Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 15 14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 Áhöfnin á Haftindi. Frá vinstri: Jón Garðarsson, Hörður Matthíasson, Gunnar Karlsson, Karel Karelsson og Ingimundur Axelsson. „Ég verð að vera bjart- sýnn, annars hefst það ekki” 1 Grindavík voru þeir að landa af fullum krafti úr Hafnarfjarð- arhátnum Haftindi HF 122, 20 tonna nýjum glæsilegum trébát, smíðuðum hjá Básum í Hafnar- firði. Jón Garðarsson, 19 ára Reykvík- ingur, var á vörubílnum að taka á móti háfnum, en hann kvað þá hafa byrjað á netunum fyrir stuttu með 6 trossur og róa frá Grindavík. Þeir eru komnir með 30 tonn i 4 róðrum, en það er stutt að sækja um þessar mundir hjá þcím, aðeins 15—20 mínútur úl frá Grindavík í boldungsþorsk. Karel Karelsson skipstjóri sagð- ist vera búinn að eiga þennan bát síðan 15. okt., en þá fór hann á línu. Síðan tóku netin við, en hann kvað brælusamt hafa verið allan timann og erfitt að sækja. Það hefur þó verið sæmilcgt á netunum, sagði Karel, við erum fáir á og það er gott verð. Bátur- jafn góður á alla kanta, en Básar h.f. í Hafnarfirði smíðuðu hann og einn eigandinn þar, Bárður Auðunsson, teíknaði hann. Þeir eru úr Eyjum Básamenn, enda nafnið Básar dregið af Básaskers- bryggju í Eyjum. Báturinn kost- aði um 20 millj. kr. Þetta gengur því bærilega, báturinn góður og góðir strákar úr Reykjavík, en það er undirstaðan fyrir því að þetta gangi vel. Vegna þess hve við erum fáir á eru um 2600 kr. á mann út úr tonninu af þorski, en i þessum róðri vorum við með 5 tonn. Sá afli er þó allt upp i 3 nátta vegna brælu undanfarið. Blm.: Hvernig leggst úthaldið í þig'-' Karei: Það leggst vel í mig, ég verð að vera bjartsýnn, annars hefst það ekki. Siðan koma hand- færi við Suðurland í sumar, við eltum fiskinn, ekki kemur hann, það verður að sækja. Karel Karelsson skipstjóri og útgerðarmaður. inn hefur reynzt mjög vel, við erum búnir að lenda á honum í öllum tegundum af brælu og það er alveg sama hvar sjóirnir koma á, hann hristir allt af sér. Hann er „Alltaf sama puðið” Helgi H. Aðalgeirsson hefur verið skipstjóri á Grindavíkurbát- um í fjölda ára og hann hittum við við um borð í báti hans, þegar verið var að landa í Grindavfk. Hann segir í upphafi, að þessi vertíð sé búin að vera mjög erfið tíðarinnar vegna. „Það hefur komið einn dagur, það góður, að maður hefur getað setið rólegur í stólnum í brúnni." — Hvenær byrjuðuð þið á net- um á Gisla lóðs? — Um miðjan febrúar. Og þvi miður hefur aldrei komið nein hrota. Það er miklu tregara nú en í fyrra og hitteðfyrra. A veriíð- inni í fyrra fékkst fljótlega fisk- ur, eða um leið og loðnan kom á miðin. Hér hefur ekkert fiskerí verið á miðunum, nema hvað ein- hverjir bátar fengu nokkra ufsa- titti á Selvogsbankakantinum fyr- ir nokkrum dögum, en það er bara með ufsann hvað hann er óstöðugur. Þá hafa þrir bátar fengið einhvern afla og þeir hafa haldið sig I Reykjanesröstinni á mjög takmörkuðu svæði. — Hvað eruð þið margir á og hvernig finnst þér fiskurinn hafa verið i vetur? — Við erum 11 á þessum báti. Það má víst segja, að við höfum orðið varir við vænan fisk, vænni en oft áður, en magnið er svo lítið, og því held ég að það sé rétt sem menn segja, að fiskmagnið í sjón- um sé alitaf á niðurleíð. — Er þá ekki þreytandi að standa í þessu? — Jú, mikil ósköp. Þetta er mjög lýjandi, sérstaklega ef mað- ur miðar við aflaárin 1968—1969 og 1970. Þessar þrjár vertiðar var ég með Þorbjörn 2. og fengum við að meðaltali yfir 1000 tonn á þess- um árum. — Hvað gera menn sér vonir um að fá mikið i vetur? — Það hefur heyrst talað um, að menn telji sig ánægða ef bát- arnir fái 400—500 tonn. I fyrra vorum við vel ofan við meðaltalið, en þá fengum við á Gísla um 570 tonn. Núna erum við komnir með svona 130—140 tonn og bíðum eítir páskahrotunni. Það stendur að minnsta kosti ekki á okkur að taka á móti ef eitthvað kemur á miðin. — Það hefur komið fyrir áður, að fiskurinn hafi gengið seint á miðin, er það ekki? — Jú, stundum hefur enginn fiskur komið fyrr en í apríl. En þetta verður sífellt verra. Kaup okkar sjómanna hefur ekkert hækkað og allur kostnaður við útgerðina kominn fram úr öllu hófi, og þar er nóg að benda á net og tóg. TÓM J Ih. ut Göteborgs Vngdomskor heidur tónleika i Norræna húsinu í dag, Miðvikudaginn 26. marz kl. 17.00 og í Háteigskirkju 28. marz, Föstudaginn langa, kl. 20.30 — Aðgangur er ókeypis. Göteborgs Ungdomskor. Morgunblaðið heim- sótti sjómenn í Sand- gerði, Keflavík og Grindavfk nú I vik- unni og rabbaði við þá um líðandi stund, afla- brögð og annað 1 ver- tíöarönnum og fara viðtölin hér á eftir. „Fjögur tonn og þykir gott” Það þýðir litið að ræða við mig, því hér hefur ekkert fiskirí verið," sagði Reinald Þorvaldsson, skipstjóri á Haf- borgu frá Keflavík þegar við hittum hann að máli um borð í bátnum að lokinni löndun. „Það eru hreinar línur, fiskur- inn verður sífellt tregari og þó svo að eitthvað fáist þarf meiri og meiri fyrirhöfn til að ná þessum tonnum. — Hafið þið verið á netum í allan vetur? — Nei, við byrjuðum á línu, en fengum lítið. Það er þó alltaf von með netin. Línan kemst hvergi orðið fyrir, vegna tog- veiðiskipa, og er það bölvan- legt. — Hvað eruð þið margir á og hvað eru þið með margar tross- ur úti? — Við erum 6 á og trossurnar eru 8 sem við höfum, þó svo að einhverjir segi, að við megum ekki hafa þær svo margar. Það verður bara að vera ef þetta á Helgi H. Aðalgeirsson. — Hvað varst þú gamall, þegar þú hófst sjósókn í Grindavík? — Hér byrjaði ég 15 ára á opn- um bátum. I 7 ár var ég vélstjóri eftir að þilfarsbátarnir komu til sögunnar, en síðan 1959 hef ég verið skipstjóri á bátum. Við er- um búnir að eiga Gísla lóós á fimmta ár, en áður var ég með bátinn er hann var í eigu Jóns Gíslasonar. — Hafa ekki orðið miklar breyt- ingar á þessum tíma? — Jú, mjög miklar, en maður tekur ekki svo eftir þeim og þetta er alltaf sama gamla puóið. — Hvar hafið þið haldið ykkur mest i vetur? — Við höfum mest verið upp við landið. I fyrstu fórum við á Reykjanesgrunnið, en það var ekkert skárra þar og þvi óþarfa olíueyðsla. — En hvað er gert yfir sumar- tímann? — Þá er farið á troll og þá annaðhvort fiski- eða humartroll. Ef það er ekki hægt, þá er bara að binda bátana. — Hver er ástæðan fyrir þvi, að fáir línubátar róa nú frá Grinda- vík? — Það hefur enginn orðið efni á að gera út á línu, kostnaðurinn við það er orðinn svo gifurlegur. Kirkjukvöld Bræðrafélags Dómkirkjunnar skírdag, 27. mars 1975, kl. 8.30. EFNISSKRÁ Ávarp: Séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur. Frásaga: Magnea Þorkelsdóttir, biskupsfrú. Einsöngur: Elin Sigurvinsdóttir, óperusöngkona, syngur með undirleik Ragnars Björnssonar, dómorganista, tvö lög eftir Pál ísólfsson, Ég kveiki á kertum mínum og Söngur bláu nunnanna. Hugvekja: Dóra Guðbjartsdóttir, kirkjumálaráðherrafrú. Einsöngur: Elín Sigurvinsdóttir, með undirleik Ragnars Björnssonar, Ave Maria eftir Schubert. Erindi: Dr. Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri. Hugvekja og bæn: Séra Óskar J. Þorláksson, dómprófastur. Reinald Þorvaldsson. að ganga. Jú, maður heldur allt- af að páskahrotan sé að koma, en því miður bólar aldrei á neinu. — Hvað er hægt að taka til bragðs ef netaútgerðin ber sig ekki? — Ef maður fær ekki fisk í netin, þá er útilokað, að útgerð- in geti borið sig. Netin verða að bera uppi kostnaðinn allt árið. Uthaldið þess á milli er bara snap, fiskur svona rétt handa mannskapnum. — Hver var aflinn hjá ykkur i dag? — Fjögur tonn og það þykir gott. Oft fer aflinn niður í 1—2 tonn. Við erum að jafnaði með netin á þessari hefðbundnu slóð úti af Garðskaga, þetta 4—6—8 til 10 mílur. — Hvað eruð þið búnir að eiga Hafborgu lengi? — Síðan í júlí s.I. en þá keypt- um við bátinn frá Siglufirði. Það hefði verið okkur óviðráð- anlegt ef við hefðum ekki átt annan bát fyrir sem bar reynd- ar sama nafn. Ég skil ekki hvernig hægt er að kaupa ný skip nú til dags, ef menn eiga ekki önnur eldri til að selja upp í kaupverðið. Og ef maður hugs- aði ekki þannig að þetta lafi á meðan maður tórir, þá væri al- veg eins gott að hætta þessu. Við sem stöndum í þessu erum að verða eins og afdalakarlar. Erum á staðnum af gömlum vana. — Hver er netakostnaðurinn yfir vertíóina? — Við ætluðum að komast hjá að eyða meira en 2 millj. kr. í net í vetur, en allt bendir nú til þess, að sá kostnaður verði nú meiri, því miður. En það versta við þetta allt saman er aó við erum alltaf að fiska í ein- hverja sjóði og vitum svo ekk- ert hvað verður af þeim pening- um, sem frá okkur koma i þá. Námskeið fyrir reykingarfólk íslenzka bindindisfélagið heldur námskeið að Lögbergi við Háskólann fyrir fólk, sem vill hætta reykingum. Það hefst 6. apríl kl. 20:30, og stendur 5 kvöld. Innritun og uppl. næstu daga á skrifstofutíma í síma 1 3899. Islenzka bindindisfélagið. Hestamannafélagið Fákur SKEMMTIFUNDUR verður haldinn í Félagsheimilinu, miðvikudaginn 26. mars kl. 21. Til skemmtunar: Kl. 10 verður sýnd kvikmynd frá Landsmóti hestamanna 1 974, sem tekin var á Vindheima- melum. Dans. „Vona að þorskur- ínn fari að koma” Um borð í Hrafni Sveinbjarnar- syni GK 255 hittum við Svein Isaksson skipstjóra. Hann var bú- inn að færa bátinn, enda iöndun lokið. Þeir voru með 16 tonn. — Þetta er lítill fiskur ennþá, sagði Sveinn, hann er ekki kom- inn á okkar mið ennþá. Af þess- um 16 tonnum núna er hclming- urinn næturgamail fiskur, hitt er þriggja nátta úr Grindavfkurdýp- inu fyrir vestan friðaða hólfið á Selvogsbankanum. Við lentum í netarifrildi í dag og gott betur, því einhver togar- inn tók hálfa trossu frá okkur, ég held að það hafi verið Islend- ingur. Þeir fiska ágætlega togar- arnir núna á dýpinu, ég heyrði i talstöðinni að einn var með 8—10 tonn í hali. Annars er það sérstæðast núna að það spáir hægviðri á morgun í fyrsta skipti á vertíðinni og þá verður gaman að draga. Það hefur verið stanzlaust rok bæði á loðn- unni og netunum. Við erum með 10 trossur, en drögum yfirleitt 8 þannig að tvær veróa tveggja nátta í eólilegri sjósókn. Verst hvað þetta er lítið enn, við höfum frétt af fiski úti hjá togurunum og vonum bara að hann láti sjá sig hjá okkur. Við erum núna 30 mílur út á 110—140 faðma dýpi, en í þessum fimm fyrstu róðrum höfum við fengið alls 80—9Ö.tonn. Maður vonar bara að fiskurinn komi fljótlega, við urðum aðeins varir við lóóningar í dag niðri á dýpinu, annars hefur lítið lóðað. Sveinn Isaksson skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni. Nótaveiðin skemmtilegust Einn loðnubáta Keflvfkinga ber sitt heiti af staðnum, „Kefl- víkingur". Þar um borð hittum við stýrimanninn, Guðmund Wfum, og ræddum stuttlega við hann á dögunum. 1 upphafi spurðum við Guðmund hvort hann hefði verið ánægður með það loðnuverð sem gilti í vetur. Nei, af og frá. Mér finnst verðið hafa verið alltof lágt. Hæsta verð, sem hefur verið greitt fyrir loðn- una á þessari vertíð er kr. 2.80 kr. en var 3,75 kr. í fyrra. Ef við fengum sama afla i Keflvíking í vetur og í fyrra, en þá lönduðum við 600 tonnum í frost og fengum 13 kr. fyrir kílóið, þá reiknast mér til, að hluturinn okkar rýrni nú um 50%. — Þú ert þá varla ánægður með kaup sjómanna nú? Nei, og laun okkar sem erum á Norðursjávarbátunum voru einnig lækkuð i fyrra um 8—9%. Á sama tíma og það átti sér stað hafói kaup á landi hækkað nýlega og ef við eigum að geta veitt loðnu FélagsliF I.O.O.F. 9 = 1563268 = Bingó. I.O.O.F. 7 = 1563268'A Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — Boðun fagnaðarerindisins í kvöld, miðvikudag kl. 8. Heimatrúboðið Munið samkomurnar að Óðinsgötu 6 A hvert kvöld kl. 20.30. út þessa viku og svo báða páskadaganna. Munið fyrirlestur Dr. Harari og Dr. Zaraleyu um mannúðarsálfræði í Árnagarði fimmtudaginn 27. 3 n.k. kl. 15—17. Námskeið í „grúppu-dynamik" hefst kl. 19.30 sama dag og verður framhaldið á föstudaginn langa. Þátttaka tilkynnist í slma 42792 I dag kl. 15 —19. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum frjáls. SÍM. I.O.G.T. St. Einingin nr. 14. Fundur í Templarahöllinni I kvöld kl. 20.30. Kosnir fulltrúar á aðal- fund Þingstúku Reykjavlkur. Tón- leikar eftir fund. Æðistitemplar verður til viðtals frá kl. 17 —18 I sima 13355. Æ.T. Guðmundur Wfum. fyrir 50% lakara verð en í fyrra, hvers vegna er þá ekki 50% kaup- lækkun lika i fiskmjölsverksmiðj- unum t.d. Ég sá fyrir skömmu skýrslu frá Þjóðhagsstofnuninni, þar sem verið er að bera saman kaup sjó- manna og iðnaðarmanna og út- koman er sú að þessir menn hafa svipað kaup. En hér er auðsjáan- lega ekki tekið með i reikninginn hve langur vinnutimi sjómann- anna er og ennfremur má bæta því við, að sjómenn eru oft á tíðum fjarri sínu heimili, stund- um frá því i maí og fram aó jólum. Og þótt þeir komi heim er ekki hægt að víkja sér frá bátunum. — Ef málin standa þannig, að út- gerðin getur ekki borgað vióeig- andi hlutaskipti, þá sé ég ekki annað fært en að breyta þessu fyrirkomulagi, þannig að um tímavinnu verði að ræða. 1 öðru lagi, þarf að fækka afætunum í kerfinu, því það hljóta einhvers staðar að vera gloppur. Þá má benda á það, að hver einasti iðnaðarmaður sem vinnur úti á landi fær frítt fæði og ferðir, en þótt við séum í marga mánuði Framhald á bls. 16 Breiðfirðingaheimilið h.f. Aðalfundur Breiðfirðingaheimilisins h.f. verður haldinn í Tjarnarbúð þriðjudaginn 29. apríl kl. 8.30 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reikningar félagsins (1 974) liggja frammi hlut- höfum til athugunar 10 dögum fyrir fund, á skrifstofu félagsins milli kl. 11 —12 f.h. í Breiðfirðingabúð. Stjórnin. Sýfóttl STÓRBINGÓ annað kvöld, fimmtudag, 27. marz kl. 20.30. SPILAÐ UM: 5 utanlandsferðir og fjölda Philips heimilistækja. Síðasta bingó fyrir páska — Húsið opnað kl. 1 9.00 — Berklavörn Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.