Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 Bjarni Jónsson verzl- unarstjóri — Minning Fæddur 1. 4. 1916. Dáinn 13. 3. 1975. Mætur maður er fallinn frá. Mig langar að tjá honum þakkir mínar og fjölskyldu minnar, fyrir allt sem hann var okkur. Bjarni fæddist vestur á Framnesvegi fyrir tæpum 59 ár- um, þ. 1. apríl 1916. Fjögurra ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að Bræðraborg- arstíg 20, og átti þar heima þar til hann stofnaði sitt eigið heimili. Þann 31. júli 1938 kvæntist hann eftir lifandi konu sinni, Ing- veldi Guðnadóttur frá Stokkseyri. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Elísabet og Larry C. Parr, þau eru búsett í Bandaríkjunum. Sigurbjörn kvæntur Sigrfði Gunnlaugsdóttur. Birgir, kvæntur Kolbrúnu Gunnars- dóttur. Jón Bjarni og Ásdís, sem bæði eru í heimahúsum. Barna- börnin voru orðin átta, sjö drengir og ein stúlka. Bjarni réðst ungur að árum til starfa hjá verzluninni Geysi, þar starfaði hann i um það bil 42 ár, lengst af sem verzlunarstjóri. Var starfið unnið af þeirri dyggð og trúmennsku, sem honum var í blóð borin. Prúðmennska og tryggð voru aðaleinkenni hans, það fundum við sem næst honum stóðu. Þungt er mér um hjarta, er ég kveð minn elskulega og góða tengdaföður i hinsta sinni. Minningarnar leita á hugann, ljúfar og góðar. Hver breiddi svo vel yfir lítla barnsvöggu? Þar hafði afi verið nærri, aó líta á minnsta barnið. Stórir strákar ieituðu til afa með smátt og stórt, og fóru ekki bónleiöir til búðar. Minnisstætt er mér er ég fór vestur á Isafjörö fyrir nokkrum árum en maðurinn hafði farið til útlanda daginn áður. Þá fylgdi Bjarni mér út á flugvöll og skildí ekki við okkur fyrr en við vorum tryggilega komin inn í vél, og vel fyrir öllu séð. Þetta atvik lýsir honum vel. Hann var forsjá sinnar fjölskyldu í smáu og stóru. Bjarg sem ekki var haggað. Jafnvel fársjúkur lét hann ekki á neinu bera, fór til vinnu sinnar og gat miðlað okkur hinum af andlegu þreki sinu. Einstakur heimilisfaðir var hann, eins og sjá má af framan- sögðu enda ber heimilið þess gleggst vitni. Þau Inga voru sam- hent við að byggja upp sitt fallega og sérstaklega snyrtilega heimili, og hennar hlutur í því er stór. Fram á síðustu stundu stóð hún við hlið hans, og stundaði hann af kostgæfni. Litlir drengir þakka afa sínum allt. Nú kemur afi ekki lengur, brosmildur og blíður við börnin sín. Nú er ekki iengur hægt að segja afa sínum frá öllu sem gerist. Lítill maður týnir ekki lengur aiia bangsana sina í fangið á afa og drifur sig svo þangað sjáifur. Tómlegt er nú og mikið skarð ófyllt. En það er huggun harmi gegn að hafa átt þennan elskulega og góða mann að. Fyrir það þökkum við, fólkið hans. Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður Gunnlaugsdóttir. I dag fylgjum við góðum sam- starfsmanni og hreinlyndum félaga þau skref, sem undir venjulegum kringumstæðum væru stigin án frekari um- hugsunar, en núna leiða okkur ekki aðeins spölinn, sem í fáum metrum er talinn, heldur og á vit liðins tíma með minningar sinar og kærar myndir. Verzlunin Geysir stendur lokuð og við, starfsíólk þess fyrirtækis, bíðum ekki viðskiptavina, heldur vottum Bjarna Jónssyni verzlunarstjóra í teppa- og veiðar- færadeild fyrirtækisins virðingu okkar og þakklæti. Og maðurinn með ljáinn hefur höggið ótt og títt i raðir félaga okkar, svo að mörg eru nú þau skörð sem áður voru vel fyllt í starísliði Geysis. Aðeins fyrir tveimur vikum var annar afbragðsmaður kvaddur, og var hann búinn að vinna í Geysi í 27 ár, var það Helgi Guðmunds- son. Og sé ieitað lengra aftur í XTVIXXA Háseta Háseta vantar strax á 1 30 smálesta neta- bát, sem rær frá Grindavík. Upplýsingar í sím 92-1 264 og 41 41 2 á kvöldin. Blikksmiðir Blikksmiðir og aðstoðarmenn óskast til uppsetninga úti í bæ. Mikil vinna, góðar tekjur. BUKKVER, Helluhrauni 4, sími 53050. Plastiðnaður — Atvinna Viljum ráða nú þegar duglegan og sam- viskusaman mann til plastiðnaðarstarfa. Hér er um framtíðarstarf að ræða fyrir réttan mann. Upplýsingar í síma 14085 milli kl. 4 og 6 í dag. tímann, þó aðeins fá ár, koma enn fleiri nöfn í hugann, þó ekki verði hér nefnd, en ógleymd og varðveitt. Bjarni Jónsson var búinn að starfa í Geysi I yfir 40 ár. Segir það nokkuð um heilindi hans og áhuga i starfi hjá fyrirtækinu. Og fyrir dag Bjarna hjá Geysi hafði faðir hans starfað þar við segla- saum og þannig rutt syni sínum braut, er hann svo fúslega þræddi sjálfur. Er þessa langa starfstíma Bjarna nú minnzt og hugsað til hins góða félaga, sem á engu vildi niðast, sem honum hafði verið fyrir trúað, og húsbóndahollustan og heilt geð gagnvart samstarfs- mönnum sem viðskiptavinum var í því samræmi, að þar varð ekki á betra kostið. Þau voru mörg skrefin sem hann steig og aldrei taldi eftir sér, og mörg björgin, sem hann iyfti, án þess að kvarta, já, stundum án þess að eftir væri tekið, því hógvær var Bjarni ætíð og ekki fyrir það að bumbur væru fyrir honum barðar. Sýndu eig- endur Geysis honum líka þann þakklætisvott, að hann var gerður að meðeiganda fyrirtækisins fyrír nokkrum árum. Bjarni var fæddur hér í Reykja- v.ík hinn 1. apríl árið 1916 og hefði því orðið 59 ára gamall eftir viku aðeins. Voru foreldrar hans hjónin Elísabet Bjarnadóttir og Jón Guðmundsson, skipstjóri og seglameistari. Ólst Bjarni upp hér í Reykjavík og kynntist vaxandi bæ og auknum umsvifum. Hér stofnaði hann líka heimili, er hann gekk að eiga Ingveldi Guðnadóttur frá Varmadal á Stokkseyri hinn 31. júlí árið 1938. Eignuðust þau 5 börn, synina þrjá og tvær dætur. Eru þrjú þau elztu gift og búin að stofna sin heimili, Minning: Pétur Björnsson fyrrv. veitingamaður Fæddur 21. mars 1904 Dáinn 16. mars 1975. 1 morgunljómann aðfararnótt 16. mars gekk góður drengur feðra sinna til. Nokkuð á áttunda ár var Pétur búinn að stríða við mikil og sár veikindi, og sýndi mikið þrek og þrautseigju og end- aði sitt líf með þeirri skarp- skyggni og æðruleysi að hringja til sonar síns að heiman og bíðja hann að koma og sitja hjá sér meðan hann væri að deyja, sem og sonur gerði. Eftir nokkra stund var faðir hans allur. Það er oft þungbært að þurfa sætta sig við þann raunveruleika að góður vinur manns sé horfinn fyrir fullt og allt af vettvangi hins jarðneska lífs og eigi þangað aldrei aftur- kvæmt til frekari samvista við sjálfan mann eða þá sem i nán- ustu tengsium hafa deiit með hon- um eða henni kjörum eins og nafni hans sonarsonur um tvitugt sem reyndist afa sínum eins og best verður á kosið þegar hann þurfti hjálpar við, enda hafði Pétur litli alist upp hjá ömmu og afa frá fæðingu. En hvað þýðir að fást um slíkt, þetta er sá skapa- dómur sem allir verða að hlíta, enda höfðu nánustu vinir hans fengið að njóta í 71 ár. A góðri stund ræddum við Pétur frændi oft, einkum eftir að Elli kerling kom í heimsókn með sínum marg- slungnu töfrabrögðum og brota- lömum, um það hvað væri á bak við þetta allt eftir að jarðvist lýk- ur. En aidrei fengum við svar við því sem ekki var heldur nein von. Við skyldum þá hafa einhverja hugmynd um hvað er að gerast í þessu jarðnéska sem okkur hefur verið leyft að ganga í gegnum um áratuga skeið. Hver ert þú, hvað- an kemurðu, hvar ertu, og hvert er ferðinni heitið, hvað er lífið? Ætii nokkur hafi svarað þessu betur en Kristján skáld Jónsson þegar hann unglingspiltur heima í fjallasalnum spurði sjálfan sig þessarar spurningar, og svaraði þvi þannig: Lífið allt er blóórás og logandi und sem læknast ekki fyrr en á aldurtila stund. Fyrir liðugum 6 mánuðum misst Pétur sína elskulegu konu Sölvínu Konráðsdóttur og minntist ég hennar með nokkrum orðum og þá eðlilega eiginmannsins nokkuð um leið. Fyrir það fékk ég snupi- ur frá vini mínum að ég skyldi vera skrifa hól um sig. Það var honum fjarri skapi. Ég mun því sleppa öllu sem áður var sagt um hann. Pétur var fæddur 21. mars, 1904, að Stóruþverá í Austur- Fljótum, Skagafirði, sonur hjón- anna Dórótheu Jóelsdóttur og Björns Péturssonar þar búandi Þau hjón þóttu myndarieg og dug- mikil í sókn og vörn sér og sínum til bjargar. Björn var vel gáfaður, snjall hagyrðingur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og lét ekki deigan síga þó eitthvað á móti blési, enda sýndi hann það og þau hjón, því þetta ár, 1904, bregða þau búi og flytjast til Vesturheims og skilja Pétur eftir sem þá var yngstur, aðeins 13 vikna, hjá afa hans og ömmu, Þórönnu Gunnlaugsdóttur og Halldóri Jónssyni, móðurforeldr- um. Nokkru eftir brottför þeirra hjóna, foreldra Péturs, flytja Halldór og kona hans að Keldum í Sléttuhlíð og búa þar á nokkrum bæjum við fremur lítil efni enda hann aldurhniginn og farinn af kröftum en þau höfðu þeim mun meiri manngöfgi virðingu og blessun allra sem þeim kynntust. í þeim vermireit ólst Pétur upp í Guðs ótta og góðum siðum og skorti aldrei neitt. Þegar snáðinn lýkur barnaskólaskyldum með miklum ágætum, kosta gömlu hjónin hann í unglingaskóla sem mun hafa verið fremur sjaldgæft þegar viðmiðun er höfð um bændafólk og fátæka alþýðu. Annað slagið bárust bréflegar fréttir frá Ameríku um velgengni og framgang þeirra hjóna, Björns og fjölskyldu, og vilja þau gjarn- an fá soninn til sín, sem þá var fermdur. Pétur mun hafa verið 16 ára begar ákveðið var að sú ferð skyldi hafin enda höfðu þau þá sent honum farkost og ekkert til sparað að svo gæti orðið. Það var talið sjálfsagt af frændliði hans hér heima að hann mundi setjast þar að í slfkri víðáttu þar sem drypi smjör af hverju strái. En það fór á annan veg því eftir hálft fimmta ár halda honum engin bönd og hann kemur aftur til heimalandsins fátækur af og elzta dóttirin á heima vestur í Ameriku en hingað komin nú tii að votta föður sínum virðingu og þakklæti sem þau hin systkinin öil, en tvö þeirra yngstu eru enn í foreldrahúsum. Bjarni var maður einarður og ákveðinn, fylginn sér og kapps- fullur, en þó um leið hógvær og laus við að vera kröfuharður nema við sjálfan sig. En harkan, sem hann sýndi sjálfum sér, hefði minni mann en hann bugað fyrir löngu. Hann gekk til vinnu sár- sjúkur nú hin síðustu árin, en neitaði að gefast úpp og stóð miklu lengur en stætt var í raun og veru. Hann var líka vel gerður líkamlega og sterkur umfram það, sem virtist við fyrstu sýn. Hann var frábær félagi, vinsæll af öllum, er honum kynntust, traustur og hjálpsamur. Er okkur því i dag efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðum dreng og hafa mátt starfa með honum svo langan vinnudag, þar sem trauðla bar nokkurn tímann skugga á. Við litum þess vegna til baka með því þakklæti.er virðingin fyrir góðum félaga ber uppi, og biðjum Bjarna fjölskyldu hans og ástvinum blessunar Guðs. Starfsfélagar I Geysi. veraldarauði en með staðgóða sjálfsmenntun. Meðal annars las hann, skrifaði, og talaði ensku eins og móðurmálið, og hélt þvi til æviloka. Hann sagði mér síðar að aldrei hefði hann kunn- að við sig í Vesturvegi og það hefði verið sama hvað í boði var, heim skyldi haldið. Með því hefur hann undirstrikað hið fornkveðna. Það tekur tryggð- inni aðeins í skóvarp sem tröllum er ekki vætt. Eftir að heim kom kvæntist hann Sölvínu Kohráðsdóttur, heimasætunni að Mýrum í Sléttuhlíð, sem tekið hafði við sinni föðurleifð og þar í sveitinni búa þau i 18 ár. Grun hafði ég um að Pétur byggi ekki allt sitt líf i sveitinni enda var það vitað aðhannvarmeirafyrirbók en búskap. Nú læt ég lokið lýs- ingu á lífi Péturs norður þar, því þess var áður getió i minningu um Sölvínu konu hans. Höfuðstaður- inn freistaói Péturs og þangað flytja þau árið 1947. Þar vinnur hann margvísleg störf og víða val- inn til forustu þar sem unnið var. Meðal annars kaupir hann sendi ferðabil og vinnur með hann á sendibílastöð þgr sem hann jafn- framt fer með framkvæmda- stjórn. Þá rekur hann Breiðfirð- ingabúð um eitt skeið og að síð- ustu en ekki síst byrjaði hann störf á City Hótel. Þar kunni Pét- ur vel við sig enda kynntist hann mönnum af öllum stéttum og eignaóist þar marga góðvini viðs- vegar að af landinu og mun sú kynning hafa verið gagnkvæm. Ekki verður sagt að Pétur hafi fengið stóra storma í fangið í sinu lífshlaupi nema að siður væri því aldrei lá hann dag í rúmi til 63 ára aldurs, ekki svo mikið sem kvef. Guð gaf honum trygga og dug- mikla konu sem aldrei brást og tveir eru synir þeirra báðir full- tíða menn, kvæntir og búsettir i Reykjavík. Þá tóku þau 4 fóstur börn og reyndust þeim sem sannir og góðir foreldrar. Ýkjulaust má segja að Pétur hafi verið fjölhæf- ur og skilningsrikur á allt sem hann tók sér fyrir hendur. Stund- um kom fyrir að hann yrði um of hlédrægur og það kannski á sína bestu eðliskosti og þá ekki sama hver í hlut átti. Hann var ekki gefinn fyrir ævintýri eóa skýja- borgir, þess í stað vann hann öll sín störf með festu og einurð, hvort heldur sem tekið var á móti hótelgestum, bograð við bílinn eða að hann skrifaðí hvassa ádeilugrein i blað, öllu var vel til skila haldið. Ætíð var hann opinn fyrir þjóðlegum fræðum og sér- staklega vandur að lestrarefni, sást aldrei með svokölluð sorprit og sletti ekki ensku orði í talaó eða ritað mál eins og mörgum hættir til að gera, jafnvel þeim sem aðeins kunna að segja já og nei á þvi máli. Margur er þess minnugur þegar Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur flutti sína bráð- snjöllu spurningaþætti í útvarpi en þá tók Pétur eitt sinn þátt í þeim og valdi að efni sitt upp- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.