Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 27 Minninq: Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir F. 13.11.1897 D. 20.3.1975. Sigriður fæddist að Yztu- Görðum í Hnappadalssýslu. Hún var yngst þriggja dætra þeirra hjónanna Kristinar Þórðardóttur og Sigurðar Guðmundssonar, sem þá bjuggu þar. Hún ólst upp hjá þeim, fyrstu árin að Yztu- Görðum, en frá 1911 að Miklaholti i Miklaholtshreppi, þar sem for- eldrar hennar bjuggu síðan hjá elztu dóttur sinni. Tvítug giftist Sigríður Jóhanni Hjörleifssyni frá Hofsstöðum í Miklaholtshreppi. Hann var þá 24 ára gamall, hafði fyrir þrem árum lokið búfræðiprófi frá Hólaskóla og var nú kennari á æskustöðvum sínum. Síðar fékkst hann um ára- bil við þingskriftir, en hóf ungur verkstjórn við vegagerð og varð síðar þjóðkunnur fyrirliði í þeirri sveit. Hann dó fyrir aldur fram árió 1959. Þau Sigríður og Jóhann hófu búskap að Hofsstöóum, og næstu 8 árin áttu þau heima í Mikla- holtshreppi, en árið 1925 settust þau að í Reykjavík. Níu árum síðar fluttu þau í eigið hús við Vesturvallagötu 10, og siðan hefir Sigriður átt þar heima. Börn þeirra Sigríðar og Jóhanns, sem upp komust, eru: Sigurður vegamálastjóri, kvænt- ur Stefaníu Guðnadóttur, Kristj- ana Elísabet, gift Friðjóni Ástráðssyni fulltrúa og Dóra, gift Magnúsi R. Gislasyni tannlækni. Lengi var fimm ára snáða þung- bært að sætta sig við það fyrsta mikla mótlæti æviáranna að verða að sannreyna, að frænka hans og uppeldissystir yrði ekki lengur sú kona, sem veitti honum blíðu sína óskipta. Öllum öðrum var það auðskilið, að heimasætan unga að Miklaholti og kaupamaðurinn felldu saman hugi. Hann var óum- deilanlega í allra fremstu röð ungra manna héraðsins að gáfum, menntun og atgervi, hún frábæri- lega fögur og efnileg stúlka. Sennilega hef ég losnað mjög seint við þessa afbrýðisemi frum- bernskunnar þó að mér tækist loks aó unna fyrsta kennara min- um, fyrsta vinnuveitanda og fyrsta heimilisföður hér í Reykja- vík sæmilegs sannmælis vegna mikilla hæfileika hans og mann- kosta. Og ljúft smyrsl var það jafnan á sárið, að ég var Sigríði alla tið — þrátt fyrir öll æskubrek og yfirsjónir— „elsku drengurinn hennar“, sem hún — eins og í Minning: F. 8.9. 1956. D. 19.3. 1975. 1 DAG, 25. marz, er til moldar borinn okkar ástkæri bróðir og mágur, Öskar Bragason Meistara- völlum 21 hér í borg, er lézt á Borgarspitalanum hinn 19. marz s.l. Nú þegar hann er horfinn okkur viljum við bera honum hinztu kveðju okkar. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að Óskar skuli ekki lengur vera hjá okkur. Þegar við sátum á kvöldin i vetur og gerðum áætlan- ir um sumarfríið okkar, virtist lífið allt svo bjart í kringum okkur. Þetta skyldi verða hans fyrsta utanlandsferð og vildum við gera allt til að þessi ferð yrði sem ánægjulegust. Og þegar við fengum svar um að allt væri til- búið fyrir komu okkar til Tékkó slóvakiu, virtist allt vera fullkom- ið. En aðeins þremur dögum eftir að svarið barst okkur, var hann lagður af stað í lengri ferð — aleinn. Það er sárt fyrir okkur, að sjá á bak svo góðum bróóur og vini sem Óskar var, en sárara er þetta þó ömmu og afa, sem ólu okkur bræóurna upp, og unnustu gamla og góða daga — fann oftast eitthvað til afbötunar þó að eng- um öórum væri unnt að eygja minnstu málsbætur. Trúlega verður það þessi nærfærna hlýja hjartans, sem reynist okkur öll- um, sem Sigríður veitti vináttu sína og ást, dýrmætast til æviloka af öllu því góða, sem við geymum núí endurminningunum um hana. Áreiðanlega var Sigríður mjög lífsglöð og hamingjusöm fyrstu 37 æviárin, þvi að nokkrir örðugleik- ar frumbýlisins urðu til þess eins að auka sjálfstraust hennar, reisn og lífsþrótt. Þar gafst hinum miklu hæfileikum hennar tæki- færi til sannprófunar allra þeirra eiginleika, sem ákjósanlegastir eru í fari góðrar konu og ástríkrar móður. Mér er e.t.v. minnisstæð- ast hve allt var tandurhreint og fágað, þar sem hún réð ríkjum, ekki einungis hið ytra heldur einnig hið innra, í heiðríkju og vammleysi þess hugarfars, sem einkenndi öll hennar orð og at- hafnir. Alla tíð var grandvarleiki hennar frábær, studdur góðri greind, miklu þreki og ósér- plægni. Bæði nutu hjónin þess að veita öðrum þátttöku í hamingju þeirra vegna síaukinnar farsæld- ar fjölskyldunnar. Þess vegna þótti öllum gott að sækja þau heim. Árið 1934 verða skyndileg þáttaskil í lífi Sigríðar. Þá veikist hún. 1 stað þess að leita lækninga í tæka tíð, unna sér hvildar, rækir hún skyldutörfin eins og ekkert hafi í skorizt. Afleiðing þess verð- ur sú, að eftir það er líkami henn- ar aldrei laus við þjáningar. En þegar þær aukast virðist hinn andlegi þroski vaxa, lífsviljinn styrkjast, sjálfsaginn eflast, bar- áttuþrekið færast í aukana meó hverju nýju áfalli. Þegar auðsætt er orðið, að enga Iækningu er framar að fá virðist hún sætta sig við hin illu örlög, kvartar aldrei, rækir störf sín á heimilinu svo lengi að læknar hennar verða furðu lostnir. Fyrir níu árum verður hún loks að gefast upp og sætta sig við að fara i sjúkrahús, en einnig þar verður hún alla stund andlega óbuguð unz yfir lýkur. Síðustu 8 árin dvaldist hún í sjúkradeild Hrafnistu, þar sem hún naut mikillar umönnunar starfsfólksins alls og barna henn- ar og tengdabarna, sem létu eng- an dag líða án þess að sækja hana heim. Á banabeðinum var þakk- hans sem I dag kveður góðan unn- usta, og stendur ein. Það skarð, sem höggvið er i vinahópinn, verður aldrei bætt. Við biðjum algóðan guð að styrkja afa, sem ekki getur fylgt honum I dag, þar sem hann liggur á sjúkrahúsi, og þökkum Óskari hve hann var alltaf bliður og góó- ur við hann. — Og elsku ömmu, sem er svo sterk á þessum erfiðu stundum, biðjum við guð að varð- veita og styrkja. Það er því miður litið hægt að segja Þóru til huggunar. Það skarð, sem Óskar skildi eftir sig, verður vandfyllt, svo blíður og góður sem hann var. Við vinir hennar allir biðjum fyrir henni. Við biðjum góðan guð að þetta stóra sár í hjarta hennar megi gróa fljótt og henni megi auðnast gæfuríkt lif, er tíminn hefur læknað dýpstu gárin. „Og seinna vissi ég betur, að birtan hverfur ótt, og brosin deyja á vörum. Því seinna hef ég vakað við sæng hans marga nótt. Þeir sögðu hann vera á förum.“ — T.G. lætið til alls þessa góða fólks henni áreiðanlega efst i huga. Það er á þessum mörgu og þungbæru þjáningaárum að Sigríður verður sú mikla hetja mótlætisins, sem aldrei gleymist þeim, sem hana þekktu. Með stál- vilja sínum, æðruleysi, andlegu jafnvægi og reisn, veitti hún okk- ur nýja trú á lífið, aukinn styrk í baráttunni við dauðann, djúpa virðingu fyrir mikilleik andans í bjargarleysi þeirrar þjáningar, sem ill örlög búa oft likama hans. Og þar ser.i umkomuleysið virtist algerast, í sjúkrastofu síðustu æviáranna, fann Sigríður siðasta tilgang lífsins, sem sætti hana áreiðanlega að nokkru við hið ömurlega hlutskipti hennar. Og vegna þess hve vel það endur- speglar eðliskosti hennar verð ég að freistast til að ljúka þessum fátæklegu minningarorðum um hjartkæra frænku mína með frá- sögn af þessu síóasta áhugaefni hennar, þeirri skyldu við lífið, sem hún taldi sér skylt að rækja til hinztu stundar. Einhvern tíma spurði systir mín Sigríði, hvort hún ætti ekki örðugt með nætursvefn vegna veikinda þeirra, sem áttu sambýli með henni. Sigriður viðurkenndi að svo væri, en fékkst þó ekki um og vék talinu að öðru. Síðar frétti systir min um spán- nýja og góða geró eyrnatappa, sem hún keypti og færði frænku sinni. Þá sagði Sigríður: „Elskan mín! Þakka þér hjartanlega fyrir hugulsemina. En þetta er mér lífs ómögulegt að nota. Hvernig helduróu að færi ef ég steinsvæfi? Hver ætti þá að hringja fyrir þessa blessaða vesalinga, sem vita ekki einusinni hvar bjallan er?“ 1 dag kveðjum við i Dómkirkj- unni mikia hetju og frábærlega heilsteypta konu. Sig. Magnússon. Drottinn styrki þau 011, Þóru, ömmu, afa, mömmu, pabba og systkinin. Við kveðjum Óskar og þökkum honum aftur fyrir allt. Inga og Trausti. ÞAÐ er erfitt að trúa því aó okkar kæri vinur sé horfinn. Það er erfitt að heyra ekki glaðværan hlátur hans, erfitt að sjá aldrei framar blíða brosið hans. Eftir stendur ung unnusta, alein. Eftir standa gömul hjón, sem tóku þrjá litla bræður að sér og ólu þá upp. Það er erfitt að sætta sig við að Óskar sé horfinn okkur öllum. — Minning Jóhannes Framhald af bls. 12 frami í starfi og þjóðfélagsstöðu breytti i engu viðhorfi hans til lifs og manna. Hann var löngu full- mótaður i samræmi við umhverfi uppvaxtarskeiðsins. Hið undur fagra og stórbrotna landslag að Hrauni i Öxnadal. „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“, djúpblátt fjalla- vatnið og himingnæfandi tind- ar, sem eins og teygja sig upp í heiðríkjuna, upp til stjarnanna. Nú er ferðalok. Maður i blóma lífsins, í fjölþættu ábyrgðarstarfi er skyndilega horfinn af sjónar- sviðinu. Hnipin sitjum við með söknuð í huga og vonleysi. „En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða“. Þannig kvað Jónas Hall- grímsson um Tómas Sæmundsson látinn. Hér eiga þessi orð vel við. Ég færi eiginkonu Jóhannesar, syni hans og dætrum innilegar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar guðs. Jóhann Jakobsson JÓHANNES Elíasson bankastjóri var einhver sá mætasti maður, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni. Hann var í fyllsta máta sá góði drengur, sem hverjum manni var hollt að kynnast, góðviljaður og hollráður, glaðlyndur og hrein- skiptinn og ákveðinn í skoðunum. Leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar ég var við nám í Mennta- skólanum á Akureyri, en hann stúdent við laganám. Árið 1942 kvæntist hann frændkonu minni, Sigurbjörgu Þorvaldsdöttur frá Ólafsfirði, en veturinn 1944—45 dvöldust þau hjón um skeið á heimili föðursystur minnar og frænku Sigurbjargar, frú Helgu Marteinsdóttur á Akureyri, þar sem ég bjó einnig. Þar á Akureyri og oftsinnis síðar höfum við átt margar ánægju- og gleðistundir og bar þá margt á góma. Stundum ræddum við um þjóðfélagsmál en oftast um bókmenntir, eða þá rifjaðar voru upp minningar að norðan og þá ekki sízt úr Ólafsfirði, sem Jóhannes tók miklu ástfóstri við, næst á eftir fæðingarsveit sinni í öxnadal. Hann var mikill unnandi Islenzkra bókmennta og þá eink- um ljóðlistar og var velunnari málaralistar og tónlistar. Mér er kunnugt um fjölmarga rithöf- unda og aðra listamenn, sem hann veitti ómældan stuðning. Hann átti drjúgan hlut að þvi, að Island gerðist aðili að Bernarsamband- inu og átti sæti í fyrstu stjórn STEFS á íslandi. Sjálfur var hann vel hagorður og í tómstundum hafði hann yndi af að mála, einkum landlags- myndir. En hvorugu vildi hann flika og vissu þvi fæstir um nema ættingjar hans og nánir vinir. Jóhannes Eliasson var ekki maður fjölmiðla eða auglýsinga- skrums. Hin umfangsmiklu og Ótrúlegt að hann eigi ekki eftir að koma daglega inn á heimili okkar eins og áður. Það er þögull vina- hópur sem i dag kveður tryggan vin. Okkur finnst að hláturinn eigi aldrei eftir að vakna aftur án hans. Við biðjum góðan guð að styrkja yndislegu unnustu, ömmu hans og afa, foreldra og systkin, og biðjum hann að varðveita góð- an dreng. Drottinn blessi minningu Ósk- ars Bragasonar. Fjölskyldan Melabraut 48. Fæddur 8/9 1956. Dáinn 19/3 1975. SÁRT er að þurfa að kveðja gamlan vin og skólafélaga svo snögglega. Það grípur mann tregi og ósjálfrátt leitar hugurinn til baka, alla leið til þess tíma sem maður fyrst man eftir sér. Maður minnist bernskunnar, allra leikj- anna og kátinunnar, allra skólaár- anna og gleðinnar þeim samfara. Hve oft var ég ekki á heimili hans hjá afa hans og ömmu, þangað sem maður var alltaf vel- kominn, þar sem við röbbuðum Framhald á bls. 35 fjölbreytilegu verk sin vann hann umfram allt af kostgæfni þess manns, sem framar öðru starfaði í þágu þeirra málefna, sem honum þótti skipta máli að næðu fram að ganga, en lét sig litlu varða, hvort farsælla afskipta hans af þeim væri getið á opinberum vettvangi eða ekki. Hann var einn af stofnendum Almenna bókafélagsins og sat í fulltrúaráði þess til dauðadags og fylgdist af áhuga með starfsemi félagsins, vexti þess og viðgangi. Hann hafði mikinn áhuga á alþjóðamálum og fylgdist vel með þróun þeirra. Nokkrum sinnum átti hann sæti í sendinefnd Is- lands á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna og gerði sér fyrr en flestir aðrir grein fyrir, hve ákaf- lega mikilvægu hlutverki starf- semi Sameinuðu þjóðanna gegndi einkum fyrir smáþjóð eins og okkur Islendinga. Hann var þvi einn af frum- kvöðlum þess, að Félag Samein- uðu þjóðanna á Islandi var stofnað og var fyrsti fram- kvæmdastjóri þess. Ekkert var því eðlilegra en hann veldist til forustu í því félagi, þegar hann gaf kost á þvi seint á árinu 1971. Formanns- starfinu þar gegndi hann til dauðadags af þeirri samvizkusemi og kostgæfni, sem einkenndi allan hans fjölbreytilega og far- sæla starfsferil. Við, sem störfuðum með honum I stjórn þess félags, vitum hvern öðlingsmann við höfum misst við hið skyndilega fráfall Jóhannesar Eliassonar. Svo mun og um alla þá fariö', sem með honum hafa unnið eða kynnzt honum á lifs- leiðinni. Stórt skarð er nú fyrir skildi, sem opið og ófyllt stendur um ókomin ár. En fögur minning um genginn góðan dreng á að vera okkur, sem eftir lifum. hvatning til dáða og drengskapar í sam- skiptum hverjir við aðra. Ég og fjölskylda mín, forráða- menn Almenna bókafélagsins og meðstjórnendur mínir í Félagi Sameinuðu þjóðanna á íslandi vottum eftirlifandi konu dreng- skaparmannsins Jóhannesar Elíassonar, frú Sigurbjörgu Þor- valdsdóttur, börnum þeirra og öðrum ættingjum dýpstu samúð okkar og biðjum þeim blessunar um framtíð alla. Baldvin Tryggvason. „Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífd aðskilið/* ÞESSAR ljóðlínur úr Ferðalokum Jónasar Hallgrímssonar eiga vel við hug okkar vina og samstarfs- fólks Jóhannesar Elíassonar. Hann og Jónas ólust upp í skjóli tigulegra tinda í fögrum dal. Oft varð Jóhannesi hugsað heim, þegar hann horfði á stóru og fall- egu myndina af Hraundröngum í Öxnadal. Jóhannes var heill og einlægur við allt, sem hann vann að. Hugur hans var óskiptur við hvert það verkefni, sem hann tók að sér. Hann trúði aldrei á tvennt, aðeins eitt. Hann var einlægur trúmaður og er ef nokkur mannvera lifði samkvæmt kenningum Krists þá var það hann. Hann var hógvær, góðgjarn, einlægur og raungóður. Og það voru margir, sem báru upp raunir sínar við hann fyrir framan stóra, fallega skrifborðiö hans, þaðan sem gat að líta út yfir höfnina og athafnalíf borgar- innar. Og allar raunir leysti hann af sömu kostgæfninni og alúðinni, sem honum einum var gefin svo mildilega mikið af. Því ef hann gat ekki leyst allar peninga- áhyggjur manna gaf hann samt öllum von um bjartari tíma og allir fóru rikari út frá honum. Sliks manns sakna allir. Allir, sem störfuðu með Jóhannesi Elíassyni mátu hann mikils. Þess vegna finnst okkur hann alls ekki farinn frá okkur. Hin brosmilda og bjarta mynd hans verður okkur alla tíð fyrir hugskotssjónum, sú mynd afmáist aldrei og hún talar til okkar og biður okkur að vera hugró og glöð, því allt jafnist að lokum. Guð blessi dýrmæta minningu þessa mikilfenga manns. Samstarfskona. Oskar Bragason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.