Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.03.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1975 Davíð Oddsson á fundi borgarstjórnar: „Mjög kemur til greina að stofna Lista- og menn- ingarráð Reykjavíkiirborgar” A síðasta fundi borgarstjórnar var tekin fyrir tillaga frá borgarfulltrúum Framsóknar- flokksins um stofnun Lista- og menningarráós. Tillagan var svohljóóandi: Borgarstjórn samþykkir að stofnaó verði Lista- og menningarráó Reykjavíkur- borgar, er hafi þaö hlutverk meó hóndum aó annast og hafa umsjón meó þeim þáttum, er varða iistir og menningarmál á vegum Reykjavíkurborgar. ,' Lista- og menningarráó skal starfa á sama grundvelli og önnur ráð og nefndir Reykja- víkurborgár, þ.e. að gera tillög- ur og vera borgarstjórn til ráðuneytis í þeim málaflokki, sem undir ráðió heyrir. Borgarstjórn felur borgar- ráði að gera frekari tillögur um starfssvið Lista- og menningar- ráðs, en stefnt skal að þvf, að það taki til starfa eigi sfðar en um næstu áramót. Davfð Oddsson (S) tók til máls um tillöguna og sagði: „Tillaga sú sem hér liggur fyrir til umræóu lýtur að því, að stofnað verði Lista- og menningarráð sem annast skuli listir og menningarmál á veg- um Reykjavíkurborgar. Það hlítur ætíð að vera matsatriði, hvenær einstakir samkynja þættir i borgarstarfinu eru orðnir svo umfangsmiklir, að ástæða sé til að setja þá undir einn hatt, og þá í framhaldi af því hversu barðastór sá hattur skuli vera. Og jafnvel kann það að vera álitamál, hvort ætíð sé rétt að draga starfsþætti undir einn aðila jafnvel þótt þeir séu eðlisskyldir. Þar koma til álita spurningar um centraliseringu annars vegar og virkni ákvarðana hins vegar. Tillaga sú, sem borgarfulltrúar fram- sóknarmanna hafa lagt hér fram, ber með sér, að þeim þykir orðið eðlilegt að lista-og menningarmál verði samræmd og skipað í fastmótaðan mála- flokk innan borgarkerfisins. Mér þykir þetta mat þeirra ekki fjarri lagi þótt ég hafi enn nokkrar efasemdir um suma þá starfsþætti, sem flutningsmenn vilja fella undir þetta ráð og eins tel ég að rétt sé að standa að málinu með dálítið öðrum hætti, eins og ég mun koma að hér á eftir. Mig langar að fara örfáum orðum um einstaka liði, sem nefndir eru í greinargerð þeirra borgarfulltrúa fram- sóknarmanna. Kjarvalsstaðir eru þar efstir á blaði og sjálfsagt ekki að ófyr- irsynju, enda grunar mig að þær umræður sem tvinnazt hafa um menningarmál borgar- innar að undanförnu í og með og undir Kjarvalsstaðadeilunni hafi orðið kveikjan að þeirri tillögu sem hér liggur fyrir. Ég get ekki látið hjá líða að fara- örfáum orðum um stöðu þeirrar deilu hér og nú, þótt slíkt verði dálítið á skjön við sjálft um- ræðuefnió. Kjarvalsstaðir eru hugsaðir og reistir sem alhliða menningar- miðstöð og það er alveg rétt sem fram kemur í greinargerð framsóknarmanna, að þeir hafa opnað möguleika til stór- aukinnar lista- og menningar- starfsemi á vegum borgarinnar. En þó fer ekki milli mála, að einkum eru þeir sniðnir fyrir myndlist og þjónustu við hana, eins og gerð þeirra ber með sér á allan hátt. Og því hlýtur að vera komið i óefni ef allstór og áhrifamikill hópur myndlistar- manna ætlar sér að sniðganga Kjarvalsstaói. Ég tel að hinar harkalegu aðgerðir þessara listamanna hafi verið óþarfar með öllu, þótt ljóst væri að nokkur ágreiningur væri milli þeirra og borgarráðs. Og verst þykir mér ,að þeir virðast ætla aó girða fyrir allar frekari við- ræður með því að halda fást vió sjónarmið, sem borgarráó og borgarstjórn hafa lýst yfir að þau geti aldrei gengið aó. Listamennirnir brugðust við eins og þeir ættu rétt sinn að verja. En mikilvægasti réttur málarans hlýtur að vera rétturinn til að mála það sem honum sýnist og hins vegar rétturinn til að sýna al- menningi það sem hann hefur máiað. Þennan rétt vildi borgarstjórn sízt skerða, en hins vegar hlýtur réttur eins hóps málara til að meina öórum að sýna verk sín að vera um- deilanlegur. Auðvitað benda FIM-menn á, að þeir stefni ekki að þvi að banna mönnum að sýna yfir- leitt, heldur einungis að banna þeim að sýna i hinu umdeilda húsi. Það er ágreiningspunkt- urinn. Reyndar er það svo, að borgarráð hefur ekki hreyft hönd eða fót í þá átt aó svipta sýningarráð það sem mynd- listarmenn sátu i yfirráðum yfir það álit sitt, að fara eigi varlega i að meina maæl- urum að sýna á Kjarvals- stöðum yfirleitt. Ég skal ekki fara nánar út i þessa við- kvæmu deilu hér og nú Auð- vitað harma ég eins og reyndar borgarfulltrúar allir, þá þrá- skák, sem málið virðist vera i eins og er. Hvorugur aðilinn virðist geta bakkað nema éta svo oní sig að honum yrði bumbult af. Ég tel reyndar að það hafi verið misráðið af Bandalagi islenzkra mynd- listarmanna að framselja í önd- verðu tilnefningarrétt sinn i sýningarráðið i hendur Félags islenzkra myndlistarmanna. En eins og nú er komið málum sé ég ekki aðra leið færa en þá út úr þráteflinu aó Hússtjórn Kjarvalsstaða verði með næstu fjárhagsáætlun veitt heimild til að ráða sér listrænan ráðunaut og eins verði rekstrarfé hússins stórlega aukið, þannig að Kjar- valsstaðir geti staðið undir nokkurri listrænni starfsemi á eigin spýtur og af nokkrum myndarskap. Hússtjórnin hefur staðið nokkuð illa að vígi i þess- um efnum og á þennan veik- leika hafa myndlistarmennirn- ir bent. Verði úr þessu bætt og nokkrar aðrar tilfæringar gerðar held ég að segja megi að stigið hafi verið fyrsta skrefið til sátta af hálfu borgarinnar og í framhaldi af því gætu hafizt umræður við samtök lista- manna um samstarf við þá um rekstur hússins. Kannski sýnast þessar tillögur órar einir í því hyldýpi peningaleysis, sem hvervetna ber við, en engu að síður þykir mér tímabært að vekja máls á þeim hér, úr því að tækifæri gafst til. En við hljót- um þó að vona aó við þurfum ekki endalaust að súpa seyðið af þeirri fjármálasúpu, sem land og þjóð sýnast lent í. En svo ég snúi mér aftur nær þeirri tillögu, sem til umræðu er, þá er ljóst að hún felur ekki í sér neina lausn á Kjarvals- staðaágreiningnum, enda hefur það sjálfsagt ekki staðið til En það er einnig ljóst, að Kjarvals- staðir yrðu fyrirferðarmikill þáttur i starfi lista- og menningarráðs ef stofnað yrði og gætu auðveldlega undir slíkt ráð fallið. Hins vegar mætti ef til vill hugsa sér, að útvíkka starfssvió stjórnar Kjarvals- staða, þannig að hún myndi taka til einhvers þess sem nefnt er i greinargerðinni, svo sem kaupa á listaverkum list- kynninga, umsjónar með list- skreytingum og fleira. Sumt af því sem talið er í greinar- gerðinni gæti hins vegar trauðla fallið undir starfssvið lista- og menningarráðs að minu mati, eftir fljótlega skoðun. Ég vil nefna listahátið, sem komin er á árvissan grund- völl. Borgin er aðeins aðili að listahátíð og á ekki nema einn fulltrúa i stjórn hennar eins og nú er, svo erfitt er að ímynda sér fasta að- ild menningarráðsins að henni nema i mjög iitlum mæli. Hins vegar veit ég til þess, að þeir sem hafa að listahátíó starfað telja bráð- nauðsynlegt að sú merka fram- kvæmd fái fastan starfsmann, sem vinni að meira eða minna leyti árið um kring að málefn- um hennar. Nú er það svo, að í hvert sinn er ráóinn nýr fram- kvæmdastjóri svo sem hálfu ári fyrir hátíðina og er hann að sjálfsögðu drjúgan tima að koma sér inn i starfið, afla sam- banda og tengsla vió nauðsyn- lega aðila og segja mér hinir fróóu menn að þá fari óneitan- lega margt forgörðum. Ég held því, að Reykjavíkurborg ætti að stuðla að þvi í samráði við sam- starfsaðila um listahátíð aó henni yrði ráðinn fastur fram- kvæmdastjóri í náinni framtíð. I þriðja lið umræddrar greinargerðar þeirra framsókn- armanna er nefnt aó listaráðið hefði aðild að væntanlegri stjórn borgarleikhúss. Ég held varla að þessi hugmynd sé raunhæf. Frá öndverðu hefur verið gert ráð fyrir því, að Leik- félag Reykjavíkur réði sjálft mestu um daglega stjórn mála þar og sýnist þvi sennilegast aó borgarstjórn muni í fram- tiðinni kjósa fulltrúa í leikhús- ráð Borgarleikhúss en vandséð er hvernig aðild menningarráðs gæti komið til. Ýmis fleiri atriði eru nefnd, svo sem myndverkakaup borgarinnar. Svo sem kunnugt Framhald á bls. 27 7 Trillubátur til sölu 3,7 tonn, vél 16 hö, FM vél, með stýrishúsi og lúkar. 50 grásleppu- net geta fylgt. Uppl. í síma 96-71 506. Ytri-Njarðvik Til sölu nýleg 3ja herb. ibúð í fjölbýlishúsi. Sérinngangur. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns simar 1 263 og 2890. Til fermingargjafa fallegir saumakassar. Póstsendum. Hannyrðarverzlunin Erla, Snorrabraut. Sumarbústaður til sölu í næsta nágrenni Reykja- víkur. Uppl. í síma 33797. Fermingarstúlkurnar óska sér Lladro postulinsstyttu i fermingargjöf. Blómaglugginn, Laugaveg 30, simi 1 6525. 18. ára norskur piltur óskar eftir atvinnu á Islandi, helzt i Reykjavik. Talar ensku og norsku. Reynsla i eldhússtörfum, land- búnaðarstörfum o.fl. ODDBJÖRN LADE, 6220 STRAUMGJERDE, NORGE. Til sölu 3ja herb. ibúð i smíðum, efri hæð. Góðir greiðsluskilmálar. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns, simar 1 263 — 2890. Ungan reglusaman matsvein og konu hans vantar at- vinnu strax. Húsnæði þarf að fylgja. Uppl. í síma 96-22565 eftir kl. 7. Vil kaupa trillubátavél, bensin eða diesel, stærð 5 til 8 hö. Uppl. i síma 94-3631 eftir kl. 8 á kvöldin. Keflavik — Suðurnes Fótsnyrting fyrir aldraða í Stapa, Ytri-Njarðvík alla þriðjudaga. Tekið á móti pöntunum, mánudaga kl. 10—12 í síma 2506. Styrktarfélag aldraðra á Suður- nesjum. Vatnshitadunkur 60 I. til sölu. Einnig Satchwell thermostat fyrir oliukyndingu. Upplýsingar i sima 22958 i dag og næstu daga. Mótatimbur til sölu Notað mótatimbur til sölu. Stærð- ir: 1 X4, 1 X6, 2X4, 2X3. Uppl. í síma 41316. Til sölu góður vörubilspallur ásamt 10 tonna sturtum Simi 99-1 264 Kennsla Tek að mér aukakennslu i ensku, dönsku og sögur, fyrir landspróf og gagnfræðapróf. Upplýsingar i sima 22472. Galvaniseruð kör á hjólum til sölu. Einnig stór köku- söluskápur og fleira tilheyrandi bakariisrekstri. Upplýsingar i sima 22958, i dag og næstu daga. Trilla Til sölu 216 tonna trilla. Uppl. í sima 93-6685. 6 tonna trilla til sölu i Stykkishólmi. Nýr dýptarmæli og annar búnaður göður. Nánar i sima 93-8143 milli kl. 21 —22 næstu daga. Til sölu bilkrani teg. Hiab 550, 3.2 tonn, 116 árs. Litið notaður. Allar nánari uppl. i síma 95-4662 eftir kl. 1 9 á kvöld- in. Vörulyftarar Tilboð óskast í: 2Vi tonna Steinbock-Vörulyftara, Benz- dieselvél, árg. 1971. 21/z tonna Saxby-Vörulyftara, Perkins-dieselvél, árg. 1 965. Lyftararnir eru í mjög góðu lagi og nýyfirfarnir. Lyftararnir eru til sýnis hjá oss. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra. Sími 8341 1. Tollvörugeymslan h. f. Héðinsgötu Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.