Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Morðið á Feisal veldur miklum ugg og óvissu Beirút, 25. marz. AP. Reuter. ÓVEÐURSSKÝ hrönnuðust upp yfir Miðausturlöndum f dag eftir morðið á Feisal, konungi Saudi-Arabfu, uggur greip um sig f höfuð- borgum vestrænna rfkja og bandarískir embættismenn kölluðu tilræð- ið áfall fyrir utanrfkisstefnu Bandarfkjanna. Sjúkur bróðir Feisals heitins, Khaled Ibn Abdul Aziz krónprins tók við konungdómi skömmu eftir að Feisal var skotinn til bana af „geðveikum frænda“ sfnum í konungshöllinni og skipaði bróður sinn, Fahd prins, krónprins f sinn stað, en lfklegt er talið að Fahd taki við stjórnartaumunum og Khaled stjórni aðeins að nafninu til eða til bráðabirgða. Talið er vfst að þeir muni báðir feta f fótspor Feisals og verði eins og hann ötulir stuðningsmenn Bandaríkjamanna í utanrfkismálum og f járhagslegur bakhjall Araba í deilunum við tsrael. En tilræðið veldur mikilli óvissu f Miðausturlöndum, ekki sfzt vegna þess að stutt er sfðan tilraun Bandarfkjamanna til þess að finna friðsamlega lausn á deilu- máunum fór út um þúfur. í kringum sig lífvörð Bedúína vopnaða vélbyssum. Um tilræðis- manninn er lítið annað vitað en að hann stundaði nám við háskól- ann f Colorado í Bandaríkjunum, að hann var handtekinn þar 1969 fyrir að selja LSD og að hann játaði sig sekan. Hann er sagður sonur hálfbróður Feisals, Musaded, 27 eða 28 ára gamall og hafa verið í geðsjúkrahúsum. Fráfall -Feisals er talið mikið áfall fyrir Anwar Sadat, forseta Egyptalands, sem nú vinnur að endurskoðun stefnu sinnar þar sem friðartilraun Henry Kissingers utanríkisráðherra fór út um þúfur. Nú telja Egyptar óvist hvað þeir fái mikla fjárhags- aðstoð framvegis frá Saudi- Arabfu. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels, sagði um tilræðið að Israel hefði alltaf tekið þann möguleika með i reikninginn við mótun stefnu sinnar að valdhafa í Arabaríki yrði sýnt banatilræði. Hann sagði að alltaf mætti eiga von á því að eitthvað óvænt gerð- ist í Miðausturlöndum. Nýskipað- ur sendiherra Israels í Washing- ton, Haim Herzog hershöfðingi, spáði því að lát Feisals leiddi til stóraukinna áhrifa Rússa í Saudi- Arabíu og ef til vill aukinna árekstra risaveldanna f Mið- austurlöndum. Mynd sem lýsir betur en orð ástandinu í Kambódíu. Kona með börn sín leitar skjóls fyrir skothríð á höfuó- borgina Phnom Penh. Sjá frétt á bls. 3 í blaðinu f dag. Svo mikil eru áhrif Saudi- Arabfu í efnahagsmálum heims- ins að skömmu eftir að fréttin um tilræðið barst varð verðfall í kauphöllum í Bandaríkjunum, olíuhlutabréf lækkuðu í verði í London og staða dollarans veikt- ist i Evrópu. Áhrifamenn í olíu- málum Vesturlanda létu í ljós ugg um að hófsöm stefna ætti ekki lengur talsmenn í Samtökum olíu- framleiðslulanda, OPEC. Ford forseti sagði að Feisal hefði verið „náinn vinur Banda- rikjanna" er hann harmaði dauða hans, en ekki er lengra sfðan en f gærkvöldi að hann fyrirskipaði endurskoðun á stefnu Bandarikj- anna í Miðausturlöndum og Feis- al hafði áhrif í hófsama átt gagn- vart Israel. Israelskur stjórnar- fulltrúi í Genf sagði að tilræðið mundi „koma af stað hræringum um allan heim og gæti haft víð- tækar afleiðingar í för með sér, einnig utan Miðausturlanda." Talsmenn Iraelsstjórnar vildu hins vegar engu spá um afleiðing- arnar þar sem þeir vissu ekki af hvaða hvötum Feisal hefði verið ráðinn af dögum. Útvarpið í Riyadh sagði að frændi Feisals, Faisal Ibn Musaed Ibn Abdul Aziz, hefði myrt hann við athöfn sem fór fram þegar Feisal veitti prinsum og alþýðu manna áheyrn i höll sinni í tilefni af fæðingardegi spá- mannsins Múhammeðs. Útvarpið sagði að prinsinn hefði gengið að konungi til að hylla hann og skot- ið hann nokkrum skotum. Kon- ungurinn lézt skömmu síðar f sjúkrahúsi. Útvarpið sagði að „rannsókn hefði leitt í ljós að tilræðismaður- inn hefði verið einn að verki og að enginn annar hefði staðið á bak við glæpinn". Þess var ekki getið hvað orðið hefði um tilræðis- manninn. Vitað er að Feisal hafði ANDERSSON SIGURVEGARI Havana, 24. marz. Reuter. SVlINN Ulf Andersson tryggði sér sigur á Capblanca-mótinu á Kúbu með því að sigra Lothar Voogt frá A-Þýzkalandi í sfðustu umferð og hefur þar með sigrað á þessu móti tvö ár f röð. Andersson hlaut 13 vinninga og næstir honum komu Rússarnir Vasiukov með 12 vinninga og Balashov með 11 vinninga. Guðmundur Sigurjónsson hlaut 8H vinning og var jafn Voogt. Guðmundur vann Forintos f gær f 22 leikjum. Nýrri stjórn hótað byltingu í Portúgal Lissabon, 25. marz. AP. Reuter. VASCO Goncalves forsætisráð- herra myndaði nýja og vinstri- sinnaðri stjórn í dag með þátt- töku flokksins MDP sem fylgir kommúnistum að málum og sam- tímis lýstu nýstofnuð samtök and- stæðinga kommúnista f heraflan- um þvf yfir að þau ætluðu að steypa stjórninni af stóli. Samtökin kalla sig „Lýðræðis- hreyfingu heraflans" og segjast hafa á bak við sig 750 foringja og liðhjálfa f hernum sem séu við þvf búnir f öllum herdeildum og öllum herbúðum að láta til skarar skrfða gegn stjórninni, binda enda á ofrfki hennar og koma á lýðræði. Aður hafa portúgölsk yf- irvöld fordæmt starfsemi hægri- sinnaðs leynihers sem þau segja að hafi bækistöð á Spáni og búi sig undir að binda enda á marx- isma f Portúgal. Foringi sósíalistaflokksins, dr. Mario Soares, er ekki lengur ut- anrikisráðherra eftir breyting- arnar sem voru gerðar á stjórn- inni í dag en verður ráðherra án Israel ekki refsað segir dr. Kissinger Washington, 25. marz. AP. Reuter. HENRY Kissinger utanrfkisráð- herra, sagði í dag, að Bandarfkja- stjórn mundi gera „stórátak“ á næstu múnuðum til að afstýra nýrri s'.yrjöld Israelsmanna og Araba Hann vísaði jafnframt á bug öllum bollaleggingum um niðarskurð á hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við lsrael þar sem sáttatilraun hans fór út um þúfur. Kissinger sagði utanrfkisnefnd fulltrúadeildarinnar að nú væri ekki réttur tfmi til að kenna hin- um eða þessum um það að sátta- tilraunin fór út um þúfur. Aður hafði hann sagt utanrfkisnefnd öldungadeildarinnar að ekki væri tímabært að grípa til einhvers konar refsiaðgerða gegn lsrael. Kissinger sagði fulltrúadeildar- þingmönnum að sú samningaleið, sem hann hefði valið, hefði ekki borið árangur og finna yrði nýja aðferð i framtíðinni. Egyptar og Israelsmenn hefðu ekki getað komið sér saman um lausn á því vandamáli hvernig finna ætti jafnvægi milli þarfar Israels fyrir öryggi annars vegar og pólitiskum skuldbindingum Araba hins vegar. Vegna láts Feisals Saudi- Arabíukonungs kvaðst Kissinger ekki getað borið vitni í þinginu á opnum fundi og nefndin sam- þykkti með 26 atkvæðum gegn 2 að hann gerði það á lokuðum fundi. Kissinger kvaðst sannfærður um að allir samningsaðilar hefðu reynt af fremsta megni að ná sam- komulagi og formaður nefndar- innar, Thomas Morgan, hrósaði honum fyrir friðartilraunina jafnframt því sem hann harmaði lát Feisals konungs. Benjamin Rosenthal, demókrati frá New York, vildi að Kissinger yrði yfirheyrður á opnum fundi, vitnaði í blaðafréttir þess efnis að Kissinger hefði kennt ísraels- mönnum um að friðartilraunin hefði farið út um þúfur vegna ósveigjaniegrar afstöðu þeirra og sagði að Kissinger yrði að stað- festa eða hrekja þetta opinber- lega. Helzti repúblikaninn í nefndinni, William Broomfield, taldi að forsetinn vildi ekki skella skuldinni á einn eða neinn aðila og reyndi að finna nýjan grund- völl fyrir áframhaldandi viðræð- um. Blaðafulltrúi Fords sagði í gær- kvöldi að stefna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum yrði tekin til endurskoðunar frá öllum hliðum, þar á meðal vopnasendingar til ísraels og Arabalanda. stjórnardeildar. Utanríkisráð- herra verður Ernesto Melo Antunes majór. Kommúnistaflokkurinn fær nýjan fulltrúa i stjórninni auk aðalforingja sins, Alvaro Cunhal, sem er ráðherra án stjórnardeild- ar. Hinn nýi ráðherra flokksins er dr. Alvaro de Oliveira sem veróur samgöngumálaráðherra. Fulltrúi MDP, prófessor Francisco Pereira de Moura, verð- ur einnig ráðherra án stjórnar- deildar en það embætti hafði hann einnig í fyrstu bráðabirgða- stjórninni er var við völd frá því i mai í fyrra þar til í júli. Stuðningsmaður MDP, dr. Mario Muteira, fyrrverandi að- stoðarbankastjóri Portúgals- aanka, verður skipulagsmálaráð- herra og fer með yfirstjórn efna- hagsmálanna. Hann var félags- málaráðherra í fyrstu bráða- birgðastjórnir.ni. Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands gengu i dag á fund Francisco da Costa Gomes forseta og létu í ljós þá von að lýðræðis- þróuninni yrði ekki snúið við. Tilkynnt var í dag að Antonio de Spinola fv. forseti hefði verið rekinn úr heraflanum fyrir að reyna að steypa stjórninni. Láta undan París, 25. marz. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur ákveð- ið að ganga að kröfum skærulið- anna, sem rændu sendiherra Frakka f Sómalíu á sunnudaginn. Sérlegum sendimanni stjórnar- innar, Jean Desparmet, var falið að gera allar nauðsynlegar ráð- stafanir til að tryggja öryggi hans. Stjórn Suður-Jemens neit- aði f kvöld að veita mannræningj- unum hæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.