Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.1975, Blaðsíða 36
3Horgunl>foí*it> nucivsincnR «g. ^--»22480 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1975 nuGLVsmcnR ^^-«22480 Coldwater reisir 4500 tonna frystigeymslu í Bostonhöfn Islendingar léku tvo landsieiki við Dani á sunnudagskvöld og f gærkvöldi. Sigur vannst f leiknum á sunnudaginn 20:16, en leikurinn f gærkvöldi tapaðist 19:21. Myndin sýnir Kinar Magnússon skora eitt marka sinna f fyrri leiknum, e/i frásögn af honum er f Iþróttafréttum Morgunblaðsins og frásögn af leiknum í gærkvöldi á bls. 35. STJÖRN Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna heimilaði á fundi sfnum í gær fyrirtæki sínu í Bandarfkjunum — Coldwater Seafood Corp. að reisa 4500 tonna frystigeymslu við höfnina í Bost- on, þar sem fyrirtækið festi sér Hækkun á unn- um kjötvörum og gosdrykkjum RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest ákvörðun verðlagsnefndar um hækkanir á unnum kjötvörum og gosdrykkjum. Hækkun á unnum kjötvörum er á bilinu 4,7%—6,8% en gosdrykkir hækka að meðaltali um 25%. Vínarpylsur hækka úr 390 krónum kg i 411 krónur, eða 5,4%. Kjötfars hækkar úr 256 krónum kg í 268 krónur eöa 4,7%. Kindabjúgu hækka úr 323 krón- um kg í 345 krónur, eða 6,8%. Kindakæfa hækkar úr 499 krón- um kg í 526 krónur, eða 5,4%. Sem dæmi um hækkun á gos- drykkjum má nefna, að stór kók- flaska hækkar úr 27 krónum i 34 krónur, eða 26%. Venjuleg appelsínflaska hækkar úr 24 krónum flaskan i 30 krónur, eða 25% og maltöl hækkar úr 32 krón- um flaskan í 41 krónu, eða 28%. 2ja hektara land í haust. Að sögn Einars Sigurðssonar, útgerðar- manns og stjórnarformanns Cold- water, mun þessi framkvæmd kosta sem svarar um 300 milljón- um króna en fyrirtækið fær lánað um Vi hluta byggingarkostnaðar til næstu 18—20 ára með 10% vöxtum. Landið undir frysti- geymsluna kostaði hins vegar sem svarar um 50 milljónum króna. Coldwater Seafod Corp. hefur á undanförnum árum átt í erfið- leikum með, vegnaaukinna um- svifa, að fá nægilegt geymsluhús- næði fyrir þær vörur sem fyrir- tækið verður ætið að hafa á boð- stólum vegna viðskiptavina sinna vestan hafs. Hefur því þurft að koma vörunum viða fyrir og fylg- ir því margvísleg óhagkvæmni. Þá hefur fyrirtækið einnig þurft að greiða miklar fjárhæðir í Ieigu til annarra. Með tilliti til þessa er talið hagkvæmt fyrir Coldwater að byggja umrædda frysti- geymslu, þar sem þau muni auka á rekstrarhagkvæmni og fjárfest- ingin við þessa framkvæmd skila sér fljótt aftur. Islenzku frystiskipin munu eftirleiðis landa jöfnum höndum í Framhald á bls. 35 Búið að leggja bílaslóð útiíFlatey FJÓRIR NÝIR SKUTTOGAR- AR SMÍÐAÐIR í PÓLLANDI CNDIRRITAÐCR var I gær smíðasamningur um tæplega 500 rúmlesta skuttogara frá Póllandi. Togarinn verður eign hlutafélags- ins Arborgar, sem er sameign þriggja sveitarfélaga I Arnes- sýslu, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Skuttogarinn er einn fjögurra skuttogara, sem all- ir eru eins og smíðaðir verða á næstu 24 mánuðum fyrir tslendinga en aðrir kaupendur eru Barðinn í Kópavogi, Miðnes I Sandgerði og óvfst er enn, hver fær fjórða togarann, en bæði Hornfirðingar og Húsvíkingar hafa sýnt honum áhuga og vilja fá hann. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá oddvitum Eyrarbakka- og Stokkseyrarhreppa, þeim Óskari Magnússyni og Vernharði Sigur- grímssyni. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagði i sam- tali við Mbl. i þessu sambandi í gær, að alls hefði verið sótt um leyfi fyrir smíði 5 togara af þess- ari gerð og veitti sjávarútvegs- ráðuneytið leyfi sitt til kaupanna í októbermánuði síðastliðnum, gegn því skilyrði að kaupendur gætu lagt fram framlag sitt í kaupverði skipanna. Siðar sóttu aðilar um frest, er leyfin voru að renna út og var þeim veittur hann. Þegar sótt var um leyfi til kaupanna hafði verið gengið frá bráðabirgðasamkomulagi við Pól- verja um togarasmíðina. Samið er um fast verð á togurun- um á dollaragengi að sögn þeirra oddvitanna. Kaupverð hvers togara er 320 milljónir króna mið- að við gengí dollarans í dag. Gert er ráð fyrir því, að skipin verði afhent án siglingatækja og spila. Togari þeirra Árnesinga á að af- hendast í lok árs 1976 eða í byrjun árs 1977 og fer það eftir því hvaða togari fellur þeim í skaut af þeim f jórum, sem smíðaðir verða. Þetta verður annar togarinn, sem gerð- ur verður út frá Árnessýslu, en Spánartogarinn Jón Vidalín, sem er um 500 rúmlestir, er gerður út frá Þorlákshöfn. SLÆMT veður var komið á strandstað Hvassafells við Flatey á Skjálfanda I gær — norðan hvassviðri með hríð og töluverðu frosti. Kristinn Guðbrandsson í Ægir reyn- ir við Finn VARÐSKIPIÐ Ægir hélt i gær- kvöldi á strandstað brezka togar- ans Finn eftir að hafa tekið drátt- artaugar og víra um borð í varð- skipið í Þorlákshöfn i gærkvöldi að sögn Péturs Sigurðssonar, for- stjóra Landhelgisgæzlunnar. Þeg- | ar Týr reyndi að ná Finn á flot slitnaði dráttartaugin, en þar var um að ræða taug frá brezka togar- anum. Nú þegar Landhelgisgæzl- an hefur tekið sín eigin tæki til björgunarinnar verður áfram reynt að ná skipinu út og kvað Pétur það reynt nú þegar. Nokkur sjór er kominn í vélarrúm Finn, en ekki það mikill að vandamál sé að dæla honum úr skipinu. Einn maður frá Björgun h.f. fer um borð í Finn til að ganga frá fest- ingum. Björgun hafði þá ásamt starfs- mönnum sínum lokið við að leggja slóð fyrir vörubifreiðina eftir eyjunni en þeir urðu síðan að hætta við svo búið, bæði vegna veðurs og bilunar á tækjum. Er nú eftir að fylla upp garð út að skipinu frá eyjunni en því verki verður f fyrsta lagi lokið á mið- vikudag og þá hægt að hefjast handa um björgun áburðarins í lestum skipsins. Veltur nú allt á þvf að veður batni og haldist gott næstu daga. Drangur flutti fyrir helgina jarðýtu, trukk og lyftara út i Flatey sem starfsmenn Björgunar hyggjast nota við björgun áburðarins. Er siðan ætlunin að Drangur leggist við bryggju í Flatey, þar verði hann lestaóur eftir því sem tekst að ná áburðin- Framhald á bls. 35 Sáttafundur SATTAFCNDCR aðila ASl og vinnuveitenda með Torfa Hjartarsyni sáttasemjara stóð enn yfir seint i gærkvöldi þegar Morgunblaðið hafði samband við sáttasemjara. Sagði Torfi að unn- ið væri ákveðið á fundunum. Nýi sovézki sendiherrann: Á skrá yfir KGB-njósnara EINS OG fram hefur komið I fréttum, er væntanlegur hingað til lands nýr sovézkur sendi- herra og er nafn hans Georgi Nikoiaevich Farafanov. 1 athyglisverðri bók, sem út kom i Bandaríkjunum á síðasta ári og nefnist KGB — leynileg störf sovézkra njósnara, er birt- ur listi með nöfnum fjölmargra sovézkra njósnara, sem höfund- ur bókarinnar og aðrir er að útgáfu hennar stóðu komust yfir meðan á rannsóknarstarfi vegna samningar bókarinnar stóð. I formála fyrir nafnalista þessum er tekið fram, að ein- ungis hafi verið birt nöfn þeirra, sem tveir eða fleiri ábyrgir aðilar hafi staðfest að stundi njósnastörf fyrir KGB. Sum nafnanna voru fengin úr opinberum skýrslum um brott- vikningu sovézkra njósnara frá ýmsum löndum þ. á m. frá ís- landi. Önnur eru fengin frá sovézkum njósnurum, sem hafa DZHIRKVELOV, Ilya G.: Turkey EXPELLED; Sudan 71 EFENDIYEV, Fikrat I.: Iran EXPELLED 66 ELLIOTT, Rita (Alias): See YURYN, Esfir FARAFANOV, Georgi Nikolaevich: Sweden 49-52; Sweden 56-63; Finland 66-71 FARMAKOVSKY, Vadim Vadimovich: (GRU) Sweden 62 FATAYEV, Albert Georgevich: Vienna 67* FEDASHIN, Georgi: Belgium 59; Congo Kinshasa (Za'ire) 61-63; Belgium 66-72 FEDORENKO, Gennadi Gavrilovích: East Germany 56-58; Austria 60-61 EX- PELLED 61 Nafn Farafanovs I iista bókarinnar „KGB-The Secret Work of Soviet Secret Agents“ eftir John Barron yfir sovézka borgara sem vinna að njósnastörfum, eins og segir I fyrirsögn viðauka við bókina. flúið vestur fyrir járntjaldið. I þessari skrá er birt nafn hins nýja sovézka sendiherra á islandi (sjá mynd). Þar er þess getið að hann hafi starfað í Svi- þjóð frá 1949—1952 og aftur frá 1958—1963 og loks í Finn- landi frá 1966—1971. Koma þessar upplýsingar heim og saman við þær fréttir, sem hér hafa birzt opinberlega um starfsferil Farafanovs. Þess má að lokum geta, að einn helzti sérfræðingur á Vest- urlöndum um sovésk málefni, breska skáldið Robert Conquest (skrifaði m.a. eitt helzta heimildarit um Sovétrík- in á valdadögum Stalins, klassiskt rit, The Great Terror) ritar formála fyrir þessari bók, KGB, The Secret Work of Soviet Secret Agents, sem er heimildin að frétt þessari. I lok formála síns segir Conquest m.a.: „Bók þessi veitir mikið af afar mikilvægum upplýsingum Kápan af bókinni sem rætt er um í frétt þessari. og gefur til kynna þörf fyrir stöðuga árvekni. Hún vinnur raunar aðdáunarvert starf í þágu almannaheillar, um leið og hún er jafn spennandi af- lestrar og tugur hasarasagna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.