Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 Piltur og stúlka saa leyfir mér ekki að halda lengra út í það, piltar! Getur og verið, að stúlkunni hafi orðið snögglega illt. — Hvað ertu nú að gjöra, fóstri minn? Eftir það gengur prestur út úr kirkjunni; en allir þyrpast í eina bendu utan að Sigríði, en hún er náföl og talar ekki orð; halda flestir hana mállausa eða vitfirrta eða hvorttveggja, og er hún studd inn í bæinn, og stumra menn þar yfir henni um hríð. Boðsmenn sáu það á öllum lotum, að ekki mundi verða neitt úr veizlunni þann dag, og fóru smátt og smátt að tínast í burtu, þegar á daginn leið. Sigríður komst um kvöldið fram aö Tungu; og urðu menn þess nú varir, aö hún var hvorki mállaus eða vit- skerrt, en aftók nú með öllu að setjast í annað sinn á brúóarbekkinn hjá Guðmundi; og flýgur þessi at- burður um öll héruð, og var álit manna allmisjafnt; sögðu sumir, aö þetta væri orðið mjög að líkindum og væri betur seint séð en aldrei; hinir voru þó fleiri, er lýttu Sigríði fyrir og töldu þess öll líkindi, að þessi atburður hefði ekki verið að öllu tilviljun; en Þor- steinn matgoggur lagði aldrei annað til þeirra mála en að hann fór að kjammsa með munninum og sagði: Hver ætli hafi þá étið alla steikina þar? Það kemur allténd vatnið fram í munninn á mér, þegar ég hugsa um hana. — Margir eggjuðu þá fóstra aö höfða sök á hendur þeim mæðgum og töldu, að ekki hefði allt verið brigðalaust af þeirra hendi; þó fórst það fyrir, og varð sá endir málanna, að þær mæðgur hétu að gjalda Guðmundi 6 ær loðnar og lembdar í fardögum auk veizlukostnaðarins og létu þeir fóstrar sér það lynda úr því, sem komið var. Ekki sýndi Ingveldur Sigríði miklar ástir um þetta leyti, og var við sjálft búið, að Sigriður yrði að hrökkva burt frá Tungu; þó bar Sigríður þetta mótlæti með stillingu, en var heldur óglöð og fálát; og leið svo fram veturinn. — HÖGNI HREKKVÍSI Ég hefði ekki trúað því, að kona á mínu reki yrði rekin á dyr í verzlun. Skarfarnir frá Útröst nokkra róðra, áður en hann færi heim, því ekki veitti honum af að hafa með sér dálítið af fiski, þegar heim kæmi. Fyrsta róðurinn fóru þeir í vitlausu veðri. Einn karlssonur sat við stýri, annar i stafni, en þriðji mið- skipa, og ísak varó aö standa í austri allan tímann, svo svitinn lak af honum. Þeir sigldu eins og þeir væru ekki með öllum mjalla, aldrei datt þeim í hug aó lækka segl, og þegar bátinn hálffyllti, skásigldu þeir bárurnar, svo að báturinn tæmdist aftur og vatnið stóð eins og foss út á hléborða. Nokkru síöar lægði storminn og þeir tóku til færanna. Það var svo krökkt af fiski, aó sökkurnar komust ekki í botn fyrir mergðinni. Bræðurnir þrír drógu hvern þorskinn af öðrum, ísak fékk líka margan vænan, en hann hafði sitt eigið færi, og þessvegna sluppu þeir alltaf frá honum, þegar þeir voru komnir upp undir borð- stokkinn, og hann náöi ekki einum einasta fiski. Þegar báturinn var hlaðinn, sigldu þeir heim að Útröst og bræðurnir gerðu að aflanum, og hengdu hann í hjall, en Isak fór til karlsins og kvartaði yfir því, að hann hefði ekkert veitt. Karl lofaöi að það skyldi rætast úr því næst og fékk ísak nokkra öngla, fncótnorQunkoffÍnu Bretum fækkar í fyrsta skipti síóan Bretar hófu skipulegt manntal hjá sér árið 1937, hefur þeim fækkaó á fyrstu tveim mánuöum ársins 1975. Skýrslur sýna að í heiminn hafi komið 98.000 börn, en tala látinna á sama tíma er rúmlega 102.600. Aðalástæðan fyrir þessu, segja Bretar, eru auknar getnaðarvarnir. Þess er og getió að um 1000 Bretar flytjist vikulega brott frá Bretlandseyj- um til nýrra heimkynna. Til hvaóa ráóa grípur hann, þegar björninn verður þess var að byss- an er ekki hlaóin? Ertu búinn að bíða lengi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.