Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 17
--............... .............. ' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 17 , Skúli Oskarsson ÞAÐ er víst óhætt að fullyrða, að fáir íþróttamenn hafa vakið jafn almenna athygli og lyft- ingakappinn Skúli Öskarsson. Þó svo að Skúli hafi aðeins fengizt við keppni I um það bil tvö ár hefir hann þegar unnið sér orð sem einn besti lyftinga- maður á tslandi og jafnvel þótt vfðar væri leitað. Auk þess að vera mikill afreksmaður, hefir Skúli ákaflega skemmtilega framkomu, sem hefir ekki hvað sfzt vakið athygli almenn- ings. Framkoma hans er einkanlega hispurslaus og full kátínu og hvað er skemmti- legra í fari einstaklings en ein- mitt framkoman. Skúli Öskarsson er 26 ára gamall og er frá Fáskrúðsfirði. Veturinn 1969—70 dvaldi Skúli í Vestmannaeyjum á vertíð. Þar kynntist hann Friðriki Jósepssyni, sem er mikill og ódrepandi áhuga- maður um lyftingar. Það var þá sem Skúli kom fyrst við stöng eins og það heitir á máli lyftingamanna. Kveikjan hjá Friðrik varð síðar að báli, og ekki kvaðst Skúli sjá eftir þeirri framvindu sem varð á því máli. Nú, skömmu eftir að Skúli „kom fyrst við stöng“, skellti hann sér á Meistara- mótið f lyftingum. Það var 1970. Arangurinn varð ekkert slor, Islandsmeistari f fjaður- vigt. 1 fjaðruvigt mega menn ekki vega meira en 60 kg. Sfð- an hefir Skúli verið nokkuð iðinn við æfingar, en þó eink- um eftir að hann kom að fullu hingað til Reykjavíkur árið 1973. Til þess tíma dvaldist Skúli ýmist í Eyjum eða fyrir austan. Skúli sagði að það sem einkum hefði gert erfitt fyrir við að stunda æfingar fyrir austan hefði verið skortur á félögum. Því vandamáli væri ekki fyrir að fara hér í Reykja- vík. Skúli sagði að áhugi á lyft- ingum sem fþrótt færi óðum vaxandi, og að mörg góð efni væru að koma fram um þessar mundir. Eftir þvf sem tfminn hefir liðið hefir Skúli bætt við sig vöðvum og þar af leiöandi kíló- um, þannig að hann tilheyrir ekki lengur fjaðurvigt, heldur miilivigt þar sem hámarks- þyngd er 75 kg. Skúli á is- landsmet í tvíþraut í þeim flokki. Hann hefir snarað 110 kg. jafnhattað 142.5 kg og á samtals 242.5 kg. Skúli sagðist vera að hugsa um að fara meira út f kraftlyftingar eftir Framhald á bls. 20 Isfirsku skfðafólki veitt leiðsögn. Æfingarnar þurfa að vera kerfisbundnari Rœtt við Kurt Jenni, skíðaþjálfara á Isafirði Kurt Jenni skfðaþjálfari lsfiröinga á fuilri ferð. Hann segir að það sem helzt skorti á aðstöðuna hérlendis séu snjótroðarar. Frá Sigurði Grímssyni, fréttamanni Mbl. á ísa- firði. Kurt Jenni er Austurrfkismað- ur frá Innsbriick, sem hefur verið þjálfari fsfirzku skfðamannanna nú f vetur. Hann er fþróttakenn- ari að mennt, en hefur fengist við skfðaþjálfun undanfarin ár. Hann var m.a. einn af þjálfurum austurrfska landsliðsins og f eitt ár dvaldi hann f Japan við skfða- þjálfun. Ég spurði hann nokkurra spurninga um álit hans á íslenzkri skiðamennsku og í hverju væri helzt þörf úrbóta. Hann sagði, að það sem fyrst og fremst stæði íslenzkum skíða- mönnum fyrir þrifum væri að alla skipulagningu vantaði á þjálfun þeirra. Til þess að vonast mætti eftir einhverjum árángri þyrfti að vinna og æfa eftir fyrirfram ákveðinni áætlun og halda þyrfti skrá yfir æfingar og framfarir hvers og eins. Til samanburðar sagði hann að meðaj austurrískra Keppnin í júní FRAMKVÆMDANEFND heims- meistarakeppninnar I knatt- spyrnu 1978 hefur ákveðið að fyrsti leikur úrslitakeppninnar fari fram í Buenos Aires 1. júní 1978. Hefur þar með verið látið af áformum um að hafa lokakeppn- ina um veturinn, svo sem Argentínumenn hefðu ætlað sér. 29. apríl mun stjórn FIFA ákveða á fundi sínum í Dakar hvort 16 eða 20 lið taka þátt í lokakeppninni. Dregið verður í undankeppnina í desember n.k. og undankeppnin á að fara fram á tímabilinu 1. janúar 1976 — 1. desember 1977. skíðamanna væri sá háttur hafður á, að allt væri skráð niður þannig að jafnvel er vitað hve mörg hlið hver einstakur maður hefur farið í gegn um á æfingatimabilinu. Út frá þess væri svo hægt að sjá fyrir hvern og einn hversu mikil æfing honum er nauðsynleg til þess að geta náð sem beztum árangri. Þar að auki taldi hann að mót væru hér alltof fá til þess að heppileg keppnisreynsla fengist. í Austur- ríki tæki hver og einn keppandi að meðaltali þátt í 70—80 mótum yfir veturinn, en hér er aðeins um 6—7 mót að velja. Annað sagði hann að vantaði tilfinnanlega hér á staðinn eins og víðar á landinu, en það er snjótroóari. Veðurfarið er hér svo breytilegt að snjórinn verðursjald an nægilega harður til að vera heppilegur til skiðaæfinga. Braut- irnar græfust fljótt og yrðu ónot- hæfar eftir skamms stund. Þessu mætti ráða bót á með snjótroðara til mikils öryggis og hagsbóta fyr- ir þá sem stunda skíðaíþróttina. Hann sagði einnig, aó rétt væri að gefa börnum og unglingum fleiri tækifæri til að taka þátt í mótum. Það vekti áhuga fyrir iþróttinni og þannig fengjum við mun fleiri sem héldu áfram við æfingarnar. Að lokum sagði Kurt Jenni, að sitt álit væri að Norðurlandabúar væru nú augsýnilega á leið upp á tindinn eins og berlega hefði komið í ljós í vetur í skíðamótum erlendis og væri ekkert því til fyrirstöðu, ef vel væri á málunum haldið, að íslendingar gætu orðið meöal fremstu skíðamanna. Hér væri ekki slegið slöku við æfingar og veður ekki látið aftra sér. Hann sagði, að það væri augljóst að Noróurlandabúar væru miklu harðari af sér og stæðu því jafnan vel aó vígi við erfið skilyrði. En til þess að einhver árangur náist verður aó fylgjast vel með nýj- ungum í skíðaútbúnaði og eins og alltaf þegar árangur á að nást að vinna vel að æfingum. REMINGTON Haglabyssur 2% o9 3 Vesturröst hf., „Automatic" Laugavegi 1 78 eða „Pumpur" —Sími 16770. Rifflar 22 cal, 243 cal, 22—250 cal., 22 cal. dJ HJ ’él ’él ’él 'éS HJ ’él ’él 'él ’él ’él ’él ’él ’él ’dJ éi Peter Shilton FLESTIR ÞEIR, sem á annað borð fylgjast með enskri knatt- spyrnu, þekkja nafnið Peter Shilton. Þeim, sem þó ekki vita, skal frá því skýrt, að Shilton er án efa kunnasti markvörður Englands um þessar mundir, og augn manna beindust mjög að Shilton þegar Stoke City keypti hann fyrir skömmu fyrir hvorki meira né minna en 350 þús. pund, sem er lang hæsta upp- hæð sem greidd hefir verið fyrir markvörð þar í landi. 1 þessari grein mun saga Shiltons ekki rakin nema að litlu leyti, heldur fremur fjallað um áform hans og framtíð. Nú vonast þessi fyrrum stjarna Englands og Leicester til að koma hans til Stoke verði þess valdandi að hann verði talinn bezti markvörður ver- aldar innan skamms — titill sem Gordon Banks bar með sæmd, þar til umferðarslys batt enda á feril hans. Eftir að Shilton hafði fylgt f spor Banks, fyrst með Leicester og sfðan með lands- liði Englands, þótti ekkert eðlilegra en að hann flyttist til Stoke, þar sem Bank hafði gert garðinn hvað frægastan. Sá fyrsti, sem varð til að óska Shilton til hamingju með komuna til Stoke, var einmitt meistari Banks. Þeir tveir áttu langan fund saman, þar sem Banks gaf Shilton upplýsingar um við hverju hann mætti búast af varnarmönnum Stoke. — Gordon Banks var besti markvörður veraldar, segir Shilton, það vita allir. En ég vona að fólk Ifti á mig sem Peter Shilton en ekki sem Gordon Banks nr. 2. — Ég byrjaði hjá Leicester 15 ára gamall og þá var Gordon aðalmarkvörður liðsins. Tveimur árum síðar fór Gord- on til Stoke og ég tók við. Meðan við vorum saman hjá Leicester, sá Banks ekki um að þjálfa mig, en að sjá til hans æfa og leika var mikill lær- dómur. Mitt aðal markmið er að verða mesti markvörður heims. Ég vona að þegar ég verð þrítugur muni ég verða enn betri markvörður en ég er nú, og enn betri 35 ára.— Þegar Shilton ákvað að flytjast frá Leicester ákvað Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.