Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 • W Húsvíkingar „auðga landið Sýna á Húsavík og í Kaupmannahöfn F er jubryggjufram- kvæmdum miðar vel BYGGINGU ferjulægis fyrir Akraborgina miðar nú vel áfram, hér í austan verðri Akraneshöfn. — Lokið er við sprengingar vegna dýpkunar svæðisins, en þær hafa hrist Skagann á undanförnum mánuðum. — Fimm raðir af kerj- um eru komnar I ferjubryggjuna, en við hana mun einnig skapast 50 metra viðlegukantur fyrir önn- ur skip. — Menn búast við að framkvæmd- um þessum ljúki í júní. — En bifreiðaferjan Akraborg mun ekki koma að fullu gangi, spara bensín og viðhald bifreiða og krafta þeirra, sem aka til Vestur- og Norðurlands, ef aðstaða mynd- ast ekki einnig fyrir hana i Reykjavíkurhöfn. — Margir hafa spurt um hvenær þær fram- kvæmdir hefjist. — JÚIÍUS Viðhafnarútgáfa af „Reykjavík í 1100 ár” VIÐHAFNARÚTGÁFA af þjóð- hátfðrbók Reykjavikurborgar og Sögufélagsins, Reykjavfk f 1100 ár, er komin út, númeruð og árit- uð. Fyrstu tvö eintökin voru af- hent forseta Islands, dr. Kristjáni Eldjárn, og borgarstjóra, Birgi Is. Gunnarssyni. Hafsteinn Guðmundsson hann- aði bókbandið, sem er i bláum og Ijósum lit í samræmi við Skjaldar- merki Reykjavikur, sem skartar á kili, en að framan er merki þjóð- hátíðarnefndar, gyllt, ásamt upp- hafsorðum úr ljóði Einars Benediktssonar, Ingólfsbær: „Hér lét hann byggja, Islands fyrsti faðir“. Spjaldpappir er sér- unninn, en bókband annaðist Isa- foldarprentsmiðja. Pantana má vitja í Bókaverzlun ísafoldar. Verð er 3775, en félagsmenn Sögufélagsins og borgarstarfs- menn fá 20% afslátt. Tölusettu eintökin eru 500, öll árituð. 1 bókinni eru, sem kunn- ugt er, 15 greinar eftir jafnmarga fræðimenn um sögu Reykjavíkur frá upphafi. Meðal höfunda er forseti Islands. Mælifellskirkja FERMINGARBÖRN í Mælifells- kirkju á skfrdag, 27. marz, kl. 2 sfðd. Gunnar Valgarðsson, Tunguhlíð Sigurður Helgi Ármannsson, Borgarfelli Elín Helga Sigurjónsdóttir, Hamrahlíð Sigriður Margrét Helgadóttir, Laugabökkum. Ljósmynd Mbl. Júlfus. Frá ferjubryggjuframkvæmd- um fyrir Akraborgina á Akra- nesi. LEIKFÉLAG Húsavíkur frum- sýndi í gærkvöldi Ég vil auðga mitt land, en höfundar verksins eru þeir Davið Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eld- járn. Leikstjóri er Sigurður Hall marsson en tónlistin er eftir Vladislav Vojta tékkneskan tón- listarmann sem hefur starfað að tónlistarmálum á Húsavík í lið- lega 2 ár. 17 leikarar taka þátt í sýningunni og með stærstu hlut- verkin fara Kristján Elís Jónas- son og Árnina Dúadóttir. Sigurður Hallmarsson leikstjóri gerði leikmyndina, en hún bygg- ist að talsverðu leyti upp á lit- skuggamyndum. Eg vil auðga mitt land verður sýnt á Húsavík um páskana og i vor verður farið i leikferð til Dan- merkur, þar sem Leikfélag Húsa- víkur mun sýna Ég vil auðga mitt land i Alaborg og í Gladsaxe í Kaupmannahöf n. Loðnubræðslu lok- ið á Seyðisfirði Seyðisfirði, 22. marz. AÐFARARNOTT föstudaginn 21. marz lauk loðnubræðslu hjá Síldarverk'smiðjum rikisins. Þangað hafa borizt 35,167 tonn af loðnu og úr því fengust 5850 tonn af mjöli og 2350 tonn af lvsi. Þessi nýting mun vera óvenju góð, enda var verksmiðjan í nokkuð góðu lagi, þvi talsvert var lagfært þar á s.l. ári. Löndun gekk yfirleitt ágætlega enda voru sjó- menn ánægðir með afgreiðslu og hve áætlanir stóðust vel. Ný löndunartæki voru sett upp og í sambandi við þau sjálfvirkt rot- varnarkerfi. — Svpinn MEIRA VORUURVAL FYRBR PÁSKAHELGINA [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.