Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 3 Staða setuliðsins 1 Hue er vonlaus Saigon, 25. marz. Reuter. AP. NGUYEN Van Thieu forseti skip- aði forsætisráðherra sínum að mynda stríðsstjórn i dag samtím- is því að stórfellt undanhald stjórnarhersins og sigrar komm- únista hafa gerbreytt hernaðar- ástandinu. Með þessu ætlar for- setinn bersýnilega að hafa nánara samráð við hershöfðingja sína. Staða stjórnarhersins í keisara- borginni Hue i norðri var sögð vonlaus og búizt var við að hún félli þá og þegar. Borgin er ein- angruð en setulið hennar reyndi að halda opinni leið til sjávar. I Washington var tilkynnt að forseti herráðs landshersins, Fred Weyand hershöfðingi, færi til Saigon á morgun til að kynna sér ástandið og gera tillögur um hugsanlega aðstoð Bandaríkja- manna. Ford forseti fól sjálfur Weyand hershöfðingja að fara í þessa ferð. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu verður Graham Martin, sendiherra Bandaríkj- anna í Saigon, með Weyand hers- höfðingja í ferðinni. Martin hefur dvalizt nokkra daga í Bandaríkj- unum að leita sér lækninga. Ford forseti hét sendinefnd þingmanna frá Saigon því i dag að hann mundi gera allt sem í hans valdi stæði til að sjá til þess að Suður-Vietnam fengi aukaaðstoð. Áður ræddi hann ástandið við Weyand, Martin og Henry Kiss- inger utanríkisráðherra. Blaðafulltrúi forseta sagði að Ford hefði beðið Weyand hers- höfðingja að fullvissa Thieu for- seta um eindreginn stuðning sinn við baráttu Saigon-stjórnarinnar gegn kommúnistum. Blaðafulltrú- inn sagði að Weyand mundi ekki ráðleggja Thieu hvernig vörnum landsins skyldi hagað. Herstjórn Viet Cong á Hue- vígstöðvunum hefur útvarpað áskorun til setuliðsins um að gef- ast upp: „Flýið ekki með óvinin- um. Neyðið ekki fjölskyldur ykk- ar eða landa til þess,“ sagði i áskoruninni. Nokkurt lið frá Hue virðist þeg- ar hafa verið flutt suður á bóginn sjóleiðina, en allt var á reiki um hvort Thieu forseti ætlaði að halda borginni til síðasta manns. Kommúnistar héldu uppi harðri stórhríð á borgina i dag og beittu nákvæmustu og langdrægustu fallbyssum sínum. Stjórnin ætlaði að halda langri óreglulegri viglínu mörg hundruð kílómetra meðfram ströndinni frá Hue meðan herlið þess hörfaði frá miðhálendinu sem þegar er fallið en kommúnistar rufu skörð í þessar víglínu á Þjóðvegi I, þeg- ar þeir tóku höfuðstaði héraðanna Quang Tin og Quang Ngap á ein- um sólarhring. Á sama hátt og Hue virðist Da Nang, önnur stærsta borg Suður- Vietnam, á góðri leið með að ein- angrast ásamt stóru svæði um- hverfis borgina. Eina leiðin til þess að koma vistum til borgar- innar virðist vera með skipum og flugvélum. Lengra i suðri reynir fjöldi her- manna og flóttamanna að brjótast frá hálendinu til strandarinnar. Stór bílalest hefur reynt að kom- ast til Tuy Hoa á ströndinni en hefur orðið fyrir hörðum árásum og tafizt við þær. Enn lengra i suðri reyna fall- hlífaliðar að opna þjóðveg til strandarinnar og þeir munu hafa endurheimt bæinn Khanh Duong. Þeir reyna að opna veginn fyrir leifar fjölmenns fótgönguliðs stjórnarinnar sem lokaðist inni lengra inni i landi. Norður-víetnamska fréttastofan segir að 600.000 óbreyttir borg- arar hafi gengið í lið með Viet Cong í bardögunum á miðhálend- inu. Hún segir að 120.000 her- menn stjórnarinnar, þar af 40.000 úr fastahernum, hafði verið gerð- ir „óvirkir'1. Með hliðsjón af þessum atburð- um fól Thieu forseti Tran Thien Khiem forsætisráðherra að mynda stríðsstjórn með þátttöku „hæfra þjóðernissinna sem eru fjandsamlegir kommúnistum" er gæti ráðið fram úr ríkjandi neyð- arástandi: varið landið, hjálpað flóttamönnum, tryggt jafnvægi í borgum, aukið framleiðsluna, stutt baráttuna á vigstöðvunum, virkjað þjóðina til baráttu gegn kommúnistum og sigrað Norður- Víetnama. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hefur Thieu snúið sér til hófsamra stjórnarandstæðinga, meðal annars búddatrúarmanna og kaþólskra, og beðið þá um stuðning, og bæði bandaríska sendiráðið og róttækir stjórnar- andstæðingar hafa hvatt hann til að mynda stjórn á breiðari grund- velli. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um óánægju í hernum, en stjórnartalsmaður vísaði á bug í dag frétt um að háttsettur foringi úr hernum hefði reynt að ráða Thieu af dögum. En Thieu er sagður hafa haft nánast stöðugt samráð við herforingja sína síðan hið stórfellda undanhald stjórnar- hersins var ákveðið og nú eru aliar meiriháttar ákvarðanir sagð- ar teknar á grundvelli samráðs við æðstu yfirmenn hersins. Jafnframt jókst þrýstingurinn á Phnom Penh og Battembang, tvær stærstu borgir Kambódíu í dag og lið stjórnarinnar hörfaði frá þorpinu Tuol Leap fyrir norð- an Pochentong-flugvöll hjá höfuð- borginni. Þó voru loftflutningar Bandaríkjamanna auknir. Liðsauki var sendur á vettvang til að gera gagnárás en ástandið er sagt alvarlegt í norðvestan- verðum varnarhring höfuðborg- arinnar og flugvallarins. 1 Batt- ambang, 300 km norðvestur af Phnom Penh, hafa uppreisnar- menn sótt fram austan við borg- ina en þeir hafa þegar náð mikil- vægum stöðum suður af borginni. Khaled — nýr kgrt unaur Saudi-Arahíu KHALED IBN Abdul Aziz, hinum nýja konungi Saudi-Arabíu, hefur einhverju sinni verið svo lýst af erlendum diplómat, „að hann væri viðkunnanlegasti maðurinn í öllu konungsríkinu". En ekki hafði verið við því búizt, að hann yrði konungur. Hann er sextiu og tveggja ára og var lýstur konungur landsins skömmu eftir að bróðir hans, Feisal, hafði fallið fyrir morðingja- hendi. Hann hafði borið titil krónprins síðan Feisal varð kon- ungur, en næsta bróðurnum, Fahd, sem nú hefur verið útnefndur krónprins, höfðu iðulega verið falin mikilvægari verkefni og höfðu margir ætlað að Feisal vildi að hann tæki við af sér. En þar sem mikil virðing ríkir fyrir aldri i Saudi-Arábíu og Khaled er elztur þeirra 40 eftirlifandi sona Ibn Sauds, verður þetta að teljast eðlileg ráðstöfun. Khaled gekkst nýlega undir mikla hjartaskurðaðgerð á sjúkra- húsi í Ohio í Bandarikjunum. Aðaláhugamál hans eru sögð fálkaveiðar og úlfaldaveðhlaup. Enda þótt hann hafi verið krónprins i mörg ár, má segja að viðhorf hans til deilu Arabaríkjanna og Israeis, og til olíumálsins, svo og afstaða hans til Bandaríkjanna, séu óþekkt. Vitað er að hann er strangtrúaður og heldur í heiðri lög Kóransins, en að öðru leyti er hann lítt þekkt stærð í landinu, og að svo komnu máli treysta stjórnmálasérfræðingar ekki að spá hvort stefnubreyting verður í Saudi-Arabiu við valdatöku hans. Berum lotningu fyrir lífinu— einnig því ófædda ÁSKORUNTIL^ALÞimiS 190 KONUR hafa sent Alþingi yfirlýsingu, þar sem þess er vænzt, að alþingismenn ljái ekki máls á frekari rýmkun laga um fósturcyðingar og ófrjósemisað- gerðir. Þær, sem staðið hafa að söfnun undirskrifta undir yfirlýsinguna, eru: JóhannaG. Möller, AnnaG. Hugadóttir, Vilborg Ragnarsdótt- ir, Klara Björnsdóttir, Katrin Guðlaugsdóttir, Astrid Hannes- son, Lilja Sigurðardóttir og Halla Jónsdóttir, Undirskriftasöfnunin tók tvo daga. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Við undirritaðar fögnum breyt ingum þeim, sem gerðar hafa ver- ið á 9. grein frumvarps til laga frá 1973 um ráðgjöf og fræðslu varð- andi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir frá því sem það var i upp- haflegri mynd sinni. Teljum við að ganga hefði mátt enn lengra i því að þrengja ákvæði umræddr- ar greinar. Við væntum þess, að alþingis- menn beri þá lotningu fyrir lif- inu, einnig lífi hins ófædda, að þeir ljái ekki máls á frekari rýmk- un laga um þetta efni. Þess í stað beiti þeir sér fyrir hverjum þeim félagslegu umbótum, sem miða að þvi, að öll börn geti fæðzt við aðstæður, sem sæmandi eru sið- uðu þjóðfélagi". Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur. Anna J. Guðmundsdóttir, húsmóðir. Alda B. Skarp- héðinsdóttir, húsmóðir. Aðalheiður Samson- ar, húsmóðir. Anna P. O’Connell, húsmóðir, skrifstofustúlka. Auður Auðuns, lögfræðing- ur. Agnes Steinadóttir, húsmóðir. Agnes B. Eirfksdóttir. flugfreyja. Anna Hilmarsdóttir, menntaskólanemi. AnnaGuðrún Hugadóttir, húsmóðir. Astrid S. Hannesson, húsmóð- ir/forstöðukona. Alda Markúsdóttir, hús- móðir. Bryndfs Vfglundsdóttir, móðir og kennari. Bergþóra Sigurðardóttir, læknir. Betsy Halldórsdóttir, kennari. Bjarnheiður Sigmundsdóttir, hjúkrunarkona. Agústa Sverrisdóttir, skrifstofustúlka. Aðalheiður *Albertsdóttir, nemi. Árný Albertsdóttir, nemi. Arný Jóhannesdóttir, heilaritari. Asa O. Þorsteinsdóttir, húsmóðir. Asdfs Emils- dóttir, háskólanemi. Ásdís Jakobsdóttir, bankastarfsmaður. Ásthildur Sigurjónsdótt- ir kennari. Ásthildur Tómasdóttir, ritari. Ástrfður Kristinsdóttir, hjúkr. nemi. Dagný G. Álbertsson, kennari. Edda Björk Boga- dóttir, einkaritari. Edda Gfsladóttir, fóstra. Elfn Karitas Bjarnadóttir, húsmóðir. Evlalía K. Guðmundsdóttir, húsmóðir. Eygló V. Hjaltalfn, húsmóðir. Emilfa Guðjónsdóttir, hjúkrunarkona. Elfsabet Bjarnhéðinsdóttir, stud. pharm. Friðrikka Jónsdóttir. Guðrún Gfsladóttir, húsmóðir. Guðný Steingríms- dóttir, húsmóðir. Guðrún Ragnarsdóttir, hús- móðir. Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, háskólanemi. Guðbjörg Hallvarðsdóttir, heilsuverndarhjúkrunarkona. Guðný Stefánsdóttir, nemi. Guðrún Jónsdóttir, hús- móðir. Guðfinna Gísladóttir, verzl. kona. Guðfinna Guðmundsdóttir aðstoðarlyfjafr. Guðrún R. Danfelsd. fóstrunemi. Gerður Olafsdóttir frú. Guðlaug Ragnarsdóttir hús- móðir. Gréta Bachmann forst. kona. Guð- björg M. Benediktsd. bókavörður. Gerd Ellen fiinarsdóttir, húsmóðir. Gerður Finnbogad. húsmóðir. Guðfinna Jónsd. starfsst. Guðný Kristinsd. sfmastúlka. Guðfinna Gfsladóttir húsmóðir. Hanna Arnlaugsdóttir, röntgen- tæknir. Hrefna Einarsdóttir, húsmóðir. Helga Magnúsdóttir, kennari. Helga St. Hró- bjartsd. kennari. Herdfs Þ. Sigurðard. hús- móðir. Hjördfs Birgisd. hjúkr.nemi. Hellen S. Helgad. menntask.nemí. Helga Ólafsd. menntask.nemi. Hallgerður Bjarnhéðinsd. nemi. Heiðrún B. Jóhannesd. húsmóðir. Hjördfs Ólafsd. skrifst.st. Helga Friðriksd. kennari. Helga Möller Johnson, skrifst.st. danskennari. Halla Bachmann fóstra. Helga Eyjólfsd., starfst. Helena Ingibergsd fóstra. Hrefna Óskarsdóttir kennaranemi. Hólm- frfður Bragadóttir nemi. Herdfs Astráðsd. hjúkr. nemi. Halla Jónsdóttir stud. phil. Hulda R. Jessen húsmóðir. Halldóra Krist- bergsd. húsmóðir, nemi. Helga Guðmundsd. stud phil. Inger R. Jessen kennari. Inga Þórðardóttir húsfrú. Inga Stefánsdóttir menntask.nemi. Ingunn Gfslad. hjúkrunar- kona. Jenna K. Bogadóttir húsmóðir, skrifst.st. Jónína S. Bender. Jóna K. Bald- ursd. fóstra. Jóhanna Zimsen húsmóðir. Jóna Þorsteinsd. verzl.st. Jóhanna G. Möller hús- móðir. Kristín Magnúsd. Möller, meinatækn- ir og húsfrú. Kristfn Ólafsdóttir, húsmóðir. Kristrún Kristinsd. húsmóðir. Kristrún Kristjánsdóttir húsmóðir. Kristfn Einars- dóttir húsmóðir. Kristjana Jónatansd. hús- móðir. Katrín Bragadóttir starfsst. Kristfn Pálsdóttir fóstra. Kristfn Albertsdóttir nemi. Kolbrún Einarsd. menntask.nemi. Kolbrún Hjaltad. tónlistarsk.nemi. Klara Björnsdótt- MOKVEIÐI er nú á ansjóvetu I Perú og hafa veiðzt frá desember- byrjun og þar til 21. marz sfðast- liðinn, er tölur um veiði lágu sfð- ast fyrir, hvorki meira né minna en rúmlega ein milljón tonn. (Jr þessum afla hafa Perúmenn framleitt um 234 þúsund tonn af fiskmjöli og 46 þúsund tonn af lýsi. Veiðarnar hófust eins og áður er getið í desemberbyrjun og voru eins konar tilraunaveiðar. Gáfu þær í desember, janúar og til ir, húsm. nemi. Kristfn Guðmundsd. ráðs- kona. Kristfn Markúsdóttir skrifsst.st. Karó- Ifna Margr. Másdóttir nemandi. Lilja Krist- jánsdóttir húsm. Lýdfa Þórhallsd. gjaldkeri. Lára Arnórsd. húsfrú. Lára Vigfúsd. Silja Sigurðard. hjúkr. kona. Lilja Magnúsd. húsm. Lilja Gfsladóttir hjúkr.kona. Lfney Sigurjónsd. Marfa Matthfasd. húsm. Margrét Erna Baldursd. húsm. Málfríður Erlingsd. húsm. Margrét Sveinsdóttir, félagsmálafull- trúi. Marta Sveinbjörnsdóttir póstmaður. Margrét A. Halldórsd. hjúkr.nemi. María Sighvatsd. nemi. Málfríður Finnbogad. kenn- aranemi. Margrét Þorkelsd. menntask.nemi. Marfa Finnsdóttir hjúkr.kona. Margrét Jóns- dóttir, húsmóðir. Marfa Aðalsteinsd. fóstra. Málfrfður Magnúsdóttir, Margrét Möller hús- móðir. Oddný G. Jónsd. símavörður. Ólöf Elfa Sigvaldad. skrifst.st. Oddný P. Eiríksd. húsmóðir. Oddrún Jónasdóttir. Petrína Steinadóttir húsm. Ragnheiður Magnúsdótt- ir verkakona. Rósa Einarsdóttir hjúkr.kona. Ragnhildur Ragnarsdóttir fóstra. Svanlaug Sigurjónsd. húsm. Sóiveig Hákonard. febrúarloka um 500 þúsund lestir, sem úr fengust 110 þúsund tonn af fiskmjöli, og 15 þúsund tonn af lýsi. Hin eiginlega ansjóvetuveiði hófst síðan 10. marz og eru þegar 2 vikur búnár af veiðitímanum. Veitt er 5 daga vikunnar og hefur dagveiðin verið sem hér segir: Fyrsta daginn, 10. marz, veiddust 47 þúsund tonn, 11. marz veiddust 47 þúsund tonn, 12. veiddust 63 þúsund tonn, 13. marz 53 þúsund tonn og hinn 14. veiddust 66 þúsund tonn eða samtals fyrstu vikuna 276 þúsund tonn. Þessi skrifst.st. Sigrún Hallgrfmsd. kennari. Sum- arlfna Pétursdóttir starfsst. Sigrfður tsleifsd. kennari. Sigrfður Þ. Tómasd. húsm. Sigrfður Jónsd. húsmóðir. Sigrfður S. Friðgeirsd. stúdent. Sigrún H. Pétursd. menntask. nemi. Sólveig Aðalsteinsd. menntask.nemi. Stein- unn Pálsdóttir húsm. Sigrún Briem kennari. Sigríður Pétursd. kennari. Sigurifna Sigurð- ardóttir, kennari. Sigrún Gfsiadóttir, hjúkr- unarnemi. Sveinbjörg Ásmundsdóttir húsm. Sigrfður Sumarliðad. fulltrúi. Sigþrúður Zophaníasd. húsm. Sólveig Óskarsdóttir stud. med. Sigrún Hjartard. afgreiðslust. Svanfrfð- ur Bjarnadóttir, húsm. Svanhildur Vagns- dóttir húsm. Sigrfður Jónsdóttir, Ijósmóðir. Steinunn Sighvatsd. húsm. Stefanía Ingi- mundardóttir fóstrunemi.Sigrfður Magnús- dóttir, fóstrunemi. Sigrfður Alexandersdótt- ir húsm. Stína Gísladóttir, kennari. Sigrfður Aðalsteinsdóttir, skrífst.st. Susie Bachmann húsmóðir. Sigrfður Magnúsdóttir Sandholt, húsmóðir. Sigrfður Jóhannsdóttir, stúdent. Sigrún Harðardóttir nemi. Sæunn Jónsdótt- ir, skrifst.st. Sigrfður Gunnlaugsd. nemi. Steinunn Þorvarðard. húsfrú. Svanfríður Jakobsd. kennaranemi. Thora Kristjánsson húsmóðir. Unnur Erlendsd. húsfrú. Vilborg R. Schram fóstra. Valborg Þórðard. aðst.st. Vrlborg Jóhannesd. húsmóðir. Vigdfs Magnúsdóttir, hjúkr.kona. Valgerður Hrólfs- dóttir kennari. Þurfður Geirlaugad. verka- kona. Þórhalla Grétarsd. verzl.kona. Þóra G. Möller, húsm. Þórey J. Sigurj. barnalæknir. Þóranna Sigurbergsd. menntask.nemi. Þórey Ingvarsd. hjúkr.kona. Þqrbjörg H. Sigurjóns- d. húsm. Þóra Kolbeinsdóttir.** afli gaf 60.700 tonn af fiskmjöli og 15.300 tonn af lýsi. Síðari vikuna var dagsafli þannig að 17. marz veiddust 71 þúsund tonn, 18. marz 41 þúsund tonn, 19. veiddust 63 þúsund tonn, 20. marz 56 þúsund tonn og hinn 21. marz 56 þúsund tonn, samtals 288 þúsund tonn, sem gáfu í fiskmjöli 62.700 tonn og 16 þúsund tonn af lýsi. Aflinn er svo mikill að allur floti Perúmanna getur ekki stundað veiðarnar í einu. Eru skipin látin skiptast á. Gífurlegur ansjóvetuafli Perúmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.