10869 Hafnarfjörður 2370 10487 Fáskrúðsfjörður — 10250 Djúpivogur — 10039 Stöðvarf jörður 106 9169 Breiðdalsvfk — 4586 Bolungavík 1104 4354 — Minning r Oskar Framhald af bls. 27 svo oft saman. En þannig er það, alltaf er verið að heilsa og kveðja í þessum heimi. Sá sem lifði í gær, er horfinn í dag. Við erum þá aðeins gestir hérna og fáum engu ráðið hversu lengi við gistum. En þótt þetta sé lögmál lífsins getur það verið nógu sárt fyrir ættingja og vini að sjá af sínum nánustu, sérstaklega á þeirra besta aldri, þegar lifið brosir við þeim. Bið ég þess vegna guð að styrkja Þóru unnustu hans, afa og ömmu, sem voru honum svo kær, en þótt kallið sé komið þá er það aðeins burtför um skamma stund og vonandi hittast allir að lokum aftur. Guðný Harðardóttir. voru komnar í fastar skorður og lífið brosti við fjölskyldunni ungu, þá veiktist hann Bjössi. Hann hafði aldrei kvillasamur verið, en mátti nú dvelja langan og strangan tíma á sjúkrahúsi og líða miklar þjáningar. En aldrei kvartaði hann, alltaf tók hann á móti gestum sínum með bros á vör og gerði að gamni sínu. Veikindin voru ekki rædd, honum fannst meira gaman að tala um eitthvað annað. Eflaust hafa flest- ir farið frá honum rikari en þeir komu, og margt gátum við af honum lært. Hann var innilega þakklátur öllum þeim, sem heimsóttu hann og reyndu að gleðja hann og af óskyldum má þar fyrst nefna hans trygga vin Hilmi og Frantz Pétursson, að öllum öðrum ógleymdum. Bjössi var sannur maður, hann bar sig vel á hverju sem gekk, var alltaf sjálfum sér samkvæmur og hans barnslega og hjartanlega einlægni gerði það að verkum að öllum, sem honum kynntust, þótti vænt um hann. Hann var góður sonur, bróðir, vinur og f jölskyldu- faðir. Og hluttekning hans og samúð í annarra raunum var ein- læg og sönn. Hann dó, sáttur við Guð og menn. Þvi trúi ég, að hann eigi góða heimkomu hinum megin. Hann verður lagður til hinztu hvíldar í kirkjugarðinum á Tjörn á Vatnsnesi við hlið afa sins kæra frá Illugastöðum. Við sem eftir lifum, geymum minningarnar ljúfu og reynum að bera okkur vel, svo að við hryggjum ekki góða drenginn. Edda. — Orkuvandinn Framhald af bls. 4 frjáls orkusparnaðaráætlun ekki. í desembermánuði neydd- ist stjórnin þvi til að setja upp orkusparnaðarreglur, sem fólust í 70 km hámarkshraða á tveggja akreina vegum, 18 stiga hita í húsum ot takmörkun á notkun neonljósa. Einn þing- maður kallaði áætlunina smá tist. Ástæðan fyrir tregðu Breta til að spara er sú, að þeir telja sig eygja útgönguleið i olíu og gasi i Norðursjó. En sagt er að það muni sjá Bretlandi fyrir nægum orkugjöfum til eigin nota á árinu 1980 — og líka til útflutnings 1985. Þessvegna hafa Bretar ekki áhyggjur af hækkun olíuverðsins, þeir óttast fremur að það lækki. Norðursjávar-olían mun liklega kosta um 5 dollara tunnan sem er langt fyrir ofan kostnað Araba við að ná henni úr jörðu í eyðimörkinni. Margir Bretar óttast að Arabahöfðingjarnir kunni að lækka verðið á olíunni og gefa Bretum annað kjafts- högg með þvi. Italía: Eðli sinu samkvæmt beið Italía þar til landið var næstum orðið gjaldþrota, áður en hafizt var handa um að draga úr orkukostnaðinum. En i febrúarmánuði tilkynnti Aldo Moro loks um sparnaðaráætlun, sem ætti að minnka olíunotkun ítala um 7 af hundraði. Hann sagði að húsahitun yrði takmörkuð eftir loftslagi, þar sem leyfð yrði 20 stunda upp- hitun i ítölsku Ölpunum en aðeins 10 stunda upphitun i sólinni á Sikiley. Þá gengi í gildi byggingarsamþykkt 1. júlí 1976, þar sem gluggar yrðu stórlega takmarkaðir á byggingum. Og til að sina fram á alvöru málsins, tilkynnti Moro um allt að 15 þúsund dollara sekt við brotum á reglunum. Þá er Rannsóknaráð ítaliu einnig með rannsóknir varðandi betri nýtingu á jarð- hitaorku, en litlar framfarir hafa orðið á því sviði síðan Italir reistu fyrstu jarðhitaraf- stöðina I Ladarello 1904. Þá ræðir stjórnin um að reisa 20 nýjar kjarnorkurafstöðvar. Nýfundnar jarðgaslindir í Pódalnum og olíulindir nálægt Milano vekja vonir bjartsýnna spámanna um að þær kunni að vera jafn miklar og olía Breta i Norðursjónum. Ekkert af þessu virðist þó geta bætt neitt á næsta áratugnum. Stefna Italíu og orkumálum verður þvi sú að því er Giovanni Leone forseti segir, að hafa eins góða sam- vinnu við oiiuþjóðir og mögu- legt er. Japan: Engin orkulög fyrir- finnast, heimili og skrifstofur eru jafn hlý sem fyrr og hrað- brautirnar þaktar bílum — en samt nota Japanir minni orku. Japansstjórn telur að oliuinn- flutningur verði kominn niður i 5,5 af hundraði innflutnings á þessu ári. Skýringin virðist sú, að flestir Japanir gera sitt til í smáum stil til aó mæta beiðni stjórnarinnar um minni olíu- notkun. Nýleg könnun sýndi að 85% Japana hafa gert eitthvað til að spara orku. Þetta hjálpar Japan til að byrja með, en horfurnar eru ekki eins góðar, þegar litió er lengra fram á veginn. Stjórnvöld vildu helzt geta losnað við að treysta nokkuð á innflutta olíu og reisa í staðinn kjarnorkurafstöðvar til að vinna 25 af hundraói af heildarorkunotkuninni 1985. En kjarnorka vekur ennþá ákafa tilfinningalega andstöðu í Japan, svo aó stjórnin hefur einnig komið upp „sólarorku- áætlun", sem á að reyna að þróa sólarorku, jaróhita og aðra „hreina“-orku. En um það verður ekki að ræða fyrr en eftir langan tíma. Japan verður þvi að treysta að mestu á inn- flutta olíu aó minnsta kosti fram um 1985. I þeim tilgangi að dreifa áhættunni, hafa Japanir hafið oliuleit I Suóaust- ur-Asiu. En fyrst um sinn er stefna þeirra: Hafið Arabana góða! Sigurbjöm Hrólfur Jóhannesson - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.