Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 Starri 1 Garði: Bölvandi fjósamaður 1 Morgunblaðinu 11. febr. síðastliðinn birtist löng og mikil ritgerð eftir sveitunga minn, Kristján Þórhallsson, starfsmann Kisiliðjunnar h.f. við Mývatn. Ber ritsmíð þessi fyrirsögnina Annar- leg sjónarmið eða mengað hugar- far. Eftir fyrirsögninni að dæma, mætti ætla að hér væru engin smáræðis vísindi tekin til með- ferðar, og með því hugarfari hóf ég lesturinn. Sá hátíðleiki stóð þó ekki lengi, því strax í upphafi ritgerðarinnar er tekið að fjalla um mína vesölu persónu af næmum skilningi hins ómengaða hugarfars. Fyrst er lýst undrun yfir ferð okkar Sigurðar á Græna- vatni á Leirárfundinn i desember. Síðan er til þess vitnað, að ég hafi verið óþreytandi að skrifa í Þjóð- viljann furðusögur af mengun og mengunarhættu á náttúru þessar- ar sveitar af völdum Kísiliðjunn- ar, þessarar hreinu stóriðjumeyj- ar, sem auðvitað hefir aldrei til hugar komið að hafa nein óhrein né óheiðarleg mök við sitt nánasta umhverfi eða samfélag. Hápunkt- ur þessara hugleiðinga Kristjáns um mig, er þegar hann að hætti ritsnillinga talar í líkingum og gengur á vit þjóðsagna, og þá auð- vitað til sagna um Sæmund fróða. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að ég sé púkinn á fjósbitanum. Mér var lengi vel ekki ljóst, hvernig þessi samlíking var fund- in út. Væri ég púkinn á fjósbitan- um, já, hver átti þá fjósið og hver var hinn bölvandi fjósamaður? Það var spurningin, og raunar lykillinn að því að skilja ritverk Kristjáns í heild. Eg þykist loks hafa komizt að niðurstöðu, og leið- réttir Kristján mig, ef skakkt er skilið. Skýring mín er þessi: Fjós- ið: það er auðvitað Kísiliðjan. Fjósamaðurinn: það er auðvitað Kristján. Þegar hann sem hvert annað dyggðahjú kemur til fjósa- verka, eru kísilgúrkýrnar lausar af básunum, bundnar saman á hölunum, ærar og illar viðeignar, flórrekan brotin á tröðinni og allt á tjá og tundri í fjósinu. Uppi á fjósbitanum situr pattaralegur púki glottandi út að eyrum, enda valdur að öllum skammheitunum. Er nú nema von, að jafnvel dagfarsprúðum fjósamanni renni í skap og bölvi hraustlega, þótt af því leiði að púkinn fitni við hvert blótsyrði? Þarna væri þjóðsagan, sem Kristján tæpir á og tengd er við Sæmund fróða, komin öll til skila. Það er skemmst af að segja, að þegar inngangi Kristjáns er lokið, þessu með púkann, þá er ritsmíð hans öll einn lofsöngur um kísil- gúrfjósið, sem John Maville gaf okkur hérna um árið. Það er ekki einungis að úr þessu ágæta fjósi fáum við mjólk og smjör og ábrist- ir eins og hver getur í sig látið, heldur blómstrandi félags- og menningarlíf. I einu orði sagt: fagurt mannlíf- ef ekki væri bölvaður púkin á fjósbitanum. Raunar er svo að skilja, að púkarnir séu þó nokkrir hér í sveitinni, og í það minnsta voru þeir tveir, sem fóru á Leirárfund- inn. Það hefir dregizt fyrir mér að gera þessa ritsmíð Kristjáns að umræðuefni í blaðagrein af tveimur ástæðum. i fyrsta lagi að mér fannst varla ástæða til að skipta mér af fjósverkum hans, eða hvernig hann færi að því, að koma á röð og reglu í kísiliðjufjós- inu eftir óskunda púkans á fjós- bitanum, enda vissi ég sem var, að þeir sem kunnugir eru málum — og þá ekki sízt sveitungar okkar fjölmargir — brosa aðeins góðlát- lega að tilburðum hans. í öðru lagi þykir mér hæpið að gera upp ágreinings- og deilumál okkar Mý- vetninga á vettvangi hinna svo- kölluðu fjölmiðla. Þó ber á það að líta, að innrás stóriðju og tilheyr- andi þéttbýlis í gamalgróið sveitarfélag bænda, eins og hér hefir átt sér stað, er mál, sem alla varðar og ekki sizt þá, er eiga slíkt vfir höfði sér innan tiðar. Reynsla >kkar Mývetninga af slíkum tíð- indum, félagslega, menningarlega og á annan hátt, gæti orðið þeim nokkur leiðbeining, og því miður á margan hátt víti til varnaðar. Fyrir ókunnuga kynni grein Kristjáns að virðast trúverðugar upplýsingar í þessum efnum og þess vegna vil ég gera athuga- semdir við nokkur atriði í ritsmið hans, og tek þau nokkurnveginn í réttri röð eins og þau koma í grein hans. Þá er það fyrst sak- leysi kísiliðjunnar hvað viðkemur mengun. Það hefir vakið hneyksl- un náttúrufræðinga og annarra, er Iáta sig vistfræði einhverju skipta, innlendra sem erlendra, að velja efnaverksmiðju stað á bakka Mývatns. Hvorttveggja er, að Mývatns- og Láxársvæðið þykir óvenju dýrmætt frá náttúrufræði- legu sjónarmiði og lífkeðja þess bæði margslungin og viðkvæm, og eins hitt, að stóriðjuver með þétt- býli, sem af því leiðir, hefir yfir- leitt, eða jafnvel allstaðar erlend- is, gengið af lífkerfi síns um- hverfis dauðu innan tíðar, ekki sízt þar sem verksmiðjurnar eru reistar við ár, stöðuvötn eða inn- firði. Það eru því ekki órökstudd- ar hrakspár, fremur, rökstudd framsýni, að eins kunni að fara hér, ef áfram heldur sem horfir. Hér kæmi ekki einvörðungu til greina eituráhrif frá verksmiðju- rekstrinum, heldur einnig meng- un frá mannmörgu þéttbýli. Varla gæti hugsast, að frá vistfræðilegu sjónarmiði væri hægt að velja 2—3 þús. manna bæ vitlausari stað á landi hér, en við Mývatn, eins og suma virðist þó dreyma um. Að því virðist stefnt af núver- andi ráðamönnum hér í sveit, að auka bæjarmyndunina við Reykja- hlið seni allra mest á sem stytzt- um tíma. Þeir sem benda á hásk- ann af slíkri stefnu og vilja fara gætilegar í sakirnar eru kallaðir dragbítir, sem vilji koma í veg fyrir framfarir og aukna atvinnu- lega hagæld. Sömuleiðis er þeim núið því um nasir að þeir séu að íjandskapast við það fólk, sem flutt hefir hingað inn á vegum Kísiliðjunnar og vilji það endi- lega burt héðan af tómum illvilja. Svona gengur vitleysan. Og hún gengur meir að segja svo langt, að sumt af þessu, annars ágæta að- komufólki trúir þessari lygi, sem lætt er í eyru þess. Þó Kirstjáni hafi þótt ég iðinn við að hamra á mengunarhættu frá Kísiliðjunni, þá hafa mér fróðari og lærðari menn lagt sitt til þeirra mála og kveðið fast að orði, svo ég má vel við una félagsskapinn. Dr. Pétur Jónasson, sá velmetni náttúru- fræðingur, sem veitt hefir for- stöðu náttúrufræðirannsóknum þeim, sem Iðnaðarráðuneytið stofnaði til vegna Laxárdeilu, á Laxár- og Mývatnssvæðinu, telur í skýrslu, sem hann er að ganga frá, varðandi rannsóknirnar, að mengun sé þegar fyrir hendi í Mývatni fram af Reykjahlið. Enn- fremur megi finna vott mengunar framan við barnaskólann, í Álfta- vogi hjá Skútustöðum. Einn lærð- an umhverfisfræðing eigum við Islendingar. Hann heitir Einar Valur, Ingimundarson, ungur maður, og er nú í þann veginn að taka doktorsgráðu í sinni fræði- grein. Hann var um tíma í fyrra- vetur viðKísiliðjunaaðrannsókn- um á vegum Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Rannsókn hans beindist eingöngu að heilsufræðilegri hlið verksmiðjunnar fyrir þá, sem við hana störfuðu og í nágrenni henn- ar byggju. I þeirri skýrslu er ófög- ur lýsing á þeirri hlið Kísiliðjunn- ar, er varðaði hans rannsóknir. Ég held að það sé hvorki á mínu færi né Kristjáns, að rengja hans niðurstöður. Hins vegar þótti þeim, sem húsum ráða hjá Heil- brigðiseftirliti rikisins það ráð vænst að stinga skýrslu hans und- ir stól og reka Einar Vai úr starfi, enda bættist það við, að hanri fór að hnýsast í mengunarvat nir Al- versins í Staumsvik og væntan- legrar málmblendiverksmiðju í Hvaifirði. Þeir eru samir við sig, sem berjast fyrir stóriðjufram- kvæmdum hér á landi, þeim hefir löngum verið illa við að láta mengunarvarnir eða vistfræðileg sjónarmið trufla stóriðjufyrir- ætlanir. Þessi skýrsla Einar Vals á brýnt erindi til starfsmanna Kisiliðjunn ar, en ég þykist vita að hún hafi ekki komið þeim fyrir sjónir. Ur því gæti ég bætt, ef áhugi er fyrir hendi hjá starfsmönnum verk- smiðjunar, því afrit af skýrslunni hef ég undir höndum. Þá víkur Kristján máli sínu að samþykkt, sem gerð var á fundi I Veiðifélagi Mývatns vorið 1971 og birtir þá ályktun í heild. Hann er enn jafn skilningsvana og hneykslaður á þeirri ályktun og hann og fleiri voru þegar hún var gerð. Þá stóð yfir hin þarfasta framkvæmd, lagning hitaveitu í Reykjahlíðar og Vogahverfin, framkvæmd sem enginn hér i sveit hafði minnstu löngun til að bregða fæti fyrir, þvert á móti, enda stóð hreppsfélagið í heild að framkvæmdunum. Ilinsvegar fékkst ekki samþykki þáverandi Náttúruverndarráðs fyrir að flytja djúpvatnið frá borholunum við Námafjall niður að Reykja- hlíð með affalii í Mývatn. Þetta háttalag ráðsins þótti all-kynlegt, eftir að það var búið að láta það afskipta- laust frá upphafi, að þetta vatn streymdi upp úr borholun- um og væri nytjað til raforku- framleiðslu og starfrækslu Kísil- iðjunar og streymdi siðan til Mý- vatns, en banna hins vegar notk- un þess til hitunar íbúðarhúsa. Náttiíruverndarráð hafði sýnt og sannað, að það hafði hvorki kraft um, að hitaveituframkvæmdirnar hafi verið vel undirbúnar. Því miður fer hann þar ekki með stað- reyndir. Strax á fyrsta ári, sem hitaveitan starfaði komu i ljós stórkostlegir gallar, sem erfitt er úr að bæta, Segja má að allt leiðslukerfið hafi lokast vegna úr- falls í vatninu, sem stafaði af efnasamsetningu þess. Hér var, sem oftar, ekki tekinn nægur tími til undirbúningsrann- sókna áður en framkvæmd var hafin. Það hefir nefnilega komið sitthvað í ljós varðandi djúpvatn- ið, sem áður var ekki vitað, eða ekki á orði haft af þeim, sem betur vissu. Það sýnir sig bezt nú við undirbúning Kröfluvirkjunar. Nú er það aðeins spurningin fyrir þeim, sem þeirri fram- kvæmd ráða, með hvaða aðferð skuli komið í veg fyrir að affalls- vatnið frá virkjuninni lendi til vatnasvæðis Mývatns, en ekki hvort það skuli gert. Hér er öðru- vísi og betur að málum staðið en þegar Kisiliðjan var drifin hér upp án minnstu rannsókna varð- andi vistfræðilegar afleiðingar þess fyrirtækis. Enda er nú svo komið, góðu heilli, að Laxár- og Mývatnssvæðið hefir verið sett undir sérstaka náttúruvernd með lögum frá Alþingi. Það er því undir leyfi Náttúruverndarráðs komið, sem sér um fram- kvæmd þessara laga í samvinnu við heimamenn, hvort þessi eða hin framkvæmdin nær fram að ganga. Undir þá sök er selt hið fyrirhugað Laxeldi h.f., sem Kristján minnist á, svo sem sjálf- sagt er. Honum ætti að vera það bezt kunnugt, að þá fyrst getur umsögn Náttúruverndarráðs leg- ið fyrir, varðandi þá framkvæmd, þegar ráðamenn Laxeldis h.f. hafa gert Náttúruverndarrá'ði grein fyrir hvernig þessi fram- kvæmd er fyrirhuguð í öllum meginatrium, svo sem Náttúru- verndarráð hefir sérstaklega ítrekað við þessa aðila. Kristján hefði getað sparað sér allar að- né vilja til að verja þetta svæði þegar Kísiliðjan átti í hlut, en hins vegar sýndist það þora til við bændur og verkamenn. Það var því fyrirfram vitað, að ekki yrði orðið við þeirri kröfu, sem í ályktuninni fólst, að loka bor- holunum. Ef hættulegt var talið, að nota vatnið til hitaveitu og lagt bann við því, hví skyldi þá hið sama, eitraða vatn nýtt til stóriðju og annars reksturs? Frammi fyrir þeirri spurningu stóð þáverandi Náttúruverndarráð þar með. Það kaus að láta þeirri spurningu ósvarað og lagði þar með niður andstöðu sínagegn hitaveitunni. Þessi fundarsamþykkt greiddi því beinlínis fyrir því, að hita- veituframkvæmdir gætu haldið áfram hindrunarlaust. Þá hafði fundarsamþykkt þessi og annað gildi. Á þessum tíma stóð Laxár- deila sem hæst, en við bændur nutum mikils og ómissandi stuðn- ings náttúruverndarmanna kvar- vetna. Þetta vissu andstæðingar okkar og töldu sér hættulegt. Þeir kunnu strax að notfæra sér deilu þá, er risin var milli Náttúru- verndarráðs og bænda út af hita- veitunni. Þeir sögðu: Þarna sjáið þið! Þeir heimta stöðvun við Laxá í nafni náttúruverndar, en þegar fyrirmæli Náttúruverndarráðs rekast á við þeirra hagsmuni, segja þeir nei! Með títtnefndri fundarsamþykkt var þetta vopn slegið úr hendi virkjunarmanna. Það má þvi segja, að Kristján sé seinheppinn, þegar hann rifjar upp þessi mál. Þá talar Kristján dróttanir um, að „vissir aðilar" hér i sveit leggi stein í götu þessara laxeldisframkvæmda. Þá er komið að þeim kapítula i grein Kristjáns, sem fjallar um menningar- og félagslíf. Allir hljóta að sjá og skilja, að frum- skilyrði þess að menningar- og félagslíf geti blómstrað í einu fimmhundruð manna sveitar- félagi, er að þar ríki samheldni i stað sundrungar, samtaka félags- heiid i stað togstreitu. Með félags- starfi ungs fólks er lagður grunn- urinn að þvi að upp vaxi félagslega þroskaðir einstaklingar. Það valt því á miklu, að félagslíf ungling- anna væri haldið utan við karp og ríg og ósamheldni hinna eldri í veitarfélaginu. Klofn- ingur Ungm. fél. Mývetnings var því tvímælalaust eitt mesta óhappaverk, sem hér hefir verið unnið. Hitt er svo ann- að mál, og ekki til umræðu hér, hverjir úr röðum þeirra eldri bera höfuðábyrgð á þeim verkn- aði. Varla eru unglingarnir einir í ráðum, ef rétt er hermt hjá Kristjáni, að unglingar á félags- svæði Eilifs hefðu aldrei gengið í Ungmennafélagið Mývetning. Auðvitað eru það þeir eldri, sem hér ráða ferðinni. Sá sem heldur því fram, að stofnun Eilifs, sem þýddi að Ungmennafélagið Mý- vetningur klofnaði og hér risu upp tvö ungmennafélög í stað eins, hafi beinlínis verið spor í rétta átt, ja, sá maður er tæpast svaraverður. Svo augljóst hlýtur það að vera hverjum venjulegum manni, að eitt sameiginlegt félag ungs fólks í fimmhundruð manna samfélagi er liklegra en tvö til að örva samfélagsanda unglinganna, sem nauðsynlegt er að rækta, ef þau síðar meir taka við af þeim eldri sem íbúar sveitarinnar. Eitt félag er lílegra til að jafna sem mest aðstöðu félagsmanna, eitt félag leggur drýgstan skerf til þess að sveitarmenn líti á sig sem eina heild, vinni saman og standi saman inn á við og út á við. Tvö félög stefna óhjákvæmilega i þveröfuga átt. Allt tal Kristjáns um þróttmikið félagsstarf Eilifs er út í hött, ef á að skilja það sem dæmi um blómlegt félags- og menningarlíf þessarar sveitar. Ei- lífur hefir ekkert það aðhafst, sem Mývetningur hefði ekki get- að innt af hendi. Munurinn er bara sá, að það sem annað félagið gerir nær ekki nema til helmings sveitarmanna. Væri félagið eitt, svo sem áður var, nytu allir sveitarmenn starfseminnar. Það er alveg rétt athugað hjá þeim, sem telja það heillavænlegt að kljúfa þetta sveitarfélag á sem flestum sviðum, að byrja á Ung- mennafélaginu. Þar voru þeir yngstu teknir í þann skóla, sem duga mundi til að innprenta þeim hinar nýju félagslegu dyggðir. Það þurfti hálf-erlent stóriðju- fyrirtæki hingað inn í hreppinn til að skapa það hugarfar og þær samfélagsaðstæður, sem þarna eru að verki. Klofningur Ung- mennafélagsins var fyrsta sporið, sem stigið var á formlegan hátt i þeim anda, að skipta hér öllu í tvennt eftir búsetu og atvinnu. Hér mun fleira á eftir fara, eins og þegar er fram komið. Þó ýmiss konar sameiginlegur félagsskap- ur tóri enn, þá hvílir yfir honum daunillt andrúmsloft, eins og það getur orðið þyngst í illa loftræstu fjósi. Að endingu spyr svo Kristján, — og þykist þá standa báóum fótum í jötu, — Hvernig hefði orðið umhorfs í þessari sveit, ef Kísiliðjan hefði aldrei risió hér upp með alla þá atvinnu, sem hún hefir skap- að. Ekki efast ég um, að framþró- un hefði orðið hér í sveit með ýmsum hætti, sem hefði leitt til betri afkomu manna og veitt fjölgandi íbúum bærileg lífskjör. Mig grunar, meir að segja, að sú þróun hefði orðið með skap- legri hætti fyrir sveitarfélagið en það heljarstökk sem af Kísiliðj- unni leiddi. Það er stundum vara- samt að rugla saman tveimur hug- tökum. Framkvæmdir þýða nefni- lega ekki ævinlega sama og fram- farir. Sá sem er andvígur vafa- sömum framkvæmdum er því ekki endilega andstæóingur fram- fara. Þegar á allt er litið er það ekki neitt torskilið þótt við Sigurður á Grænavatni teldum okkur eiga nokkurt erindi á Leir- árfund. Reynsla Mývetninga er nefnilega slík af tilkomu Kisiliðj- unnar, að ekki er ástæða til að þegja yfir henni við það sveita- fólk, sem á svipað yfir höfðu sér, svo sem Borgfirðingar. Utúrsnún- ingur og bein ósannindi Halldórs E. landbúnaðarráðherra um hvað Sigurður á Grænavatni hafi sagt á Leirárfundi, er Halldór til skammar. Hann leyfði sér að við- hafa þessi ummæli úr ræðustól á Alþingi, daginn eftir Leirárfund, og Tíminn birti svo þetta kjaftæði þarnæsta dag. Ekki er svo Tíminn fyrr kominn hingað norður, en einn af fyrirmönnum Kísiliðjunn- ar tekur klausuna upp úr Tíman- um, býr til úr henni fregnmiða, sem hann dreifir svo meðal starfs- manna Kísiliðjunnar. Það var nú framlag þess ágæta manns til frið- samlegrar sambúðar Mývetninga þann daginn. Þessari klausu trúir Kristján — og tekur upp í grein sinni. Að lokum vil ég benda Kristjáni Þorhallssyni á það, að næst þegar hann arkar fram á ritvöllinn til að tíunda ágæti Kísiliðjunar fyrir Mývatnssveit, þá skýri hann frá því hversu ágætlega það fyrirtæki hefir staðið við loforð sín og fyrir- heit um skattgreiðslur til Skútu- staðahrepps. Á því sviði var þó i eina tið lofað gulli og grænum skógum. Með kveðju til fjósamannsins frá púkanum á bitanum. Starri f Garði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.