Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 16
Jg MÖRGUNBLAÐIÐ, í>RIÐ'JXJr)A'GÚft 25. MÁRZ 1975 Vaxandi harka færist nú f leiki ensku knattspyrnunnar, enda slagurinn á botni og toppi í algleymingi. Myndin sýnir dómara í leik Manchester City og Q.P.R., sem fram fór um fyrri helgi, bóka fyrirliða City, Rodney Marsh, fyrir grófan leik. Frank McLintock lætur sér þetta vel líka. Margir leikmenn fengu bókanir f laugardagsleikjunum. Spennan magnast stöðugt EVERTON ER ENN í FARARBRODDI LlNURNAR á toppnum í ensku 1. deildar keppninni í knatt- spyrnu skýrðust Iftið á laugardag- inn. Everton hélt þó stöðu sinni f fararbroddi með því að gera jafn- tefli við Ipswich Town á Goodison Park í Liverpool, en síðan má segja að næstu lið séu f einum hrærigraut. Liðið hans Jackie Charitons, Middlesborough, er skyndilega komið f annað sæti með 41 stig, en sama stigafjölda hafa eigi færri en fjögur önnur lið: Liverpool, Stoke, Burnley og Ipswich og síðan kemur svo Derby County með 40 stig. Það getur því sannarlega allt gerzt ennþá, þótt Evertonliðið sé óneitanlega orðið mjög sigur- stranglegt. Lfnurnar eru hins veg- ar greinilega að skýrast á botnin- um. Luton og Carlisle eiga sér tæpast viðreisnar von og svo virð- ist sem hreint kraftaverk þurfi til að bjarga hinu fornfræga Totten ham-liði frá því að fylgja þess- um liðum niður í aðra deild. Virð- ist nú vera að koma á daginn það, sem margir sögðu f upphafi keppnistímabilsins, að leikmenn Tottenham hefðu ekki búið sig nægjanlega vel undir tímabilið — væru orðnir of feitir og of gamlir. Leikirnir á laugardaginn voru flestir hinir skemmtilegustu og skal nú vikið lauslega að hverjum og einum: Birmingham — Queens Park Rangcrs: Lundúnarliðið náði forystu í þessum leik á 27. mínútu er Dave Thomas skoraði með skalla. En þetta var líka nánast það eina sem Q.P.R. gat í þessum leik. Birming- ham hafði algjöra yfirburði og leið ekki á löngu unz Trevor Francis jafnaði fyrir sína menn. A 54. minútu skoraði Alan Campbell með skoti í stöng og inn, og Bob Hatton og Jim Calder- wood bættu svo um betur með mörkum á 83. minútu og 89. mínútu. Ahorfendur voru 32.832. Chelsea —Middlesborough Alan Willey, 18 ára piltur i Middlesborough-liðinu, færði þvi forystu þegar á 16. mínútu með skoti af löngu færi. John Craggs breytti svo stöðunni í 2:0 skömmu síðar. Hljóp þá mikil harka í leik- inn og var Terry Cooper vísað af leikvelli. En þrátt fyrir að Middlesborough léki með 10 menn allan seinni hálfleikinn tókst liðinu að verjast áhlaupum Chelsea utan einu sinni er John Sparrow skoraði með skalla eftir sendingu frá Charlie Cooke á 74. mínútu. Áhorfendur voru 22.240. Bordtennis- vörur Badminton- vörur Strigaskór Sundgleraugu Hnéhlífar Legghlífar Öklahlifar Olnbogahlífar Sokkabönd Handklæði m/enskum félags merkjum Fótboltar Verð frá kr. 1.635.— Leicester — Wolves: Hinn nýi leikmaður með Leicester-liðinu, Chris Garland, náði forystu fyrir lið sitt á 8. minútu, er hann var fyrstur á knöttinn eftir hornspyrnu. A 34. mínútu jafnaði Steve Kindon fyr- ir Ulfana og 5 mínútum siðar náði John Richards forystu yfir þá. En Leicester hafði heppnina með sér er Dere Parkin skoraði sjálfs- mark á 61. mínútu, og að venju- legum leiktíma loknum tókst Gar- land að skora aftur og færa liði sínu bæði stigin — stig sem eru svo dýrmæt fyrir liðið. Ahorfend- ur voru 25.000. Tottenham — Liverpool: Liverpool hafði náð stöðunni 2:0 snemma í seinni hálfleik með mörkum sem Kevin Keegan og Peter Cormack skoruðu. Bæði þessi mörk höfðu nokkurn heppnisstimpil á sér, eða fremur komu eftir herfileg varnarmistök Tottenhammanna, sem áttu ella sízt minna i leiknum. Áhorfendur voru 34.331. Sheffield United — West Ham: 21.010 áhorfendur fylgdust með skemmtilegri viðureign liðanna. Þurftu þeir ekki lengi að bíða eftir marki, þar sem Bobby Gould skoraði fyrir West Ham þegar á 7. mínútu. 90 sekúndum síðar hafði Tony Currie jafnað fyrir Shef- field-liðið. Aftur náði West Ham forystu á 28. mínútu er Billy Jennings reyndi að skalla knött- inn yfir en markvörður Sheffield sló hann í eigið mark. í seinni hálfleik sótti Sheffield-liðið án af- láts og skoraði Alan Woodward á 58. mínútu og Currie Grabbing skoraði svo sigurmarkið á 78. minútu. Newcastle — Derby: Þetta var mjög fjörugur leikur sem var að mestu í eigu Derby- liðsins sem iék mjög beittan og skemmtilegan sóknarleik frá byrjun til enda. David Nish skor- aði fyrra markið eftir aukaspyrnu sem Alan Hinton afgreiddi skemmtilega til hans og Bruce Rioch skoraði seinna mark Derby skömmu fyrir leikslok. Áhorfend- ur voru 31.010. Manchestér City — Coventry: Eins og jafnan þegar Manchest- er City leikur á heimavelli var liðið mjög samstillt og lék and- stæðing sinn grátt. Illa gekk þó að finna leiðina i mark Coventry og var það ekki fyrr en vítaspyrna var dæmd, á 59. mínútu að City tókst loksins að skora. Vitið var dæmt eftir að Larry Loyd hafði brugðið miðherja City, Joe Royle, illa innan vitateigsins. Dennis Tueart tók spyrnuna og brást hon- um ekki bogalistin. Á lokamínút- unum átti Coventry loks nokkrar góðar sóknir en markvörður City, Joe Corrigan, bjargaði þá snilldarlega. Ahorfendur voru 25.903. Everton — Ipswich: Eigi færri en 46.269 áhorfendur fylgdust með viðureign þessara toppliða i ensku knattspyrnunni. Trevor Whymark skoraði fyrra mark leiksins þegar skammt var liðið á leiktímann. Colin Viljoen hafði þá tekið aukaspyrnu og sent vel ínn að markinu þar sem Why- mark stökk hærra en aðrir og skallaði knöttinn inn. Áhorfendur ætluðu hreint að ærast er þetta gerðist og hvöttu Everton-liðið gifurlega. Allt kom þó fyrir ekki lengi vel. Ipswieh stóðst hvert áhlaupið af öðru, en á 60. mínútu tókst þó loksins að finna leið í gegnum vörnina, er Bob Latch- ford sendi knöttinn á Mick Lyons sem afgreiddi hann rétta boð- leið. Stoke — Carlisle: Það kom flestum á óvart að botnliðið Carlisle United tókst að halda algjörlega i við Stoke í fyrri hálfleiknum, og staðan að honum loknum var 1:1. Fyrra mark hálf leiksins hafði Gerry Conroy skor- að fyrir Stoke, en 12 minútum síðar tókst Joe Lidlaw að jafna fyrir Carlisle. í seinni hálfleikn- um stóðst hins vegar ekkert fyrir Stoke-liðinu sem lék oft glæsilega knattspyrnu. Conroy skoraði með skalla á 64. mínútu, Jimmy Green- hoff bætti þriðja markinu við á 66. minútu, Ian Moore sem kom inná sem varamaður skoraði fjórða markið á 72. mínútu og Framhald á bls. 21 * o 1. DEILD L HEIMA UTI STIG Everton 35 9 8 1 29—15 5 8 4 20—17 44 Middlesborough 35 9 6 3 29—13 6 5 6 18—21 41 Liverpool 35 10 5 2 34—16 5 6 7 14—19 41 Stoke City 35 10 6 2 35—18 5 5 7 21—25 41 Burnley 35 10 5 3 35—22 6 4 7 25—29 41 Ipswich Town 36 13 2 2 36—19 6 1 11 17—27 41 Derby County 34 10 3 3 32—17 6 5 7 20—28 40 Sheffield United 34 10 6 2 28—19 5 3 8 17—25 39 Queens Park Rangers 36 9 3 6 23—16 6 5 7 25—30 38 Manchester City 35 14 2 2 35—13 1 6 10 11—35 38 Leeds United 34 9 6 2 29—14 5 3 9 17—22 37 West Ham United 35 9 5 3 34—17 3 7 8 19—29 36 Newcastle United 34 11 3 3 33—17 3 3 11 19—40 34 Coventry City 35 7 8 3 28—33 3 5 9 18—31 33 Wolverhampton Wand. 34 9 4 4 34—18 2 6 9 14—26 32 Birmingham 35 9 3 6 31—24 3 5 9 15—27 32 Arsenal 33 7 5 4 25—13 3 4 10 15—27 29 Leicester City 34 5 6 6 17—17 4 4 9 18—32 28 Chelsea 35 4 6 7 20—28 4 6 8 19—36 28 Tottenham Hotspur 35 4 4 9 18—24 4 4 10 20—32 24 Luton Town 34 5 5 7 19—24 2 5 10 13—26 24 Carlisle United 35 5 1 11 14—19 4 2 12 21—34 21 2. DEILD L HEIMA UTI STIG Manchester United 35 13 3 1 35—9 8 4 6 17—15 49 Aston Villa 34 12 4 1 35—5 5 4 8 18—24 42 Sunderland 35 11 5 1 32—6 4 7 7 22—24 42 Norwich City 34 12 3 2 27—11 3 9 5 18—19 42 Bristol City 34 12 4 1 26—7 5 3 9 13—18 41 Blackpool 35 11 4 2 27—12 2 10 6 7—11 40 West Bromwich Albion 34 10 4 3 25—12 4 5 8 16—19 37 Bolton Wanderes 34 9 5 4 25—12 4 4 8 13—20 35 Notts County 35 7 9 1 29—18 4 4 10 11—27 35 Oxford United 35 12 3 3 26—16 1 6 11 9—30 35 Fulham 35 7 6 4 22—12 3 8 7 12—17 34 Southampton 34 8 6 3 24—16 4 4 9 20—29 34 Orient 34 6 7 4 13—14 3 9 5 11—18 34 Hull City 35 9 7 1 21—10 2 5 11 13—41 34 York City 35 9 5 4 27—15 4 2 11 18—31 33 Nottingham Forest 35 5 6 7 21—22 5 5 7 15—23 31 Oldham Atletic 35 9 6 3 24—15 0 6 11 8—22 30 Portsmouth 35 7 6 4 23—16 3 4 11 12—29 30 Bristol Rovers 35 9 3 6 19—17 2 4 11 13—34 29 Millwall 35 8 7 3 28—14 1 3 13 9—31 28 Cardiff City 34 6 7 5 20—17 16 9 10—31 27 Sheffield Wednesday 34 3 6 7 16—21 2 4 12 12—32 20 • o • , Knattspyrnuúrslit: O ■ • r> V ■ ENGLAND 1. DEILD: Birmingham — Q.P.R. 4—1 Burnley — Arsenal 3—3 Chelsea — Middlesborough 1—2 Everton — Ipswich 1 — 1 Leicester — Wolves 3—2 Luton — Leeds 2—1 Manchester City — Coventry 1 —0 Newcastle — Derby 0—2 Sheffield Utd. — West Ham 3—2 Stoke — Carlisle 5—2 Tottenham — Liverpool 0—2 ENGLAND 2. DEILD: Bolton — Bristol City 0—2 Bristol Rovers — Sunderland 2—1 Cardiff — Sheffield Wed 0—0 Millwall — Blackpool 0—0 Norwich—Hull 1—0 Nottingham — Manch. Utd. 0—1 Oldham — Oxford 1 — 1 Orient — Aston Villa 1—0 Southampton — Notts County 3—2 W.B.A. — Portsmouth 2—1 York — Fulham 3—2 ENGLAND 3. DEILD: Brighton — Blackburn 0—1 Colchester—Chesterfield 1—2 Gillingham — Port Vale 0—0 Gimsby — Bury 2—0 Halifax — Watford 2___0 Hereford — Walsall 2—0 Huddersfield — Charlton 1—3 r Urslit getrauna LEIKVIKA 30 L*ikir 22. marz 1975 1 2 i X 2 t X 2 Birmingham - Q.P.R. i / 7 X Ðurnley - Arsenal Chelsea - Middlesbro / z Everton - Ipswich - / K Leicester - Wolves - Z / Luton - Leeds - / / Manch. City - Coventry / - O f Newcastle - Derby c> — Z \Z Sheff. Utd. - West Ham 9 2 / Stoke - Carlisle ó 2 / Tottenham - Liverpool 0 - 2 z Millwall - Blackpool <7 X Preston — Aldershot 3— 1 Swindon — Crystal Palace 1 — 1 Wrexham — Peterborough 1—2 ENGLAND 4. DEILD: Barnsley — Rochdale 5—3 Bradford — Cambridge 1 — 1 Brentford — Chester 1 —1 Darlington — Northamton 2—0 Hartlepool — Crewe 1 —1 Lincoln — Rotherham 2—0 Reading — Scunthorpe 1 — 1 Shrewsbury — Newport 1—0 Workington — Stockport 1—0 SKOTLAND 1. DEILD: Airdrie — Celtic 1—0 AyrYtd. — Dumbarton 1—3 Clyde — Hibernian 0—3 Dundee United — Partick 2—1 Dunfermline—Kilmarnock 1 — 1 Hearts — Arbroath 0—0 Morton — Aberdeen 0—3 Rangers — Motherwell 3—0 St. Johnstone — Dundee 3—1 SKOTLAND 2. DEILD: Berwick — Montrose 2—2 Brechin — East Stirling 1—0 Clydebank — Albion Rovers 2—0 Falkirk — Alloa 2—1 Forfar—Stranraer 1—4 Queen of The South — Cowenbeath 2—1 Queens Park — East Fife 0—0 Raith Rovers — St. Mirren 1—2 Stirling — Stenhousemuir 0—1 V-ÞÝZKALAND 1. DEILD: Bayern Miinchen — Eintracht Braunswick 1—0 VFL Bochum — Borussia Mönchengladbach 0—0 Mönchengladbach 0—0 Fortuna Dusseldorf — Werder Bremen 4—1 Kickers Offenbach — Schalke 04 3—0 Rot-Weiss Essen — Eintracht Franfurt 0—5 Hertha Berlin — Wuppertaler SV 2—0 VFB Stuttgart — FC Köln 2—0 Hamburger SV — Kaiserslautern 2—0 MSV - Duisburg — Tennis Borussia Berlin 2—3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.