Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 Skákþing Islands ORSLIT 4. umferðar Skák- þings tslands urðu þau, að Björn Þorsteinson vann Jðn Þ. Þór, Ómar Jónsson vann Gunn- ar Finnlaugsson og Frank Herlaufssen vann Asgeir P. Asbjörnsson. Jafntefli varð f skák Helga Ólafssonar og Hauks Angantýssonar, en skák Braga Halldórssonar og Mar- geirs Péturssonar fór í bið. Skák Júlíusar Friðjónssonar og Jónasar Þorvaldssonar var frestað vegna veikinda Jónas- ar. Þeir Björn, Haukur og Helgi eru nú efstir með 3 vinn- inga. 5. umferð átti að tefla I gærkvöldi. Teflt við Fœreyinga SKAKLANDSKEPPNI milli tslands og Færeyja hófst f Hreyfilshúsinu við Grensásveg f gærkvöldi. Varð seinkun á keppninni, þar eð Færeyingarnir komust ekki hingað f tæka tfð vegna erfiðra flugskilyrða. Teflt er á 10 borðum. Ólafur B. Thors, for- seti borgarstjórnar Reykjavfk- ur, lék fyrsta leik keppninnar. Alvarleg meiðsli Akureyri 25. marz. 58 ára gamall maður, Gunnar Guðmundsson, SólvöIIum 15, féll af reiðhjóli á Glerárbrú um hádegisbilið í gær og hlaut alvarlegan höfuðáverka. Hann var ekki kominn til meðvit- undar í dag, þar sem hann lá á sjúkrahúsinu á Akureyri. Gunnar mun hafa reitt 7 ára gamlan dreng fyrir framan sig og er talið aó drengurinn hafi lent með annan fótinn í fram- hjólinu og við það hafi Gunnar misst vald á því. Drenginn sak- aði litið. Sv. P. Farafonov afhendir trúnaðarbréf NÝSKIPAÐUR sendiherra Sovétrikjanna, hr. Georguy Nikolaevich Farafonov, afhenti á þriójudag forseta íslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanríkisráð- herra, Einari Ágústssyni. Síðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Hafnbanni haldið áfram í Immingham og Grimsby Nýtt lágmarksverð á norskar fiskafurðir London, 25. marz. Reuter. SJÓMENN í Immingham og Grimsby ákváðu í dag að virða að vettugi dómsúrskurð þess efnis að þeir hættu þegar f stað að koma f veg fyrir löndun erlendra fiskiskipa f þessum höfnum. Hins vegar ákváðu sjómenn við Tyneside og Teeside á Norðaust- ur-Englandi að hætta aðgerðum sínum. Vmislegt benti til þess að sjómenn f öðrum höfnum á austurströndinni mundu einnig hætta aðgerðum sínum. Fred Peart landbúnaðarráó- herra átti í dag fund með sjó- mönnum og fulltrúum þeirra í London og hét þvi að gengið yrði fljótlega að kröfum þeirra varð- andi innfluttan fisk. Sjómennirnir sögðust vilja al- gert bann við innflutningi fisk- afurða frá löndum utan Efnahags- bandalagsins og útfærslu brezku Ferðaskrifstofan Útsýn 20 ára landhelginnar sem nú er 12 míl- ur. Peart ráðherra sagði sjómönnunum að þeir hefðu mik- ió til síns máls og hét yfirlýsingu um málið í Neðri málstofunni Kirkjukvöld Bræðrafélags Dómkirkju BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkjunn- ar heldur sitt árlega kirkjukvöld í Dómkirkjunni á skírdag kl. 20.30. t tilefni kvennaársins hefur Bræðraféíagið að þessu sinni fengið fjórar konur til að koma þar fram: biskupsfrú Magnea Þorkelsdóttir flytur frásögu, kirkjumálaráðherrafrú Dóra Guð- bjartsdóttir flytur hugvekju, Elin Sigurvinsdóttir, óperusöngkona, syngur einsöng með undirleik Ragnars Björnssonar, dómorgan- ista, og dr. Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, flytur erindi. Ennfremur flytur séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur, ávarp og séra Óskar Þorláksson, dómprófastur, flytur hugvekju og bæn. innan tveggja daga. Talsmaður sjómanna sagði: „Okkur hefur verið heitið aðgerðum innan tveggja daga svo að við erum ánægðir — en ekki sigri hrós- andi.“ Talsmaðurinn sagði að öllum togurum hefði verið sagt að láta ekki úr höfn fyrr en Peart gæfi yfirlýsingu sína. Peart sagði að fyrirspurnunum hefði verið beint til Noregs og annarra landa vegna fiskinnflutningsins. Hann sagði að innflutningsbann hefði líklega neikvæð áhrif á fiskverð til neyt- enda. Aður hafði deilan breiðzt út til vesturstrandarinnar Sjómenn í Fleetwood lokuðu höfninni þar en því hafnbanni var aflétt eftir fundinn með Peart. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Jón Olgeirsson í Grimsby. Hann sagði, aó sjómennirnir stæðu fastir á sínu og vildu aðgerðir af hálfu stjórnarinnar. Jón ítrekaði að þetta bann fiskimannanna hefði sáralítil áhrif á Islendinga, engin skip frá íslandi væru væntanleg, hvorki fiskiskip né fragtskip. Jón sagðist hafa fengið tölur um inn- Framhald á bls. 27 UM ÞESSAR mundir á Ferða- skrifstofan Utsýn 20 ára afmæli. Af því tilefni gefur Útsýn út í dag 16 síðna litprentað auglýsinga- blað með Morgunblaðinu og er þar m.a. birt ferðaáætlun Utsýnar í sumar. Stofnandi Utsýnar, eigandi og stjórnandi alla tíð hefur verið Ingólfur Guðbrandsson. A þessu 20 ára timabili hafa umsvif ferða- skrifstofunnar aukizt mjög og stendur Utsýn nú fyrir skipulögð- um ferðum víða um heim m.a. til Spánar og itaiíu en einnig til fjöl- margra annarra Evrópulanda. Ferðaskrifstofan hefur einkaum- boð fyrir Tjæreborg á Íslandí svo og American Express, sem mun vera stærsta þjónustufyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Enn- fremur hefur Utsýn tekið upp samstarf við ferðaskrifstofuna Globetrotter, sem annast hópferð- ir til fjarlægra heimsálfa. í viðtali við Morgunblaðið kvaðst forstjóri Utsýnar vilja vekja athygli á, að enda þótt fargjöld í áætlunarflugi hefðu hækkað mikið næmi hækk- un fargjalda í hópferðum aðeins broti af því. Samstaða um 200 mílurnar í Genf Genf, 25. marz. Reuter. SÉRLEGUR sendimaður Kurt Waldheims, framkvæmdastjóra SÞ, sagði á biaðamannafundi í Genf f dag að fulltrúar á hafrétt- arráðstefnunni væru yfirleitt sammála um 200 milna efnahags- lögsögu. Fulltrúinn, Bernardo Zuleta frá Kólombíu, sagði að um- ræðurnar nú fjölluðu um það hvernig nýta ætti 200 mflna efna- hagslögsögu og skipta auðlind- unum. Þessi mynd var tekin fyrir nokkru af starfsfólki Utsýnar. Zuleta kvað 200 mflna efna- hagslögsögu ómissandi í endan- legum samningi og sagði: „Hugmyndin um efnahagslög- sögu virðist greinilega hafa verið samþykkt." Hann kvaðst bjartsýnn á fram- tíð ráðstefnunnar því viðræðurn- ar hingað til hefðu einkennzt af alvöru. En hann sagði að önnur ráðstefna yrði áreiðanlega nauðsynleg áður en endanlegur samningur yrði undirritaður. Japanir hafa samþykkt 200 mílur en vilja halda hefðbundn- um réttindum samkvæmt góðum heimildum. Kalt verð- ur áfram NORÐANATT hefur ríkt um allt land sfðan á laugardag og hefur fylgt henni töluverður kuldi. I fyrrinótt fór frostið hvergi undir 10 stig og mest 25 stig f Sandbúðum. Að sögn Markúsar Einarssonar veður- fræðings eru engar breytingar sjáanlegar á veðrinu, a.m.k. ekki næstu tvo daga. „Þetta er vissulega mikill kuldi en þó engin metkuldi,“ sagði Markús. Hann sagði að i fyrrinótt hefði frostið víðast verið 10—12 stig í byggð og mest farið í 16 stig á Gríms- stöðum á Fjöllum. Á hálend- inu var frostið enn meira, 22 stig á Hveravöllum og 25 stig í Sandbúðum. Norðanáttinni hefur einnig fylgt hríðarveður á norðanverðu landinu. Sandbylurá strandstað NORÐANROK var á Mýrdals- sandi f gær og mikill sand- bylur á strandstað brezka tog- arans D.P. Finn. Aó sögn Árna Sigurjóns- sonar í Vík komust menn frá Landhelgisgæzlunni af þeim sökum ekki lengra en til Víkur með dráttartaugar og annan útbúnað til að draga skipið út. Varð því ekkert af björgunar- tilraun í nótt eins og til stóð. Vonir standa til að koma megi útbúnaðinum á strandstaó í dag. Varðskipið Ægir lónar fyrir utan og bíður eftir þvf að hægt verði að gera tilraun til að ná togaranum út. Hvassafellið: Unnið yfir páskana NORÐAN hvassviðri var í Flatey f gær, þegar Mbl. hafði samband við Hvassafellið og 6—7 vindstig. Nokkur kvika er við skipið og því ekki hægt að athafna sig við olfudælinguna, enda engin hætta yfirvofandi af hennar völdum. Starfsmenn Björgunar halda áfram að leggja bílaslóð í eyj- unni svo hægt verði að bjarga áburðinum, og verður því verki haldið áfram. Unnið verður yfir páskana. 8 stiga frost var í Flatey í gær og 11 stig í fyrradag og hefur klaka- brynja setzt á skipið, þar á meðal lestarlúgur. Verður töluvert verk aó brjóta klak- ann af lúgunum ef ekki þiðnar. Rafmagn skammtað Akureyri 25. marz. RAFMAGNSSKÖMMTUN hef- ur verið haldið áfram í dag á veitusvæði Laxárvirkjunar og hefur skömmtunin verið hert siðdegis. Ástæðan er sú, að verið er að vinna við hreinsun lónsins ofan við efri rafstöðina við Laxá en það hefur verið gjör- samlega fullt af ís og krapi. Allt tiltækt vatn hefur verið notað til að skola krapinu burt yfir yfirfallið á stiflunni. Hreinsunin gengur eftir beztu vonum og ekki er ósennilegt, að hægt verði að auka raf- magnsskammtinn á morgun, miðvikudag. Engra breytinga er þó að vænta á rafmagns- framleiðslunni fyrr en í fyrsta lagi seint í nótt. Laxárvirkjun hefur nú til ráðstöfunar 21 megawatt alls, þar af 10 frá Laxá, neðri stöðinni, 7 frá dieselstöðvum, 3 frá gufustöð- inni í Bjarnaflagi og eitt fæst eftir Skagafjarðarlínunni af vestursvæðinu. Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.