Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 28
JttorguntiMiib nucivsmcnR ^-«22480 jrcgttftlilðfrife MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 s. 1534 EYJUM s. 10880 Rvík (,ss HI LI.A Bjami Jónasson NDL.VJAR KL 1 KJA\ •4í'- LOÐNUVEIÐIN — Sæmilegt veður var á loðnu- miðunum í Faxaflóa i gær en veiði lítil. Fimm bátar höfðu tilkynnt afla kl. 22 í gærkvöldi, 700 lestir, en vitað var um fleiri báta með slatta. Heildaraflinn er orðinn 435 búsund lestir. Þessi mynd er tekin á Ljósm. Sigurgeir. loðnumiðunum fyrir nokkru. Bátarnir eru Reykja- borg, Sigurður, Börkur og Halkion, allir með nótina úti. Þrátt fyrir litla veiði að undanförnu eru sjó- menn bjartsýnir á að enn sé eftir a.m.k. ein veiði- hrota. Fara Börkur og Sigurður til loðnuveiða við Ný-Fundnaland ? — Norglobal brœðir aflann Eru samn- ingar að takast? TALSVERÐRAR bjartsýni gætti meðal samninganefndarmanna aðila vinnumarkaðarins í gær um að samningar væru að takast. Björn Jónsson forseti ASl sagðist vera hæfilega bjartsýnn og hann sagði að VSÍ hefði hækkað tilboð sitt frá þvf er það var síðast I 3.800 krónum. Sagði Björn að það mikil hreyfing hefði verið á samningamálunum, að samninga- nefnd ASl sæi nú ástæðu til þess að kalla saman svokallaða bak- nefnd. Verður nefndinni skýrt frá stöðunni f dag klukkan 14 á fundi fTjarnarbúð. Jón H. Bergs, formaður Vinnu- veitendasambands íslands, varð- ist allra frétta. Samninganefndar- menn sátu á fundum fram undir morgun í fyrrinótt og aftur var boðaður fundur klukkan 21 í gær- kveldi. Morgunblaðið náði tali af Torfa Hjartarsyni sáttasemjara klukkan 22 í gærkvöldi. Hann kvað tölu- verða hreyfingu vera á samninga- viðræðunum núna og „þær á betri vegi en verið hefði“. Torfi kvaðst hafa lagt sáttatillögur fyrir samn- inganefndirnar og væri hún nú til umræðu. Sjónvarpið kaupir tvo upptökubíla SJÖNVARPIÐ hefur fest kaup á tveimur upptökubílum hjá norska sjónvarpinu. Kaupverð beggja bflanna til samans var um 3 milljónir íslenzkra króna. Bfl- arnir eru væntanlegir til landsins á næstu dögum. Að sögn Péturs Guðfinnssonar frámkvæmdastjóra sjónvarpsins, leysa bilarnir af hólmi gamlan strætisvagn sem sjónvarpið hefur notað til upptöku efnis og þótt hefur heldur ólipur í meðför- um. Nýju bílarnir eru helmingi minni. Þeir vinna saman, stjórn- borðið er i öðrum þeirra og upp- Framhald á bls. 27 leysi í EFTIR læknaskort síðustu ára hafa snögglegaskipaztsvo veður f lofti, að allar horfur eru á þvf að þegar sé orðin offramleiðsla á læknum hér á landi. Eða svo segja læknanemar, sem nú eru á sfðasta ári innan læknadeildar Hi, og kváðu reyndar minni at- vinnumöguleika íslenzkra lækna þegar vera farna að hafa áhrif þannig, að kandfdatsstöður í sjúkrahúsunum liggi nú ekki á lausu fyrir þá kandidata sem út- skrifast úr læknadeild á næsta ári. Eins árs starf f þessum stöð um er þó forsenda þess að ungir kandfdatar fái lækningaleyfi. Morgunblaðið hitti nokkra af verðandi kandidötum að máli i gær á lesstofu þeirra í Landspítal anum til að forvitnast nánar um þessi mál. Læknanemar vitnuðu í upphafi til greinar í tímariti deildarinnar — Læknanemanum — í fyrra en þar kemur fram að innan þriggja ára verða læknis- LOÐNLVEIÐAR við Ný- Fundnaland munu hefjast f byrj- un maf og þá munu norsk, stöður í landinu orðnar 470—480, sem raunar má segja að séu þegar setnar. Að sögn læknanemanna mun hins vegar læknadeild Háskólans útskrifa um 100 nýja læknakandí- data fram til haustsins 1976 en auk þess verða um 400 nemendur innan deildarinnar skemmra komnir eða samtals um 500 manns sem nánast engar stöður eru til fyrir. Að vísu gátu læknanemarnir þess að rætt væri um að í Reykja- vík þyrfti 25 heimilislækna til við- bótar þeim 25 sem fyrir væru en bentu á að ekki þyrfti nema hálf- an næst árgang læknakandí- data til að þeirri þörf væri full- nægt. Þá væri hugsanlegt að milli 60—70 nýjar læknastöður gætu orðið til á næstu 4—5 árum, ef bjartsýnustu áætlanir um upp- byggingu sjúkrahúsa á Akureyri og Vífilsstöðum og heilsugæzlu stöðva o.fl. stæðust. rússnesk og kanadísk skip halda á þau mið eins og undanfarin ár. Nú bendir margt til þess, að f það Læknanemarnir töldu þó eitt alvarlegasta málið vera skortinn á aðstoðarlæknis- eða kandídats- stöðum í sjúkrahúsunum, sem þeim væri nauðsynlegt að gegna til að öðlast lækningaleyfi, og nefndu dæmi þess að biðlisti um tilteknar skyldustöður, sem svo eru nefndar, næði allt fram til ársins 1977. Á þessum biðlista væru einungis læknakandídatar sem þegar væru útskrifaðir þann- ig að biðlistinn myndi enn lengj- ,ast við tilkomu næsta árgangs. Læknanemarnir sögðu enn fremur, að eins og nú horfði myndu um 150 ungir kandídatar útskrifast án þess að hafa nægi- legan aðgang að kandídatsstöðum við sjúkrahúsin hér á landi og þess vegna ekki annað að sjá, en þeir yrðu að leita út fyrir land- steinana eftir slíkum stöðum. Ástandið er þó engan veginn gott í helztu samskiptalöndum ís- i Framhald á bls. 27 I minnsta tvö fslenzk skip, aflaskip- in Börkur frá Neskaupstað og Sig- urður frá Reykjavfk, leggi stund á loðnuveiðar á þessu svæði. Áflanum munu þau landa f Norglobal, sem heldur á þessi mið eftir að hafa lokið hlutverki sfnu við Island. Morgunblaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að eigendur Norglobals hafi mikinn áhuga á, að íslenzk skip landi loðnu í skipið á þessum miðum. Loðnuveiðar hófust ekki að marki við Ný-Fundnaland fyrr en 1972 og rannsóknir á loðnustofn- inum við Ný-Fundnaland því frekar stutt á veg komnar. Norð- ur-Atlantshafs-fiskveiðinefndin hefur þó ákveðið sérstakan veiði- ALLRI áhöfn togarans Vers á Akranesi hefur verið sagt upp störfum. Hefur Morgunblaðið það eftir áreiðanlegum heimildum, að útgerðarfélag togarans, Kross- vík hf., ætli að leggja togaranum vegna mikils tapreksturs. Ver er nú í veiðiferð, og gæti það allt eins orðið sfðasta veiðiferð skips- ins, f bili a.m.k. Mbl. hefur haft samband við framkvæmdastjóra Krossvíkur hf., en hann vildi ekkert tjá sig kvóta, sem er íslendingum mjög óhagstæður, en íslendingar hafa ekki samþykkt hann. Þórður Ásgeirsson skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Mbl. í gær, að á fundi nefndarinnar, sem haldinn var í Bergen í janúar sl., hafi verið samþykktur sérstakur veiði- kvóti fyrir þetta veiðisvæði. is- lendingar hefðu greitt atkvæði á móti þessum kvóta, enda verið á móti loðnukvótum frá upphafi. Veiðarnar hefðu ekki byrjað að neinu ráði fyrr en 1972 og því fyndist islendingum aðekki væri hægt að skipta veiðinni að mestu milli þeirra þriggja þjóða, sem hófu þessar veiðar, um alla fram- Framhald á bis. 27 um málið að svo stöddu. Mbl. hefur hins vegar fregnað eftir áreiðanlegum heimildum að rekstri togarans verði hætt þar eð enginn grundvöllur sé fyrir út- gerð hans. Skuttogarinn er 750 lestir að stærð, smíðaður í Pól- landi árið 1974. Rekstur togara af þessari stærð hefur gengið ákaf- iega illa, eins og fram hefur kom- ið í fréttum og hefur komið til tals að selja einhverja þeirra úr landi ef viðunandi tilboð fást og kaupa í staðinn minni skuttogara. Læknanemar: Yfirvofandi atvinnu- læknastétt Verður skuttogar- anum Ver lagt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.