Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 17 Farinn skynsamlegur meðalvegur Á aðalfundi Læknafélags ts- lands 1973 var tekin ákveðin af- staða gegn gr. 9, 1 með takmarka- lausum ákvörðunarrétti konunn- ar samkvæmt upphaflega frum- varpinu. Á fjölmennum fundi Lækna- félags Reykjavíkur var á sl. ári tekin sama afstaða, og greiddi mikili meiri hluti atkvæði með þeim breytingartillögum, sem stjórn L.l. hafði gert við frum- varpið. Loks var á aðalfundi L.l. í ágúst sl. samþykkt samhljóða af fulltrú- um svæðafélaganna óbreytt af- staða í þessu máli. Áð gefnu tilefni vill stjórn L.l. skýra nánar afstöðu sína gagnvart frumvarpinu í heild og einstök- um greinum þess. Stjórn L.I. telur, að með þeim breytingum, sem gerðar hafa ver- ið á frumvarpinu, sé farinn skyn- samlegur meðalvegur og gengið eins langt og hugsanlegt er til móts við óskir konunnar um sjálfsákvörðunarrétt. Frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, Iagt fyrir Áiþingi 1974. I. kafli. Ráðgjöf og fræðsla. Ákvæðin um ráðgjöf og fræðslu um kynlíf og barneignir er tví- mælalaust mjög tímabær og nauð- synleg. Þessí kafli er nánast óbreyttur frá upphaflega frum- varpinu. Stjórn L.í. telur í þessu sam- bandi það aðalatriði, að þessi fræðsla sé falin einhverjum ákveðnum aðila til þess að tryggja, að eitthvað raunhæft verði gert í þessu efni. Sannleik- urinn er sá, að þótt áðurnefnd ákvæði séu ágæt, binda þau ekki ríkisvaldið til aðgerða og nú blas- ir við sú sorgiega staðreynd, að á yfirstandandi fjárlögum er ekki ætlaður einn eyrir til þessarar ráógjafar og fræðslu. Má til samanburðar geta þess, að í ár ætla Svíar að verja 30 milljónum sænskra króna til þessara mála, sem mundi samsvara nokkurn veginn miðað við fólksfjölda sömu upphæð í islenzkum krón- um hér á landi. II. kafli. Um fóstureyðingar. 9. gr. frumvarps til laga um fóstureydingar o.fl. 1974. Fóstureyðing er heimil: 1. Félagslegar ástæður: Þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu óbærileg vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. Við slíkar aðstæður skal tekið tillit til eftirfarandi: a) Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá siðasta barnsburði. b) Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar, fátæktar eða alvarlegs heilsuleys- is annarra á heimilinu. c) Þegar konan getur ekki vegna æsku eða þroskaleysis ann- ast barnið á fullnægjandi hátt. d) Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofan- greindar ástæður. 2. Læknisfræðilegar ástæður: a) Þegar ætla má, að heilsu konu, likamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið al- varlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar i fósturlífi. c) Þegar sjúkdómur, likam- iegur eða geðrænn, dregur alvar- lega úr getu konu eða manns til að annast og ala upp barn. 3. Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleið- ing af öðru refsiverðu atferli. Aðalbreytingin á þessum kafla 1 og jafnframt veigamesta breyt- ingin á frumvarpinu er, að gr. 9. 1 í fyrra frumvarpinu 1973 hefur verið felld niður, en í stað hennar tekin inn ákvæðin um félagslegar ástæður, sem heimili fóstur- eyðingu. Ákvæðin um félagslegar ástæð- ur eru nánast þau sömu og í frum- varpinu í sinni upphaflegu mynd, er skilgreint nánar, til hvers eigi sérstaklega að taka tillit til við mat á félagslegum ástæðum, sbr. gr. 9. 1, lið a og b. Af orðalagi fyrstu málsgreinar fyrstu greinar. er ljóst, að mióa ber fyrst og fremst við mat konunnar á eigin aðstæðum. Félagslegar ástæður er teygjan- legt hugtak og því þýðingarmikið, að tilgreint sé sérstaklega það, sem leggja beri áherzlu á. Hins vegar er með d-lið þessarar grein- ar opnuð leið til þess að meta gildar aðrar sambærilegar ástæð- ur. Þessi grein mun í framkvæmd hafa í för með sér mikla rýmkun á heimild til fóstureyðinga. Þegar frá eru taldar smávægi- legar orðalagsbreytingar og breytingar á uppsetningu, eru hinar læknisfræðilegu ástæður óbreyttar frá fyrra frumvarpi. Félagslegar og læknisfræðileg- ar ástæður eru samkvæmt nú- verandi tillögum metnar jafngild- ar. Þannig er gert ráð fyrir, að fóstureyðing verði heimil vegna félagslegra ástæðna, ekki aðeins til loka 12. viku, heldur einnig frá 12,—16. viku. 10. gr. frumvarps til laga um fóstureyðingar o.fl. 1973: „Fóstureyðing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er, eftir að getnaður hefur átt sér stað og helzt fyrir lok 12. viku meðgöngu- tíma. Fóstureyðing skal að jafnaði ekki framkvæmd eftir 16. viku meðgöngutima, nema fóstri sé stefnt i því meiri hættu, ef með- ganga á að halda áfram. Frávik frá þessu ákvæði eru heimil, ef ótvíræðar læknisfræði- legar eða mannúðarástæður eru fyrir hendi.1' 10. gr. frumvarps til laga um fóstureyðingar o.fl. 1974: „Fóstureyðing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er og helzt fyrir lok 12. viku meðgöngu- tímans. Fóstureyðing skal aldrei fram- kvæmd eftir 16. viku meðgöngu- tímans, nema fyrir hendi séu ótvfræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunn- ar stefnt í þvi meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu. Einnig skai fóstureyðing leyfileg eftir 16. viku, séu miklar likur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. Slíkar undanþágur eru aóeins heimilar að fenginni skriflegri heimild nefndar samkvæmt 28. gr.“ Stjórn L.I. telur, að sú breyting, sem gerð hefur verið á þessari grein, sé veigamikil til þess að fyrirbyggja, að fóstureyðingar séu af litlum tilefnum gerðar eft- ir 16. viku meðgöngutímans. Eins og sjá má, er orðalag greinarinnar gert ákveðnara, og með þvi að setja inn ákvæðin um nauðsyn skriflegrar heimildar, sem hægt á að vera að afla án tafar i slikum neyðar tilfellum, sé skapað aukið aðhald og jafnframt sé sá aðili, sem umsjón hefur með fram- kvæmd þessara 4aga, gerður ábyrgur. Ákvæðið um heimild til fóstur- eyðingar eftir 16. viku, þegar miklar líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs, er einnig skynsamleg breyting í þessu sambandi. 11. gr„ um framkvæmd fóstur- eyðingar, felur ekki í sér neina verulega breytingu frá fyrri til- lögum. Gert er ráð fyrir að við- halda 2ja lækna vottorði, þó með þeirri undantekningu, að félags- ráðgjafi, sé hann til staðar í við- komandi byggðarlagi, gangi frá umsókn. Þetta er í meginatriðum sú framkvæmd, sem í gildi er samkvæmt lögum frá 1935, og er í raun sama fyrirkomulag og aðal- lega hefur verið stuðzt við til skamms tíma í Svíþjóð og nú er í gildi t.d. í Bretlandi. Það er óneitanlega aukið öryggi fyrir konuna í þessu sambandi, að 2 aðilar fjalli um málið. Hér er alls ekki um það að ræða, að leggja þurfi málið fyrir nefnd, áður en ákvörðun er tekin. Það er ekki fyrr en að aðgerð hefur verið framkvæmd, að gögnin eru send til þess aðila, sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna. önnur ákvæói þessa kafla eru nánast óbreytt frá fyrri tillögum. III. kafli. Um ófrjósemisaðgerðir. Veigamesta breytingin á þess- um kafla er sú, að í fyrri tillögun- um var gert ráð fyrir, að ófrjósemisaðgerð skuli heimiluð að ósk, ef viðkomandi var orðinn 18 ára, en i núverandi tillögum hefur þetta aldursmark verið flutt upp f 25 ár. Með breytingu á uppsetningu og smávegis orða- lagsbreytingum hafa ákvæðin um ófrjósemisaðgerðir verið gerð mun gleggri. Um framkvæmd samkvæmt núverandi tillögum, sé viðkomandi karl eða kona fullra 25 ára, þarf ekkert annað en eiginhandar undirskrift á þar til gerðu eyðublaði og staðfestingu þess læknis, sem aðgerðina fram- kvæntir, um að viðkomandi aðili, karl eða kona, hafi verió frædd um eðii aðgerðarinnar og engar læknisfræðilegar ástæður mæli gegn aðgerð. Aftur á móti við framkvæmda aðgeró fyrir 25 ára aldur er nauðsynlegt 2ja lækna vottorð eins og í ákvæðunum um fóstureyðingu. En sú breyting er einnig gerð, að sá læknir, sem aðgerðina fram- kvæmir, sé annar þessara tveggja lækna, og jafnframt ábyrgur. Þessi framkvæmdarmáti skapar aukið öryggi fyrir viðkomandi aðila, hvort sem um er að ræða karl eða konu og er meira í sam- ræmi við þær aðstæður, sem eru nú við flest okkar sjúkrahús. Stjórn L.l. vill undirstrika, að nefnd, sem aldrei sér sjúklinginn, er ekki vænleg til að taka ákvörð- un, hvort heldur er um fóstur- eyóingu eða ófrjósemisaðgerð. I núverandi frumvarpi er nefndar- fyrirkomulagió, sem gilti um ófrjósemisaðgerðir, sbr. lög frá 1938, fellt niður, og í stað þess tekið upp tveggja iækna vottorð. Sú nefnd, sem gert er ráð fyrir í 27. gr. þessara laga, hefur það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd laganna, sem er fólg- ið í þvi að fara yfir gögn um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir, eftir aó aðgerðir hafa ver- ið framkvæmdar, og i þeim tilfell- um, þar sem aðgerð hefur verið synjað og ágreiningur ris um framkvæmd. Skal þá leita úr- skurðar þessarar nefndar. Akvæði um þessa nefnd eru óbreytt frá upphaflegu tillögum fóstureyðingarnefndar frá 1973. Stjórn L.l. hafði aðrar tillögur um skipan þessarar nefndar, þar sem m.a. var lagt til, að 1 aðilinn i nefndinni væri skipaður af heildarsamtökum kvenna. Greinargerd. Eins og áður getur felur þetta frumvarp i sér verulega rýmkun á núgildandi löggjöf. Miðað við fjöida sérfræðinga út um land í kvenlækningum og skurðlækn- ingum má reikna með, að heimilaðar verði fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir á a.m.k. 12 stöðum utan Reykjavíkur. Eins og að framan getur er stjórn L.L samþykk núverandi frumvarpi. Læknasamtökin eru andvíg þvi, að aftur verði tekin upp gr. 9. 1 úr fyrra frumvarpi. Afstaóa læknafélagsins gegn frjálsum fóstureyðingum á Is- landi og afstaðan tii þessa máls i heild mótast af eftirfarandi: 1. I fyrsta lagi virðingu fyrir lífinu. 2. Virðingu fyrir sjálfs- ákvöróunarrétti einstaklingsins innan marka þeirra laga, sem okk- ur ber að hlita. 3. Skyldu læknisins til að varð- veita líf og heilsu sjúklingsins og gera enga þá aðgerð að nauð- synjalausu, sem valdið getur skjólstæðingi hans varanlegu heiisutjóni. Framkvæmd laganna um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir er og verður væntanlega að langmestu leyti i höndum lækna. Það er aðlilegt aó ætla, að þeirra þekking og reynsla á þessu sviði sé traustari grunnur til aó byggja á sanngjarna og réttláta löggjöf í þessu efni en hugmyndir annarra starfshópa í þjóðfélaginu. Á fóstrió lífsrétt? Hvaða hugmyndir, sem karlar og konur kunna að hafa um lífs- rétt fóstursins, verður ekki geng- ið framhjá þeirri líffræðilegu staðreynd, að fóstrið hefur þegar í upphafi fólgið í sér möguleikann til vaxtar að fullmótaðri og sjálf- stæðri lífveru. Mikið er gert til þess að tryggja öryggi barnsins í móðurkviði og í fæðingunni. Læknar væru þakklátir, ef ein- hver gæti svarað þeirri spurningu, hvenær fóstrið hættir að vera fóstur og byrjar að vera barn. Þess sjást hvergi merki, að lok tólftu vikunnar skapi hér ein- hver þáttaskil. Fóstureyöing er ekki hættulaus aðgerð. Hin beina lifshætta er að visu ekki mikii. Þó urðu i Sviþjóð 7 dauðsföll við 33.777 fóstureyóing- ar frá 1963—1968, og samkvæmt upplýsingum 1971—1972 er skráð svipuð dánartala í New York í Bandarikjunum eftir 2ja ára reynslu þeirra af frjálsum fóstur- eyóingum. Eftirköst eru aðaliega ófrjóscmi, fæðing fyrir tímann og endurtekin fósturlát. Hin beina dauðshætta er 9 sinnum meiri eft- ir 16. viku en fyrir lok þeirrar 12. Einnig er mikill munur á eftirköstum, ef aðgerðin er gerð fyrir 8.-9. viku en 11.—12. viku. Afstaða lækna og ákvarðana- taka i þessu sambandi hlýtur að taka mið af þessum staðreyndum. Fóstureyðing verður þvi að mati lækna alltaf að teljast neyðarúr- ræði. Sjálfsákvörðunarréttur konunnar. Er hugsanlegt (réttmætt) að veita konunni takmarkalausan ákvörðunarrétt varðandi fóstur- eyðingu? Stjórn L.í. teiur, að það sé hvorki mögulegt né réttmætt af konunni að krefjast slíks rétt- ar. . Það er ljóst, að sé markmiðið takmarkalaus sjálfsákvörðunar réttur, verða lok 12. vikunnar ekkert endanlegt takmark. Þessar aðgerðir verða á næstu árum hættuminni og sennilegt, að þá komi á ný krafan um enn aukið frjálsræði, og krafist heimildar til fóstureyðingar að ósk, allt til þeirra marka, er barnið byrjar að verða lifvænlegt. (1 dag er fóstur- eyðing að ósk konu heimil i New York til ioka 24. viku meðgöngu- tímans.) Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að konan ber erfiðið og áhættuna í sambandi við meðgönguna og fæðinguna. 1 flestum tilfellum hvilir mest á hennar herðum umsjá og uppeldi barnsins. Ætla má einnig, að konan sé betur fær en nokkur annar til aó meta þörfina fyrir fóstureyðingu og taka ákvörðun. í raun er það einnig þannig, að vilji hennar ræður mestu í þeSsu sam- bandi. Samkvæmt upplýsingum landlæknis var á síðustu tveimur árum aðeins synjað 2% þeirra umsókna, sem bárust þeirri nefnd, er fjallar um fóstureyðing- ar og ófrjósemisaðgerðir. 1 þeim faraldri af rauðum hundum, sem gekk 1972—1973, var engri umsókn synjað og i öll- um tilvikum veittra leyfa fram- kvæmd aðgeró. Það verður því ekki með sanngirni sagt, að konur hafi mætt mikilli mótspyrnu í þvi að fá vilja sínum framgengt með ósk sinni um fóstureyðingu. Hins vegar er takmarkalaus sjálfsákvörðunarréttur konunnar í sambandi við fóstureyðingu að mati L.l. ekki mögulegur. Læknir- inn hlýtur alltaf að taka mið af áhættunni, sem aðgerðinni fylgir og meta hana með hliðsjón af nauðsyninni fyrir aðgerð. Því að allir virðast sammála um, að fóstureyðing eigi að vera neyðar- úrræði. Hlutverk læknisins er þjónustuhlutverk við sjúklinginn. Það hlýtur að vera óskynsamlegt af konunni að notfæra sér ekki sérþekkingu og rcynslu við svo afdrifaríka ákvörðun. Krafa konunnar um óskorðaðan sjálfsákvörðunarrétt er auk þess ekki réttlát, þegar þaó er haft í huga, að fóstrið er ekki hennar nema að hálfu leyti og á sér ein- hvern tilverurétt. Fóstureyðingum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. A fæðingardeild Landspitalans, þar sem mikill meiri hluti aðgerðanna er framkvæmd, er skortur á sjúkrarúmum. Konur, sem bíða eftir piássi vegna fyrirhugaðrar fóstureyðingar, eru látnar ganga fyrir öðrum. Þetta skapar aukna bið fyrir aðra sjúklinga, sem get- ur orðið enn meiri við þá óhjákvæmilegu fjölgun, sem hlýt- ur að verða með frjálslegri lög- gjöf, með óbreyttum fjölda sjúkrarúma. Þetta valdur þegar erfiðleikum og mun setja lækna í enn meiri vanda og valda enn meiri mis- rétti, ef ákvæðið um frjálsar fóstureyóingar nær fram að ganga. Leiða frjálsar fðstur- eyðingar til minnkaðrar notkunar á getnaðarvörn- um? Þetta er atriði, sem nauðsynlegt er að hugleiða i sambandi við frjálslegri fóstureyðingarlöggjöf. Fáar áreiðanlegar athuganir eru til um þetta atriði. I 41. og 42. tölublaði sænska læknablaðsins 1973 eru greinar eftir Elisabet Sjövall, sem sýna, að sú hefur orðið raunin i Gautaborg. Þrátt fyrir hátíólegar yfir- lýsingar um, að slikt gerist aldrei á Islandi, er fróðlegt að hugleiða Framhald á bls. 27 Greinargerð stjómar Læknafélags Islands varðandi frumvarp til laga um fóstureyðingu og ófrjósemisaðgerðir, sem nú liggja fyrir alþingi í breyttri mynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.