Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. VARÐSKIPIÐ Uppbygging en ekki niðurrif í landbúnaði Hið nýja varðskip Land- helgisgæzlunnar, Týr, er nú komió til landsins. íslendingar hafa fengið nýtt og fullkomió skip til þess að verja landhelgina. Framundan er lokasigur- inn í landhelgisbaráttunni, sem nú hefur staðið í fulla þrjá áratugi. Á þessu ári veróur lokaskrefið stigið og landhelgin færö út í 200 sjómilur. Hverjum manni er ijóst, aó enn á ný þurf- um viö aó standa fast á rétti okkar og fylgja þeim málstað, sem er undirstaða íslenzks efnahagslífs. Óhætt er að fullyrða, aó baráttan fyrir útfærslu fiskveióilögsögunnar hefur ekki hvað sizt mætt á þeim mönnum, sem fengið hafa það erfiða verkefni að gæta landhelginnar og verja hana ásókn erlendra þjóða. Þaó er löng og merkileg saga, sem þar liggur aó baki og sennilega gera fáir sér grein fyrir, hversu erfitt og vandasamt það verk hefur verið á stund- um. Víst er, að engir skilja þaó betur en sjómennirnir sjálfir, sem unnið hafa aó gæzlustörfum á hafi úti, hversu mikilvægt það er aó fá nú nýtt og fullkomió skip til þess að sinna þess- um verkefnum. Koma þessa skips mark- ar því að sjálfsögðu nokkur þáttaskil og hlýtur að hvetja landsmenn alla til þess aó standa einarðlega á skýlausum rétti þjóóarinn- ar til fiskimiða landgrunns- ins. Hió nýja skip er búið fullkomnustu tækjum og mun því án efa koma aö miklu liði við það vanda- sama og erfiða verk, sem framundan er. Þróun þjóð- réttarreglna um yfirráöin yfir hafinu hefur verið svo ör á síðustu árum, að út- færslan í 200 sjómílur nú er aó ýmsu leyti auðveldari en fyrri útfærslur. Eigi að TÝR síóur veróa menn aó gera sér grein fyrir að brugðió getur til beggja vona meó niðurstöður hafréttarráð- stefnunnar. Lokasigurinn verður því ekki unninn átakalaust, en það sem mestu máli skiptir er sú staóreynd, aó hann er nú innan seilingar. Landsmenn allir fagna komu Týs í þeirri vissu að hann muni koma aó góóum notum, en fyrst og fremst er ástæða til þess að færa starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar árnaóaróskir því að þeirra er vinnan. Engum blandast hugur um, að þeir eiga erfitt starf fyrir höndum, en þetta nýja skip mun gera það auðveldara. Ivetur hafa farið fram athyglisverðar umræður um landbúnað- inn og gildi hans fyrir ís- lenzkan þjóóarbúskap. Óhætt er aö fullyrða, að þessar umræður hafa leitt í ljós, að íslendingar geta með engu móti verið án blómlegs landbúnaðar og mikilvægt sé að leggja áherzlu á uppbyggingu og umbætur í þeim efnum. Þeir, sem haldið hafa fram nióurrifsstefnunni hafa þegar orðið aö láta í minni pokann. Steinþór Gestsson al- þingismaður ræddi nýlega um stöðu landbúnaðarins i grein í Suðurlandi. Stein- þór bendir í fyrsta lagi á að landbúnaóurinn er undir- staða margs konar þjón- ustustarfsemi og ef farið yrði að ráðum úrtölumann- anna í þessum efnum, myndi stórlega fækka því fólki, sem nú vinnur við ýmiss konar iðnað, er á rætur að rekja til landbún- aðarins. Hér af myndi hljótast fólksfækkun úti á landsbyggóinni, sem yrði þrándur í götu félagslegra framfara. í öðru lagi bendir Stein- þór á, að allt bendi til þess, að innfluttar landbúnaðar- afurðir yrðu þjóðinni all- miklu dýrari en þær eru hér. I þriðja lagi bendir hann á, að það megi heita furóuleg viðbrögð manna við erfiðri gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar að leggja til aó torvelda stöðu okkar á þessu sviói með stórfelld- um óþörfum innflutningi. Steinþór Gestsson bendir ennfremur á, að landbún- aður nýtur eins og aðrar atvinnugreinar styrkja eða opinberrar fyrirgreiðslu í flestum löndum. ísland er þar engin undantekning. Þá bendir hann á, að hyggja þurfi að því, hvort hagkvæmni í búrekstri og hagvöxtur í landbúnaói sé minni en skyldi vegna þess að skort hafi nægjanlegan stuóning við þessa grund- vallar atvinnugrein. Hér er vissulega hreyft við at- hyglisverðum atriðum. Öll um er ljóst, að brýnt er að auka hagkvæmni f rekstri landbúnaóarins og þar má að sjálfsögðu margt betur fara eins og í öðrum at- vinnugreinum. En lausnin er ekki sú að grafa undan landbúnaóinum heldur aó efla hann og styrkja. Ellert B. Schram, alþm.: Fóstureyðingar- frumvarpið UNDANFARNA daga hefur mér borist urmull af bréfum, einkum frá konum, vegna frumvarpsins um fóstureyð- ingar. Þar er ég hvattur til að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og greiða atkvæði með þvi, að fóstri megi eyða að ósk konu. Öðrum alþingis- mönnum hafa borist sams- konar áskoranir frá kjósend- um í víðkomandi kjördæm- um. Af orðalagi þessara bréfa er Ijóst, að hér er á ferðinni skipuleg áróðursherferð þeirra aðila, sem gera vilja fóstureyðingar fullkomlega frjálsar. X Útilokað er að svara hverj- um og einum bréfritara og því hef ég valið þann kost, um leið og ég þakka bréfa- skriftirnar, að gera grein fyrir afstöðu minni í þessari blaðagrein. Ég vil taka fram, að ég hef síður en svo á móti slíkri áróðursaðferð, og tel raunar að kjósendur eigi í miklu rík- ari mæli að vera óhræddir við að kynna þingmönnum skoð- anir sínar með þessum hætti. Vlða erlendis er þetta al- mennur siður, og hefur um- talsverð áhrif á afstöðu við- komandi þingmanna. Kurteisleg bréf af þessu tagi gera mann meðvitandi um, að kjósendur fylgjast vel með störfum þingsins og minna á, að ábyrgð fylgir hverri ákvörðun sem þar er tekin. X Hitt er aftur Ijóst, að I þessu umrædda máli, fóstui- eyðingarmálinu, eru mjög skiptar skoðanir og að bréfin segja ekki nema hálfa sög- una. Þeir, sem á öndverðum meiði eru, gætu sjálfsagt skipulagt sambærilega her- ferð. í því liggur einmitt okkar vandi, þingmannanna, að vega og meta kosti og galla hvers máls, hlusta vel eftir öllum sjónarmiðum og taka síðan ákvörðun eftir bestu samvisku og yfirvegun. Um hinn djúpstæða ágreining er þeim, sem fylgja frjálsum fóstureyðingum, vel kunn- ugt, enda væru þeir ekki að senda bréf og halda uppi áróðri, ef þeir gerðu sér ekki grein fyrir þvi, að á þessu máli eru tvær hliðar. Af þeirra hálfu hefur eink- um tvennt verið gagnrýnt. í fyrsta lagi, að það frumvarp sem nú er til meðferðar í þinginu, skuli hafa verið undirbúið af nefnd þriggja karlmanna. í öðru lagi, að fellt hafi verið út úr trv. ákvæði þess efnis, að fóstur- eyðing væri heimil að ósk konu. X Við skulum fyrst líta á fyrra atriðið. Á síðasta þingi lagði þáver- andi heilbrigðismálaráðherra fram frumvarp, sem gerði ráð fyrir frjálsum fóstureyðing- um, þ.e.a.s. að fóstureyðing væri heimil að ósk konu. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið og bæði utan sem innan þings kom fram mjög sterk andstaða gegn því. Frumvarpið dagaði uppi í nefnd, enda Ijóst, að það hefði ekki náð fram að ganga. Málið var m.a. rætt f þing- flokki Sjálfstæðisflokksins og þar kom fram, að enda þótt menn væru almennt með- mæltir rýmkun á núverandi löggjöf, þá var mikill meiri- hluti andvígur svo róttækri breytingu, eins og að framan greinir. Sömu sjónarmið munu hafa verið ráðandi i þingflokki Framsóknarflokks- ins. Þegar þessir tveir flokkar mynduðu rikisstjórn var því eðlilegt, að þeir samræmdu frumvarpið að rikjandi skoð- unum í þeirra hópi. Til þess vorum við valdir, undirritaður og Halldór Ásgrímsson frá Framsóknarflokknum ásamt fulltrúa úr ráðuneytinu. Okk- ar hlutverk var ekki að leggja fram frv. sem lyti í einu og öllu að okkar einkaskoðunum — þær eru sjálfsagt mis- munandi — heldur að sníða frumvarpinu þann búning, sem tryggði umtalsverðar úr- bætur, án þess að ganga þó svo langt, að það yrði málinu í heild til trafala. Forsendur þeirrar sam- ræmingar voru pólitískar en ekki líkamlegar og þess vegna er öll viðkvæmni óþörf, þótt enginn kona hafi átt sæti í nefndinni. X Hvað síðara atriðið snertir, hvort heimila eigi fóstureyð- ingu að ósk konu, er höfðað til sjálfsákvörðunarréttar kon- unnar. Ég er ( grundvallaratriðum samniála því, að sjálfs- ákvörðunarréttur hvers ein- staklings eigi að vera sem mestur. En jafnvel helztu frjálsræðispostular sögunnar viðurkenna vissar takmark- anir, ef líf eða hagsmunir annarra eru í húfi. Við höfum ekki rétt til að deyða annað líf — við höfum jafnvel ekki rétt til að deyða okkar eigið líf. Okkureru allsstaðar settar skorður í hinu siðaða sam- félagi nútímans. Hvað fósturreyðingar varð- ar, er deilt um, hvenær líf hafi kviknað. Ef fóstur er líf, þá hlýtur réttur kvenna, þeg- ar af þeirri ástæðu, að vera takmarkaður af tillitsemi við fóstrið. Um þetta eru trúarlegar, læknisfræðilegar og lögfræði- legar deilur, sem ég legg engan dóm á. En meðan menn eru ekki á eitt sáttir um þetta mikilvæga atriði; með- an læknar vilja ekki afsala sér þeim rétti, að ákveða hvort og hvenær aðgerð skuli fram- kvæmd — þá verður að taka tillit til þess. Þá verður sjálfs- ákvörðunarréttur eintaklings- ins að hlíta nokkrum tak- mörkunum i þessum efnum, eins og á svo mörgum öðrum sviðum mannlifsins. X Að lokum vil ég minna á, að það frumvarp sem nú er deilt um, felur í sér stór- kostlega félagslega réttarbót frá núgildandi löggjöf. Þar er stigið það stóra og sjálfsagða spor að taka tillit til félags- legra aðstæðna kvenna og þeirra nánustu, og í rauninni er frv. svo rúmt, að heimild fæst til fóstureyðingar ef minnsta’tilefni er fyrir hendi. Ég þarf vart að taka það fram, að ég styð frumvarpið eins og það liggur fyrir, vegna þess, að það er frjáls- lynt og manneskjulegt, og þó einkum vegna þess, áð það réttir hlut konunnar með áþreifanlegum hætti. Ellert B. Schram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.