Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Guðmundur Þórarins- son — Minningarorð F. 23. nóv. 1913 D. 19. marz 1975 Guðmundur Kristinn Þórarins- son, eins og hann hét fullu nafni, andaðist í Landspítalanum árla dags, þ. 19. marz sl., eftir harða en stutta sjúkdómslegu. 1 dag, kl. 14, verður útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju. Guðmundur fæddist 23. marz 1913. Foreldrar hans voru þau hjónin Þórarinn Guðmundsson, bóndi í Vatnsholti í Villingaholts- hreppi, Arnessýslu, og Guðrún Magnúsdóttir. I uppvextinum var ekki mulið undir Guðmund. Lífskjörin voru hörð og efnin lítil. Allar bjargir voru bannaðar fyrir ungan nám- fúsan svein og greindan að hefja framhaldsnám, þegar almennri barnafræðslu lauk. Velgefnu mannsefni, eins og Guðmundur Þórarinsson var, voru þessi örlög ill og sársaukafull. En ungan mann, sem hefir löngun til að fræðast og menntast og velur sér hollt lestrarefni, stöðvar enginn. A unglingsárunum las Guðmund- ur mikið og þær bækur, sem hann las, voru ekki af lakara tag- inu, og af þessu leiddi, að loksins er honum tókst að setjast á skóla- bekk til þess afla sér nokkurrar framhaldsmenntunar, en hann sat í efri deild Héraðsskólans á Laugarvatni, veturinn 1935—’36, þá 22 ára gamall, — var hann einstaklega vel að sér í sögu þjóð arinnar og bókmenntum, eldri og yngri. Haustið 1936 innritaðist hann í 1. bekk Kennaraskóla ís- lands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1939. Meðal þeirra, sem brautskráðust frá Kennaraskóla íslands þetta vor, var sá er þetta ritar. Er það því af nokkrum kunnugieika sagt um Guðmund að sem nemandi og skólafélagi á námsárunum i Kennaraskólanum reyndist hann afbragðsmaður. Alltaf elskulegur og þýður í við- móti og hjálpsamur, hvenær sem hann mátti þvi við koma. Af þessu varð hann mjög vinsæli í hópi bekkjarsystkina sinna. Tæpt heilsufar, „asrni", háði honum mjög i námi öil skólaárin, en þrátt íyrir þetta voru þeir ekki margir skóladagarnir, sem féllu úr hjá honum, en sökum harðfylgis og eljusemi tókst honum að ná góðu lokaprófi, — hlaut 1. einkunn á kennaraprófi. Guðmundur Þórarinsson var mikill félagshyggjumaður. Þótt hann nyti sín ekki sem skyldi i félagsstörfum innan Kennara- skólans, en það var allblómlegt á hans tímum þar, kom það i ljós siðar, þegar hann gerðist kennari og heilsan tók að skána, að um hann munaði, þar sem hann lagð- ist á sveif til þess að þoka góðum málum áleiðis. Bindindishreyf- ingin, ungmennafélagshreyfingin og skógræktarfélögin höfðu á sinni könnu málefni, sem voru honum einkar hugleikin og kær. Að málefnum þessara hreyfinga vann hann af hug og sál og offraði þeim flestum sínum tómstundum. Guðmundur hóf kennaraferil sinn í Stokkseyrarskólahverfi haustið 1939 og starfaði þar til 1941. í Laugardalsskólahverfi var hann kennari frá 1941 til 1947. A Eyrarbakka var hann kennari frá 1947 til 1956. Öll sin ár á Eyrar- bakka var hann formaður ung- mennafélagsins þar og formaður áfengisvarnarnefndar Eyrar- bakka. Arið 1956 verða enn ný þáttaskil í lífi Guðmundar, en þá flytur hann til Hafnarfjarðar og gerist þá um haustið kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar (Lækjarskóia) og starfaði þar til dánardægurs, nær því tvo tugi ára. I Hafnarfirði varð kennarafer- ili Guðmundar Þórarinssonar lengstur á hans lifsleið. Guð mundur var þannig gerður, að ekki mátti hann vita vamm sitt í neinu. Þessi eiginleiki birtist í öllu hans dagfari. Samvizkusemi hans var viðbrugðið og í engu vildi hann bregðast því, sem hon um var trúað til að gera eða fram- kvæma. Bókasafn skólans ber þess nú vott, að þar lagði Guðmundur Þórarinsson hönd að verki. Eftir að bókasafnið fékk betra rými innan skólans, kom það i hlut Guðmundar að flokka það og skipuleggja til útlána. Var það verk vel og vandlega unnið af hans hálfu og til fyrirmyndar. Um langt árabil allt til hinzta dægurs starfaði Guðmundur Þór arinsson mikið fyrir bindindis- hreyfinguna og skógræktarfélag- ió i Hafnarfirði. i mörg ár var hann gæzlumaður í barna- og unglingastúku. Vann hann þar gott starf. Allmörg undanfarin ár hefir hann verið fastur starfsmað- ur hjá skógræktarfélaginu á sumrum, grætt og ræktað skóg í nágrenni Hafnarfjarðar, einkum við Hvaleyrarvatn, þar sem hann á margan fagran lundinn, sem hann hefir ræktaó, hlúð að og komió til þroska. Þegar Guómundur lá banaieguna, leit einn vinur hans inn tii hans og mælti: „Guðmundur minn, bjark- irnar þínar báðu aö heilsa þér." Bros færðist yfir ásjónu hins hel- sjúka manns. Á þessum orðum mátti taka mark, þvi að þessi vin- ur, sem var mikill náttúruskoðari og náttúrudýrkandi, hafði verið uppi i skógrækt og séð, að bjark- irnar Guðmundar bárust vel af og virtust ætla aó koma vel undan vetri. Ekkert gleður ræktunar- manninn, jafnvel á banastund, meira en það, að starf hans virðist ætla að bera árangur. — Kennslu- starf er líka ræktunarstarf. Guómundur var góður ræktunar- maður í tvennum skilningi. Guðmundur Þórarinsson kvæntist aldrei og lætur ekki eft- ir sig afkomendur. Meðan hann var á Eyrarbakka hélt hann heim- ili með móður sinni og einnig fyrstu árin í Hafnarfirði eða þar + HERMANN HJÁLMARSSON vélstjóri lézt 25 marz. Börnin. til móðir hanslézt. En ungasystur dóttur sina, Svanhildi, tók hann að sér og gekk í föður stað, er Agnes móður hennar lézt. Aðra systur átti Guðmundur, Guð- björgu, einnig hún er látin fyrir mörgum árum. Systkinin voru fjögur, eitt þeirra er enn á lífi, Guðlaugur Þórarinsson, skrif- stofumaður hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar, til heimilis að Kvíholti 1, Hafnarfirði. — Svanhildi, Guð- laugi og þeirra fjölskyldum og öðrum vinum og vandamönnum hins látna færum við nemendur, samkennarar og annað samstarfs- fólk okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Allir, eldri sem yngri i Lækjar- skóla, þakka Guðmundi Þórarins- syni fyrir samstarfió og samfylgd- ina á undanförnum árum og biðj- um honum velfarnaðar á ókunn- um leiðum. Ein kunnasta saga norska stórskáldsins Björnstjerne Björnson endar á þessum orðum, sem fræg voru á sinni tíð: „Þar sem góðir menn fara þar eru guðsvegir." Þannig var Guðmund- ur, góður maður á guðsvegum. Þorgeir tbsen. HINN 19. þ.m. andaðist á Land- spítalanum vinur minn og félagi Guðmundur Þórarinsson kennari eftir stutta en erfiða legu. Við fráfall þessa mæta manns heíur starfsemi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar misst einn sinn bezta mann. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Að þeim látnum fara þeir sem eftir lifa fyrst að gera sér giidi þeirra fullljóst og skilja, hvert rúm þeir hafa skipað, af skarðinu, sem eftir þá er orðið. Það eigum við vinir og samstarfs- menn Guðmundar áreiðanlega eftir að finna. Guðmundur var enginn ævin- týramaður. Þau sneiddu hjá garði hans og hann bauð þeim ekki heldur heim. Hann var alinn upp við alvöru og skyldur og hann notaði þrótt sinn og orku alla til þess að vinna eitthvað tii heiila og þarfa, eins lengi og dagar og kraftar entust. Vist er, að Guð- mundur gekk eigi heill til skógar siðustu árin. Kynni okkar Guðmundar hófust er hann flutt- ist til Hafnarfjarðar fyrir nær 20 árum og gekk i Skógræktarfélag Hafnarfjaróar þar sem leiðir okkar hafa legið saman og hér verður aðeins fjallað um störf hans á þeim vettvangi. Fyrir þessi kynni er mér ljúft að þakka og ég minnist margra ánægjulegra stunda er við áttum saman i starfi og hvild, þar sem hann var veitandinn en ég þiggjandinn. Guðmundur var vel að sér i mörgum greinum. islenzkar bók- menntir bæði fornar og nýjar þekkti hann vel og vitnaði oft i máli sínu til Snorra og Njáls. Sá heimspekingur sem hann dáði mest var Bertrant Russel, ekki sist vegna baráttu hans fyrir friði þjóða í milli. Hann var mikill unnandi ljóða, enda vel skáldmæltur sjálfur og gladdi hann oft með vísum og kvæðum á góðra vina fundum. Oft fór hann meó ljóð fyrir mig og þá oftast eftir Stephan G. Stephans- son sem hann mat mikils bæði sem skáld og mann. Fór hann þá oftast með ljóð úr kvæðunum Bræðrabíti og Greniskógurinn. Engan mann hefi ég þekkt sem þessar ljóðlínur Stephans eiga betur við en Guðmund. + Dóttir okkar, RANNVEIG INGVARSDÓTTIR, Þrándarholti, Gnúpverjahreppi, andaðist á Borgarspítalanum 23. þ m. Jarðarförin fer fram frá Hrepp- hólakirkju, laugardaginn 29 marz kl 14 Ingvar Jónsson, Halldóra Hansdóttir. + Faðir okkar, ÓLAFUR JÓNSSON, útgerðarmaður frá Sandgerði, andaðist í Landakotsspítala þriðjudaginn 25. marz. Jón Ægir Ólafsson, Gunnar Þór Ólafsson, Ásgeir Bragi Ólafsson, Ólafur Baldur Olafsson, Guðlaug Nanna Ólafsdóttir. + Eiginkona min og móðir okkar, STELLA JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Ásgarði 11, Reykjavik verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 2. apríl kl 1.30. Sigurður Hjálmsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, GUNNARSRAGNARS HALLDÓRSSONAR, Kriuhólum 2 Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Barnadeíldar Land- spitalans og Blóðbankans fyrir frábæra umönnun, svo og öllum þeim er gáfu honum blóð Ingibjörg Gunnarsdóttir, Halldór Magnússon og börn. + Öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall móður minnar, tengdamóður og systur ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR, Dalalandi 7, Reykjavík sendum við okkar innilegustu þakkir. Kristján Torfason, Sveinn Jónsson, Sigrún Sigvaldadóttir, Guðríður Jónsdóttir. + Við þökkum vináttu víð fráfall og útför ÓSVALDS KNUDSEN Lynn og Vilhjálmur Ó. Knudsen Ósvaldur Kjartan, Valborg Sigmundsdóttir Friða Knudsen, Þorvaldur Þórarinsson Aðalheiður Knudsen Hólmfriður Ólafsdóttir, Guðjón Ólafsson ÓlafurTýr, Ósvaldur Freyr. Að hugsa ekki í árum en öldum að alheimta ei daglaun að kvöldum — þvi svo lengist mannsævin mest. Föðurlandsást hans var hrein og fölskvalaus, því varð það að hann ferðaðist mikið bæði í byggð og óbyggð og naut þess í ríkum mæli. Eg er ekki í vafa um að sú mikla föðurlandsást sem hann bar í brjósti og sá einstæði áhugi, sem hann hafði á skógrækt, þar hafi raunar verið um tvær greinar á sama stofni að ræða. Það rann honum til rifja að sjá þá miklu gróður- og jarðvegseyðingu, sem svo viða blasir við augum hér á landi og ekki á þetta síst við i nágrenni Hafnarfjarðar þar sem hann lagði fram sitt mikla upp- græðslu- og skógræktarstarf og hefir með þvi tekist að klæða í gróðrarskrúð með lauf og barr- viðum nokkurn hluta þessa áður uppblásna iands. Fyrir þetta óeigingjarna starf stöndum við félagar þínir í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar í mikilli þakkar- skuld og raunar Hafnfirðingar allir. Sá er gróðursetur tré, hann er að hjálpa Guði til að skapa. Nú með hækkandi sól taka brum- hnappar „barna" þinna að þrútna og síðar að breiða út iim sitt og teygja sprota sína móti himni og heiðríkju. Vertu sæll vinur og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Ólafur Vilhjálmsson. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hl jódlaust yfir storð Þoirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Ö.S. Þegar við bekkjarsystkinin hitt- umst í skólanum síðastliðinri fimmtudag var okkur öllum efst í huga að hann Guðmundur væri látinn. Hann hafð látist daginn áður á Borgaspítalanum. Guð- mundur var einn sá ötulasti og ósérhlífnasti kennari sem við höf- um kynnst um ævina. Ávallt var hann mættur löngu áður en kennsla skyidi hefjast og undir- bjó þá dagsverkið fyrir okkur, og ekki þurftum við að kvarta enda tókst honum að efla áhugann hjá flestum. Einnig kynntust mörg okkar honum á þeim tveim öðrum sviðum sem hann helgaði líf sitt að mestu auk kennslunnar. Guð- mundur var gæslumaður barna- stúkunnar Kærleiksbandið um margra ára skeið, og þar fengu mörg okkar sínu fyrstu skólun í leiklist og fræðslu um áfengis- og tóbaksbölið. A sumrin var það svo skógrækt- in, sem hann helgaði lifi sínu. Þar nutu einnig mörg okkar þeirrar ánægju, að starfa með Guðmundi. Trén og góðurinn var hans lif, og oft var gaman að fara í gönguferð- ir saman og hafa svo áhugasaman og viðsýnan mann sem Guðmund sem leiðsögumann. Þegar við lítum til baka sjáum við að við eigum honum mikið að þakka. Hann braust með okkur í gegnum lífið öll þau ár sem hann leiðbeindi okkur og þroskaði. Við þökkum Guðmundi af heilu n hug allt það hann gerði fyrir okkur og allan þann tíma sem hann fórnaði okkur. Honum munum við aldrei gleyma. Að lokum viljum við votta að- standendum Guðmundar dýpstu damúð. Nemendur frá 1966—71.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.