Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 13 Tveir félagar — annar er hættur að brosa. „Mannskapurinn um borð er stórfínn” Þeir skila drjúgum afla minni bátarnir þótt þeir séu sjaldan í sviðsljósinu og þannig er um allt land. — Það þarf nú ekki mikið til þess að ná stóru bátunum, var svarað um hæl og fjórmenning- arnir brostu í kampinn. „Þeir vilja samt ekkert borga okkur úr gengishagnaðarsjóði helv. kvik. ..sagði_ Sigurður Þórðar þá, „það getur verið drjúgt á þessum litlu bátum ef tíðin er góð. Við fengum á 2. hundrað tonn á net- unum s.l. vetur. En eitt er þó á hreinu hjá okkur, það þýðir ekkert að vera að væla, þótt þaó viróist í tízku í dag að væla nógu mikið, það gæti að minnsta kosti verið verra hljóð í okkur." Mummi KE 120 lá við bryggju í Sandgerðishöfn. Nokkrir skip- verja voru komnir um borð, troll- ið klárt á þilfarinu, bobbingar og annað tilheyrandi og það átti að halda á miðin innan stundar. Við röbbuðum við tvo skip- verja, hásetana Sigmar Þór Inga- son 17 ára gamlan úr Hnífsdal, til heimilis i Kópavogi, og Jón Viðar Ágústsson 22 ára gamlan Sauð- krækling. Sigmar Þór: Við erum að fara út nú á eftir, það hefur verið bræla í 2 daga. Bátarnir hafa ver- ió að tínast út núna. Blm: Hafið þið verið lengi á Mumma? Jón Viðar: Ég er að byrja núna, var í afleysingum á skuttogaran- um Skafta. Sigmar Þór: Ég byrjaði i febrúar, það hefur gengið ágæt- lega á trollinu, en við höfum verið óheppnir upp á síðkastið, spilbií- un tvisvar og bræluskítur i bland, en annars hefur þetta gengið ágætlega. Við höfum mest verið við Eyjar og nálægt Surtsey, Víkurálnum og aflinn hefur aðal- lega verið þorskur. Við höfum mest verið með 32 tonn eftir 4 daga veiði. Við förum að róta hon- um upp núna, þetta er allt klárt og mannskapurinn, 8 manns, er stórfínn. Skipstjóri er Einar Daníelsson og ég hef ekki verið með betri skipstjóra, alltaf skap- góður og hress, en ekki hangandi úti í glugga lon og don æpandi og öskrandi eins og sumra er siður. „Aðeins 2 á línu, voru 30 fyrir 4 árum” Einar og I. vélstjóri eru af eldri gerðinni, en við hinir erum allir Jón Viðar og Sigmar Þór um borð f Mumma. undir 30, flestir í kring um tvítugt. Blm.: Hvernig var á Skafta? Jón Viðar: Það hefur verið ágætt á skuttogurunum, aðallega fyrir vestan. Við vorum með mest 10—15 tonn í hali, en í einstaka tilfellum hafa skuttogararnir komizt upp í 30 tonn í hali. Mér finnst betra að vera á minni skut- togurunum, það er meira fiskirí þar og 12 tíma frí á sólarhring. A fiskibátunum eru engin vakta- skipti. Blm.: Hefur tiðarfarið þreytt ykkur í vetur? Sigmar Þór: Það hefur verið helvíti leiðinlegt tíðarfar í vetur á þessum minni bátum. Jón Viðar: Skuttogurunum líka, þeir hafa meira og minna legið í vari undir Grænuhlíðinni og öðr- um slíkum stöðum. Það hefur ver- ió þó nokkuð um það í vetur. Blm.: Kjörin? Jón Viðar: Ur tonninu á skut- togara hefur sjómaðurinn 700—800 kr, en á bát eins og t.d. Mumma, sem er 150 tonn og með mun færri á, hefur hásetinn um 1550 kr. á tonnið. X X X X X I. vélstjóri var nú kominn um borð og ekki leið á löngu þar til vélin var farin að umla og við kvöddum. Mummi er eins árs gamall, smiðaður í Slippstöðinni á Akureyri. Ofsa fínn bátur, sögðu strákarnir, vel búið að mann- skapnum um borð og útkoman sæmileg fram að þessu. Það voru ekki margir bátar við bryggju 1 Sandgerði þegar okkur bar að garði þar. Einu bátarnir, sem voru í höfn, voru troll- og línubátar, en um helgar eiga sjó- menn frí á þessum bátum. Fátt manna var um borð, en um borð 1 Muninn hittum við fyrir skip- stjórann Jónas Franzson. Hann sagði okkur f upphafi að þeir væru rétt að byrja að róa, þar sem báturinn hefði verið f vélarskipt- um frá því f fyrrasumar," en þvf miður er Iftið að fá á lfnuna.“ — Hvað hefur þú gert í vetur, áður en þið gátuð hafið sjósókn á Muninn? „ Eg var á loðnu á Hörpu frá Keflavík. Þegar ég hætti vorum við búnir að fá 6000 lestir. Afla- verðmætið var þá oróið 13 millj. kr„ en um svipað leyti í fyrra hafði skipið fengið 5400 lestir en þá var aflaverðmætið orðið 21 millj, kr. eða 8 milljónum meira, og hásetahluturinn þvi að minnsta kosti 240 þús. kr. lægra nú.“ — Hvað eruð þið margir á? „Á Muninn erum við 5, en síðan eru 4—5 menn í landi, sem sjá um beitninguna. Við róum með 45 bjóð og mest höfum vió fengið 7 tonn í róðri i þeim fáu róðrum, sem við höfum komist, f s.l. viku gá'íum við t.d. aðeins róið tvisvar. — Hvað gera menn eftir að þeir gáfust upp á linunni? „Menn reyna önnur veiðarfæri eins og t.d. troll, en minni til- kostnaður er við þá útgerð, en því miður hefur lítið fengist í þaó i vetur, ef undanskildir eru nokkr- ir dagar. Yfir sumartíma er ann- aðhvort um að velja fiskitroll eða humartroll. Humarveiðarnar eru betri að því leyti, að alltaf er greitt mjög hátt verð fyrir hráefn- ið og gott hefur verið að fá mann- skap til þeirra veiða. Þegar vélin fór hjá okkur i fyrrasumar höfð- um við fiskað fyrir 4 millj. kr. á 55 dögum, en þá vorum við á humar- veiðum." — Hvernig hefur Sandgerðis- bátum almennt gengið í vetur? „Yfirleitt hafa aflabrögð verið lítil, nema hjá Bergþóri, en það er bátur sem alltaf fiskar. Eg á ekki von á þvi, að einstaklingar geti gert út 50—150 tonna báta án nokkurs stuðnings á næstunni. Það er nauðsynlegt fyrir þá að minnsta kosti, að hafa fisk- vinnslufyrirtæki á bak við sig, sem lætur i té alla aðstöðu eða eins og við höfum hjá Miðnesi. Ég er ansi hræddur um að útkoman hjá meirihluta flotans hér verði Ijót eftir þess vertíð, ef aflinn eykst ekki á næstunni. Jónas Franzson um borð f Muninn. Á meðan loðnan er á leið sinni vestur með landinu þýðir ekkert að leggja nálægt landi og því verð- um við að sækja nokkuð djúpt og þar notum við loðnu sem beitu, að öllu jöfnu notum við annars smokk eða síld.“ — Hvað eruð þið margir, sem eigið þennan bát? „Við eigum hann þrir og höfum átt i 4 ár. Miðnes h.f. átti bátinn áður og hjá því fyrirtæki ieggjum við upp allan afla. Aflabrögðin hafa sifellt minnkað, og að sama skapi hefur kostnaðurinn aukist. Veturinn 1970 voru svo til allir bátarnir á linu framan af vertíð- inni eða á milli 20 og 30. Nú er það svo að aðeins 2 bátar eru eftir á þessum veiðiskap." Um borð 1 12 tonna Grindavík- urbát, Sæfinni, hittum við fjóra hressa, sem voru á kafi 1 veiðar- færasnuddi og áttu eftir að landa 7 tonnum af vænum þorski. Feðg- ar þrír eiga bátinn, Sigurður Þórðarson og Einar og Hafsteinn synir hans, en fjórði skipverjinn er Sigurður Sigurðsson sem þandi þarna stóran vindil 1 netaskvaldr- inu. Hafsteinn er skipstjóri. „Þetta er ekki nema hálftíma stim á miðin,“ sagði Sigurður Þórðarson, „við sjáum þetta allt út um eldhúsgluggann heima og þaðan getum við fylgzt með neta- baujunum með góðum kíki. Eftir síðasta hvell var allt brotið og bramlað og baujurnar ekki sjón að sjá. — Hvað eruð þió með, kallaði nú einn af bryggjunni til sjó- mannanna á Sæfinni. — 7 tonn, var svarið. — Þið gefið þeim stóru ekkert eftir, kaliaði þá sá á bryggjunni. „Þið gefið þeim stóru ekkert eftir”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.